Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Skagamenn tóku öll þvjú stigin í Keflavík Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fundur er settur ÓLAFUR Þórðarson, fyrlrliði Skagamanna, á hér eitthvað vantalað við Gísla dómara Guðmundsson ó laugardaglnn. Sigurður Jónsson, félagl Ólafs og Keflvíklngurlnn Marko Tanaslc vlrðast og hafa eitthvað tll málanna að leggja. ÍSLANDSMEISTARAR Skaga- manna kræktu sér í þrjú dýr- mæt stig ítitilvörn sinni þegar þeir léku gegn Keflvíkingum í Keflavík á laugardaginn og hafa nú sigrað í báðum leikj- um sínum. Leikur liðanna var ekki í háum gæðaflokki og í hreinskilni sagt var fátt sem gladdi augað. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og var þar að verki varnarmaður- inn sterki Ólafur Adolfsson í upphafi síðari hálfleiks. Skagamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og réðu þeir lengstum gangi mála án þess þó að skapa sér nein verulega hættuleg Blöndal marktækifæri. skrifar frá Næst því að skora Keflavik voru þó heima- menn því Kjartan Einarsson var hársbreidd frá því að setja mark á síðustu mínútum fyrri hálfleiks, en hann skallaði boltann framhjá úr sannkölluðu dauðafæri. Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri þar til að Skagamenn náðu að setja markið en eftir það lögðu þeir allt í að halda fengnum hlut. Keflvíkingar reyndu þá hvað þeir gátu til að jafna, en vörn Skagamanna var vandanum vaxin og heimamenn náðu aldrei að koma sér upp neinum afgerandi færum. OB d| Skagamenn fengu ■ I aukaspymu á hægra vítateigshomi. Haraldur Ing- ólfsson sendi boltann inn í víta- teig Keflvíkinga, að nærstöng- inni, þar sem hinn stóri og stæðiiegi Ólafur Adolfsson var fyrir og hann skallaði bolt- ann I löngum boga í homið ijær án þess að vamarmenn Kefla- víkur eða Ólafur Gottskálksson markvörður fengju nokkuð að gert. Óvænt og sérkennilegt mark. „Ósáttur við að tapa“ „ÉG er ekki alveg sáttur við hvernig mínir menn léku, það vantaði allan hreyfanleika svo eitthvað sé sagt. Það hafa verið mikið um meiðsli hjá leikmönnum í liðinu og ég hef trú á að við munum gera betur næst. Annars var þetta ekkert annað en jafnteflisleikur og því er ég ósáttur við að tapa,“ sagði Ingi Björn Albertsson þjálfari Keflvíkinga. „Það eina sem ég er ánægður með eru stigin, við áttum i miklum erfiðleikum í fyrri hálfleik og ég er langt frá því að vera ánægður með hvemig við lékum í dag,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagam- ana. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Hetjan á loft ÁSMUNDUR Haraldsson, hetja KR-lnga á Ólafsflrðl, var bor- Inn af velll á háhestl af Mihajlo Blberclc eftlr lelklnn — Ás- mundur gerðl jöfnunarmarkið og fiskaðl síðan vítaspyrnu á lokasekúndunum sem Blbercic skoraðl úr. Morgunblaðið/Júlíus Gamlir félagar úr Eyjum FRIÐRIK Sæbjörnsson úr ÍBV og Nökkvi Sveinsson úr Fram berjast um knöttinn á Valbjarnarvelllnum. Báölr leikmennirn- ir eru frá Eyjum en Nökkvl klæðist Frampeysunni í sumar. Fyrsti markalausi leikurinn í deildinni í sumar „Viðunandi úrslit fyrir bæði lið“ FRAMARAR fengu sitt fyrsta stig á íslandsmótinu þegar lið- ið gerði markalaust jafntefli við ÍBV á Valbjarnarvellinum. ÍBV var lengst af betri aðilinn í leiknum en bæði lið fengu marktækifæri sem þau ekki nýttu. Niðurstaðan var því markalaust jafntefli, það fyrsta í 1. deildinni í sumar. að var allt annað að sjá til liðs- ins heldur en í fyrsta leiknum [gegn Leiftri] og það var ákveðin viðvörun til okkar að Frosti 719 skylíium fá á Eiðsson okkur flögur mörk í skrifar þeim leik. Vömin var mun betri í þess- um leik og greinilegt er að við erum að fá sjálfstraustið aftur,“ sagði Steinar Guðgeirsson, fyrirliði Fram. Framarar voru mjög þungir fram- an af leiknum og Eyjamenn