Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 D 17 HVERINIiG VAR BRUÐKAUPSDAGURIIMIM Gefin saman hjá séra Bjarna „Það var sólskin og gott veður á brúðkaupsdag- inn okkar,“ sagði Hörður. „Við fórum til sr. Bjarna Jónssonar, dómkirkjuprests og vorum gefin saman heima hjá honum í Lækjargötunni. Þegar við komum var prestur að gefa saman brúðhjón og önnur biðu þegar við komum fram aftur eftir athöfnina. „Síðan fórum við til Sigurðar Guðmundsson- ar, Ijósmyndara og það var tekin mynd,“ segir Steinunn.,, Eg var í hvítum síðum kjól og með blóm í hári en ekki slör og Hörður var í kjólföt- um. Þegar við komum frá ljósmyndaranum var smá regnúði en birti fljótlega til.“ Síðan var efnt til matarveislu hjá foreldrum Harðar fyrir 20 manns, borðað steikt lambalæri og ís og kaffi á eftir. „Við fengum margar gjaf- ir, aðallega silfurborðbúnað ýmis konar, það tíðk- aðist þá svo mikið,“ segir Steinunnn. „Nei, ég fór aldrei í kjólinn aftur en seinna á stríðsárunum saumaði ég upp úr honum jólakjól á dóttur okk- ar. Maður vildi nýta það sem til var á þessum árum.“ Þau segja bæði að þetta hafi verið ljómandi góður dagur og skemmtilegur „og þetta hefur enst vel og blessunarlega," bætir Steinunn við enda geta þau haldið upp á 55 ára brúðkaupsaf- mæli þann 8.júní nk. • Steinunn Kristjánsdóttir og Höröur Guð- mundsson giftu sig 8.júní 1940. Hörður starfaði í mörg ár sem bakarameistari hjá Alþýðubrauðgerðinni og Steinunn vann um hríð hjá Ormsson og seinna hjá Vífilfelli en hún hafði lokið verslunarskólaprófi. Síðan sneri Hörður sér að leigubílaakstri og keyrði hjá Bæjarleiðum í fjölda ára. Þau Steinunn og Hörður eiga þrjú börn, Lilju, Guðmund og Kristján, níu barnabörn og tvö barnabarnabörn. • Ragna Þorvaldardóttir, skrifstofumaður hjá Flugleiðum, og Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, giftu sig 7. júlí 1977. Séra Guðmundur Þorsteinsson gaf þau saman í gömlu Árbæjarkirkjunni. Þau eiga þrjú börn, Þorvald, f. 1977, Örvar Jens, f. 1983, og Elínu, f. 1985. HVERIMlG KYIMIMTUST ÞAU Ástin greip þauá ísafirði „VIÐ sáumst fyrst í gegnum í handboltaspil okkar beggja,“ segir Ragna. „Ég var í 2. og 3. flokki í Fylki og hann spilaði með Armanni. Ég var þá 13 ára og hann 17. Það voru mót um helgar og maður var þar allan daginn og horfði á hina spila. Mér fannst hann strax dálitið huggulegur en við fórum ekki að vera saman þá.“ Það var svo sumar á Isafirði fjórum árum seinna að leiðir þeirra lágu aftur saman. Ragna var að vinna í fiski og hann hjá bænum. „Við hittumst á balli og líklega hefur það verið ást við fyrstu sýn - eða aðra - þjá okkur báðum,“ segir hún. „Þá byrjuðum við að vera saman og um haustið hófum við búskap, leigðum litla íbúð í sama húsi og foreldrar mínir bjuggu í. Arnar var í sagn- fræði í háskólanum og ég var að byrja í menntaskóla. Svo giftum við okkur sumarið eft- ir. ^ Ég var í hvítu og Arnar í glænýjum jakkafötum, við skul- um kalla þau milliblá. Á eftir var matarboð hjá foreldrum mínum, heitt borð sem mamma útbjó. Gestirnir voru bara allra nánustu ættingjar, um 30 manns. Þetta sumar vann Arnar þjá lögreglunni og hélt svo áfram þar en fór ekki í skólann og ég kláraði svo menntaskól- ann 1980.“ Laugavegi 30, sími 562-4225. 0* Búsáhöld & Gjafavörur Kringlan 8-12 og Miðba1 Haínarfirði Símar 568-6440 og 565-5660

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.