Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 1
A<? BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fHtwgnfiIribifcÍto B 1995 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ BLAÐ FRJALSIÞROTTIR Glæsilegur árangur Jóns Arnars Magnússonar Magnús í stað Marteins sem þjálfari Fram í GÆR var ákveðið að Marteinn Geirsson hætti sem þjálfari 1. deildar liðs Fram í knattspyrnu og jafnframt var gengið frá ráðningu Magnús- ar Jónssonar í hans stað. Marteinn sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann og fleiri hefðu verið ósáttir með byrjun liðsins í íslands- mótinu og það hefði orðið að samkomulagi að hann hætti sem þjálfari liðsins. „Mér fannst þetta vera að koma í síðasta leik, við fengum ekki á okkur mark og hug- myndin var að færa sig framar í næsta ieik. Það býr meira í Framliðinu en það hefur sýnt en við höfum verið að bíða eftir Kristni Hafliða- syni sem er að ná sér eftir meiðsl. Ég hefði viljað enda þetta öðruvísi en ef þetta er betra fyrir Fram þá er það gott og ég vona að Magn- ús nái þvi út úr liðinu sem í því býr.“ Magnús hefur þjálfað yngri flokka hjá Fram en var aðstoðarmaður Bjarna Jóhannssonar þjá 1. deildar liði Breiðabliks þar til í gær. á Morgunblaðið/Bjarni JÓN Arnar Magnússon setti glæsilegt íslandsmet í tugþraut í Austurríki um helgina og var aðeins 166 stfgum frá Norðurlandametinu. Jón Arnar, sem hér er í 110 m grindahlaupi, setti einnig íslandsmet í þeirri grein. ■ Þróun íslands- metsins / B2 ■ Úrslit / B10 Island JÓN Arnar Magnússon, UMSS, setti tvö glæsileg íslandsmet á alþjóðlegu tugþrautarmóti í Götzis í Austurríki um helgina. Hann bætti eigið met ítug- þraut um 341 stig, hlaut 8.237 stig og hafnaði í 5. sæti af 36 keppendum og varaðeins 166 stigum frá Norðurlandametinu. Hann bætti einnig eigið met í 110 metra grindahlaupi um 4/100 hluta úr sek. er hann hljóp á 14,32 sekúndum. Jón Arnar var í öðru sæti eftir fyrri dag keppninnar. Hann setti íslandsmet í grindahlaupi og setti persónulegt met í stangar- stökki, 400 metra hlaupi og kúlu- varpi. Hann sagðist ánægður með allar greinarnar nema 1.500 metra hlaupið. Þess má geta að Jón Arnar var á undan tveimur mjög þekktum tugþrautarmönnum; Frakkanum Christian Plaziat, sem varð Evrópu- meistari 1990 varð sjötti og Tékk- anum Robert Zmelik, sem varð Ólympíumeistari 1992, en hann varð í 13. sæti. „Ég er mjög ánægður með þenn- an árangur og hann kemur íslandi á kortið í tugþrautinni. Nú þegar ég hef náð yfir átta þúsund stig er tekið eftir mér. Þetta vai gríðar- lega erfitt og það var alveg búið á tanknum í síðustu greininni. Ætli það taki mig ekki þijár vikur á ná mér upp á sama plan eftir þessi átök. Þessi árangur segir mér að æfingarnar hafa skilað sér og það var þess virði að leggja mikið á sig. Ég hef aldrei æft eins mikið og vel og í vetur og þetta er uppskeran.