Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Notkun seiðaskilju lögbundin á öllum úthafsrækjuveiðum Nokkrar undanþágur þó gefnar í upphafi SJÁVARÚTVEGS- RÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að nota skuli seiðaskilju við allar út- hafsrækjuveiðar innan fiskveiðilögsögu íslands. Tekur reglugerð þar að lútandi gildi á morg- un, þann fyrsta júní. Frestur frá reglugerðinni er gefinn í ákveðnum tilfellum. Skuttogarar, sem eru 40 metrar og lengri hafa frest til 15 júní til að taka upp notkun skiljunnar, en frá 15. júlí er öllum skipum skylt að nota skiljuna. Fyrir Vestur- og Suðurlandi er veittur frestur til næstu áramóta til að taka seiðaskiljuna í notkun á ákveðnu svæðu. Miklar umræður hafa verið með- al sjómanna og útgerðarmanna um notkun seiðaskiljunnar. Telja þeir notkun hennar afar erfiða á minni skipum. Á hinn bóginn hefur kom- ið í ljós að mikill munur getur ver- ið á seiðamagni í rækjutrollinu eft- ir því hvort skilja er notuð eða ekki. Til verndar ungfiski í reglugerð ráðuneytisins lýsing á því hvernig skiljan skal vera og hvernig koma skuli henni fyrir í trollinu. Á síðasta ári hafa verið sett nokkur svæði þar sem rækju- veiðar hafa verið bannaðar á seiða- skilju. Fyrir Norðurlandi eru þijú slík svæði, sem sett voru til vernd- ar ungkarfa og tvö önnur voru sett fyrir vesturlandi til verndar ungfiski, einkum þorski og ýsu. Komast hjá því að veiða tveggja ára þorsk „Ákvörðun um að taka upp seiðaskilju við allar rækjuveiðar er meðal annars til komin nú vegna þeirra niðurstöðu, sem fékkst í togararalli Hafrannsóknastofnun- arinnar nú snemma í vor. Þar sýndi stofnmæling, að stærð tveggja ára þorskárgangsins væri í góðu með- allagi. Ber nauðsyn til að vernda þenna eina árgang, sem mælst hefur um eða yfir meðallagi mörg undanfarin ár, en athuganir sýna að með seiðaskilju í rækjuvörpu má komast hjá því að veiða fisk af þessari stærð,“ segir meðal ann- ars í frétt frá ráðuneytinu. Veiðar á skilju aðeins heimilaðar inni á fjörðum Samkvæmt reglugerðinni verða rækjuveiðar án seiðaskilju eftir næstu áramót aðeins heimilar á inníjarðarrækjusvæðum. Það eru Arnaríjörður, ísafjarðardjóp, Húnaflói, Skagfjörður, Skjálfanda- flói og Axarfjörður. Ákvörðun sjávarútvegsráðu- neytisins um að lögbinda seiða- skilju við veiðar á úthafsrækju er tekin að tillögu hafrannsókna- stofnunar og Fiskistofu og að höfðu samráði við samtök sjó- manna og útgerðarmanna. Sýningí Bella Center • SJÁVARÚTVEGSSÝN- INGIN í Bella Center í Kaupmannahöfn hefst mið- vikudaginn 7. júní nk. og stendur fram til laugar- dagsins 10. Mun Hinrik Danaprins opna hana við hátíðlega athöfn. Fyrir- tæki og stofnanir í 25 lönd- um munu taka þátt í sýning- unni, sem tekur til allra greina iðnaðarins, veiða og vinnslu, fiskeldis, skipa- smíða, veiðarfæra og hvers kyns búnaðar, umbúða, flutnings og margs annars. Auk Danmerkur verða átta riki með þjóðarbás, Bret- land, Færeyjar, Frakkland, Ilolland, ísland, Noregur, Spánn og Svíþjóð. Munu ýmis fyrirtæki kynna nýja framleiðsluvöru og danska samsteypan Fishing Vessel 2000 mun sýna nýja skipa- gerð. „Vildum