Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 D SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 -i. 'ÍT i Rúnarsdóttir og Kristján Jónsson með syni sínum. Myndin var tekin si. sumar. Ljóamynd/Rut Fiestir wiija hefð" bundna gjaman svart" hvíta FLEST brúðhjón viya eiga mynd af sér á giftingar- degi. Fyrir nokkrum árum voru „fijáislegar" brúðarmyndir í tísku um tíma; brúðgumi hélt á brúðinni, klæðnaður var ekki hefðbundinn - oft var fólk að skála á myndunum og ákveðinn- ar tilgerðar gætti í uppstillingu á myndum sem sáust í blöðun- um. Þeir ljósmyndarar sem við röbbuðum við bar saman um að flestir vildu hefðbundna brúðar- mynd. „Mynd sem er klassísk og stenst tímans tönn og er ekki hallærisleg að nokkrum árum Iiðnum,“ sagði Guðmundur Jó- hannesson lyá Nærmynd. Og Rut Hallgrímsdóttir lyá Ljós- myndastofu Rutar tók undir það. Hún sagði aðspurð um hvað væri góð brúðarmynd í hennar huga að markmið hennar væri að ná góðu sambandi við brúð- hjónin „svo ég geti náð þessum ljúfa tóni í augnabliki dagsins". Einnig virðast brúðhjón, altj- ent ungt fólk hneigjast meira til að viya svarthvítar myndir en ekki Utmyndir sem réðu lögum og lofum í nokkur ár. Flestar stofur hafa á boðstólum bland- aða myndatöku því oft vilja afi og amma litmynd af ungu hjónunum. Yfirleitt virðast ly ón koma til yósmyndarans eftir athöfnina og bæði Rut og Guðmundur sögðu að margt fólk héldi í þá trú að það boðaði ekki gott ef brúð- guminn sæi sína heittelskuðu í Ljósmyndastx)fan Nærmynd. Hólmfríður Karlsdóttir og Elfar Rúnarsson. Myndin var tekin 1987. Ljósmyndastofa Rutar Ina Salóme og Gunnar Borg- arsson með börnum sínum, Brynjari og Kristínu. Mynd- in var tekin 1991. Ljósmynd/Nærmynd Ása Birna Ólafsdóttir og Eiríkur Freyr Blumenstein. Myndin var tekin 1994. skartinu fyrir brúðkaupið. Þau sögðu einnig að myndataka ætti ekki að taka meira en 45-60 mín- útur í það lengsta. „Kennslu- stund er 45 mínútur, eftir það fer athygli og einbeitni að minnka," sagði Guðmundur og bætti við að það sama gilti um brúðhjónin. Myndatakan kostar um 20 þúsund og eru 15-18 prufur inni- faldar í því verði. Þegar stækk- anir eru síðan pantaðar eru ýmis tilboð á stækkunum eða möppum lyá hinum ýmsu ljósmyndastof- um. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN PETER KAISER <f Brúðkaupstilboð í júuí Vcrð áður 7.935 STEINAR WAAGE ^ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN 'j? SKÓVERSLUN J? EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519 <P KRINGIAN 8-12 SÍMI 689212 V" BRUÐARKJOLLIIMIM OG BRUÐKAUPSNOTTIN Gestirnir héldu að kjóllinn væri svartur VIÐ giftum okkur um kvöld í byrjun desember, það var orðið dimmt úti, algjör stilla, við höfðum kertaljós um allt, bæði úti, í veislunni sjálfri og kirkjunni og skreyttum allt með greni og rauðum slaufum. Flest brúðkaup eru á sumrin en þessi árstími er ekki síður skemmtilegur“, segir Krist- ín Jóhannsdóttir, en hún og Steinar Valsson giftu sig í Garðakirkju. Einhverjir gripu andann á lofti þegar hún gekk inn kirkjugólf ið því í skammdeginu virtist kjóllinn svartur. „Eg var hinsvegar í dökkgrænum silki- kjól sem ég hafði Iátið sauma á mig, með dökk- grænan slóða og rauðan rósavönd. Mér fannst einhvernveginn að þar sem ég væri orðin þrítug og ætti þrjú börn þá passaði ekki að ég væri í hvítu.“ Veislan var haldin á Garðaholti en þegar þau héldu heim úr henni segir Kristín að þau hafi fengið mjög óvæntar móttökur. „Um miðja nótt keyrði maður vinkonu minnar okkur heim. Aður en við stigum út úr bílnum sagðist hann þurfa að fara á undan okkur til að opna. Þá kveikti hann á ótal kertum. Á meðan á veislunni stóð hafði konan hans, vinkona mín, farið heim til okkar, dregið dýnurnar úr hjónarúminu fram í stofu, sett satín yfir þær, tvær kampavínsflöskur á mitt rúm og raðað öllum pökkunum okkar hring- inn í kring. Við vorum algjörlega grunlaus og þegar við komum síðan inn hrundu yfir okkur hrísgijónin. Morguninn eftir vöknuðum við, feng- um okkur kampavín og graflax og opnuðum pakk- ana.“ • KRISTÍIM Jóhannsdóttir kennari og Stein- ar Valsson veggfóörari giftu sig þann 4. desember 1993 í Garðakirkju. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson gaf þau saman. Krist- ín og Steinar eiga þrjú börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.