Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ÞRONGT en notalegt. Ólöf Guðmundsdóttir og Friðrik Signrjónsson búa í bátnum. Konan fer ekki upp úr bátnum ótilneydd „Vorfuglarnir“ á Tálkna- firði búa í bátunum Þetta eru bátar úr flestum landshlutum, enda orðið lítið mál að elta fiskinn á hraðfiskibátunum. „Hér er afbragðs gott að vera. Við búum í bátnum og viljum því frekar vera á rólegum stað,“ sögðu hjónin Friðrik Siguijónsson og Ólöf Guðmundsdótir á Siguijóni Friðrikssyni EA frá Akureyri þegar blaða- maður leit við hjá þeim í Tálknafjarðarhöfn en þá var bræla á miðunum. AÐKOMUTRILLURNAR, sem heimamenn kalla vor- fuglana, eru um þessar mundir að safnast saman á Patreksfirði og Tálknafirði. Friðrik og Ólöf höfðu komið að norð- an 8-9 dögum áður en stoppað stutt, róið frá Rifi í nokkra daga og komið aftur til Tálknafjarðar. Þá voru trillurn- ar í góðri veiði sem byggðist á því að beita krókana. Þau fengu 1.200 tonn fyrsta daginn en lentu svo í brælu og þriggja daga helgarstopp var framund- an. „Við vorum hér í fyrrasumar og líkaði vel, rólegra en í Ólafsvík. Og við reiknum með að vera hér aftur í sum- ar,“ segir Friðrik. Hann vonast til að geta verið með bátinn á Vestfjörðum fram í ágúst en að þau hjónin skreppi einstöku sinnum heim til Akureyrar og þá með flugi. Þau búast við að fara á bátnum norður í ágúststoppinu og róa frá Siglufirði eftir það, eins og í fyrrasumar. Höfum allt til alls Friðrik og Ólöf búa í bátnum. Ólöf segir að vel fari um þau þó aðstaðan sé í fábrotnara lagi í því litla rými sem er í bátnum. Friðrik segir reyndar að konan fari helst ekki ótilneydd upp úr bátnum. „Við erum með aðstöðu í landi til að þvo af okkur og fara í sturtu. Við löndum hjá Þórsbergi sem útvegar okkur þessa aðstöðu. Annars höldum við alveg til í bátnum og höfum hér allt til alls,“ segir Ólöf. Friðrik segir að banndagakerfið sé ansi strembið og gefi lítið svigrúm. Hann bendir á að bræla hafi verið nánast alla síðustu viku, en þá hitti blaðamaður þau hjón, og við taki þriggja daga skyldustopp. Það taki því varla að setja bátinn í gang í tíu daga. „Þetta kerfi býður upp á að menn taki áhættuna og fari á sjó í vafasömu sjó- veðri. Það er fjöldinn allur harðari í þessu en við,“ segir Friðrik. Hann seg- ir að ekki þýði að kenna krókabátunum um ofveiði. „Það verða ekki þessir litlu bátar sem koma fiskistofnunum fyrir kattarnef.“ Fáum vonandl frlö Friðrik fór ungur til sjós, bytjaði þrettán ára á síðutogara. Eftir sjö ár fór hann í land og aflaði sér meistara- réttinda í þremur iðngreinum. Hann fór aftur á togara fyrir níu árum og sneri sér síðan alfarið að smábátasjó- mennskunni. „Það er þægilegt að dúlla við þetta þegar börnin eru orðin stór og gömlu hjónin orðin tvö eftir í kot- inu. Vonandi fær maður að hafa þetta í friði," segir Friðrik. Það sem eftir er af kvótanum í lok maí 1995 (þegar26%erueftirafkvótaárinu) Þorskur, 95,3 þús. t, Ný staða, 17,7 þÚS.t. Ýsa, veiðih., 60,0 þús. t, Ný staða, 20,6 þús. t. Ufsi, veiðih., 70,0 þús. t, Ný staða, 38,9 Karfi, veiðih., 86,5 þús. t, Ný staða, 17,4 þús. t. Grálúða, veiðih. 31,6 þús. t, Ný staða, 16,3 þús. t. Skarkoli, 13,8 þús. t, Ný staða, 7,0 þús. t. Landar úr skipum Granda • KÁR/Davíðsen starfarvið löndun úr togurum Granda og hefur haft þann starfa síðan 1978. Hann réðst þá til ísbjarnarins, nýhættur á sjó. Kári vinn- ur á krana og einnig í lest, þar sem kass- ar eru flokk- aðir eftir teg- undum áður en þeir eru hífðir í land. „Þetta er ágætt starf, annars væri ég ekki búinn að vera svona lengi í þesgu,“ segir Kári í samtali við Fréttabréf Granda. „Það er gaman í góðum hópi og þegar vel gengur. Við aflestuð- um til dæmis tæp 170 tonn í dag á tæpum fimm klukku- stundum sem er vel af sér vik- ið þó ég segi sjálfur frá,“ seg- ir Kári. Aðaláhugamál Kára utan vinnutíma eru fuglaskoð- un, fuglaveiði, aðallega