Morgunblaðið - 31.05.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 31.05.1995, Síða 1
ARÓRA EINU sinni var stelpa, hún hét Áróra. Hún átti enga vini því hún gaf aldrei með sér og lánaði aldrei neitt og stundum lamdi hún. Einn dag fór hún til Línu. Viltu vera með mér? spurði Áróra. Nei! sagði Lína og skellti hurðinni. Svo spurði hún eftir mörg- um öðrum en alltaf var hróp- að nei. En dag einn lánaði hún Línu bók. Og hún gaf Óla köku. Og nú þegar hún byijaði að vera góð, átti hún márga vini, til dæmis: Línu, Óla, Kristínu, Hörpu, Nonna og Rebekku. Höfundur: Agla Friðjónsdóttir, Einibergi 19, 220 Hafnarfirði. Þú ert aldeilis glæsilegur fulltrúi ungra rithöfunda og skálda, kæra Agla. Gangi þér allt í haginn og við þökkum hjartanlega fyrir okkur. Geggjaður gaukur TIL Morgunblaðsins! Lóa Bára Magnúsdóttir, 9 ára, Tjarnargötu 30, 101 Reykjavík, heitir stúlkan sem gerði þessa skemmtilegu mynd. Er hann ekki alveg snar- geggjaður, þessi furðulegi fugl, sem heldur að hann sé eitthvað. Auðvitað er hann eitthvað - erum við ekki öll eitthvað - hann er í það minnsta fugl, hann er lifancfi vera. Humm, smá innskot hér, það er að segja hann væri sko lifandi vera ef hann væri ekki teikning eða þannig ... púff!! Innskoti lokið. I hjartans einlægni, krakkar, auðvitað viljum við öll stór og smá vera eitt- hvað. Engum líður vel þegar hann er undirokaður af ein- hveijum, öðrum krökkum, foreldrum, gangavörðum, kennurum, hveijum sem er. Það er ekki nokkurri einustu manneskju bjóðandi annað en að hún geti notið sín og verið hún sjálf, ekki satt! Verum fijáls - en endilega í leiðinni: Við völtum ekki yfir neinn. Gangi okkur vel að vera fijáls og góð hvert við annað. Síldin er komin! PÁLL Jóhannesson hefur gert meðfylgjandi mynd til þess að senda hana í Morg- unblaðið. Hann sagði að á myndinni væri bátur og fjöll- in á bakvið og að báturinn væri að koma fullur af síld. Páll er 5 ára og á heima á Reyðarfirði. Bestu kveðjur. LAND liggur að Atlantshaf- inu, það er á Pýreneaskagan- um og eins og hangir utan í Spáni þegar horft er á hnatt- líkanið neðan frá. Eruð þið einhvers vísari, þið vísu börn? Alveg rétt, svarið er Borneó. Nei, hvað er ég að bulla, landið heítir Portúgal og ekki orð meira um það. Svæði númer þijú, ellefu Lausnir og tólf eru eðla, svæði númer sex, sjö og átta eru fíll og númer átján, nítján, tuttugu, tuttugu og eitt, tuttugu og fjögur, tuttugu og sex eru hani. Falda landið er í Suðaust- ur-Asíu og heitir Víetnam. Fyrir 20 árum lauk ófriði miklum sem staðið hafði linnulítið áratugum saman í þessu fallega landi. Þá kom hingað til Islands fólk sem flúði stríðshörmungarnar, skelfinguna, eymdina og alla þá eyðileggingu sem fylgir stríði. Þetta fólk er ekki lengur flóttafólk, lieldur býr á íslandi og er Islendingar. Þannig hljóðar bréf frá föður Páls, sein hann lét fylgja með mynd sonar síns. Hafið kærar þakkir fyrir, feðgar. Myndin er einkar athyglis- verð, og það er gaman að vita, Páll, að þú fylgist með því sem er að gerast í kring- um þig. Við hérna í Reykjavík les- um í Mogganum og sjáum myndir í sjónvarpi um síld- ina, og getum bara séð hana með eigin augum í hillum matvörubúðanna flakaða, skorna í bita og í glerkrukk- um. En þú og margir fleiri úti á landi í mörgum sjávar- plássanna sjáið þegar bát- arnir sigla drekkhlaðnir inn firðina með silfur hafsins, eins og síldin er oft kölluð, fylgist jafnvel með löndun- inni og sjáið síldarnæturnar (útskýring fyrir borgarbörn: nót, nætur = stórt fiskinet) teknar í land til viðgerðar hjá netagerðarmönnunum. Það sést í fjöllin hinum megin í firðinum og gott er að sjá að eitthvað er gróður- inn farinn að taka við sér, að minnsta kosti er farið að grænka í fjallshlíðunum. Enda er alveg komið nóg í bili af snjó og kulda og við minnum hér með veðurguð- ina, sem hljóta að lesa Myndasögur Moggans, á að maí er búinn í dag, og á morgun er 1. júní. Það er ekki spurning, sumarið á að vera komið og hana nú! Gangi þér og krökkunum á Reyðarfirði sem best að njóta sumarsins, kæri Páll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.