breytingar“ Eigendur Ozher bjartsýnir á jf blheíingá rekstur verksmiðiuskipsins ^æðinu " ■*- Skipm eru farin og allt orðið svo dautt,“ segir Helgi Auðunsson, framkvæmdastjóri Vöruafgreiðslunnar hf. á Patreksfirði, einn eigenda ístogs hf. sem í vor tók verksmiðjutogarann Ozher á leigu frá Litháen og gerir út á úthafskarfa. Humarkvóti skertur um 700 tonn? • Hafrannsóknastofnun hef- ur nú lagt til að kvóti á humri í byijun vertíðar 1996 fari ekki yfir 1.500 tonn. Kvótinn fyrir þessa vertið er 2.200 tonn og hefur hann farið hægt lækkandi undanfarin ár. Vertíðin nú hefur farið illa af stað á austanverðum hiunarmiðunum og segja sjó- menn þar að vertíðin hafi aldrei farið jafnilla af stað. Stofnunin mun gera tillögu um aflamark að loknum at- hugunum á vertíðargögn- um fyrir yfirstandandi ver- tíð. Arið 1994 varð humarafl- inn rúm 2.200 tonn sem er nokkru minni en árið 1993. Veiðistofn humars er nú tal- inn nokkru minni en hann var meginn á síðasta ári. Munar þar mestu ofmat á árgöngun- um frá 1984-1985 svo og verri árganganna frá 1988- 1989 en búst hafði verið við. Gert er ráð fyrir að meðal- stór humar verði uppistaða aflans 1995 og 1996. Staða rækjustofna, bæði inni á fjörðum og úthafinu er mun betri og er jafnvel búizt við því að enn verði hægt að auka veiðina. Úthafsrækju- veiðin hefur vaxið iryög hratt undan farin ár og náði 64.000 tonnum í fyrra. ístog er í eigu fjögurra einstakl- inga á Patreksfirði og í Reykjavík og fyrirtækisins ísbús hf. Þessir aðilar fóru að leita fyrir sér með skip fyrir um það bil ári og segir Helgi að þeir hafi ákveðið að slá til eftir síðustu áramót þegar þeim gafst kostur á að fá Ozher. Skipið er 2.400 tonn að stærð með bræðslu og lýsisvinnslu um borð. Fjórir yfir- menn eru íslenskir en auk þeirra eru 35 Rússar í áhöfninni. Helgi segir að ístog hafi þurft að leggja í töluverðan stofnkostnað, m.a. leggja til troll, hlera og víra og breyta vinnsludekkinu. Mikil vinna hafi skapast á Patreksfirði þegar skipið var útbúið á veiðarnar og gerði sjálfsagt einnig á leigutíman- um. Byrjunarörðugleikar Skipið fór á úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg í byijun apríl og landaði 140 tonnum eftir fyrstu veiðiferðina. Segir Helgi að tölu- verðir byijunarörðugleikar hafi ver- ið. Áhöfnin væri vön allt öðrum vinnubrögðum en hér þekktust og hefði þurft að þjálfa hana upp. I annarri veiðiferðinni hefði verið komið gott rennsli, vinnslan hefði aukist úr 12 í 25 tonn á sólarhring. „En við urðum fyrir óhappi og skip- ið þurfti að sigla í land til að fá gert við trollið," segir Helgi. Þokkalegt útlit er með rekstur- inn, að mati Helga. Segir hann að ef vel takist til í tveimur næstu veiðiferðum muni reksturinn ganga. Skipið verður á úthafskarfanum að minnsta kosti fram í september. Þá kemur til greina að veiða rækju í norsku landhelginni fyrir þarlenda aðila. Skipið var áður á rækjuveið- um og þarf því ekki að kosta miklu til vegna þeirra. Helgi segir þó að þetta sé enn óvíst og allt eins lík- legt að áfram verði reynt við úthafs- karfann enda sé búið að sýna fram á að mögulegt sé að stunda hann