Morgunblaðið - 01.06.1995, Side 1

Morgunblaðið - 01.06.1995, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 ■ FIMMTUDAGUR 1.JÚNÍ BLAÐ Gullit til Chelsea RUUD Gullit, hollenBki knattspymumaðurinn snjalli sem leikið hefur með AC Milan og Sampdoria á Ital- iu síðustu árin, hefur gengið til liðs við enska úrvals- deildarliðið Chelsea. Gullit samþykkti tilboð Glens Hoddle, fram- kvæmdastjóra Chelsea, og kemur Hollendingurinn til með að ieika sem aftasti maður í vöm liðsins — sömu stöðu og hann Iék í upphafi ferils síns. Ferill Gullits sem atvinnuknattspymumanns byij- aði þegar hann var 16 ára. Leiðin lá til Feyenoord þar sem hann lék við hlið Johans Cruyff 1984 og 1988 vaí hann kosinn knattspymumaður ársins í Evrópu. Hann er nú 38 ára en þegar hann var spurð- ur um hvort hann væri að að fara til Chelsea til að enda ferilinn, hló hann og sagðist aldrei verið í betri æfingu. Samningurinn, sem er til tveggja ára, var undirrit- aður í gær og mun kosta Lundúnaliðið rúmar 150 milljónir þar sem Gullit fær um eina og hálfa milljón króna á viku. Sampdoria fær hins vegar ekki neitt fyrir kappann, þar sem samningur hans við félagið var útrunninn, og hann fékk „frjálsa sölu“ þaðan. Sampras sleginn út PETE Sampras, frá Bandaríkj- unum, annar besti tennismaður heims samkvæmt heimslistan- um, féll úr keppni í fyrstu um- ferð á Opna franska meistara- mótinu í gær. Hann tapaði fyrir Austuríkismanninum Gilbert Schaller, 7:6, 4:6, 6:7, 6:2, 6:4. Leiknum varð að fresta í miðjum klíðum á þriðjudag vegna myrk- urs, en þá virtist sem Sampras væri á sigurbraut. Alls voru kappamir fjóra tíma að leika þessar fímm lotur. Þetta er eina stórmótið af þeim fjórum stærstu sem Sampras hefur ekki unnið og eftir tapið í gær sagði hann að tapið væri sér mikil vonbrigði því hann hefði lagt mikið á sig við undirbúning. Eina leiðin til að hljóta uppreisn æru væri að sigra á Wimbledon í þriðja skipti í röð, síðar í sum- ar. Hinn 26 ára Austurríkismað- ur, Schaller, var að vonum ánægður að keppni lokinni og sagði; „ég vissi að möguleikinn var fyrir hendi. Ef mér tækist að standa í honum í upphafí þá myndi hann láta það fara í taug- amar á sér. Þessi sigur er það besta sem fyrir mig hefur komið á ferlinum." Schaller, sem lék fyrst á Opna franska mótinu fyrir fjórum árum síðan, þá 300. á heimslistanum, hefur lengst komist á mótinu í aðra umferð árið 1992. Nú er hann í 24. sæti heimslistans og hafði lýst því yfír fyrir mótið að hann kæmi sterkur til leiks. Þekktur hlaupari í Reykjavík- urmaraþon EINN af þekktari götuhlaupur- um heims, Kenýubúinn, Julius Korir, hefíir staðfest þátttöku sína í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Korir náði sextánda besta tima ársins í fyrra í hálfu maraþoni samkvæmt heimslist- anum. Ætlun hans er að hlaupa þá vegalengd og gera aðstand- endur hlaupsins sér vonir um að honum takist að setja nýtt brautarmet, en brautarmetið er 65,46 mínútur. Korir er einn þekktasti hlaupari sem hingað til lands hefur komið. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA Islendingar mæta Svíum í kvöld á Rásunda-vellinum í Stokkhólmi Morgunblaðið/Golli EYJÓLFUR Sverrisson verður í fremstu víglínu íslenska landsllðslns í Stokkhólml í kvöld. Hér slakar hann á í gær með því að lelka snóker á hóteli liðslns. „Ánægjulegt ad Brolin leiki“ ÍSLENDINGAR mæta Svíum í Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu í Stokkhólmi í kvöld. