Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 C 7 SUNNUDAGUR 4/6 ÆVAR Kjartansson og Halldóra Friðjónsdóttir stýra hringborðsumræðum með heimamönnum á Akranesi. ÚTVARPSBÍLLINN verður á fleygiferð allar helgar i sumar og verður útvarpað á báðum rásum frá ýmsum stöðum. Sumardagskrá Rásar 1 og Rásar 2 Landsbyggðin og náttúran í fyrirrúmi HELGI í héraði sumarþættir Út- varpsins eru hafnir! Þessa dagana er sumardagskrá Útvarpsins að líta dagsins ljós. Eitt fyrsta vormerkið er að einn best útbúni bíll Útvarps- ins er lagður af stað í ferð um land- ið. Allar helgar í sumar verður út- varpað beint frá kaupstöðum og þeim héruðum sem ekki eru annars alltof oft í fréttum. Um síðustu helgi var útvarpað beint frá Akranesi og næstu helgar verður útvarpað frá Raufarhöfn, Hvammstanga, Vestmannaeyijum, Vopnafirði og fleiri stöðum. Dagskrárgerðarmenn Rásar 1 og Rásar 2 verða með í för. Aðaldag- skráin frá áfangastöðunum er send út á laugardagseftirmiðdögum, kl. 13.00 á Rás 2 og kl. 14.30 á Rás 1, hitað verður upp í þættinum Stefnumóti í héraði í umsjón Hall- dóru Friðjónsdóttur á föstudögum kl. 13.05. Rás 2 leggur áherslu á að skoða mannlífið á stöðunum og fær tvö ungmenni á hveijum stað til að afla frétta af heimavígstöðv- unum undir stjórn umsjónarmanns- ins, Þorsteins J. Vilhjálmssonar. Rás 1 leggur aftur á móti áherslu á hringborðsumræður með frammá- mönnum í héraðinu þar sem fjallað verður um hvaðeina sem snertir viðkomandi byggðarlag og lista- menn á ýmsum aldri láta ljós sitt skína. Enn fremur er getraun í hveijum þætti, landafræði- eða söguspurn- ing tengd áfangastaðnum og verð- launin ekki af verri endanum, ferða- RÁS 2 fær tvö ungmenni á hverjum stað til að afla frétta af heimavígstöðvunum. HALLDÓRA Friðjónsdóttir hitar upp fyrir laugardagsútsend- ingar rásanna með því að eiga stefnumót við ýmsa heimamenn í þættinum Stefnumót í héraði á Rás 1 á föstudögum. ÞORSTEINN J. Vilhjálmsson kannar mannlifið á ýmsum stöðum á landinu alla laugar- daga kl. 13.00. verðlaun, oft með gistingu einhvers staðar á landinu. Stjórnendur laug- ardagsþáttarins á Rás 1 verða hinir þaulreyndu útvarpsmenn Halldóra Friðjónsdóttir og Ævar Kjartans- son. Náttúran, umhverfið og ferðamál Af öðrum nýjungum í sumardag- skránni má nefna nýja þætti á laug- ardagsmorgnum á Rás 1, þátt Steinunnar Harðardóttur Út um græna grundu sem tekur mið af árstímanum og fjallar um náttúr- una, umhverfið og ferðamál og óskalagaþátt Önnu Pálínu Árna- dóttur þar sem leikin verða óskalög hlustenda sem tengjast bernsku- minningum þeirra. Nú þegar eru hafnar útsendingar á nýjum síðdegisþætti á Rás 1 sem nefnist einfaldlega Síðdegisþáttur Rásar 1 og er á dagskrá kl. 16.05 alla virka daga. Reynt verður að varpa ljósi á málefni líðandi stundar hvort sem það eru þjóðmál, stjórn- mál, .. atvinnumál, menningarmál eins og bókmenntir, leiklist, tónlist, vísindi eða annað efni. Leitast verð- ur við að skoða baksvið frétta og fylgst með því sem er að gerast í útlöndum og úti á landsbyggðinni. Sagnaflutningur og bókmenntir Hlé verður gert á þættinum Þjóð- arþeli en í hans stað verða á dag- skrá þættir sem helgaðir eru sagna- flutningi og bókmenntum. Á