yfírleitt alltaf á undan á boltann. Eyjamenn fengu tvö opin marktækifæri á fyrstu tuttugu mínútunum, Rútur Snorrason, Ivar Bjarklind og Tryggvi Guðmundsson byggðu upp sókn vinstra megin sem lauk með skoti Leifs Geirs sem Birkir varði og sömu lyktir urðu eftir að Leifur komst einn innfyrir vömina eftir að Framvörnin hafði opnast illa. Eyjamenn réðu ferðinni Framarar komu betur inn í leikinn í síðari hálfleiknum þó að Eyjamenn hafi sem fyrr ráðið ferðinni á miðj- unni en bæði lið fengu upplögð marktækfæri. Ríkharður Daðason, fékk góð færi í þrígang sem nýttust ekki, eitt fór í stöng en Friðrik Frið- riksson var vel á verði í hin skiptin. ÍBV náði að byggja upp fjölda mark- tækifæra þó þau hafí ekki verið jafn opin. Miðað við færi má því segja að úrslitin séu kannski ekki ósann- gjörn en ÍBV var betra liðið á vellin- um og mun jafnara. Nokkrir leik- menn Fram eru greinilega ekki enn komnir í gang og ekki var mikið um spil hjá liðinu, feilsendingarnar voru allt of margar til þess að það tækist. Vömin var sterkasti hluti Framliðsins í leiknum og Ríkharður Daðason vann vel í framlínunni, oftast án nokkurrar hjálpar frá sam- herjum sínum. Ekki nógu ákveðnir „Við vomm ekki nógu ákveðnir upp við markið og ætli nýtingin hjá okkur sé ekki svipuð og í síðasta leik. Samt sem áður var jafnteflið viðunandi úrslit fyrir bæði liðin því bæði gátu þau gert út um leikinn,“ sagði Ingi Sigurðsson, leikmaður IBV. Lið Eyjamanna var frískt, sér- staklega framan af fyrri háifleikn- um og höfðu undirtökin á miðjunni mest allan hluta leiksins. Hins vegar var sóknarleikurinn full einhæfur, stundum var engu líkara en leik- menn ætluðu að spila knettinum inn í markið, - í stað þess hefði líklega verið árangursríkara að reyna oftar skot frá vítateignum. + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995 B 7 KNATTSPYRNA Ásmundur hetja KR Kom inná sem varamaðurfimm mín. lyrir leikslok, skoraði jöfnunarmark KR og fiskaði vítaspyrnu, sem tryggði KR-ingum sigur á Olafsfirði 1:2 ÁSMUNDUR Haraldsson var svo sannarlega hetja KR þegar lið hans vann Leiftur í Ólafs- firði um helgina 2-1. Ásmundur vermdi varamannabekkinn þar til á 85. mínútu er hann kom inná, aðeins tveimur mínútum síðar gerði hann fyrra mark KR og svo var brotið á honum inn- an teigs í lok leiksins og dæmt víti sem Mihajlo Bibercic skor- aði úr. Óneitanlega góð inná- skipting hjá Guðjóni Þórðar- syni, þjálfara KR. Eg er dauðfeginn að fara með öll stigin suður, úr þessum erfiða leik. Við áttum að skora fyrr í leiknum en úr því sem komið var, Bríksson stóðu strákarnir sig skrífar vel að halda áfram á fullu eftir að við fengum á okkur mark og gera tvö mörk og þar með út um leikinn. Það er ljóst að máttarvöldin hafa ekki snúið við okkur baki eins og ég var farinn að halda um tíma, sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR við Morgunblaðið eftir leikinn, og var að vonum himinsæll með uþpskeruna. Það var greinilegt í upphafí leiks- ins að hvorugt liðið myndi gefa neitt eftir og að leikið yrði fast til sigurs. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega leikinn en þó var lítið um marktæki- færi, því sterkar vamir beggja liða vom fastar fyrir og hleyptu mótheij- unum ekki lengra en upp að teig. Það voru KR-ingar sem fengu þau færi sem talandi var um en hvorugu liðinu tókst að skora fyrir hlé. í síðari hálfleik voru færin hins- vegar mun fleiri og voru heima- menn aðgansharðari í upphafí hálf- leiksins og féllu þrjú mjög góð færi þeim í skaut og verða þeir að telj- ast klaufar að hafa ekki. skorað a.m.k. eitt mark. Á 65. mínútu gerðu KR-ingar harða hríð að marki Leifturs og var mikill darraðardans inn í teig sem endaði með því að bjargað var á marklínu og þaðan fór knötturinn í hom