Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 1
D S M A N Jt^t$unlA$ðtíb 1995 FOSTUDAGUR 2. JUNI BLAÐ B KNATTSPYRNA / EM LANDSLIÐA Arnar Gunnlaugsson endurtók leikinn frá Chile „Ég var öruggur um að skora" ÍSLENDINGAR fengu fyrsta stig sitt i'und- ankeppni Evrópukeppni landsliða ígær- kvöldi, er þeir gerðu jaf ntefli, 1:1, gegn Svíum á Rásunda-vellinum í Stokkhólmi. Arnar Gunnlaugsson gerði mark íslands með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu strax á upphafsmínútum leiksins. Svíar jöf nuðu svo úr vítaspyrnu sem dómarinn færði þeim á silfurfati. Hann sagði að knötturinn hefði farið í hönd Rúnars Krist- inssonar sem stóð á marklínunni, en svo var ekki. Fyrir leik íslands og Svíþjóðar birti sænska blað- ið Aftonbladet teikningar á því hvernig ætti að „slátra" íslendingum í Stokkhólmi — birti teikn- ingar af mörkum Svía úr auka- spyrnum gegn Nígeríu og Rúme- níu á heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum í fyrrasumar undir fyrirsögninni „Varianteran som ska sanka Island i kvall." En það voru ekki Svíar sem skoruðu úr aukaspyrnu, heldur íslendingar — Arnar Gunnlaugsson með frábæru skoti. „Eg var alveg öruggur um að skora," sagði Arnar og bætti við: „Ég hef læTt mikið af Tékkanum Ku- bik, sem leikur með mér hjá Niirnberg. Hann er aukaspyrnusérfræðingur — ég hljóp að knettinum, tók hann með innanfótarsnúningi. Þegar ég sá knöttinn fara yfir varnarvegg Svía, fannst mér að Ravelli myndi verja — en þegar ég sá knöttinn hafna í netinu, fór geysileg gleði um mig," sagði Arnar, sem skoraði mark Islands í 1:1 jafntefli gegn Chilemönnum í Chile á dögunum. „Þetta er hreint út sagt stórkostlegt." Sigmundur Ó. Steinarsson skhfar frá Stokkhólmi Þögnin var / B4 Vítið sem Svíarfengu Boltinn for í brjóst Rúnars „ÞETTA var engin vítaspyrna — ég var undrandi þegar dómarinn benti á vítapunkt- inn. Boltinn hafnaði á brjóstkassanum á mér," sagði Rúnar Kristinsson, óhress eftir leikinn er hann var spurður um vítið sem Svíar gerðu jöfnunarmark sitt úr. „Ef við gleymum þessum dómi, þá er árangur okkar stórkostlegur hér — við lögðum okkur hundr- aðprósent fram og uppskárum eftir því." Guðmundurfor- maður lands- ¦. liðsnefndar HSÍ ÞORGILS Óttar Mathiesen hefur ðskað eftírþví að hætta sem formaður landsliðsnefndar HSI og hefur verið akveðið að Guðmundur Ingvars- son, sem setið hefur í landsliðsnefnd, taki við en málið verður afgreitt á næsta stjórnarf undi. Þá verður einnig lagt til að J6n H. Karlsson komi inn í nefndina og að Davíð Sigurðssoh, Pálmi Matlhíasson og Stefán Carlsson verði áfram. Næsta verkefni landsliðsins er Evrópu- keppnin í haust en ieikið verður við Rúmena ytra á tímabilinu 27. tíl 29. september og heima 30. september eða 1. október. Heimaleikur við Rússa verður átimabilinu 1. til 3. nóvember og útileikurinn 4. eða 5. nóvcmber. Pólverjar leika á íslandi 29. nóvember til 1. desember og seinni leikurinn verður 2. eða 3. desember. Efsta liðið íriðlinu m fer i úrslitakeppnina á Spáni að ári. Ákveðið hefur verið að.Boris Abkashev, fyrrum þjálfari Vals, aðstoði Þorbjörn Jensson, lands- liðsþjálfara, i ýmsum sérver kefnum en að sögn Ólafs B. Schram, formanns HSÍ, verður hann ekki í f ullu starfi sem aðstoða rþjálfa r i. Theódór áfram hjáVíkingum THEÓDÓR Guðfinnsson framlengdi i gærkvöldi samni ng sinn við Ví kinga tíl eins árs, um þjálfun kvennaflokks félagsins i handknattleik. Vals- menn voru á höttumim eftír honum tíl að taka við þjálfun íslandsmeistaraliðs félagsins í karla- flolcki í stað Þorbjörns Jenssonar, sem er eins og kunnugt er tekinn við þjálfun landsliðsins. „Þeir höfðu áliuga á að ég tæki við liðinu og mér leyst ekki illa á það. Hins vegar hef égckkitímaogvilekkitaka ncitt að mér sem ég get ekki sinnt af f ullum krafti. Auk þess var ég búinn að handsala samn- ing við Víkinga," sagði Theódór og verður áfram í Foss voginum. „Mér Ifst ágætlega á að vera áfram hjá Víkingi en það er Ijós t að það verða breytíngar við að missa nokkra reynda leikmenn. Það koma ungar stelpur í þeirra stað og við æ tlum ekki að sjá tíl hvort það komi ekki einhverj- ar til okkar, ekki endilega landsliðskonur, heldur leik- menn sem passa iuní hópinn," sagði The6d6r en hann þjálfar einnig 18 ára landslið karla. Christie fimmti HEIMS- og Óly mpíumeistar- inn í 100 metra hiaupi karla Linford Christic hóf utan- - hússtímabi lirt ekki með nein- um glæsibrag á móti í Frakk- landi í gærk völdi. Hanu varð að gera sér að góðu fimmta sætið í 200 metra hlaupi á 20,80 sek. Sigurvegari varð Frankie Fredericks frá Namibíu á 20,41 sek. Belginn Patrick Stevensson varð ann- ar á 20,58 sek. „Vissulega er alitaf leiðinlegt að tapa, en mér gekk líka illa á fyrsta m6tí minu í fyrra og þessi árangur veldur mér ekki kvíða fyrir sumarið," sagði Chri8tie brattur á manninn eftír hlaupið. Hann ætlar að ieggja aukna áherslu á þátt- töku í 200 metra hlaupum í sumar og draga ur keppni í uppáhaldsgrein sinni, 100 metra hlaupi. SMÁÞJOÐALEIKARNIR: ÍSLENDINGAR KOMNIR MEÐ19 GULLVERÐLAUN / B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.