Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.06.1995, Qupperneq 1
1 Si ! 0IJÍ æQi BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ■ . . ■ . : . .. ■ . .. . - . : pl*nr0i»rol>llCTÍ>iiíí B 1995 FOSTUDAGUR 2. JUNI BLAD KNATTSPYRNA / EM LANDSLIÐA Arnar Gunnlaugsson endurtók leíkinn frá Chile Guðmundur for- maður lands- liðsnefndar HSÍ ÞORGILS Óttar Mathiesen hefur óskað eftirjjví að hætta sem formaður landsliðsnefndar HSI og hefur verið ákveðið að Guðmundur Ingvars- son, sem setið hefur í Iandsliðsnefnd, taki við en málið verður afgreitt á næsta stjórnarfundi. Þá verður einnig lagt til að Jón H. Karlsson komi inn í nefndina og að Davíð Sigurðsson, Pálmi Matthíasson og Stefán Carlsson verði áfram. Næsta verkefni landsliðsins er Evrópu- keppnin í haust en leikið verður við Rúmena ytra á tímabilinu 27. til 29. september og heima 30. september eða 1. október. Heimaleikur við Rússa verður á tfmabilinu 1. til 3. nóvember og útileikurinn 4. eða 5. nóvember. Pólverjar leika á íslandi 29. nóvember til 1. desember og seinni leikurinn verður 2. eða 3. desember. Efsta Iiðið í riðlinum fer í úrslitakeppnina á Spáni að ári. Akveðið hefur verið að Boris Abkashev, fyrrmn þjálfari Vals, aðstoði Þorbjörn Jensson, lands- liðsþjálfara, í ýmsum sérverkefnum en að sögn Ólafs B. Schram, formanns HSÍ, verður haim ekki í fullu starfi sem aðstoðarþjálfari. Eg var öruggur um að skora“ ÍSLENDINGAR fengu fyrsta stig sitt i und- ankeppni Evrópukeppni landsliða ígær- kvöldi, er þeir gerðu jafntefli, 1:1, gegn Svíum á Rásunda-vellinum í Stokkhólmi. Arnar Gunnlaugsson gerði mark íslands með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu strax á upphafsmínútum leiksins. Svíar jöfnuðu svo úr vítaspyrnu sem dómarinn færði þeim á silfurfati. Hann sagði að knötturinn hefði farið í hönd Rúnars Krist- inssonar sem stóð á marklínunni, en svo var ekki. Fyrir leik íslands og Svíþjóðar birti sænska blað- ið Aftonbladet teikningar á því Hvernig ætti að „slátra" íslendingum í Stokkhólmi — birti teikn- ingar af mörkum Svía úr auka- spymum gegn Nígeríu og Rúme- níu á heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum í fyrrasumar undir fyrirsögninni „Varianteran som ska sanka Island i kváll.“ En það voru ekki Svíar sem skoruðu úr aukaspyrnu, heldur íslendingar — Arnar Gunnlaugsson með frábæru skoti. „Eg var alveg öruggur um að skora,“ sagði Amar og bætti við: „Ég hef læ?t mikið af Tékkanum Ku- bik, sem leikur með mér hjá Núrnberg. Hann er aukaspyrnusérfræðingur — ég hljóp að knettinum, tók hann með innanfótarsnúningi. Þegar ég sá knöttinn fara yfir vamarvegg Svía, fannst mér að Ravelli myndi veija — en þegar ég sá knöttinn hafna í netinu, fór geysileg gleði um mig,“ sagði Arnar, sem skoraði mark íslands í 1:1 jafntefli gegn Chilemönnum í Chile á dögunum. „Þetta er hreint út sagt stórkostlegt." Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Stokkhólmi ■ Þögnin var / B4 Vftið sem Svíarfengu Boltinn fór í bijóst Rúnars „ÞETTA var engin vítaspyrna — ég var undrandi þegar dómarinn benti á vítapunkt- inn. Boltinn hafnaði á bijóstkassanum á mér,“ ságði Rúnar Kristinsson, óhress eftir leikinn er hann var spurður um vítið sem Svíar gerðu jöfnunarmark sitt úr. „Ef við gleymum þessum dómi, þá er árangur okkar stórkostlegur hér — við lögðum okkur hundr- aðprósent fram og uppskárum eftir því.“ Arnórvar heiðraður ARNOR Guðjohnsen var heiðraður fyrir leik- inn í Stokkhólmi í gær; tók við blómvendi og styttu frá dagblaðinu Expressen, sem valdi hann knattspyrnu- mann ársins í Svíþjóð í fyrra, en ekki hafði gefist tækifæri til að afhendi Arnóri viður- kenninguna fyrr en nú. Theodor afram hjá Víkingum THEÓDÓR Guðfinnsson framlengdi í gærkvöldi samning sinn við Víkinga til eins árs, um þjálfun kvennaflokks félagsins í handknattleik. Vals- menn voru á höttunum eftir honum til að taka við þjálfun íslandsmeistaraliðs félagsins í karla- flokki í stað Þorbjörns Jenssonar, sem er eins og kunnugt er tekinn við þjálfun landsliðsins. „Þeir höfðu áhuga á að ég tæki við liðinu og mér leyst ekki illa á það. Hinsvegar hef ég ekki tíma og vil ekki taka neitt að mér sem ég get ekki sinnt af fullum krafti. Auk þess var ég búinn að handsala samn- ing við Víkinga," sagði Theódór og verður áfram í Fossvoginum. „Mér líst ágætlega á að vera áfram þjá Víkingi en það er ljóst að það verða breytingar við að missa nokkra reynda leikmenn. Það koma ungar stelpur í þeirra stað og við ætlum ekki að sjá til hvort það komi ekki einhverj- ar til okkar, ekki endilega landsliðskonur, heldur leik- menn sem passa inní hópinn," sagði Theódór en hann þjálfar einnig 18 ára landslið karla. Christie fimmti HEIMS- og Ólympíumeistar- inn í 100 metra hlaupi karla Linford Christie hóf utan- hússtimabilið ekki með nein- um glæsibrag á móti í Frakk- landi í gærkvöldi. Hann varð að gera sér að góðu fimmta sætið í 200 metra hlaupi á 20,80 sek. Sigurvegari varð Frankie Fredericks frá Namibíu á 20,41 sek. Belginn Patrick Stevensson varð ann- ar á 20,58 sek. „Vissulega er alltaf leiðinlegt að tapa, en mér gekk líka illa á fyrsta móti minu í fyrra og þessi árangur veldur mér ekki kvíða fyrir sumarið,M sagði Christie brattur á manninn eftir hlaupið. Hann ætlar að leggja aukna áherslu á þátt- töku í 200 metra hlaupum í sumar og draga úr keppni í uppáhaldsgrein sinni, 100 metra hlaupi. WBSBsmOBm HHH ■í HM r ’ SMAÞJODALEIKARNIR: ISLENDINGAR KOMNIR MED19 GULLVERDLAUN / B2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.