Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 18
18 D SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sængur og koddar Umboðsmenn um land allt Góöa nótt og soföu rótt Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 91-814670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 91-670100 Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans ■ 3'- /jo//ar - tækifæri Heimsljós, Kringlunni, sími 568-9511. ÞAUGIFTASIG 1.JULI Hanna sjálf og búa allt til fyrir brúðkaupið Boðskortin hannaði Jóhannes og skrifaði og skreytti þau sjálfur. Myndin er tekin af þeim í Tívolí í Kaupmannahöfn. Morgunblaðið/Kristinn • Jóhannes Felixson bakari og Þórunn Björk Guðlaugs- dóttir nemi verða gift í Lágafellskirkju þann 1. júlí næst- komandi af sr. Valgeiri Ástráðssyni. Þau eiga eina dóttur. FYRIR síðustu áramót fóru þau að Ieggja drög að brúðkaupsdeg- inum en núna eru þau Jóhannes Felixson og Þórunn Björk Guð- laugsdóttir komin á fullt skrið með undirbúninginn. „Við völdum-Lágafellskirkju fyrir athöfnina og sr. Valgeir Astráðsson ætlar að gifta okkur. Alveg frá upphafi vorum við ákveðin í að gera allt sjálf fyrir brúðkaupið, hanna boðskortin, fötin okkar, elda matinn og svo framvegis", segja þau. Jóhannes sá um að hanna boðs- kortin og skrifa á þau og fötin hönnuðu þau í sameiningu. „Við fengum síðan konu til að sauma. Jóhannes verður í ljósu vesti með gylltum þráðum og dökkum jakkafötum og ég verð í kjól úr beinhvítu hrásilki með gylltum þráðum. Afgangurinn af efninu var síðan notaður til að sauma úr kjól á dótturina sem er tíu mánaða og heitir Rebekka Rún“, segir Þórunn Björk. Hringamir em sérsmíðaðir eins og trúlofun- arhringarair þeirra og Eyjólfur Kristjánsson sér um tónlistina í kirkjunni. Brúðartertan algjört leyndarmál Eftir athöfnina verður haldin veisla og þau ætla að hafa alls- konar pinnamat og það er víst algjört leyndarmál hvernig brúðartertan verður. „Það má ekki segja frá því strax en ég lofa því að tertan kemur ræki- lega á óvart“, segir Jóhannes. Hann er þegar farinn að baka fyrir brúðkaupið, ætlar að hafa sykurskálar undir konfektið og hvort tveggja býr hann til sjálf- ur. „Landslið bakara ætlar að framreiða í veislunni, það verður dansað og við ætlum að hafa skemmtilega veislu fram eftir nóttu“, segja þau. Þann 3. júlí ætla nýgiftu hjón- in síðan að fljúga til Mallorca, en ekki án prinsessunnar á heim- ilinu, „það kemur ekki til mála.“ Þau ætla hinsvegar að hafa barnapíu með.“ Dreymdl tertuna Það er ekki hægt að spjalla við bakara án þess að falast eftir uppskrift. Jóhannes er í starfinu af lífi og sál og dreymir meira að segja tertur. Fyrir tveimur mánuðum dreymdi hann tertu og hann segist hafa fundið bragðið af henni í svefni. „Eg gerði nokkrar tilraunir og að lokum heppnaðist draumatert- an mín.“ Hér kemur uppskriftin. Draumatertan hans Jóhannesar ________300 g sykur_______ 200 g bittermorsípon _________60 g hveiti______ 100 g möndlur 5 eggjahvílur 200 g púðursykur Hrærið vel saman sykur og marsíp- an o g blandið saman við hveiti og söxuðum möndlum (best að saxa þær í matvinnsluvél). Þeytið saman eggjahvítur og púð- ursykur og bætið því í deigið með sleif. Skiptið niður í þrjá botna og bakið á smjörpappír við 160°C í um það bil 17 mínútur. Krem: _________3 dl þeyttur rjómi____ ___________1 msk. sykur________ 1 /2 tsk vanilludropar Blandið saman og setjið á milli tertubotnanna. ______Ofonó tertunq fer síðan: 150 Nóa-Síríus rjómasúkkulaði 1/3 dl rjómi Rjóminn er soðinn og honum hellt yfir súkkulaðið. Kælt og smurt á efsta botninn. Skreytt með ferskum jarðarberjum. BLOM UNDIR STIGANUM fascmM Jífi iicA í B ORG ARKRINGLUNNI HVAÐ LAÐAÐI ÞAU HVORT AÐ OÐRU Hann öðru- vísi, hún um- burðarlynd HVORUGT þeirra Soffíu né Hannesar þurfti að hugsa sig lengi um til að svara spuraingunni um hvað hefði verið í fari hins sem laðaði. „Hann var auðvitað bara sáluhaltur fráskilinn maður sem ég vorkenndi," segir hún fyrst. „ Nei annars. Það var ekki það. Mér fannst hann skemmti- legur og hann var öðruvísi en aðrir karlmenn sem ég hafði kynnst, mikið fyrir útiveru, ákaflega opinn og ekki til í honum karlremba. Hann hefur alltaf tekið þátt í barnastússi og heimilisstörfum til jafns við mig. Og mér finnst hann skemmtilegur enn.“ Hannes sagði að það sem sér hefði þótt best í hennar fari væri hvað hún væri umburðarlynd, skiln- ingsrík og dugleg manneskja. „Og svo er ekki til í henni snobb, það finnst mér líka mikilvægt. Hún er skemmtileg og það er gott að tala við hana og hefur alltaf verið.“ • Soffía Jóhannsdóttir og Hannes Haf- steinsson. Þau giftu sig 15. desember 1978 hjá bæjarfógeta í Kópavogi. Hannes er doktor I matvælaverkfræöi og starfar hjá löntæknistofnun. Soffía hefur auk heimilisstarfa unnið í öldrunarþjónustu. Soffía var ein með tvö börn, Nínu og Magn- ús Má, þegar þau kynntust og Hannes var fráskilinn. Saman eiga þau svo þrjú börn, Krístfnu, Hafstein og Sigríði Jónu, og ný- lega bættist barnabarn í búið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.