Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Golli ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu, fyrir utan Scandlc Crown hótellð f Stokkhólmi í gær. Getum jafnvel fagnað sigri -segirÁsgeirElíasson, landsliðsþjálfari. ÓlafurAdolfsson leikurvið hlið Guðna Bergssonarog Kristjáns Jónssonar ÁSGEIR Elíasson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær að það verð- ur Ólafur Adolfsson sem leikur aftast með Guðna Bergssyni og Kristjáni Jónssyni. „Ólafur er mjög sterkur skallamaður og þar sem Svfarnir eru sterkir í Ipftinu í hornspyrnum og aukaspyrnum, ákvað ég að tefla Ólafi fram. Þá er einnig gott að hafa Ólaf þegar við fáum hornspyrnur og aukaspyrnur," sagði Ásgeir Elfasson í viðtali við Morgunblaðið eftir æfingu landsliðsins í Vásby í gærmorgun. Asgéir tilkynnti landsliðsmönn- um sínum hvaða ellefu leik- menn myndu byija leikinn gegn Svfum, en þeir eru: SigmundurÓ. Birkir Kristinsson, Steinarsson Fram, Guðni Bergs- skritarfnT son, Bolton, Kristján Stokkhólmi Jónsson, Fram, Ól- afur Adolfsson, Akranesi, Þorvald- ur Örlygsson, Stoke, Hlynur Stef- ánsson, Örebro, Arnór Guðjohnsen, Örebro, Sigurður Jónsson, Akra- nesi, Rúnar Kristinsson, Örgryte, Amar Gunnlaugsson, Niimberg og Eyjólfur Sverrisson, Besiktas. „Miðjan er mjög sterkur hlekkur í sænska liðinu og þá em þeir með stórhættulega sóknarieikmenn, sem við verðum að hafa gætur á — leik- menn sem em fljótir og geta fengið langa sendingar í gegn. Þess vegna verðum við að vera í góðu standi aftast og miðjunni. Allt liðið verður að vinna vel saman — veijast þegar við emm ekki með knöttinn og reyna síðan ef möguleiki gefst að sækja hratt. Annars væri það mjög gott fyrir okkur ef við fengjum frið til að halda knattinum, þegar gefst ekki tækifæri til að sækja hratt,“ sagði Ásgeir. -Reiknarðu með mikilum látum í byijun leiksins? „Já, ég reikna með því. Ég reikna með að Svíar muni pressa okkur alveg inn í vítateig hjá okkur — verða framarlega, þar sem þeir verða að vinna þennan leik. Þeir vita eins og við sjálfír, að við emm kannski ekki með bestu spymu- mennina okkar aftast í vörninni, þannig að þeir muna ömgglega gefa okkur lítinn tíma til að leika knettinum fram á miðjuna. Okkar sóknarleikur byggist á því hvað við getum sent góða bolta fram á miðj- una og hvað lengi við getum haldið þeim þar.“ -Að öllu eðlilegu eiga Svfar að fara með sigur afhólmi hér f Stokk- hólmi, er það ekki? „Auðvitað hljóta líklegustu úr- slitin að vera sigur Svía, þar sem þeir leika heima, en það má ekki gleyma því að þeir era í vandræðum þar sem margir lykilmenn þeirra leika ekki með. Pressan verður mik- il á Svíum og þeir gætu opnað sig þessvegna. Ef við leikum góðan og heilsteiptan leik út í gegn og höldum einbeitingu allan leikinn, þá eigum við ágætan möguleika í leiknum — að ná jafntefli eða jafnvel að fagna sigri. Raunhæft horft á málið, þá verðum við að telja þá líklegri til að vinna leikinn," sagði Ásgeir. Ásgeir tilkynnti ekki landsliðs- mönnum í gær, hvaða tveir leik- menn verða ekki með af þeim átján sem em hér. „Ég hef haft þetta þannig að ég sting því að þeim tveimur mönnum sem hvíla. Þetta er einn hópur, eitt lið og svo eru það tveir leikmenn sem eiga ekki möguleika á að fara inná í leiknum. Ég tilkynni þeim tveimur leikmönn- um það í rólegheitunum á morgun [í dag]. Mér finnst best að hafa það þannig og einnig strákunum." Arnar undir hnífinn ARNAR Gunnlaugsson, sóknar- leikmaður landsliðsins, verður að fara undir hnífinn fljótlega eftir landsleikinn gegn Ungverj- um á Laugardalsvellinum. „Það að er |jóst að ég verð að fara í uppskurð eftir síðasta leik NUmberg, sem er helgina eftir leikinn gegn Ungveijum,“ sagði Arnar, sem verður skorinn upp á Islandi. Skorið verður á utan- verða leggina, þar sem sina- og vöðvaþrengsli era. „Ég reikna með að það taki