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu í Svíþjóð, þar sem Svíum — sem unnu til brons- verðlauna á heimsmeistara- keppninni í fyrra — hefur ekki gengið vel í keppninni til þessa, og verða að sigra íslendinga til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina í Englandi næsta sumar. Pomas Brolin, besti leikmaður Svía, kemur inn í landsliðið að nýju í kvöld eftir langa fjarveru HmiHB vegna meiðsla. „Ég Sigmundur Ó. er ánægður með að Steinarsson Brolin leiki með skrifar frá sænska liðinu gegn Stokkhólmi okkur. Öll um'fjöll- unin um hann hefur sett ákveðna pressu á Brolin, sem er ekki í nægi- lega góðri leikæfíngu. Við munum hafa auga með honum, en bestar gætur verðum við að hafa á Anders Limpar, sem hefur verið að leika vel með Everton að undanförnu. Limpar er fljótur og leikinn leikmaður, sem ég hef leikið á móti — þegar ég lék með Tottenham, en hann með Ars- enal,“ segir Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins við Morgunblaðið í til- efni endurkomu stjömunnar. Óvlssa hjá Svíum Tommy Svensson, landsliðsþjálf- ari Svía, hefur legið undir feldi vegna óvissunar hvemig best sé að skipa vamarlínu sína gegn íslendingum, en tveir af bestu varnarmönnum Svía eru í leikbanni og tveir aðrir meiddir. Þessi óvissa skapar ákveðið hugarangur hjá Ásgeiri Elíassyni, landsliðsþjálfara, því hann veit ekki hvernig vamarlína Svía verður skip- uð. Svensson mun ekki tilkynna byrj- unarlið sitt fyrr en í dag. Ásgeir Elíasson var með krók á móti bragði — hann tilkynnti leik- mönnum íslenska landsliðsins í gær- morgun hvernig lið sitt yrði skipað og íslenskum fjölmiðlum ekki fyrr en í gærkvöldi. Ásgeir tilkynnir lið sitt hins vegar ekki opinberlega í Svíþjóð í dag — á sjálfan keppnis- daginn. ■ Leikurinn / D4 ■ Ásgeir El. / D8 Morgunblaðið/Golji ÓLAFUR Adolfsson veröur í íslensku vörnlnnl í kvöld. Ás- gelr þjálfarl ákvað að tefla honum fram þar sem Svíar eru með sterka skallamenn í llðinu. Ólafur og Birklr markvörður bregða hér á lelk fyrir utan hótel landsllðslns ■ blíðunni f gær. Albert tengist Rac- ing um ókomin ár JEAN-Louis Piette, forseti knattspyrnufélagsins Racing í París, sendi Brynhildi Jóhanns- dóttur, ekkju Alberts Guð- mundssonar, og Inga Birni, syni hans, bréf fyrir skömmu þar sem hann óskaði eftir að nafn Al- berts verði tengt Racing „vegna ímyndar hans sem afburða- manns jafnt sem persónu og íþróttamanns“. Ingi Bjöm sagði við Morgunblaðið í gær að þetta væri mjög ánægjulegt og vel yrði tekið í ósk forsetans en svar þess efnis yrði sent á næstunni. í bréfi forsetans til Brynhildar segir m.a. að Albert Guðmunds- son hafi verið og sé enn eitt hinna stóm nafna á spjöldum sögu Racing. „Andlát hans var okkur öllum mikil harmafregn. Tryggð hans við fótboltann og litina okkar og hinn stórbrotni persónuleiki hans verða þó alltaf eittaf aðalsmerkjum okkar. Á hveiju ári veiti ég viður- kenningu þeim þjálfara sem sýnt hefur bestan árangur. Nú langar mig að nefna þessa viðurkenn- ingu „Albert Guðmundsson bik- arinn“, svo nafn eiginmanns yðar verði með þeim hætti órjúf- anlegur hluti af lífi félagsins. Ég fer þess því hér með á leit við yður að þér heimilið stofnun þessarar viðurkenningar." SMÁÞJÓDALEIKARNIR: MAGIMÚS MÁRIMÁÐI í ÁTJÁNDU GULLVERÐLAUN SÍN / D2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.