Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sj ávarútvegur í landvinningum STÓRU sjávarútvegsfyrirtækin Grandi hf. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. hafa á fáum árum aflað dýrmætrar þekkingar á sjávarútvegi annarraþjóða gegnum fjárfestingar í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum. Grandi á um 22% hlutafjár Friosur í Chile og ÚA 60% í Mecklenburger Hochseefischerei í Þýska- landi. Þrátt fyrir að Grandi hafi ekki haft arð af sinni fjárfestingu enn sem komið er vegna taprekstrar Friosur er ljóst að ómetanleg þekking hefur fengist gegnum þetta verkefni. Sömuleiðis hafa íslendingar haft margvíslegan hag af þátttöku Granda í fyrirtækinu og má þar nefna viðskipti Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna við Fri- osur. Ómældir erfiðleikar hafa mætt stjórnendum Útgerðarfélags Akureyringa í rekstri dótturfyrirtækisins Mecklenbur- ger Hochseefischerei á undanförnum þrem- ur árum. Frá því samningar voru undirritaðir um kaupin í desember 1992 hefur þýska félagið tapað hundruðum milljóna og aðeins á árinu 1993 nam tapið 330 milljónum. A miðju síðasta ári var orðið Ijóst að ráðast þyrfti í víð- * Stóru sjávarútvegsfyrírtækin Grandi hf. og Utgerð- arfélag Akureyringa hf. hafa á þremur árum aflað ómetanlegrar reynslu og þekkingar á rekstri sjávar- útvegsfyrirtækj a í öðrum löndum þó hún hafi ver- ið dýru verði keypt. Kristinn Bríem kynnti sér reynslu þeirra í þessu efni, erfíðleika og þann árangur sem áunnist hefur tæka endurskipulagningu á rekstri og efnahag en að öðrum kosti slíta félag- inu. Samningar tókust um 280 milljóna hlutafjáraukningu, sölu togara fyrir 120 milljónir og niðurfellingu skulda að fjárhæð 240 milljónir. Eigið fé hækk- aði því verulega og nemur nú um 865 milljónum. Samhliða því var reksturinn stokkaður upp, m.a. með nýjum samning- um við sjómenn og er vonast til að betri tímar fari í hönd, ekki síst þar sem afurða- verð hefur farið hækkandi. Forstjórar beggja félaganna eru þeirrar skoðunar að íslendingar eigi eftir að halda áfram á þeirri braut að fjárfesta í sjávarútvegi annarra þjóða. Þrátt fyrir að sterk fjár- hagsstaða og mikil stjórnunarþekking sé forsenda fyrir slíkum fjárfestingum þykir Ijóst að tækifæri leynast einnig í sjávarút- vegi fyrir smærri fyrirtæki sem búa yfir sérþekkingu á útgerð og fiskvinnslu. Þau gætu jafnvel hafið samvinnu við stærri aðila til að koma sér á framfæri. Það er a.m.k. ljóst að brautryðjendurnir á þessu sviði geta nú miðlað af reynslu sinni. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf., um þátttökuna í rekstri Friosur í Chile Reynsla okkar er ómetanleg EINN liður í stefnumótun Granda hf. sem stjóm félagsins samþykkti árið 1991 var að leita hófanna með fjárfestingar í sjávarútvegi utan við iandhelgi íslands. Það bar því vel í veiði þegar eitt stærsta fyrirtæki í veiðum og vinnslu í Chile, Friosur, leitaði eftir hlut- afjárþátttöku Granda skömmu síðar. Fulltrú- ar fyrirtækisins fóru til Chile í nóvember 1991 til að skoða starfsemina og gera ákveðna úttekt. Samkomulag var síðan und- irritáð 22. maí 1992 um kaup á 22% hlut í Friosur. Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda, var fyrst spurður um ástæður þess að ráðist var í fjárfestinguna á sínum tíma. „Astæðan fyrir því að við mótuðum þá stefnu að athuga fjárfestingar í annarri auð- lind en hér við strendur Islands var fyrst og fremst sú að við vildum dreifa áhætt- unni. Jafnframt vildum við koma á fram- færi þekkingu okkar og reynslu. Við höfðum trú á því að við gætum lagt þekkingu okkar fram í samstarfí við aðila þar sem fyrirtæk- ið myndi njóta þess og við arðsins af fjárfest- ingunni. Þá sáum við fyrir okkur að tekjur myndu dragast saman hér á landi en von- andi værum við þá búnir að koma okkur fyrir annars staðar og fengjum þaðan tekjur. Reynsla okkar er afar mikils virði og auð- vitað hefur margt ekki gengið eftir. Við höfum gert mistök, félagar okkar hafa gert mistök og við höfum lært á reynslunni sam- skiptalega. Það verður að hafa í huga að fjarlægðin er mikil í kílómetrum en alls ekki að sama skapi í samskiptum. Hér er tekinn upp sími og hringt á báða bóga auk þess sem föxin fara á milli eins og um væri að ræða fyrirtæki á íslandi.“ Brynjólfur segir aðspurður um hvort tungumálakunnátta hafi bitnað á samskipt- um við fyrirtækið í Chile að flestir yfirmenn Friosur tali ensku. „Enskukunnátta þeirra er góð en auðvitað er æskilegt að kunna eitthvað í spænsku. Nokkrir yfirmenn Granda hafa því verið á spænskunámskeið- um og geta bjargað sér á því tungumáli. Þá eru allir starfsmenn sem hafa farið til Chile orðnir spænskumælandi. Hins vegar má segja það að menning þessara þjóða sé ólík og fljótlega kom í ljós að viðhorf til hluta voru með ólíkum hætti. Ég nefni fyrst rekstur á fískiskipum. Hér á íslandi er lítið til þess sparað að koma þess- um dýru tækjum aftur til veiða þegar þau verða fyrir einhverjum áföllum eða bilunum. Jafnvel eru sendar flugvélar eftir varahlutum eða þeir fengnir að láni hjá öðrum útgerðum. Mín tilfinning framan af í samskiptum við Chilebúa var sú að hlutirnir gengu rólega fyrir sig. Það var farið að velta fyrir sér málunum þegar skip kom bilað að landi og ekki voru gerðar ráðstafanir vegna vara- hluta. Þess vegna urðu oft miklar frátafír, jafnvel vegna smávægilegra bilana sem gerðu það að verkum að skip gátu ekki at- hafnað sig við veiði. Við þurftum oft að ergja okkur á þessari hugsun. Ég tel reyndar að þarna hafi þekking og viðhorf okkar haft nokkuð að segja um rekstur togara þeirra. Chilemenn hafa kom- ið hingað til íslands og verið í læri hjá okk- ur. Þetta fólk hefur kynnst viðhorfum okk- ar og farið út á sjó með skipunum. Þá hafa starfsmenn okkar verið að aðstoða fyrirtæk- ið í Chile. Yfirstjórnarmenn hafa farið þang- að og verið með yfirstjórnarmönnum í Frios- ur til að leggja línur í áætlunum. Þá hafa viðgerðarmenn og sérfræðingar farið í skemmri tíma. Chilebúarnir sannfærðust síðan um það endanlega að þeir þyrftu á íslendingi að halda til þess að sjá um við- hald og rekstur skipa. Grímur Eiríksson er orðinn rekstrarstjóri á skipunum og hefur kómið okkar hugsun vel á fram- færi þannig að hlutirnir eru að okkar mati í miklu betra ástandi en áður var.“ ALLT þetta hefur tekið tíma,“ segir Brynjólf- ur. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að það verður að sýna þolin- mæði þegar verið er að ráðast í svona fjárfestingu._ Það er oft fljótt að hlakka í íslendingum ef einhver mistök verða þegar verið er að stíga fyrstu skrefín í fjárfestingum. í þessu máli gilda engin viðhorf í þá átt. Aðilar verða að vera reiðubúnir að leggja nokkuð á sig og vera þolinmóðir. Okkar reynsla er ómetanleg og ekki öll til frásagnar því eitt- hvað af henni ætlum við að geyma fyrir okkur sjálf. Samskiptin við Chilebúa eru afar ánægju- leg og Islendingar eiga auðvelt með að vinna með þeim. Þeir sjálfír hafa bent á að bæði löndin voru einangruð eylönd. Chilemenn líta oft á sitt land sem einangrað land vegna þess að Andesljöll skyldu þá að frá öðrum þjóðum. Hvað sem fólk segir um íslendinga þá held ég að þeir séu tiltölulega heiðarlegt fólk og það sama má segja um Chilemenn. Þeir eru heiðarlegir þó auðvitað séu svartir sauðir innan um. Þegar reynsla hefur skap- ast í samskiptum við Chilemenn er sú hugs- un ekki lengur fyrir hendi að þeir séu ekki að segja satt eða svíkja.“ Fjárfesting Granda í Friosur nemur alls um 250 milljónum króna og hefur allt hluta- féð verið greitt að hluta til í peningum og að hluta með skipi og tækjum. Brynjólfur var spurður hvernig reksturinn hefði gengið hingað til. „Árið 1992 gekk ágætlega í rekstri fyrirtækisins en 1993 varð mikið af óhöppum við rekstur skipa þannig að tapið nam um 100 milljónum. í fyrra var ágætis gangur í rekstrinum þangað til við misstum Karlsefni sem sökk. Vátryggingarverðmæti skipsins var lægra en bókfært verð þannig að það varð reikningslegt tap að fjárhæð 35 milljónir. Við gerum ráð fyrir að hagnað- ur verði af rekstrinum árið 1995. Þegar litið er yfír reksturinn og þau vonbrigði sem urðu árið 1993 þegar útgerðin gekk brösótt var farið í að laga viðhaldsvinnuna. Við von- umst til þess að þau mál séu komin í gott horf núna. Þá hefur farið fram ákveðin endurnýjun á skipum bæði með Elínu Þorbjarnardóttur og togara sem nýlega var keyptur frá Kanada. Væntanlega verður tekin ákvörðun um að kaupa annan slíkan togara frá Kanada næsta haust eða um áramótin. Reksturinn leyfír ekki að keypt verði ný og dýr skip vegna þess að aflamagnið er ekki jafnmikið og mögulegt er hér á landi. Við höfum verið að endumýja skipin og koma viðhaldsmálum þeirra í betra Iag. Þar af leiðandi á ekki að koma .upp sama ástand og varð árið 1993. Það má heldur ekki gleyma því að árangur fyrirtækisins byggist á þeirri veiðitækni sem íslendingar hafa kennt Chile- mönnum. Þegar Ragnar Franz- son fór með Karlsefni á sínum tíma til Chile var það að mínu mati byijun á algjörri byltingu í augum Chilemanna. Þetta hefur að sjálfsögðu styrkst eftir kaup okkar í fyrirtækinu. Þarna hafa verið netagerðarmenn frá Hampiðjunni og verið er að reyna ný veiðarfæri. Hampiðj- an hefur því öðlast ákveðna reynslu og get- að nýtt sér hana til að selja öðmm þessi veiðarfæri. Þá hafa verið unnin ákveðin verk- efni hér á landi fyrir Friosur og Grandi ann- ast innkaup fyrir fyrirtækið sem íslensk fyrirtæki hafa notið góðs af.“ Brynjólfur segir það skoðun sína eftir þessa reynslu að Islendingar séu mjög fram- arlega í fiskveiðum, fiskveiðistjórn og sölu- málum í heiminum. „Við þurfum ekki að bera neinn kinnroða út af þessu. Oft höfum við Islendingar verið með eilítinn ótta eða óvissu um hæfileika á erlendri grund. Það er engin ástæða til að hafa hann uppi. Reynsla okkar segir okkur að við höfum getað lagt fram okkar þekkingu og reynslu sem þessir aðilar hafa kunnað að meta. Við eigum tvímælalaust að halda áfram á þess- ari braut og verða heimshöndlarar með fisk. Við höfum það mikla þekkingu á þessu sviði að við eigum ekki að láta heiminn óafskiptan. Við eigum að veiða og vinna fisk og kaupa unninn fisk af öðrum til að selja. I því sambandi hefur orðið töluverð aukning á undanförnum árum og sölufyrir- tækin sem reka verksmiðjur erlendis kaupa stóran hluta af öðrum framleiðendum en Islendingum og hafa arð af. Sá hagnaður kemur til íslands og eflir okkur til annarra starfa.