Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 D 3 í kirkjunni. Um og eftir síðustu aldamót var kynskipt sætaskipting að mestu horfin. Víða í nágranna- löndum varð sú breyting að konur fluttu sig yfir til karla en hér var þessu öfugt farið; karlar fóru að sitja kvennamegin. Eftir seinna stríð var kynskipt sætaskipan tekin upp aftur hér en þá nær eingöngu við hjónavígslur. Veislan Eftir að gengið hafði verið frá hjúskaparsáttmálanum gengu gestir til veislu. Karlar og konur sátu ekki saman undir borðum. Er matast hafði verið um stund voru menn sendir í stofu kvennanna með vín og þess óskað að þær flyttu sig yfir til karla. Þær tóku boðinu vel og gengu yfir í salarkynni karla. í veislusal karla er brúðguma- krókur þar sem brúðgumi sat með nánustu vinum og ættmennum karlkyns. Þar var einnig brúðar- krókur þar sem brúðurin sat einnig með sínum nánustu. Við háborð sátu gestir sem mest máttu sín en aðrir við langborð. Brúðhjónin sátu því ekki saman undir borðum þó þau væru löglega gift. í veislunni skemmti fólk sér við söng, kveð- skap og hljóðfæraslátt. Þó mikið af söngnum væri tengt minnunum voru einnig sungnir léttari söngvar og kveðnar rímur. Um miðja 18., öld gaf Kristján 7. Danakonungur út breytingu á tilskipun um trúlofanir, giftingu og framgang þeirra. Þar setur hann ákvæði um að strax og gengið hefur verið frá festum og kaup- mála, skuli hver og einn fara til síns heima. Beri fógeta og léns- mönnum að sjá til að svo sé gert. Ef út af þessu var brugðið átti að koma til sekt sem gengi til fátækra auk þóknunar tikl embættismanna. Tilskipunina kallaði konungur 777- skipun um eitt og annað í hjóna- band ökum og mót lauslæti, með fleiru frá Islandi og í henni segir meðal annars: Kristni hafði verid á íslandi í nær 300áráður en eiginleg kirkju- brúðkaup tóku að tíðkast að ráði. „Brennivín og annars áfengs drykkjar vanbrúkan við trúlof- un, brullaup, barnsfæðingar, lík- fylgdir og þvílík samkvæmi skal hér með vera stranglega fyrir- boðin.“ Eftir heimildum að dæma virðist glæsileiki og umfang brúðkaupa vera mest á 15. og 16. öld. Næstu tvær aldir dregur mjög úr þessu. Þegar skoðuð eru gögn þjóðhátta- deildar Þjóðminjasafnsins má sjá að á seinni hluta 19. aldar og fram. yfir seinna stríð fer mjög litlum sögum af brúðkaupsveislum á ís- landi, hvort heldur er í sveit eða í bæjum. Þetta verður á sama tíma og verulega tók að draga úr áfeng- isnotkun í brúðkaupsveislum hvort sem það er af áfengisskorti eða öðru. En í áfengisbanninu á önd- verðri 20. öld var veitt undanþága til vínkaupa fyrir brúðkaupsveislur. Morgungjöfin Morgungjöf er brúðinni gefin að morgni brúðkaupsnætur. Brúð- gumi gaf gjöfina og var hún lengi framan af sú eina eign sem konan átti og gat farið með á hvern þann hátt sem hún vildi án samráðs við mann sinn. Það gat því skipt sköpum fyrir konuna hversu rausnarleg morg- ungjöfin var. Konur studdu því hverja aðra svo gjöfin mætti verða sem veglegust. Er leið að lokum veislunnar á brúðkaupsdaginn leiddu konur brúðina til sængur. Aðstoðuðu þær hana við að afklæð- ast en settust síðan fyrir framan hana og biðu brúðgumans. Er tími þótti til kominn fylgdu karlar brúðguma að brúðarsæng- inni. Stóðu konurnar þar þá fastar fyrir og meinuðu brúðguma aðgang að rekkjunni fyrr en boðin var morgungjöf sem þær gátu sætt sig við. Þessu næst var drukkin „brúð- hjónaskál" og blessaði presturinn skálina og hjónasængina. í ka- þólskum