Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Ragnheiður frænka PENNAVINIR HÆ, hæ, Moggi! Ég er stelpa og mig langar að eignast penna- vini á adrinum 10 ára og eldri. Ég er sjálf á tíunda árinu. Það mega vera stelpur og strákar en helst stelpur. Margrét Þ. Guðnadóttir Hlíðarendavegi 3 735 Eskifjörður Hæ, hæ, Myndasögur Moggans. Eg óska eftir pennavin- konu á aldrinum 7-9 ára. Sjálf er ég 8 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Áhugamál: Skrift, tónlist, sund og skíði. Gyða Erlingsdóttir Blómvallagötu lOa 101 Reykjavík Kæri Moggi! Við sendum þér penna- vinabeiðni sem við vonum að þið birtið sem fyrst. Við höfum áður sent bréf en þau hafa aldrei verið birt. Geriði það að birta þessi. 4 stelpur. Örlítið innskot svona til þess að enginn haldi að hann eða hún séu skilin út- undan hér í Myndasögun- um: Við fáum mikið af efni frá ykkur hvaðanæva af landinu, og nýlega hafa bor- ist bréf frá íslenskum krökkum í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Eng- landi. - Gamli góði Mogginn fer greinilega víða um heim- inn. - Eins og áður hefur verið minnst á hérna hafa þeir sem vinna á dagblaði takmarkað pláss, það þarf að segja frá svo mörgu á hveijum degi í Mogganum að ekki er vinnandi vegur að birta allt sem sent er hingað til okkar. Ég er 13 ára og mig bráð- vantar pennavini á aldrinum 13-14 (helst stráka). Áhugamál mín eru: Handbolti, sund, félagslíf, útivera, góð tónlist og strák- ar. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Gyða G. Magnúsdóttir Fannafold 233 112 Reykjavík Ég er 13 ára og mig lang- ar að eignast pennavini á aldrinum 12-14, bæði stráka og stelpur. Áhugamál: Sund, skíði, ferðalög, útivera, góð tón- list, félagslíf og margt fleira. Dagný D. Steinþórsdóttir Vesturfold 13 112 Reykjavík Ég óska eftir pennavin- um, strákum sem stelpum, á aldrinum 12-14, er sjálf 13 ára. Áhugamál: Keramik, dýr, tónlist og margt fleira. Anna Sævarsdóttir Fannafold 131 112 Reykjavík Mig langar að eignast pennavini, bæði stráka og stelpur, á aldrinum 12-14 ára; Ég er 12 ára. Áhugamálin mín eru: Leiklist, söngur, partí, tón- list og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Anna M. Jónsdóttir Reykjafold 10 112 Reykjavík ÞETTA er mynd eftir Guðrúnu Sigurðardóttur, 4 ára, Vaðbrekku, Jökuldal, 701 Egilsstöðum. Eins og segir í fyrirsögninni er myndin af frænku Guðrúnar, nefnilega henni Ragnhildi frænku. Mikið rosalega hlýtur hún að vera flinkur dansari. Hún ruggar sér í lendunum með miklum tilþrifum og svei mér þá, ég held barasta að hún smelli fingrum og hvað- eina. Landafræðin JÆJA, bömin góð, þá er það blessuð landafræðin. Fyrsta spuming: Hvaða land í heiminum er með minnsta aukningu þjóðar- framleiðslu miðað við gmnnvísitölu þjóðarhags? Létt grín svona til mála- mynda. En í alvöru, hvaða land er falið í andliti og höfuðfati karlsins á mynd- inni og já, ekki má gleyma pípunni, þeim fúia og súra sterti. Lausn má finna einhvers staðar annars staðar í Myndasögunum - og gangi ykkur vel. HVERNI6 í ÓSKÖPUHUM /ETLfíR þ0 AP LEIKA VAKNAKLEiK MEP MATARPALL j' KJAFTINUM ? KHEFPI EKKIATT A&5WRJ/C) r v- /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.