fjórar til fimm vikur að jafna sig eftir aðgerð- ina,“ sagði Araar, en í fyrstu var talið að hann væri með bein- himnubólgu. Amar hefur átt við þessi þrálátu meiðsli að stríða frá áramótum — varð t.d. að fara af leikvelli í leikhléi gegn Chilemönnum í Chile, þar sem hann stífnaði allur upp á leggj- unum og gat varla hlaupið. „Það er undarlegt að þetta skuli ekki uppgvötvast fyrr en hér í Sví- þjóð, þar sem ég hef verið þjá læknum í Þýskalandi, sem töldu þetta beinhimnubólgu. Læknir- inn hér þurfti ekki annað en skoða mig í tvær mínútur, til að finna út hvað væri að,“ sagði Amar. KNATTSPYRNA Evrópukeppni U-21 Enntapa piltamir Jón Gunnlaugsson skrifar frá Sundsvall Islendingar máttu sætta sig við 1:0 tap gegn Svíum í Evrópu- keppni U-21s árs liða í knattspymu en leikurinn fór fram í Sundsvall í Svíþjóð í gærkvöldi. íslendingar fengu vítaspymu um miðj- an fyrri hálfleik, en markvörður Svía varði og síðan skomðu heima- menn á 54. mínútu. Leikurinn var ekki sérlega góður. en einkenndist af mikilli baráttu og sigur Svía var sanngjam. Svíar vom ákveðnir strax í byij- un og þegar á þriðju mínútu fengu þeir ágætt færi en Ámi Gautur varði vel. Eftir stundarfjórðung áttu þeir þramuskot yfir mark íslands en á 20. mínútu var Pálma bragðið innan teigs. Kári Steinn tók vítið en markvörður Svía varði vel. í seinni hálfleik vom Svíar ávallt sterkari og þá fengu þeir þijú góð færi en gerðu aðeins eitt mark. Það kom eftir hornspymu, skallað var frá marki en boltinn barst aftur inn í teig og Niklas Skoog gat ekki annað en skorað þar sem hann var í dauðafæri við fjærstöng. íslendingar sóttu stíft undir lokin án þess að skapa sér góð færi og gagnsóknir Svía skiluðu ekki ár- angri. Ami Gautur stóð sig vel í mark- inu og varnarmennirnir vörðust vel en miðvallarspilið var ekki nógu markvisst og Islendingar áttu í vök að veijast. Rútur Snorrason stóð sig vel á vinstra vængnum í fyrsta landsleik sínum en aðrir geta gert betur. „Ég er ekki sáttur við úrslitin,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari liðsins, við Morgunblaðið. „Ég vildi fá mörk og við fengum gullið tæki- færi en markvörður Svía gerði vel að veija vítið. Reyndar töluðum við um fyrir leikinn að ef við fengjum víti ætti Eiður Smári að taka það en þegar til kom treysti hann sér ekki til þess.“ Hörður var samt ánægður með spilið og baráttuna en fannst súrt að tapa. „Við spiluðum vel vamar- lega en það vantaði brodd í sóknina því sendingar framiðjunni vom ekki nógu góðar. í svona leikjum er ekki hægt að búast við mörgum mark- tækifærum en það verður að nýta þau þegar þau koma. Það tókst ekki og því fór sem fór.“ Svíþjóð - ísland 1:0 Sundsvall f Svlþjóð, Evrópukeppni U-21s árs liða í knattspymu, miðvikudaginn 31. maí 1995. Aðstæður: Völlurinn góður og um 18 stiga hiti. Mark Svfþjóðar: Niklas Skoog (54.). Gult spjald: Hermann Hreiðarsson (72.) fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Vladimir Ovtchinnikov frá Rúss- landi var góður. Áhorfendur: 4.455. Svíþjóð: Klaes Green - Mathias Thylander, Teddy Lucic, Ola Nilsson, Sebastian Hen- riksson - Jesper Jung, Magnus Pehrson, Jens Gustavsson, Matthias Johansson - Eric Wahlstedt, Niklas Skoog. fsland: Árni Gautur Arason - Sturlaugur Haraldsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Pét- ur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson - Auðun Helgason, Pálmi Haraldsson (fvar Bjarklind 77.), Lárus Orri Sigurðsson - Kári Steinn Reynisson (Tryggvi Guðmunds- son 64.), Eiður Smári Guðjohnsen, Rútur Snorrason. StaAan í 3. riðli Ungverjaland.........4 4 0 0 6:2 12 Svíþjóð..............6 3 1 2 8:3 10 Tyrkland.............5 2 2 1 7:3 8 Sviss................5 1 1 3 3:10 4 ísland...............4 0 0 4 1:7 0 VIKINGALOTTO: 1 14 22 23 37 39 + 24 36 42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.