“ Hann sagði að mótshaldarar hafi sagt eftir mótið að það væru tveir keppendur sem hefðu komið á óvart. Það væri Eistlendingurinn Erki Nool sem sigraði og íslending- urinn Jón Arnar, sem ekki var búist við að yrði í toppbaráttunni. Nool náði besta árangri sgm náðst hefur í langstökki í tugþrautarkeppni er hann stökk 8,10 metra. „Nú er ég búinn að gulltryggja farseðilinn á heimsmeistaramótið í Gautaborg og hlakka til að mæta þessum köppum þar aftur,“ sagði Jón Arnar. Þorbjöm tekur við landsliðinu Þorbjörn Jensson, þjálfari ís- landsmeistara Vals, var á sunnudaginn ráðinn landsliðsþjálf- ari íslands í handknattleik. Hann tekur við af Þorbergi Aðalsteins- syni sem hætti formlega í byrjun síðustu viku eftir fimm ára starf. Samnlngur Þorbjörns er til tveggja ára, eða fram yfir HM í Japan 1997. Þorbjörn hefur náð mjög góðum árangri með Valsliðið, sem hefur fimm sinnum orðið íslandsmeistari undir hans stjórn og tvisvar sinnum bikarmeistari. „Þegar mér var boð- ið landsliðið þá þurfti ég ekki að hugsa mig um lengi. Það hlýtur að vera markmið hvers leikmanns að spila með landsliðinu og það á einnig við um þjálfara. Það má segja að nú sé ég kominn í landslið- ið. Þetta er spennandi verkefni en jafnframt krefjandi," sagði Þor- björn sem verður í fullu starfi sem landsliðsþjálfari og hefur þegar hætt sem þjálfari Vals. Ólafur B. Schram, formaður IISÍ, sagði að eining hefði verið innan HSI unr ráðningu Þorbjörns. „Það er mun hagkvæmara að ráða íslenskan þjálfara. Þorbjörn hefur náð frábærum árangri með Valslið- ið og því lá beinast við að bjóða honum starfið,“ sagði Ólafur. ■ Spennandi / B2 Morgunblaðið/Svemr Spáð í framhaldið ÞORBJÖRN Jensson spáir í nánustu framtíð landsliðsins ásamt forráðamönnum HSÍ, eftir að gengið var frá ráðningu hans á sunnudag. Frá vinstri: Kjartan Steinbach, varafor- maður, Þorbjörn og Ólafur B. Schram, formaður HSÍ. HANDKNATTLEIKUR Arni Indriðason með Víkinga VÍKINGAR hafa ráðið Árna Indriðason þjálf- ara 1. deildarliðs félagsins í handknattleik. Ami, sem hefur áður þjálfað Víkinga og undir hans sljórn urðu þeir tvisvar íslandsmeistarar, tekur við starfi Gunnars Gunnarssonar, sem er orðinn þjálfarí Hauka. Árni þjálfaði Gróttu sl. keppnistímahil og kom liðinu upp í 1. deild. Hlynur Birgisson verður ekki með HLYNUR Birgisson, leikmaður með Örebro, er sá leikmaður sem datt úr, er fækkað var um einn niður átján, í landsliðshópnum í knatt- spyrnu, sem mætir Svíum í Evrópukeppninni í Stokkhólmi á fimmtudag. Þeir leikmenn sem eru í hópnum, eru:Birkir Kristinsson, Fram, Friðrik Friðreiksson, ÍBV, markverðir. Guðni Bergsson, Bolton, Kristján Jónsson, Fram, Izudin Daði Dervic, KR, Sigursteinn Gíslason, ÍA og Ólafur Adolfsson, ÍA, vamarmenn. Ólafur Þórðarson, ÍA, Rúnar Kristinsson, Örgryte, Þorvaldur Örl- ygsson, Stoke, Sigurður Jónsson, ÍA, Arnar Grét- arsson, Breiðabliki, Hlynur Stefánsson, Örebro og Haraldur Ingólfsson, ÍA, miðvallarspilarar. Arnór Guðjohnsen, Örebro, Eyjólfur Sverrisson, Besiktas og tvíburamir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir, báðir frá Nlirnberg, sóknarleikmeim. KNATTSPYRNA: IA OG FH EFST MEÐ SEX STIG EFTIR TVÆR UMFERÐIR / B5, B6, B7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.