svart- fuglsveiði og eggjatínsla. „Það fylgir þessum áhugamálum mikil útivera sem er alveg meiriháttar skemmtileg," segir Kári. Kári Davíðsen í fiskinum í hálfa öld • VIGDÍS Magnúsdóttir hefur starfað við fiskvinnslu frá því fyrir stríð og man því tímana tvenna á þeim vett- vangi. „Það hefur mikið breytzt frá því maður stóð við borð- ið handflak- aði allt sam- an upp úr körum,“ segir Vig- dís í samtali við Fréttabréf Granda. „Nú er tæknin svo mikil að allt er meira og minna unnið vélum. Það er mikill munur til hins betra fyrir starfsfólkið." Vigdís er Siglfirðingur en fluttist það- an ung ásamt manni sínum til Bolungarvíkur, þar sem þau bjugu í um 20 ár. 1974 fluttu þau til Reykjavíkur og hóf Vigdís störf hjá Bæjarút- gerðinni og hefur verið óslit- ið í fiski síðan. „Ég vona að ég eigi eftir nokkur ár enn,“ segir Vigdís. Áhugamál Vig- dísar utan vinnu eru að henn- ar sögn bóklestur og leikhús- ferðir, en annars fari mestur tími í að fylgjast með barna- og barnabarnabörnunum. Það sé bæði ánægjulegast og tímafrekast. Vigdís Magnúsdóttir Verulegt viðhald eftir hverja veiðiferð • SKIPULAGI tæknideildar Granda hefur verið breytt og er skipaeftirlit nú í höndum þriggja manna, sem hver um sig hefur eftirlit með ákvðnum skipum flotans. Eftir breyting- una hefur Guðmundur Haf- steinsson einungis eftirlit með frystitogurunum, en hann var áður jafnframt verkstjóri á skipaverkstæði. Gísli Jón- mundsson hefur verið ráðinn verkstjóri á skipaverkstæðinu. „Nýja starfið leggst vel í mig, en ég hef verið vélstjóri á Ottó N. Þorlákssyni síðan skipið var sjósett 1981. Umfang skipaverkstæðis hefur aukizt og heyra bifvélavirkjar Granda, Sigurður Kristins- son og Guðjón Eiríksson, nú undir skipaverkstæðið. Störf þeirra tilheyrðu áður sérstök- um einingum," segir Gísli í samtali við Fréttabréf Granda. Gísli stjórnar vinnu viðgerðar- manna um borð í skipun- um, þegar þau eru í höfn og útvegar efni til við- gerðanna. Hann segir að alltaf séu ein- hver viðhaldsverkefni sem þurfi að vinna eftir hveija veiðiferð og einnig fari tals- verðurtíma í að undirbúa við- gerðir um borð í skipunum áður en þau koma til hafnar. „Það eru oft heilu blaðsíðurnar sem við fáum í hendur með atriðum sem þarf að athuga um borð í skipunum þannig að þetta er ærinn starfi," seg- ir Gísli. Gísli Jónmundsson Pasta með saltfisksósu VONANDI er vorið loksins komið og því við hæfi að glugga Htillega í bókina Suðrænir saltfiskréttir, sem SÍF : 'í • f ■iVrf?rPt-S *®f * tilefni 60 ára afmælis sins, en höfundur uppskriftanna er spænski matreiðslumeistarinn Jordi Busquets. Að þessu sinni gæti verið viðeigandi að prufa að elda pasta með salt- Fisksósu, en í réttinn þarf: 200 gr saltfisk, helzt sporðstykki 400 gr pastapipur 100 gr skinku 1 meðalstóran lauk 1 dl hvítvin eða mysu 1 dl rjóma 1 dl mjólk 50 gr rifinn ost, óðalsost eða gouda 30 gr snijör olíu Útvatnið saltfiskinn (einnig er hægt kaupa útvatnaðan saltfisk), þerrið og látið í pott með vatni. Látið suðuna koma upp og takið pottinn þá af hellunni og látið fiskinn kólna í soðinu. Þerrið síðan fiskinn og skerið í litla bita, roðflettið og fjarlægið bein ef einhver eru. Sjóðið pasta- pipurnar i miklu vatni með dálitlu af salti. Látið vatnið renna vel af þeim þegar þær eru soðnar. Lagið sósuna á meðan pastapipurnar sjóða. Saxið laukinn smátt. Látið hann krauma við vægan hita í smjöri og olíu á pönnu. Þegar laukurinn er orðinn glær, er skinkunni bætt við og hrært í. þá er hvitvíninu hellt yfir og látið sjóða nið- ur. Bætið saltfiskbitunum út í sósuna. Látið malla í dá- litla stund til að sósan taki bragð af fiskinum. Bætið rjómanum út í og lækkið hitann, gætið þess að ekki sjóði. Að síðustu er rifna ostinum bætt út í. Hellið heitri sós- unni yfir pastapípurnar og berið strax fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.