og er óhætt að segja að hurðin fræga hafí marg- oft skollið nærri hælum í þessari sókn. Það var svo á 77. mínútu sem Leiftur gerði mark sitt og var þar Sverrir Sverrisson á ferðinni er hann skallaði í netið af stuttu færi. Tíu mínútum síðar jafnaði svo Ás- mundur Haraldsson með fallegu langskoti og þremur mínútum síðar var Ásmundur aftur á ferðinni, komst inn í teig Leifturs og féll við og dæmdi Sæmundur Víglundson dómari umsvifalaust vítaspyrnu. Mörgum þótti dómurinn orka tví- mælis, en Sæmundur var ekki í vafa. Úr vítinu skoraði Mihajlo Bir- bercic af öryggi. Leikurinn var í heildina skemmti- legur á að horfa og jafn. Bæði liðin hefðu átt að geta sigrað í leiknum, miðað við hvemig hann gekk fyrir sig, og hefði jafntefli verið sann- gjömustu úrslitin, en það vom KR-ingar sem voru sterkari á enda- sprettinum og náðu að krækja í öll stigin eftirsóttu. „Þetta var mjög erfiður leikur og sárt að tapa honum undir lokin. Strákarnir hörfuðu eft- ir að við skoruðum og virtist sem þá skorti sjálfsöryggið til þess að klára leikinn, sem við höfðum alla burði til,“ sagði Óskar Ingimundar- son þjálfari Leifturs að leikslokum. Hjá Leiftri var Júlíus Tryggvason mjög sterkur í vörninni og Páll Guðmundsson var sívinnandi á miðjunni. Vörnin og miðjan var sterk en framlínan var bitlaus mest- an hluta leiksins. Hjá KR var vöm- in einnig góð svo og miðjan en fram- línan hafði sig lítið í frammi og mátti sín lítils gegn sterkri vöm Leifturs. Bestir KR-inga var Heim- ir Guðjónsson og einnig átti Hilmar Bjömsson góða spretti. Ekki má gleyma Ásmundi Haraldssyni sem kom inná í lok leiksins og var mað- urinn sem skóp sigur KR. 1B^\Leiftur sótti upp hægri vænginn, á 77. mínútu, Pétur Jóns- ■ Wson sendi fyrir fyrir en barst boltinn út á vinstri kantinn. Páll Guðmundsson sendi rakleiðis til baka fyrir markið þar sem Sverr- ir Sverrisson stðkk manna hæst og skallaði í glæsilega netið. 1B 4| Ásmundur Haraldsson fékk knöttinn á vinstri vængnum, ■ 1 lék f átt að vítateig Leifturs og skaut þrumuskoti af 20 metra færa yfír Þorvald sem hafði hætt sér of framarlega. Þetta mark kom á 87. mínútu. 1B*%Ásmundur Haraldsson fékk knöttinn rétt fyrir utan teig ■ áLivinstra megin á 90. mínútu, lék inn í teiginn þar sem hann féll við og dæmt var víti. Mihajlo Bibercic skoraði af öryggi úr vítinu í hægra homið. FOI_K ■ MJÖG mikill snjór er í Ólafsfirði og knattspymuvöllurinn sem vin í eyðimörk í öllum snjónum í firðinum. Ástæðan fyrir því hvað völlurinn er góður er sú að hann er upphitaður og því fljótur að taka við sér á vorin. ■ MARGIR leikmanna Leifturs eru á suðurlandinu yfir veturinn og kom stór hluti liðsins til Ólafsfjarðar í fyrsta skipti í vor nú í síðustu viku eftir leikinn við Fram. ■ LEIKMENN Leifturs höfðu ekki fengið að æfa á velli sínum fyrir leikinn og því vom þeir að stíga á hann í fyrsta skipti á þessu sumri í leiknum við KR. ■ GUÐMUNDUR Benediktsson var ekki með KR en hann er meidd- ur. Guðmundur kom þó til Ólafs- fjarðar og fylgdist með sínum mönnum. Guðjón Þórðarson þjálf- ari sagðist vona að Guðmundur yrði til í slaginn í næsta Ieik. ■ ÁHORFENDUR vom ekki ánægðir með frammistöðu Sæ- mundar Víglundssonar dómara og þá sérstaklega fór vítaspymudómur hans í lok leiksins fyrir bijóstið á þeim. Ólafsfirðingar vom þó ákveðnir í að verða liði sínu ekki til skammar eftir leik og í stað orða klöppuðu þeir óspart fyrir Sæmundi þegar hann gekk til klefa síns, en það var ljóst að það var ekki vegna ánægju þeirra sem þeir klöppuðu. Morgunblaðið/Björn Gíslason Kristinn kom með boltann KRISTINN Björnsson skíðakapplnn kunnl frá Ólafsfirðl, kom með boltann í leikinn — að sjálfsögðu á skíðum. Hann gat rennt sér frá skíðasvæði Ólafsfirðinga og niður að knattspyrnuvelllnum án