Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 22
22 D SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BRUÐAR- KJÓLALEIGUR Einfaldir beinhvítir brúðar- kjólar vin- sælastir BRÚÐIR sumarsins vilja hafa kjólana allavega, sumar vilja hafa þá sígilda en einfalda, aðrar dreymir um rómantíska kjóla með pífum og púffi og margar biðja um perlur og pallíettur. Beinhvíti litur- inn er aðeins vinsælli en sá hvíti og ýmist satín, hrásilki, tjull eða bróder- uð efni sem þær kjósa sér. Þær eru þó enn margar sem láta sauma kjólana á sig, sérstaklega þær konur sem ekki vilja gifta sig í hvítu eða beinhvítu. Úrvalið hjá sumum vefnaðarvöruverslunum er mikið og þær selja þá allt sem þarf í hvítu kjólana líka. Bára Siguijónsdóttir hefur lengi haft brúðarkjóla til sölu í sinni versl- un, Hjá Báru, og var lengi sú eina sem seldi slíka kjóla hérlendis. Enn er hægt að kaupa hjá henni brúðar- kjóla og alla hugsanlega fylgihluti. Þegar konur eru að leita sér að brúðarkjól er mamma yfirleitt með í för, tengdamamma eða systir. Verðandi eiginmenn koma sjaldnar með enda margar konur sem halda í þann sið að brúðguminn sjái kjólinn fyrst í kirkjunni. Elstu leigurnar tíu ðra I símaskránni eru skráðar sex brúðarkjólaleigur vitt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Elstu leigurnar eru tíu ára um þessar mundir þ.e. brúðarkjólaleiga Katrinar Óskars- dóttur og brúðarkjólaleiga Huldu Þórðardóttur. Þær saumuðu sjálfar kjólana í byijun en fóru síðar að flytja þá inn, Katrín aðallega frá Bretlandi og Hulda frá Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Það hefur mikið breyst á þessum árum, úrvalið af kjólum er orðið geysilega mikið og nú er líka farið að selja alla fylgihluti á flestum leig- unum, skó, undirfatnað, hringapúða, skartgripi, sokkabönd, hárspengur og skraut og svo framvegis. Ekki eru allar leigurnar með föt á brúðgumann en flestar þó og einn- ig eru sumar með kjóla á litlar brúð- armeyjar, viðeigandi föt á brúðar- sveina og nokkrar sem bæði leigja og selja dragtir og kjóla á mæður brúðhjónanna. Tvær efnalaugar með brúðarkjólaleigu líka Sigrún Jóhannsdóttir er með brúðarkjólaleigu í Logafold í Graf- arvogi en var áður í Rituhólum með leigu. Hennar kjólar koma flestir frá Bandaríkjunum. Brúðarkjóla- leigan í Garðabæ er í eigu hjónanna Rögnu Gísladóttur og Bryngeirs Vattness. Þau reka jafnframt Efna- laug Garðabæjar og segjast ekki bjóða í að reka svona fataleigu nema vera með hreinsun líka, það sé mjög kostnaðarsamt að koma sér upp fallegum kjólum og öllum fylgi- hlutum. Það eru tvö ár síðan þau byijuðu með leiguna og brúðarkjól- arnir eru aðallega breskir. Ragna segir að Heiðar Jónsson snyrtir hafi aðstoðað verðandi brúðir hjá sér með val á brúðarkjólum og ver- ið sér til halds og trausts með sýn- ingar og fleira. Ragna tók í sama streng og Katrín og Hulda með að kjólarnir væru einfaldir núna þó alltaf væru hinir rómantísku líka með. Ragna er sjálf að gifta dóttur sína í sumar og sagðist hafa keypt brúð- arkjól á hana á sýningu en hann er ekki enn kominn til landsins. Þessa dagana er hún á kafí í undirbúningi. Dóra Skúladóttir opnaði brúðar- kjólaleigfu Dóru fyrir fjórum árum. Hún er bæði með íburðarmikla kjóla frá Bandaríkjunum og Bretlandi og svo býður hún gamaldags hrásilki- kjóla. Dóra er, eins og flestar leig- urnar, með föt á herrana, bömin og jafnvel foreldra brúðhjónanna, alla hugsanlega fylgihluti fyrir brúð kaupið, meira að segja silkináttföt og kjóla. Bresk hefðarföt Brúðarkjólaleiga Efnalaugarinn- ar er í Nóatúninu. Hún hefur verið starfrækt í ein átta ár. Þar eins og á fleiri leigum er hægt að fá allan fatnað sem þarf þ.e.a.s. brúðar- kjóla, bresk hefðarföt, smókinga, kjólföt, jakkaföt og vesti í úrvali, pípuhatta, dragtir, kjóla, brúðar- meyjakjóla, barnakjólföt og smók- inga, skó, hárskraut og svo framvegis. Anna Halldórs- dóttir er eigandi brúðar- kjólaleigunnar í Nóatúni og hún segist aðallega vera með kjóla frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Tælandi. Farið á milll og skoðið Með því að fara og skoða nokkrar brúðarkjólaleigur og hringja í aðrar virðist verðið svipað. Flestar leig- urnar bjóða upp á persónu- lega ráðgjöf og hjá mörgum er hægt að panta tíma til að skoða annaðhvort á kvöldin eða um helgar. Einföldustu kjólarnir eru frá fímm til sex þúsundum en það er auðvelt að finna kjól á um tuttugu þúsund krónur. Margar leigurnar eru líka tilbúnar að selja kjólana óski konurn- ar eftir þvi að kaupa þá. Sumsstaðar er slörið innifalið í verði og undir- kjóll en síðan hægt að kaupa alls- kyns fylgihluti. Kjólamir eru mismunandi eftir því hvaðan þeir koma og frá hvaða framleiðanda. Pörin ættu bara að fara á allar leigurnar og skoða, sitt í hvom lagi ef halda á í hefðir og bera saman verð, gæði og úrval. Ætli brúðhjónin bæði að leigja fatnað á sig og á tvö lítil böm getur upphæðin auðveldlega farið upp í 35.000-40.000 krónur og þá em ekki taldir með skór á hjónin, nær- föt, hringapúði, skartgripir og svo framvegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.