Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 12
 /\ VIÐSKIPn AIVINNULÍF Pforgtsttlblafrifr pltrgtwlrlteliib -kjarni málsins! / FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 - kjarni málsins! Fólk Nýr meðeigandi Mál- hutningsskrifstofu WGUÐMUNDUR Pétursson, hæstaréttarlögmaður, sem er á 78. aldursári og hefur sinnt lögmanns- störfum í nær 50 ár, hefur nú geng- ið úr Málflutningsskrifstofunni, og hyggst minnka við sig vinnu, þótt hann verði enn um sinn í tengslum við skrifstofuna. í stað Guðmundar hefur Einar Baldvin Axelsson, héraðsdómslögmaður, gerzt meðeigandi að Málflutnings- skrifstofunni. Einar Baldvin er fæddur í Reykjavík 16. október 1965, sonur hjónanna Unnar Ósk- arsdóttur, húsfreyju og bókaútgef- anda, og Axels Einarssonar, hæstaréttarlögmanns, sem lézt um aldur fram þann 19. desember 1986. Einar Baldvin lauk stúdents- prófi frá Verzlunarskóla Islands vorið 1985 og lagaprófi frá Há- skóla Islands árið 1991, mast- ersgráðu í sjórétti hlaut hann frá London University árið 1994. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1992. Með námi starfaði hann á Málflutningsskrifstofunni og hef- ur verið fulltrúi þar frá því að hann lauk lagaprófi með hléi vegna fram- haldsnáms. Einar Baldvin er þriðji árið 1974. Sonur Einars Baldvins eldra, Axel, hæstaréttarlögmaður, starfaði á Málflutningsskrifstofunni frá 1957 og sem meðeigandi að henni frá 1968 til dauðadags. Eigin- kona Einars Baldvins Axelssonar er Inga Þórólfsdóttir og eiga þau tvær dætur. Málflutningsskrifstofa, Guð- mundur Pétursson, Pétur Guð- mundarsson, Hákon Árnason, Jak- ob R. Möller, eins og skrifstofan hefur heitið síðustu ár er elsta starf- andi lögfræðiskrifstofa landsins. Uppruna hennar má rekja til þess er Sveinn Björnsson, síðar forseti íslands, hóf málflutningsstörf í Reykjavík árið 1907. í samræmi við breytingu á eignaraðild verður heiti skrifstofunnar nú Málflutn- ingsskrifstofa, Pétur Guðmundar- son, Hákon Árnason, Jakob R. Möller, Einar Baldvin Axelsson. BREYTINGAR hafa orðið hjá Málflutningskrifstofunni. Á mynd- inni eru f.v. Hákon Árnason, hrl., Pétur Guðmundarson, hrl. Jak- ob R. Möller hdl. og Einar Baldvin Axelsson, hdl. Við borðið situr Guðmundur Pétursson, hrl. sem gengið hefur úr skrifstofunni. ættliðurinn í beinan karllegg sem Guðmundsson, hæstaréttarlög- aðild hefur átt að Málflutningsskrif- maður, var eigandi að skrifstofunni stofunni. Afi hans, Einar Baldvin frá 1. ágúst 1935 til dauðadags Með allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR RÉT7 ARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5554 fyrir Vortilboð ó KEW hóþrýstidælum hobby EXTRA 3600 Verð fró kr 14 914 staogreitt Torgið Seðlabanki snýst til varnar ÞAÐ vakti tiltölulega litla athygli í byrjun mars þegar Seðlabankinn ákvað með róttækum hætti að draga úr fyrirgreiðslu sinni við banka og sparisjóði og hækka vexti til að sporna við miklu gjald- eyrisútstreymi. Bankinn sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem til- kynnt var um þessa ákvörðun en fáir virðast hafa áttað sig á mikil- vægi málsins á þeim tíma. Þessar dræmu undirtektir urðu raunar þess valdandi að bankinn ákvað að halda sérstakan kynningarfund fyrir fjölmiðla til að kynna starfsemi sína. í Hagtölum mánaðarins er rakin nokkuð þróun þessara mála það sem af er árinu og hvernig Seðla- bankinn