sið var skylda presta að blessa yfir brúðarsængina, hjóna- bandinu til staðfestingar. Til er lýsing á leik sem eitthvað hefur verið stundaður fram til loka 18. aldar. Þar er talað um að „bjóða í sængina." Buðu þá karlar í brúðarsængina en þess gætt að brúðgumi ætti síðasta og hæsta boðið. Varð hann síðan að reiða fram að morgni það sem hann bauð og mun þaðan komið órðið „morg- ungjöf“ eða „sængurgjöf". Brúðargjafir Ekki er að sjá á gömlum heimildum að þeir sem til veislunnar komu hafi gefið brúðhjónum gjafir en til eru lýsingar á því að gestir hafi verið leystir út með gjöfum er þeir fóru úr veislum. Brúðargjafir í þeirri mynd sem þær þekkjast nú hafa ekki orðið algengar fyrr en líða tók á 19. öldina. Fyrst eftir að brúðargjafir fóru að verða almennar voru þær af ýmsum toga. Má þar nefna að um aldamótin gaf faðir syni sínum kartöflugarð sem hann hafði útbúið í gjótu í Hafnarfjarðarhrauni og á svipuðum tíma gáfu húsbændur vinnukonu sinni heimilisköttinn er hún gifti sig. Erla Halldórsdóttir Höfundur er mannfræðingur. Heimildir: Merkisdagar á manns- ævinni eftir Árna Björnsson, Kristnir trúarhættir eftir Hjalta Hugason ísl. þjóðmenningu grein eftir Sæmund Eyjólfsson í Tímariti hins ísl. bókmenntafélags 1896, ísl. fornbréfasafn oggögn frá þjóð- háttadeild Þjóðminjasafns íslands. frWTTv í i r I t w £ t Jilöottditbi örúðljjón 'i'iö Utljtttit ttttttttn n gjafaöréfitt oftftar Otttoirltt. 1 j j ¥ I r V1' V;.. t $iá oUUnr fiaíít tií rjcitm(i£m§ f)Uott öettt |utD cr i Sttcfttljcrttcigfö, Immníjcrliciiyíi, ^ioftttm, tmrKiöíuftttutt £jámmr}>£^crt)crgit> túa dt>Ijtn?tíi. Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SIMI 5871199 Mogosin Húsgagnahölllnnl Bíldshöfða 20 -112 Reykjavík - Sími 5871199 1 0ti^^u$tt-^3tt^I)ítttttdttr-8iá^Simrit ufl ofl. , ígulUemKk'oguv kyuöuvaudi? -Hólminn ..með EYJAFERÐUM Ferðir að óskum Fjölbreytt fuglalíf Sjávarfallsstraumar hvers og ♦ Bergmyndanir eins. ♦ Skelfiskur, ígulkerahrogn o.fl. veitt og snætt í réttu umhverfi ♦ Fjölbreyttir gistimöguleikar EYJAFERÐIR, Stykkishólmi, s. 438-1450. ÚRVALÚTSÝN þeoar ástin er með i för Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 23 66, Keflavík: sími 11353, Selfossi: sími 21666, Akureyri: stmi 2 50 00 - og hjá umboðsmönnum um lantl alll. Ævintýrið hefst þegar flugfreyjan býður brúðhjónunum kampavín og næstu dagar líða eins og í ástarsögu - og þau lifa hamingjusöm til æviloka. ARUBA -DRAUMAEYJA ELSKENDA Sólríkir dagar og heitar nætur í þessari perlu Karíbahafsins. 8 ástríkir dagar verð frá: 91.245 kr. Verð á mann m.v. hjón i herb./íbúð. Gisting í eina nótt i New York er innifalin. MUNAÐARSIGLING I KARIBAHAFI Hvað er hægt að hugsa sér rómantískara en siglingu milli töfrandi smáeyja þar sem hver dagur er nýtt ævintýri og farkosturinn fljótandi glæsihótel. Vikusigling verð frá: 98.390 Verð é mann m.v. hjón í klefa. Gisting í eina nótt í Fort Laúderdale er innifalin. ÁSTí ALGARVE Ástin blómstrar í Algarve og við sjáum til þess að nýgiftu hjónin njóta bestu þjónustu sem hægt er að hugsa sér. 2ja vikna brúðkaupssæla verð frá: 73.630 kr. Verð á mann m.v. hjón í stúdíói i Tropical. FERÐA-GJAFABRÉF Brúðkaupsgestir. Óskiðtil hamingju á brúð- kaupsdaginn með Ferða-gjafabréfi. Hjá Úrvali -Útsýn fást upplýsingar um hvert brúðhjónin ætla að fara. Þið leggið saman í ógleymanlega hveitibrauðsdaga fyrir hann og hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.