Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 D 13 TÓNLISTIN Morgunblaðið/Þorkell Gunnar Gunnarsson organisti og jazzpíanisti Brúdarmarsinn dunar, kirkju- gestirnir standa upp og brúðurin gengur inn góif- ið. Þetta finnst okkur flestum tilheyra brúð- kaupum. Og þegar út- göngumarsinn hijómar og hjón- in ganga saman út er leikinn annar mars. En vita allir eftír hvern þessi tónlister? að eru margir sem halda að sami marsinn sé spilaður bæði þegar brúðurin gengur inn gólfíð og síðan í lokin. Um tvo marsa er hinsvegar að ræða, ann- arsvegar er það inngöngumars eftir Wagner og hinsvegar er út- göngumarsinn eftir Mendelson. Yfírleitt eru báðir marsarnir spilaðir við brúðkaup", segir Gunnar Gunnarsson organisti og jazzpíanisti. Hann segir það þó til í dæminu að önnur tónlist en brúðarmars Wagners sé leikin þegar hjónin ganga saman inn gólfið. Fimm brúðarsálmar „í sálmabók kirkjunnar eru fímm sérstakir brúðarsálmar og mjög algengt að ég spili við at- hafnirnar 0, himnafaðir hjá oss ver og ekki síður Vor Guð í Jesú nafni nú. Um daginn lék ég líka nýjan sálm eftir Þorkel Sigurbjömsson með texta eftir Sigurbjörn Einars- son sem heitir Faðir vor, þín eilíf æska. Það er brúðarsálmur sem er í nýjum viðbæti við sálmasöngs- bókina. Dægurlögin vinsæl Það er algengt að brúðhjón komi með sérstök óskalög og Gunnar segir að söngvarar syngi oft íslenskan texta við lagið Amaz- ing grace. „Sumir eru með texta við Only love úr myndinni Dóttir málarans og síðan eru margir söngvarar með sín sérlög.“ Af og til fá brúðhjón kvartetta til að syngja sálmasöng en í öðrum tilfellum eru það kirkjugestirnir sjálfir sem hefja upp raust sína. Oft er það stíf vinna fyrir organ- ista að verða við óskum um sér- stök dægurlög, mörg lögin eru ekki til á nótum og þá þarf organ- istinn að setjast niður og pikka upp hljómana af geisladiski og skrifa niður. „Stundum eru bara skrifaðir bókstafshljómar sem org- anistinn þarf að klóra sig útúr. Huga aö tónlistinni meö fyrirvara Það hefur verið haldin sérstök ráðstefna meðal organista og presta um tónlist við athafnir. Gunnar telur að það sé erfítt að setja nokkrar reglur um tónlist við slík tækifæri en bendir á að kannski eigi betur við að hafa vinsæl popp- lög í veislunni á eftir en að vera að spila þau í brúðkaupinu sjálfu. „Kirkjuathöfnin má ekki vera eins og óskalagaþáttur“, segir hann. Eins og fólki er frjálst að velja presta og kirkjur þá er brúðhjón- um líka fijálst að fá hvaða organ- ista sem er til að leika við brúð- kaup. Prestar eru hinsvegar oft með sína organista og það er al- gengt að þeir organistar sem eru við kirkjurnar sinni einnig brúð- kaupum þar. Sumir organistar og söngvarar hafa mikið að gera og það borgar sig að huga að tónlist- arflutningi með góðum fyrirvara. Tónlistin í velslunni Gunnar er á því að tónlist í veislum hafi aukist undanfarin ár. „Það eru oft mikil hlaup að spila útgöngumarsinn í kirkjunni og þurfa síðan að vera kominn í veislusalinn á undan brúðhjónun- um til að spila eitthvað fallegt þegar þau koma þangað. „í veisl- unni eru oft leikin fjörug lög og ýmsir fengnir til að koma og hefja upp raust sína fyrir brúðhjónin. Veislan er kjörin fyrir óskalög.“ K affihlaðborð Pinnahlaðborð S máréttahlaðborð Veisluhlaðborð Gerum föst tilboð ZUjhlin [U'/U imiíu/í)'//ú jósanlegur fiostu nni, fursta fíoM w ' / «*■ — B j r- / 'T0 WÉHrwWm JBBBUuSsSLjZ-? JKÍÞgiIbvyiFrV ——‘YijðHoBE SUMARTILBOÐ! EVRÓPUVERÐ Evrópuverð , ,, ☆ ☆ ☆ 3.490 t ^ 2 Samlokugrill Handryksuga Hraðsuðukönnur Nýtt Kynningarverð Heilsupottur Evrópuverð Brauörist BORGARLJÓS K E D J A N Akranes Rafþjónusta 4312156 Isaljörður Straumur hf. 4563321 Akureyri Radióvlnnustofan 4622817 Akureyrl Slemens-búAln 4627788 Egilsstaðir Sveinn Guömundss. 4811438 SeHosa Árvlrkinn hf. 4823460 Keftavik Rofbúð R.Ó. 4213337 Reykjavik Borgartjós 5812660 Reykjavik Húsgagnahöllin 5871199 Hafnarlj. Rafbúðln 5553020 Höfn Verslunin Lónlö 488 2125 og aðrar raftœkjaverslanir um allt land. Upplýsingasími 581-2660.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.