allt árið. Hugmyndir um tvífrystingu ístog tók Ozher á Ieigu í eitt ár með möguleikum á framlengingu í annað. Býst Helgi við að skipið verði rekið í tvö ár enda búið að leggja í mikinn stofnkostnað við að útbúa skipið á veiðarnar. Oddi hf. á Patreksfirði fékk fjög- ur tonn af frosnum karfa úr fyrstu veiðiferðinni til að athuga mögu- leika á tvífrystingu. Oddi, Jlrað- frystihús Tálknaíjarðar og Trostan á Bíldudal eru að íhuga kaup á karfa í haust til að vinna eitthvað fram á vetur. UTVEGSSVIÐ Á DALVÍK Boðið er upp á 1. og 2. stig skipstjóranáms, fískiðnaðarnám og 1. ár framhaldsskóla Leitið upplýsinga í síma 466-1083 og í bréfsíma 466-3289. Morgunblaðið/Þorkell HALLDOR Alniarsson yfirleiðbeinandi beinir þyrlu Landhelgis- gæslunnar að lendingarstað í Reykjavíkurhöfn. Tíu þúsund sótt öryggisnámskeið Slysavarnaskóli sjómanna tíu ára daga. í dag heldur Sæbjörg í sína á SLYSAVARNASKÓLI sjómanna er tíu ára á þessu ári. Tímamót- anna var minnst um helgina, hald- in afmælisveisla og skólaskipið Sæbjörg haft opið almenningi í tvo egu sumarsiglingu kringum landið. Upphaf skólans má rekja til þess að Slysavarnafélag íslands fékk sér starfsmenn til að annast öryggisfræðslu sjómanna. Fyrsta námskeið Slysavarnaskóla sjó- manna var haldið í húsi SVFÍ 29. maí 1985. Félagið eignaðist varð- skipið Þór sem þá hafði verið lagt vegna vélarbilunar, keypti skipið á 1.000 kr. af ríkinu. Skipið var gert upp sem skólaskip og gefið nafnið Sæbjörg. Fyrsta námskeið- ið um borð í skipinu var haldið 3. júní 1986. Árleg sumarsigling hefst í dag Skólinn var festur í sessi með lagasetningu frá Alþingi og tekinn á fjárlög árið 1991. Skólinn er þó áfram rekinn sem deild í Slysa- varnafélagi íslands og á þess ábyrgð. Starfsmenn eru fimm. Á þessum tíu árum liafa um 10 þúsund sjómenn sótt námskeið í Slysavarnaskólanum, eða 1.000 að meðaltali á hveiju ári. Með skipinu jukust möguleikar sjómanna að fá öryggisfræðslu í sinni heimabyggð. 1 dag heldur skipið einmitt í sína áttundu sumarsiglingu. Byijað verður á námskeiðahaldi í Grindavík, síðan verður farið til Vestmannaeyja, Djúpavogs, Neskaupstaðar og Húsavíkur. í haust verða haldin námskeið á Akureyri. Hilmar seg- ir að haldin verði öryggisnámskeið fyrir sjómenn, sérstök námskeið fyrir smábátasjómenn og loks námskeið fyrír hafnarstarfsmenn. Bendir hann á að frá og með næstu áramótum verði skipstjórn- armenn að hafa fengið öryggis- fræðslu til að fá lögskráningu og sama muni gilda um alla sjómenn að ári. Þá vekur Hilmar athygli á nauðsyn endurmenntunar á þessu sviði, segir það skoðun sína að sjómenn ættu að sækja sér fræðslu á fimm ára fresti að minnsta kosti. Unilever kaupir Gorton’s BANDARÍSKA stórfyrirtækið General Mills hefur ákveðið að selja dótturfyrirtækið Gorton’s til útibús Unilevers í Bandaríkjunum. Gorton’s er mjög stórt í markaðs- setningu og dreifingu frystra og niðursoðinna sjávarafurða til verslana í Kanada og Bandaríkjun- um. Heildarsala þess á síðasta ári var um 14 milljarðar ísl. kr. en talið er, að Unilever kaupi það fyrir 9,7 milljarða kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.