Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Wtottgmtifi$faib 1995 : ¦.'¦¦¦ : Sampras sleginn út PETE Sampraa, frá Bandaríkj- unum, annar besti tennismaður heims samkvæmt heiraslistan- um, féll úr keppni í fyrstu um- ferð á Opna franska meistara- mótinu í gær. Hann tapaði fyrir Austuríkismanninum Giibert Schaller, 7:6, 4:6, 6:7, 6:2, 6:4. Leíknum varð að fresta í miðjum klíðum á þriðjudag vegna myrk- urs, en þá virtist sem Sampras væri á sigurbraut. Alls voru kapparnir fjóra tíma að leika þessar fimm lotur. Þetta er eina stórmótíð af þeim fjórum stærstu sem Sampras hefur ekki unnið og eftir tapið í gær sagði hann að tapið væri sér mikil vonbrigðí því hann hefði lagt míkið á sig við undirbúning. Eina ieiðin til að Mjóta uppreisn æru væri að sigra á Wimbledon í þríðja skipti í röð, síðar í sum- ar. Hínn 26 ára Austurríkismað- ur, Schaller, var að vonum ánægður að keppni lokinni og sagðí; „ég vissi að möguleikinn var fyrir hendi. Ef mér tækist að standa í honum í upphafi þá myndi hann láta það fara í taug- arnar á sér. Þessi sigur er það besta sem fyrir mig hefur komið á ferlinum." Schaller, sem lék fyrst á Opna franska mótinu fyrir fjórum árum síðan, þá 300. á heimslistanum, hefur lengst komist á mótinu í aðra umferð árið 1992. Nú er hann í 24. sæti heimslistans og hafði lýst því yfír fyrir mótið að hann kæmi sterkur til leiks. Þekktur hlaupari í Reykjavík- urmaraþon EINN af þekktari götuhlaupur- um heims, Kenýubúinn, Julius Korir, hefur stáðfest þátttðku sína í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Korir náði sextánda besta tíma ársins í fyrra í hálfu maraþoni samkvæmt heimslist- anum. Ætlun hans er að hlaupa þá vegalengd og gera aðstand- endur hlaupsins sér vonir um að honum takist að seija nýtt brautarmet, en brautarmetið er 65,46 mínútur. Korir er einn þekktasti hlaupari sem hingað til lands hefur komið. FIMMTUDAGUR 1. JUNÍ BLAÐ D Gullít til Chelsea RUUD Gullit, hollenski knattspyrnumaðurinn snjalli sem leikið hefur með AC Milan og Sampdoria á Ital- íu síðustu árin, hefur gengið til liðs við enska úrvals- deildarliðíð Chelsea. Gullit samþykkti tilboð Glens Hoddle, fram- kvæmdasijóra Chelsea, og kemur Hoilendingurinn til með að leika sem aftasti maður í vörn liðsins — sömu stöðu og hann lék í upphafi ferils síns. Ferill Gullits sem atvinnuknattspyrnumanns byrj- aði þegar hann var 16 ára. Leiðin lá til Feyenoord þar sem hann lék við hlið Johans Cruyff 1984 og 1988 var hann kosinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu. Hann er nú 38 ára en þegar hann var spurð- ur um hvort hann væri að að fara til Chelsea til að enda feriiinn, hló hann og sagðist aldrei verið í betri æfingu. Samningurinn, sem er til tveggja ára, var undirrit- aður í gær og mun kosta Lundúnaliðið rúmar 150 milh'ónir þar sem Gullit fær um eina og hálfa milljón króna á viku. Sampdoria fær hins vegar ekki neitt fyrir kappann, þar sem samningur hans við félagið var utrunninn, og hann fékk „frjálsa sölu" þaðan. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA íslendingar mæta Svíum íkvöld á Rásunda-vellinum íStokkhólmi Morgunblaðið/Golli EYJÓLFUR Sverrlsson verður f fremstu vfglínu íslenska landsllðslns f Stokkhólmi í kvöld. Hér slakar hann á í gær með því að leika snóker á hóteli liðsins. „Ánægjulegt að Brolin leiki" ÍSLENDINGAR mæta Svíum í Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu íStokkhólmi íkvöld. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu í Svíþjóð, þar sem Svíum — sem unnu til brons- verðlauna á heimsmeistara- keppninni í fyrra — hef ur ekki gengið vel í keppninni til þessa, og verða að sigra íslendinga til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina í Englandi næsta sumar. Thomas Brolin, besti leikmaður Svía, kemur inn í landsliðið að nýju í kvöld eftir langa fjarveru BBHBM vegna meiðsla. „Eg Sigmunduró. er ánægður með að Steinarsson Brolin leiki með skrifarfrá sænska liðinu gegn Stokkhólmi okkur. öll umfjöll- unin um hann hefur sett ákveðna pressu á Brolin, sem er ekki í nægi- lega góðri leikæfingu. Við munum hafa auga með honum, en bestar gætur verðum við að hafa á Anders Limpar, sem hefur verið að leika vel með Everton að undanförnu. Limpar er fljótur og leikinn leikmaður, sem ég hef leikið á móti — þegar ég lék með Tottenham, en hann með Ars- enal," segir Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins við Morgunblaðið í til- efni endurkomu stjörnunnar. Óvissa hjá Svíum Tommy Svensson, landsliðsþjálf- ari Svía, hefur legið undir feldi vegna óvissunar hvernig best sé að skipa varnarlínu sína gegn Islendingum, en tveir af bestu varnarmönnum Svía eru í leikbanni og tveir aðrir meiddir. Þessi óvissa skapar ákveðið hugarangur hjá Ásgeiri Elíassyni, landsliðsþjálfara, því hann veit ekki hvernig varnarlína Svía verður skip- uð. Svensson mun ekki tilkynna byrj- unarlið sitt fyrr en í dag. Ásgeir Elíasson var með krók á móti bragði — hann tilkynnti leik- mönnum íslenska landsliðsins í gær- morgun hvernig lið sitt yrði skipað og íslenskum fjölmiðlum ekki fyrr en í gærkvöldi. Ásgeir tilkynnir lið sitt hins vegar ekki opinberlega í Svíþjóð í dag — á sjálfan keppnis- daginn. Morgunblaðið/Golji ÓLAFUR Adolfsson verður f íslensku vðrnlnnl í kvðld. Ás- gelr þjálfari ákvað að tefla honum fram þar sem Svfar eru með sterka skallamenn f llðlnu. Ólafur og Blrkir markvðrður bregða hér á lelk fyrir utan hðtel landsllðsins í blfðunnl f gær. Lelkurinn / D4 Ásgeir El. / D8 Albert tengist Rac- ing um ókomin ár JEAN-Louis Piette, forseti knattspyrnufélagsins Racing í Parf s, sendi Brynhildi Jóhanns- dóttur, ekkju Alberts Guð- mundssonar, og Inga Birni, syni hans, bréf fyrir skömmu þar sem hann óskaði eftir að nafn Al- berts verði tengt Racing „vegna ímyndar hans sem afburða- manns jafnt sem persónu og íþróttamanns". Ingi Björn sagði við Morgunblaðið í gær að þetta væri mjöfí ánægjulegt og vel yrði tekið í ósk forsetans en svar þess efnis yrði sent á næstunni. í bréfi forsetans til Brynhildar segir m.a. að Albert Guðmunds- son hafi verið og sé enn eitt hinna stóru nafna á spjöldum sögn Racing. „Andlát hans var okkur ólluni mikil harmafregn. Tryggð hans við f ótboltann og litina okkar og hinn stórbrotni persónuleiki hans verða þó alltaf eittaf aðalsnierkjum okkar. Á hverju ári veiti ég viður- kenningu þeim þjálfara sem sýnt hefur bestan árangur. Nú langar mig að nefna þessa viðurkenn- ingu „Albert Guðmundsson bik- arinn", svo nafn eiginmanns yðar verði með þeim hætti órjúf- anlegur hluti af lifi félagsins. Ég fer þess þvthér með á leit við yður að þér heimilið stofnun þessarar viðurkenningar." SMÁÞJÓÐALEIKARNIR: MAGNÚS MÁRIMÁÐI í ÁTJÁNDU GULLVERÐLAUN SÍN / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.