Morgunblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 6
6 B FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hta HtJ, wí xcm ,um scm S t g r. ú n V S K Hans Petersen fagnar 75 ára sam- starfi við Kodak Morgunblaðið/Þorkell SAMSTARFI Kodak og Hans Petersen í 75 ár fagnað. Frá vinstri: Bogi Þór Siguroddsson, M.B. Walker, Hildur Petersen, Jón Ragnarsson og Edward P. Hoppe. „HANS Petersen hefur náð þeim merkilega áfanga að hafa verið í samstarfi við Kodak fyrirtækið í 75 ár og það er sannarlega ástæða til að halda uppá það og til þess erum við komnir," segja þeir M.B. Walker og Edward P. Hoppe sem eru svæðisstjórar á skrifstofum Kodak í London og París. „Það eru ekki nema eitt eða tvö fyrir- tæki önnur í heiminum sem eiga svona langa sögu um samstarf við Kodak því umboðsmenn koma og fara og í mörgum tilvikum erum við með okkar eigin sölufyrirtæki í einstökum löndum." Höfuðstöðvar Kodak fyrirtækis- ins eru í Bandaríkjunum en tengsl- in við Hans Petersen fara gegnum Frakkland en skrifstofurnar í Par- ís og London sjá um sölu- og markaðsmál í Evrópu, Afríku- og Asíulöndum og Austurlöndum. „Ég eða aðrir starfsmenn á skrif- stofunni í París erum nánast í daglegu sambandi við Hans Pet- ersen, framkvæmdastjórann, deildarstjóra eða aðra starfsmenn sem hafa með sérstök mál að gera og við fylgjumst því vel með því er að gerast á öllum sviðum hjá samstarfsaðilum okkar. Við skipt- umst á hugmyndum, ræðum tæknimál eða einhver sérstök vandamál sem þarf að leysa en ég fullyrði þó að slík mál eru mjög fá,“ segir M.B. Walker. Undir það tók Edward P. Hoppe og undirstrikaði að það væri harla óvenjulegt að sama fyrirtækið héldi út svo lengi og sæi hann enga ástæðu til að breyta neinu Bókaútgáfa þar um. „Hans Petersen er með á öllum sviðum, sér um þjónustu við sjúkrahúsin vegna röntgenfílma, býður allar ljósmyndavörur og tæki fyrir almenning og selur at- vinnumönnum allt sem þeir þurfa á að halda. Við hér náum trúlega ekki að halda uppá næsta 75 ára áfahga en kannski verðum við nógu gamlir til að geta fagnað með Hans Petersen á 100 ára af- mælinu!“ Hildur Petersen er fram- kvæmdastjóri Hans Petersen, Jón Ragnarsson er forstöðumaður allra verslana fyrirtækisins og Bogi Þór Siguroddsson sér um heildsölu á neytendavörum. Versl- anir Hans Petersen eru 10 og starfsmenn alls um 90. Þá er í 9 verslunum út um landið rekin Kodak-Express framköllunarþjón- usta og á þessum tímamótum fá þijár verslanirnar sem eru gamlar í hettunni sérstaka viðurkenningu fyrir samstarfið. Þær eru Bóka- verslun Jónasar Tómassonar á ísafírði sem hefur í svo gott sem IÐNTÆKNISTOFNUN, iðnaðar- ráðuneytið og Aflvaki Reykjavíkur hf. hafa gefið út bækurnar Stofnun fyrirtækja og Handbók hugvits- mannsins. Tilgangurinn með útgáfunni er að auðvelda þeim sem vilja stofna eigið fyrirtæki eða íhuga að koma í framkvæmd snjallri hugmynd að fara réttar leiðir strax í upphafí. Báðar bækurnar er unnt að nota sem handbækur, þótt vitaskuld sé gagn- NYLEGA kom út smáritið Skipulag fyrirtækja sem er tíunda ritið í Rit- röð Viðskiptafræðistofnunar Há- skóla íslands og Framtíðarsýnar hf. Höfundar ritsins eru Runólfur Smári Steinþórsson lektor, Mar- teinn Þór Amar viðskiptafræðinemi og Sigurður Arnar Jónsson við- skiptafræðinemi. I frétt frá útgefanda segir m.a. að skipulagið sé ráðandi um það hvort fyrirtækið beri gæfu til að ná því besta fram hjá starfsfólki sínu og með góðu skipulagi megi tryggja að starfsemi fyrirtækisins sé einn samfelldur lærdómsferill sem sífellt styrki stöðu þess og hæfi til að ná árangri. í ritinu er að fínna almenna umfjöllun um skipulag fyrirtækja. Þá er því lýst að þróun á skipulagi þvi er, segir í frétt. Bókin um stofnun fyrirtækja er einkum ætluð þeim sem hyggjast stofna til eigin rekstrar. Einnig má nota hana til að fá almennt yfirlit yfir réttindi og skyldur atvinnurek- enda og stuðningskerfi hins opinbera í þessu sambandi. I bókinni er yfír- lit yfir lög og reglur sem varða tengsl fyrirtækis, starfsmanns, viðskipta- vina og opinberra aðila. fyrirtækis verði að skoða sem óað- skiljanlegan hluta af markvissri stjórnun þess. Gerð er grein fyrir flestum þeim þáttum sem falla und- ir skipulag fyrirtækja og snerta helstu verkþætti í starfsemi þeirra. Meginviðfangsefni ritsins er sá þáttur sem nefndur er stjórnskipu- lag. Sett er fram skilgreining á því hvað átt er við með stjórnskipulagi og hvemig það byggist á samræm- ingarkerfum og samræmingartækj- um. Sérstök áhersla er lögð á að gera grein fyrir hefðbundnum skipulagsgerðum fyrirtækja og þeim lýst með skipuritum. Jafn- framt er fléttað inn í umijöllunina nýjum skipulagshugmyndum eins og sjálfstýrðum vinnuhópum, net- fyrirkomulagi og margþættu skipu- lagi. Bókin lýsir þeim kröfum sem opin- berir aðilar gera um tilkynningar og skráningu á nýju fyrirtæki, hvernig á að verða sér úti um ýmis réttindi og leyfi, almannatryggingar til handa atvinnurekendum og sjálf- stæðum rekstraraðilum. Einnig er lýst reglum um bókhaldsskyldu fyr- irtækja, að hverju beri að huga þeg- ar húsnæði er tekið í notkun, ráðn- ingu starfsmanna o.fl. Þá er einnig að finna upplýsingar um hvar er helst að leita aðstoðar og ráðgjafar. Handbók hugvitsmannsins Handbók hugvitsmannsins er sér- staklega ætluð uppfínningamönnum og öðrum hugvitssömum einstakl- ingum. I bókinni eru gefnar nytsam- legar upplýsingar um úrvinnslu hug- mynda og bent á helstu gildrur sem hugvitsmenn geta lent í þegar unnið er að því að gera hugmyndirnar að veruleika. Þá er bent á leiðir til að afla stuðnings við að hrinda hug- myndunum í framkvæmd. M.a. fjallað um helstu einkenni ' og vandamál hugvitsmannsins, sköpun, þróun og mat hugmynda, eflingu þekkingar og færni svo og verndun og hagnýtingu hugmynda Hvor bók um sig kostar 1.050 krónur og báðar saman kosta þær 1.570 krónur. Framtíðarsýn hf. sér um dreifíngu og sölu á bókunum, einnig er hægt að nálgast þær í Iðn- tæknistofnun. Hugvitsmenn og stofnun fyrirtækja legt að kynna sér efnið í heild, að Rit um skipulag fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.