Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 1
FfÁRFESTINC Sjávarútvegur í landvinningum /4 RANNSÓKNIR Af steypu og sprungum /8 ERLENT Jeppaófarir í Japan /9 i vmsrapri/ioviNNUiíF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 1. JUNI 1995 BLAÐ B Ríkisvíxlar Tilboðum fyrir 2.229 miUj. var tekið í útboði í gær, þar af 1.997 millj., í 3ja mán. ríkisvixla. Þar var meðalávöxtun 7,13% en var 7,25% í útboði ríkissjóðs 17. maí sl. 16 mán. ríkisvíxlum var með- alávöxtun 7,55% en 7,56% 17. niaí. 112 mán. ríkisvíxlum var meðalávöxtun 8,20%, en 8,22% 17. maí. Nánari umfjöllun er um vaxtamál á B2. BíSar 800 fólksbílar voru nýskráðir hér á landi í maí skv. bráðabirgða- tölum frá Bifreiðaskoðun Is- lands. Það er 48% aukning frá maí 1994 þegar nýskráningar voru 541. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttir inn 2.732 fólksbílar en 2.226 á sama tíma- bili 1993. Aukningin er 23%. Lánshæfi Lánshæfi íslands er óbreytt skv. nýju mati Moody's. Háar tekjur á mann, löng hefð fyrir stöðug- leika í sl jórnmá luni og árangurs- rík stjórnun á fábreyttum auð- lindagrunni gera að verkum að ísland fær afram einkunnina A2 fyrir erlend langtímalán og P-l fyrir skammtímabréf ríkissjóðs. Verðlag sjávarafurða 1990-1995 Vísitala Áætlað verðlag sjávarafurða í SOR. Vísitala, 1987 = 100. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 2200-------- dollarar/tonn 2000 Álverð 1990-1995 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Olíuverð 1990-1995 Olíuverð, UK Brent 38. pT^j^ CZI Dollarar hvert fat. L-J^ 18.9 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Heimild: Hagvísar 29. maí 1995. Þjóðhagsstofnun Flugleiðir hefja að öllum líkindum flug til Halifax í mars á næsta ári Leiðanetíð þétt beggja vegna Atlantshafsins FLUGLEIÐIR hf. leita nú leiða til að auka við leiðanet sitt beggja vegna Atlantshafsins. Þannig eru allar líkur á að félagið hefji áætlanaflug til Hali- fax í mars á næsta ári. Einnig er á prjónunum að fjölga áætlunarstöðum í Evrópu og auka flug innan álfunnar. Það þyrfti þó að gerast í samvinnu við eitt af stóru flugfélögunum og eiga Flugleiðir nú í viðræðum við Luft- hansa um slíka samvinnu. Til að jafna flæði farþega um Keflavíkurflugvöll þyrfti einnig að auka flug til Bandaríkjanna annað- hvort með því að bæta við ákvörð- unarstað vestan hafs eða auka tíðni til núverandi ákvörðunarstað. Þetta kom fram á námstefnu Flug- leiða í gær fyrir forráðamenn fjár- málastofnana. Sigurður Helgason, forstjóri, ræddi þar m.a. um sam- starfsmöguleika Flugleiða við evr- ópsk flugfélög. Hann sagði samning- inn við SAS vera félaginu mjög hag- stæðan. „Á meginlandi Evrópu koma fjögur flugfélög til greina, þ.e. KLM, Lufthansa, Swissair og Air France. Okkar stærsti markaður á megin- landinu er Þýskaland. SAS og Luft- hansa hafa tekið upp samvinnu þann- ig að við höfum aðeins byrjað núna að ræða við Lufthansa um hugsan- lega möguleika samvinnu Flugleiða og Lufthansa bæði á flugi frá ís- landi til Þýskalands og jafnvel flug frá öðrum stað í Evrópu inn til Þýska- lands." Sigurður sagði að Flugleiðir þyrftu að styrkja sig ennfrekar á Bretlands- eyjum og stefnt væri að því að fljúga á hverjum degi til London að viðbætt- um tveimur ferðum á viku til Glasgow. Félagið þyrfti að athuga hvaða möguleikar væru fyrir hendi á samstarfi við bresk flugfélög en þar kæmu til greina Britith Midland, British Airways og Air UK. Þar kæmi helst til grejna British Midland sem SAS ætti 40% hlut í og væri byrjað að kanna hvaða möguleikar væru á samstarfi Flugleiða og Brit- ish Midland. „Það er mjög nauðsyn- legt að vera í samstarfi við félög innan Evrópu ef við ætlum að hasla okkur ennfrekar völl þar." Varðandi möguleika á flugi innan Evrópu sagði Sigurður að ýmsir stað- ir hefðu komið inn í myndina t.d. flug milli Glasgow og Frankfurt. í Frankfurt væri flugvöllurinn orðinn fullnýttur og erfitt að fá heimild til viðbótarflugs. Þá kæmi einnig til greina að fljúga frá Amsterdam til annars ákvörðunarstaðar í Evrópu. Flugleiðir hafa átt í samstarfi við bandaríska flugfélagið USAir um nokkurra ára skeið og rætt hefur verið um að tengja vildarkerfí félag- anna. Hins vegar sagði Sigurður að önnur bandarísk flugfélög hefðu ekki sýnt verulegan áhuga á samstarfi. Flugleiðir þyrftu að tengjast vildar- kerfi bandarisks félags því það væri farið að há félaginu á Bandaríkja- markaði. ^aðhugsa urn að jjátfeste. Vegna sérstakra laga um flýtifyrningar er rekstraraðilum afar hagstætt aö fjárfesta í atvinnutækjum nú í ár. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Hafðu samband og fáðu að vita meira um Á . flýtifymingar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að binda rekstrarfé í tækjakosti. GIitnirM dótturfyrirtæki íslandsbanka Ármúla 7,155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glltnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.