Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 16
16 D SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + HVERT VILJIÐIFARA BRÚÐKAUPSFERÐ Úrval-Útsýn hefur ýmsa rómantíska kosti fyrir brúðhjónin Ljósmynd/Kristján E. Einarsson Brúðhjónasvíta á Grand Hótel Reykjavík ISLENDINGAR fara í auknum mæli til útlanda í brúðkaups- ferðir en þeir eru líka margir sem vilja fara um sitt eigið land. Auðvitað er fjarska mismunandi hvað ungu hjónin vilja og hvert þau fara og ekki síður hve miklu fé þau vilja eða geta eytt í brúð- kaupsferðina. Hingað til lands koma einatt hjónaleysi til að láta pússa sig saman enj>að virðist ekki al- gengt að Islendingar gifti sig í utanlandsferðum nema i stöku * tilfeilum. Það er breytilegt hvert fólk fer og ekki alltaf langferðir sem verða fyrir valinu og oft erp., stuttar utanlandsferðir, flug og bíll sem hjónin velja. Og svo eru auðvitað ekki nánd- ar nærri allir sem fara i brúð- kaupsferð. En það hefur orðið æ vinsælla síðustu ár að ungu hjón- in fá sér svitu á hóteli og dvelja þar brúðkaupsnóttina. Venjulega hefur þá veislan verið haldin á þessu hóteli og brúðhjón fá þá sérstök tilboð á gistingu eða hún er jafnvel í kaupbæti. Við litum á nokkra kosti sem eru i boði. Útlendingar koma oft í brúðkaupsferðir til íslands Hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar fengust þau svör að ekki væri mjög algengt að nýgift hjón færu í hópferð á hálendið en aftur meira um útlendinga. Signý Guðmundsdóttir sagði að væru nýgift hjón væru í hópnum væri alltaf reynt að gera þeim eitthvað til heiðurs með söng og skemmtilegheitum og aukaþjón- ustu. En hjá þeim væri ekki mjög mikið um íslensk brúðhjón, þau virtust fara á eigin bílum á ferð- um sínum. Sérstakar brúðkaupsferðir hjá Úrval-Útsýn Úrval-Útsýn kynnir sérstakar brúðkaups, afmælis eða útskrift- arferðir í sérferðabæklingi sín- um. Goði Sveinsson, markaðs- stjóri sagði að öll brúðhjón sem bóka sig í ferðir á árinu njóti sérstakrar aðstoðar við að finna rómantiskan stað. Strax eftir flugtak frá Keflavík fá þau kampavín frá ferðaskrifstofunni og boðið er í eina skoðunarferð á ákvörðunarstað. Meðal staða sem þykja vinsælir eru Arúba- ferðir, siglingar með farþega- skipum um Karíbahaf 3-7 daga ferðir, Austurlandahraðlestin London-París-Feneyjar. Til upplýsinga má taka hér nokkur dæmi um verð. Átta dag- ar á íbúðahóteii á Arúba kosta 91.245 kr. á mann. Innifalin er blómum prýdd íbúð, sigling í sól- arlagi, kampavín, miðar á ýmsar uppákomur og gjöf frá hótelinu. Vikusigling um Karíbahaf kostar 98.390 og enn má nefna 2ja vikna veru í Algarve á 73.630 kr. á mann. Úrval-Útsýn hefur gjafa- bréf sem vinir brúðhjóna geta lagt saman í púkk og styrkt þau í ferð. Grand Hotel Reykjavík Á hótelinu er gefinn kostur á ýmsum útgáfum af brúðkaup- sveislum. Einna vinsælast mun vera pinnamatur og freyðivín. Salir í hótelinu fyrir veislur eru þrir og taka allt að 120 manns. Sé veislan fyrir 60 eða fleiri er innifalin gisting fyrir brúð- hjónin i einni af svítum hóteis- ins, freyðivín og ávextir og morgunverður i rúmið daginn eftir. Ef veisian er ekki á hótel- inu er verðið á svítunni rösksar 17 þús. kr. Ef valinn er pinnamatur í veisiuna má reikna með að verð fyrir 100 manns sé um 145 þús- und og vín um 60 þús. en fer þó eftir því hve lengi veislan stendur þ.e. 2 eða 4 klst. Bjarni Ásgeirsson, hótelstjóri sagði að einnig væri að fá kalt/heitt hlaðborð með tilheyr- andi víni. Þá væru veislur varla fámennariu en 60 í mat og mætti reikna með að maturinn kostaði um 165 þúsund og síðan bættist borðvín við eða aðrir drykkir. Regnbogahótelin Regnbogahóteiin eru alls tíu og Málfríður Finnbogadóttir á skrifstofu þeirra í Reykjavík sagði að menn gætu fengið gjafabréf þar fyrir t.d. ákveðn- um fjölda gistinátta. OIl hótelin gera eitthvað sér- stakt til að gleðja brúðhjónin, ýmist eru settir ostabakkar, ávextir eða blóm á herbergin og oft freyðivín og síðan fá ungu hjónin morgunverð í rúmið. Ef þau snæða á hótelunum á kvöld- in er oftast gert eitthvað þeim til hátíðabrigða. Ugglaust eru margs konar kostir eða tilboð og hér hefur aðeins verið drepið á fáa eina. Flestir vilja gera sitt til að gleðja brúðhjónin og gefa þeim tæki- færi til að verja hveitibrauðs- dögum á sem ánægjulegastan hátt. Því er bara ráð að líta sem best í kringum sig og afla sér upplýsinga eftir áhuga og að- stæðum. ^Pciltctcufctf^ niuitclatöAui^ (Sta/ óa^//^a//uo^/a/óf/n^/ur/? tf&fsisitz///>ér má/rn oý sÁo/faJa/ á/e/'só/ia/e///yóuuA'ta, Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann Garðastræti 17, sími 623131. VJLnXxÍAÁ að þinni ósk! Skreytum einnig veislusalinn, bílinn <>g hjálpum ykkur aö skapa fallegan heildarsvip og gera daginn ógleymanlegan. ALEXANDRA IÓM OG tGYPSKAR VORUR Skólavördustíg 1A Sími 551 0899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.