vand- ræða, en völlurinn er sem vin í eyðlmörk, svo mlkili snjór er í bænum. T~ Rauðu spjöldin gáfú leiknum lit FH-ingar deila efsta sætinu með Skagamönnum í 1. deild karla í knattspymu, em með sex stig að ggggg tveimur umferðum Steinbór loknum, en þeir Guðbjartsson sýndu enga snilldar- skrifar takta í 2:0 sigri gegn Grindvíkingum í Kaplakrika á laugardag. Reyndar var leikurinn mjög slakur og þó heima- menn væm tveimur fleiri allan seinni hálfleik og gott betur tókst þeim ekki að nýta liðsmuninn. Grindvíkingurinn Milan Jankovic gerði sig sekan um algjör byijenda- mistök þegar hann stöðvaði boltann viljandi með hendi á 18. mínútu. Hann var staddur á eigin vallarhelmingi rétt innan miðlínu, engin hætta sem slík en samt greip þessi öflugi miðvörður til fyrmefnds ráðs og var réttilega vikið af velli. Tómas Ingi Tómasson lét sér þetta ekki að kenningu verða heldur endurtók leikinn á marklínu 25 mínútum síðar, fékk að líta rauða spjaldið og FH-ingar fengu vítaspymu sem Hörður Magnússon skoraði úr. Skömmu eftir hlé gerði Þorsteinn Guðjónsson sjálfsmark og þar við sat. FH-ingar vora ákveðnari til að byija með og það litla sem sást af spili var þeirra. Grindvíkingar hlupu og börðust en reyndu ekki að byggja markvisst upp og vom ósannfær- andi. Eftir fyrri brottvikninguna komust þeir samt meira inn í leikinn og voru síst verri en seinni brottvikn- ingin gerði vonir þeirra að engu. Engu að síður vora þeir óheppnir að fá annað markið á sig og vörnin stóð sig vel í seinni hálfleik. Tveimur færri ætluðu Grindvík- ingar greinilega að hugsa fyrst og fremst um að veijast en treysta síðan á gagnsóknir. Vamarmennimir með Þorstein Jónsson í fararbroddi sinntu varnarhlutverkinu með sóma en sendingarnar stóðu yfirleitt ekki und- ir nafni. Þetta var nauðvörn og í flestum tilvikum bara sparkað frá en einn maður frammi gat lítið gert umvafinn mótheijum. Samt sem áður komu Grindvíkingar boltanum tvisv- ar í net FH. í fyrra skiptið skoraði Tómas Ingi en dæmd rangstaða og undir lokin var um brot að ræða. Það em sprækir piltar í FH-liðinu og þeir áttu seinni hálfleik en tveim- ur fleiri gerðu þeir þau mistök að sækja stöðugt upp miðjuna í stað þess að nota kantana. Fyrir bragðið tókst þeim ekki að opna vörnina og lítil sem engin hætta skapaðist nema eftir fyrirgjafir utan af kanti. Hörður Magnússon fékk besta tækifærið tæpum stundarfjórðungi fyrir leiks- lok en skaut í slá úr opnu færi eftir hornspyrnu. FH-ingar geta örugglega meira en þeir voru á sama gönguhraðanum allan tímann og nýttu ekki yfirburð- ina. Það var helst Hallsteinn Arnar- son sem reyndi að skapa eitthvað en hann var alltaf að og mjög dugleg- ur. Vamarmennirnir áttu náðugan dag en Hörður var hættulegur frammi. Það verður að sækja til að skora og sigra til að fá stig en það átti ekki fyrir Grindvíkingum að liggja að þessu sinni. Hins vegar fá þeir plús fyrir öflugan vamarleik í seinni hálfleik þar sem nafnarnir Þorsteinn Jónsson og Guðjónsson létu ekkert fram hjá sér fara en sá síðar nefndi var óheppinn að skora í eigið mark. Rauðu spjöldin reyndust dýrkeypt en þegar á heildina er litið var það eini liturinn sem setti mark sitt á leikinn. B^^Ólafur H. Kristjáns- ■ ^#son tók homspyrnu frá hægri á 48. mínútu. Boltinn virtist á leið í fjærhornið uppi en Tómas Ingi Tómasson varði með hendi og réttilega dæmd vítaspyrna. Hörður Magnússon tók spyrnuna og skoraði af ör- yggi í hornið niðri á 44. mínútu, hægra megin við Hauk Braga- son. ■ #\FH-ingar sóttu upp ■ Vrniiðjuna gegn vindi, Hallsteinn Arnarson gaf fram . og til hægri á Níels Dungal sem sendi fyrir markið. Boltinn fór í Grindvíkinginn Þorstein Guð- jónsson og af honum í markið á 49. mínútu. Klaufalegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.