beitti aðhaldstækjum sín- um til að bregðast við gjaldeyrisút- streymi. Gjaldeyrisstaða Seðla- bankans í lok október 1994 var tæplega 18 milljarðar samanborið við hátt í 29 milljarða við upphaf ársins. Áframhaldandi útstreymi varð síðan tvo síðustu mánuði árs- ins 1994 og tvo fyrstu mánuði þess árs. Bankinn rekur útstreymi á þessu tímabili m.a. til þess að framvirkir gjaldeyrissamningar bankanna hafi að talsverðu leyti verið fjármagnaðir með sölu verð- bréfa til Seðlabankans gegn end- urkaupasamningum. Órói var á erlendum gjaldeyris- mörkuðum fyrri hluta marsmánað- ar vegna falls Bandaríkjadollars og brugðust seðlabanka í þeim lönd- um þar sem gjaldmiðlar áttu undir högg að sækja við því með hækk- un vaxta. Þessa gætti einnig hér á landi í frekara útstreymi gjaldeyr- is og ákvað seðlabankinn að snú- ast einnig til varnar. Aðgerðirnar fólust í að bankinn hætti tímabund- ið kaupum á svokölluðum endur- kaupasamningum öðrum en ríkis- víxlum. Jafnframt voru vextir Seðlabankans í viðskiptum við banka og sparisjóði hækkaðir. Þetta var gert í þeim tilgangi að draga úr getu bankanna til að stunda viðskipti með gjaldeyri sem fjármögnuð voru með lánum frá Seðlabankans. Gjaldeyrisviðskipt- in urðu strax jákvæð í kjölfarið og hefur gjaldeyrisstaðan batnað frá 10. mars burtséð frá erlendum lán- tökum. Erlendar lántökur umfram af- borganir eiga þó stærstan þátt í því að að styrkja gjaldeyrisstöðu Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi og hefði hún versnað ella. Hins vegar hefur gjaldeyrisstaðan batn- að um 5,6 milljarða frá því í mars en af þeim bata skýrast um 3 millj- arðar af erlendri lántöku. I apríl batnaði gjaldeyrisstaðan sam- kvæmt bráðabirgðatölum um 2,7 milljarða og um þessar mundir nemur gjaldeyrisstaða Seðlabank- ans um 23 milljörðum, Þannig má sjá að 10. mars var viðburðaríkur dagur á peninga- markaði og raunar reyndi þá í fyrsta sinn á það hversu megnugur Seðlabankinn var í nýju umhverfi í gjaldeyrismálum, en síðustu höft- in voru sem kunnugt er afnumin um áramótin. Aðgerðir hans skil- uðu tilætluðum árangri við að tryggja jafnvægi í gjaldeyris- straumum til og frá landinu þó bankinn hafi notið góðs af hag- stæðum skilyrðum. Kjarasamning- unum var nýlega lokið á þessum tíma og útflutningstekjur jukust í kjölfar aðgerðanna. Þá má nefna að nettókaup á erlendum verðbréf- um voru um 2 milljörðum minni á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra. Bankavextir hækka í Hagtölum mánaðarins er einn- ig að finna athyglisverðar upplýs- ingar um þróun bankavaxta síð- ustu misserin. Þar sést að frá árs- byrjun 1994 hafa meðalvextir verð- tryggðra bankalána hækkað úr 7,6% í 8,9% eða um 1,3 prósentu- stig. Seðlabankinn vekur hins veg- ar athygli á því að kjörvextir banka- lána hafi á sama tímabili verið óbreyttir þar til þeir hækkuðu um í maímánuði. Þetta má rekja til hækkunar vaxta í álagsflokkun inn- an kjörvaxtakerfisins og fjölgun álagsflokka. Hefur bilið á milli kjör- vaxta og hæstu vaxta innan kjör- vaxtakerfisins hækkað verulega og er nú almennt 4,75 prósentustig en var 4 prósentustig fyrir ári. KB m m Heilsteypt upplýsingakerfi á INFORMIX og ORACLE* VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR Flókin verkefni o Einfaldar lausnir STRENGUR hf. - í slöðugrl.sókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.