“ Þá segir Brynjólfur að fjölmörg önnur tækifæri séu fyrir hendi í Chile. „Þegar við vorum í samningum við eigendur Friosur á árunum 1991 og 1992 buðu þeir okkur að aðskilja laxaræktina frá fyrirtækinu af því þekking okkar var á botnfískveiðum. Við þekktumst ekki boðið um að aðskilja heldur töldum rétt að allir hlutir væru inni í fyrir- tækinu. Þróunin hefur orðið sú að fram- leiðsla fyrirtækisins í kvíaeldi er um eitt þúsund tonn á ári og arðurinn af henni er mjög mikill. Við gerum ráð fyrir því að þre- falda þessa framleiðslu fyrir aldamót. Von- andi skilar sú fjárfesting vel af sér. Fleiri svona hlutir eru í gangi hjá fyrirtækinu sem hefur eflt okkur í þeirri trú að hér sé um að ræða góða ijárfestingu. Stjórn Granda gekk að þessari fjárfestingu með opin augu fyrir því að hér gæti farið á verri veg og með því hugarfari verða menn að leggja í svona mikla óvissu.“ FRIOSUR rekur eigin söluskrifstofu á Spáni en stór hluti framleiðslunn- ar er seldur þar. „Þar hefur t.d. tekist mjög góð samvinna við París- arskrifstofu Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna sem selur til Spánar. Viðskiptavinir fyrirtækjanna eru margir þeir sömu og vörur þeirra geta stutt hver aðra. Auk þess hafa vörur frá Friosur verið seldar gegnum Sölumiðstöðina í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að markaðskerfi okkar er vel uppbyggt og duglegt fólk vinnur úti á mörk- uðunum. Við njótum mikillar virðingar ann- arra fiskframleiðenda í heiminum vegna stöðu okkar og gæðaímyndar. Það er óbein eign. Eg hefði aldrei sjálfur fært til tekna smæð íslands en ég hef komist að því í samskiptum við þessa aðila að þeir meta mjög okkar þekk- ingu. Þeir velta fyrir sér hvemig íslendingar geta verið með 20 þúsund dollara tekjur á mann á ári og lifað af físki. Smæð landsins og fólksfæðin tiyggir þeim að enginn yfír- gangur verður af okkar hálfu. Yfirleitt er viðhorfíð mjög jákvætt til íslands og íslend- inga. Ég leyfí mér að telja þetta ákveðna auðlind. Við eigum ótrúlega mörg tækifæri víða. Tækifærin krefjast hins vegar vinnu því það fer gífurlega mikill tími í svona fjárfestingu. Allir yfírstjórnendur Granda hafa annað- hvort verið hjá Friosur eða þeirra yfirstjórn- endur hjá okkur og ótrúlega mikill tími fer í að sinna hlutum sem þeir eru að spyrja okkur um, útvega hluti o.s.frv. Fyrirtæki þurfa því ekki einvörðúngu að hafa peninga- ráð til að geta lagt í svona fjárfestingar heldur einnig hæfan mannafla. Við erum á tímabili þekkingarleitar og reynsluöflunar og getum alls ekki borið okk- ur saman við Dani sem hafa í áratugi verið í slíkum fjárfestingum. Við þurfum jákvætt viðhorf frá íslendingum jafnvel þó við mis- stígum okkur því á mistökunum lærum við,“ sagði Brynjólfur Bjarnason. Brynjólfur Bjarnason,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.