mánu- dögum sér Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir um þættina Sagnaskemmtan, þar sem ijallað er um sögu og ein- kenni munnlegs sagnaflutnings og fluttar sögur með íslenskum sagna- þulum. Síðastliðið sumar safnaði Anna Margrét Sigurðardóttir frásögnum sem tengdust Vesturlandi og Vest- fjörðum. Þættirnir nefndust Fólk og sögur. Anna Margrét heldur uppteknum hætti á miðvikudögum í sumar en nú mun hún ferðast um Suðurnes. Djass á spássíunni nefnast þætt- ir Gunnars Gunnarssonar á fimmtu- dögum en eins og titillinn ber með sér verður þar blandað saman djass- tónlist og spjalli um eftirminnileg skáldverk. Tvisvar í viku blandar svo Jón Hallur Stefánsson hlustend- um hanastél úr sérkennilegum bók- um sem út komu hér á landi fyrr á öldinni. Jón Hallur kallar þætti sína Langt yfir skammt og verða þær á dagskrá á þriðjudögum og föstudögum. Grísku þema á Rás 1 lýkur með lestri nýrrar þýðingar Þorgeirs Þor- geirsonar á skáldsögunni Alexís Sorbas eftir Nikos Kasantzakís, eitt af höfuðskáldum Grikkja á okkar dögum en sagan verður kvöldsaga Rásar 1 í sumar og hefst lesturinn annan í hvítasunnu kl. 22.30. Það þarf vart að fara mörgum orðum um þá fjölbreyttu tónlist sem báðar rásir Útvarpsins bjóða upp á, Rás 1 leggur áherslu á sígilda tónlist, óperuflutning og útsending- ar frá innlendum og erlendum tón- listarhátíðum. Rás 2 leggur meiri áherslu á popptónlist og dægurlög en til gamans má geta þess að í sumar mun Sniglabandið verða í beinni útsendingu alla fimmtudaga kl. 14.00 á Rás 2. Af mörgu öðru er að taka en eitt er víst að báðar rásir Útvarps- ins leggja áherslu á að bjóða upp á eitthvað fyrir alla í nýhafinni sum- ardagskrá. UTVARP Rás kl. 15.00 Gamlar syndir. idda Björgvinsdóttir er gestur í nýjum þætti Árna Þórarinssonar. RÁS 1 FM 92,4/93,5 8.07 Morgunandakt: Séra Birgir Snæbjörnsson flytur. 8.15 Tónlist á sunnudagsmorgni. - Prelúdía og fúga i Es-dúr eftir Jóhann Sebastian Bach. Páll Isólfsson leikur á orgel. - Kyrie og Gloria úr Messu eftir Giacomo Puccini. Gulbenkian kórinn og hljómsveitin f Lissa- bon flytja; einsöngvari er Will- iam Johns; Michel Corboz stjórn- ar. 8.55 Fréttir á ensku. 9.03 Stundarkorn í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti.) 10.03 Veðurfregnir. 10.20 Nóvember '21. Fyrsti þátt- ur: Dagsbrún nýrrar aldar. Höf- undur handrits og_ sögumaður: Pétur Pétursson. (Áður útvarp- að 1982.) 11.00 Messa í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Séra Sigurður Helgi Guðmundsson prédikar. 12.10 Dagskrá hvitasunnudags. 12.45 Veðurfregnir. 13.00 Heimsókn. Umsjón: Ævar Kjartansson. 14.00 ,,Ég kvaddi kónginn og fór til Astralfu" Samfelldur þáttur í minningu Maríu Markan óperu- söngkonu og söngkennara. Um- sjón: Sigrún Björnsdóttir. (Áður á dagskrá 12. apríl 1993) 15.00 Þú, dýra list Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Endurflutt nk. miðvikudagskvöld kl. 20.00.) 16.05 Grikkland fyrr og nú: Helstu kennileiti í sögu Grikkja Sigurð- ur A. Magnússon flytur annað erindi af jíremur. 16.30 Tónlist á sunnudagsíðdegi - Sinfónia númer 4 í A-dú ópus 90 eftir Felix Mendelssohn. 17.00 Króksi og Skerðir eftir Cer- vantes. Guðbergur Bergsson les þýðingu sína, síðari hluta. 