Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 1
FfARFESTING RANNSÓKNIR H ERLENT Sjávarútvegur í landvinningum /4 Af steypu og sprungum /8 Jeppaófarir í Japan /9 ’r'MS&t Ríkisvíxlar Tilboðum fyrir 2.229 millj. var tekið í útboði í gær, þar af 1.997 millj., í 3ja mán. ríkisvíxla. Þar var meðalávöxtun 7,13% en var 7,25% í útboði ríkissjóðs 17. maí sl. I 6 mán. ríkisvíxlum var með- aiávöxtun 7,55% en 7,56% 17. maí. 112 mán. ríkisvíxlum var meðalávöxtun 8,20%, en 8,22% 17. maí. Nánari umfjöllun er um vaxtamál á B2. Bílar 800 fólksbílar voru nýskráðir hér á landi í maí skv. bráðabirgða- tölum frá Bifreiðaskoðun Is- lands. Það er 48% aukning frá maí 1994 þegar nýskráningar voru 541. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttir inn 2.732 fólksbílar en 2.226 á sama tíma- bili 1993. Aukningin er 23%. Lánshæfi Lánshæfi Islands er óbreytt skv. nýju mati Moody’s. Háar tekjur á mann, löng hefð fyrir stöðug- leika í stjórnmálum og árangurs- rík stjórnun á fábreyttum auð- lindagrunni gera að verkum að Island fær áfram einkunnina A2 fyrir erlend langtímalán og P-1 fyrir skammtímabréf ríkissjóðs. SÖLUGENGIDOLLARS Verðlag sjávarafurða 1990-1995 90 ........ ....................................b— 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Heimild: Hagvísar 29. mai 1995. Þjóðhagsstofnun Flugleiðir hefja að öllum líkindum flug til Halifax í mars á næsta ári Leiðanetið þétt beggja vegna Atlantshafsins FLUGLEIÐIR hf. leita nú leiða til að auka við leiðanet sitt beggja vegna Atlantshafsins. Þannig eru allar líkur á að félagið hefji áætlanaflug til Hali- fax í mars á næsta ári. Einnig er á pijónunum að fjölga áætlunarstöðum í Evrópu og auka flug innan álfunnar. Það þyrfti þó að gerast í samvinnu við eitt af stóru flugfélögunum og eiga Flugleiðir nú í viðræðum við Luft- hansa um slíka samvinnu. Til að jafna flæði farþega um Keflavíkurflugvöll þyrfti einnig að auka flug til Bandaríkjanna annað- hvort með því að bæta við ákvörð- unarstað vestan hafs eða auka tíðni til núverandi ákvörðunarstað. Þetta kom fram á námstefnu Flug- leiða í gær fyrir forráðamenn fjár- málastofnana. Sigurður Helgason, forstjóri, ræddi þar m.a. um sam- starfsmöguleika Flugleiða við evr- ópsk flugfélög. Hann sagði samning- inn við SAS vera félaginu mjög hag- stæðan. „Á meginlandi Evrópu koma fjögur flugfélög til greina, þ.e. KLM, Lufthansa, Swissair og Áir France. Okkar stærsti markaður á megin- landinu er Þýskaland. SAS og Luft- hansa hafa tekið upp samvinnu þann- ig að við höfum aðeins byrjað núna að ræða við Lufthansa um hugsan- lega möguleika samvinnu Flugleiða og Lufthansa bæði á flugi frá ís- landi til Þýskalands og jafnvel flug frá öðrum stað í Evrópu inn til Þýska- lands.“ Sigurður sagði að Flugleiðir þyrftu að styrkja sig ennfrekar á Bretlands- eyjum og stefnt væri að því að fljúga á hveijum degi til London að viðbætt- um tveimur ferðum á viku til Glasgow. Félagið þyrfti að athuga hvaða möguleikar væru fyrir hendi á samstarfi við bresk flugfélög en þar kæmu til greina Britith Midland, British Airways og Air UK. Þar kæmi helst til grejna British Midland sem SAS ætti 40% hlut í og væri byijað að kanna hvaða möguleikar væru á samstarfi Flugleiða og Brit- ish Midland. „Það er mjög nauðsyn- legt að vera í samstarfi við félög innan Evrópu ef við ætlum að hasla okkur ennfrekar völl þar.“ Varðandi möguleika á flugi innan Evrópu sagði Sigurður að ýmsir stað- ir hefðu komið inn í myndina t.d. flug milli Glasgow og Frankfurt. í Frankfurt væri flugvöllurinn orðinn fullnýttur og erfitt að fá heimild til viðbótarflugs. Þá kæmi einnig til greina að fljúga frá Amsterdam til annars ákvörðunarstaðar í Evrópu. Flugleiðir hafa átt í samstarfi við bandaríska flugfélagið USAir um nokkurra ára skeið og rætt hefur verið um að tengja vildarkerfi félag- anna. Hins vegar sagði Sigurður að önnur bandarísk flugfélög hefðu ekki sýnt verulegan áhuga á samstarfi. Flugleiðir þyrftu að tengjast vildar- kerfi bandarísks félags því það væri farið að há félaginu á Bandaríkja- markaði. Ut er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða littu inn Glitnirhf dótturfyrirtæki íslandsbanka Armúla 7, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10, ^ ctð hug$a Ktn að jjat<fest<? Vegna sérstakra laga um flýtifyrningar er rekstraraöilum afar hagstætt aö fjárfesta í atvinnutækjum nú í ár. Viö hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Meö Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiöir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Haföu samband og fáðu að vita meira um flýtifyrningar, skattfrestun og hvernig þú losnar viö aö IL binda rekstrarfé í tækjakosti. 0TTÓ - GRAFlSK HÖNNUN LJÓSM: THE IMAGE BANK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.