17.40 Frá setningu Kirkjulistahá- tíðar 1995 í Hailgrímskirkju i gærdag. 18.50 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Funi- helgarþáttur barna. Umsjón: Elísabet Brekkan. 20.20 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.00 Út um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Áður á dagskrá í gærmorgun.) 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Kristín Sverrisdóttir flytur. 22.20 Tónlist á síðkvöldi. - Píanótrió númer 1 í B-dúr, D898 eftir Franz Schubert Rembrandt trfóið leikur. 23.00 Frjálsar hendur. Umsjón: Illugi Jökulsson. 0.10 Stundarkorn í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns VeðurspÁ 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Veðurspá. RÁS2 FM 90,1/99,9 8.10 Funi. Helgarþáttur barna. Umsjón: Elisabet Brekkan. 9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. 11.00 Urval dægurmálaút- varps liðinnar viku. 13.00 Vikan sem var. Fjalar Sigurðarson. 15.00 Gamlar syndir. Edda Björgvins- dóttir. 17.00 Tengja. Kristján Sig- urjónsson.. 19.32 Milli steins og sleggju. 20.30 Helgi í héraði. Þor- steinn J. Vilhjálmsson. 22.10 Frá Hróarskelduhátíðinni. Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnars- son. 23.00 Létt músík á síðdegi. Ásgeir Tómasson. 24.10 Margfætl- an. 1.00 Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns: Veðurspá. Næturtónar. Frittir á RÁS I og RÁS 2 kl. 8, 9. 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. HffTURÚTVARPIÐ 2.00 Fréttir. 2.05 Tangó fyrir tvo. Svanhildur Jakobsdóttir. 3.00Næt- urtónar 4.00 Þjóðarþel. 4.30 Veð- urfregnir. 4.40 Næturtónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stefnumót með Ólafi Þórðarsyni. 6.00 Fréttir, veður, færð og flugsamgöngur. 6.05 Morguntónar. Ljúf lög i morguns- árið. 6.45 Veðurfréttir. ADALSTÖÐIN FM 90,9/ 103,2 10.00 í upphafi. Þáttur um kristi- leg málefni. 12.00 Bjarni Arason. 16.00 Inga Rún. 19.00 Magnús Þórsson. 22.00 Lífslindin. 24.00 Ókynnt tónlist. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 8.00 Óiafur Már Björnsson. 12.15 Ólafur Már Björnsson. 13.00 Halldór Back- man. 17.15 Við heygarðshornið. Bjarni Dagur Jónsson. 20.00 Sunnudagskvöid með Erlu Frið- geirsdóttur. 24.00 Næturvaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BR0SID FM 96,7 10.00 Gylfi Guðmundsson 13.00 Jón Gröndal og Tónlistarkrossgát- an. 16.00 Helgartónlist. 20.00 Pál- (na Sigurðardóttir 23.00 Nætur- tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Tónlist. 9.00 Kirkjudagskrá. 11.00 Tónlist. 13.00 Kirkjudag- skrá. 15.00 Tónlist. 17.00 Kirkju- dagskrá. 19.00 Tónlist. 22.00 Ró- legt og fræðandi. SÍGILT-FM FM 94,3 9.00Tónleikar 12.00 í hádeginu. 13.00 Sunnudagskonsert. 16.00 íslenskir tónar. 18.00 Ljúfir tónar. 20.00 Tónleikar. 24.00 Næturtón- ar FM 957 FM 95,7 10.00 Helga sigrún. 13.00 Ragnar Bjarnason. 16.00Surinudagssið- degi með Jóhanni Jóhannssyni. 19.00 Ásgeir Kolbeinsson. 22.00 Rólegt og rómantiskt. Stefán Sig- urðsson. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Henní Árnadóttir. 17.00 Hvíta tjaldið 19.00 Rokk X. 21.00 Sýrður rjómi. 24.00 Næturdag- skrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.