Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ >rr „ nTTT-,*rvrr?ön 51 O FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 B 3 SMAÞJOÐALEIKARNIR I LUXEMBORG FOLK ■ EYDÍS Konráðsdóttir sigraði í tveimur einstaklingsgreinum á Smáþjóðaleikunum í gær og var í sigursveit íslands í 4x200 metra skriðsundi. Hún hefur unnið til gullverðlauna í öllum fjórum grein- unum sem hún hefur keppt í. ■ ÍSLENDINGAR höfðu unnið til 19 gullverðlauna í þeim 40 greinum sem var lokið í gær. ■ MARTIN Rademacher, sem átti að vera aðalþjálfari íslenska sundfólksins en forfallaðist daginn áður en haldið var til Lúxemborg- ar, kom frá Þýskalandi til að horfa á sundkeppnina í gær. Þegar hann var beðinn um að segja álit sitt á árangri sundliðsins vísaði hann því alfarið frá sér og sagðist aðeins vera áhorfandi. ■ MAGNÚS Tryggvason, sund- þjálfari Selfyssinga, er aðalþjálfari íslenska sundliðsins í Lúxemborg. ■ ODDNÝ Erlendsdóttir lék 50. landsleik sinn í blaki er ísland mætti Kýpur í fyrrakvöld. ■ ÓLAFUR Viggósson og Jóna Harpa Viggósdóttir eru systkini og leika bæði með íslénska landslið- inu í blaki á Smáþjóðaleikunum. ■ BRÆÐUR keppa fyrir íslands hönd á Smáþjóðaleikunum, en í sitt voru landsliðinu; Gottskálk Gizur- arson er í blaklandsliðinu og Sigfús Gizurarson með körfuboltalandsl- iðinu. Sigfús mætti til að sjá bróð- ur sinn sigra Möltu, enda áttu körfuboltamennrnir frí í gær. ■ VARAFORMAÐUR Blaksam- bandsins, Guðmundur Helgi Þor- steinsson, hefur verið á vara- mannabekk liðsins, reyndar klædd- ur hversdagsfötum. í leiknum gegn Möltu í gær brá hins vegar svo við að Jason Ivarsson sem einnig er á bekknum rak hann af bekknum í miðri fyrstu hrinu og það var eins og við manninn mælt, Island fór í gang og sigraði örugglega. Reynir þriðji eftir fyrri dag REYNIR Reynisson skotmað- ur er í þriðja sæti í leirdúfu- skotfimi eftir fyrri dag, hann hlaut 63 stig fyrir fyrstu þrjár umferðirnar en næstu tvær verða í dag. Kýpurmenn eru í tveimur efstu sætunum með 72 stig og 68 en næstur á eft- ir Reyni er maður frá San Marínó og er hann með jafn mörg stig og Reynir, 63. Hreimur Garðarsson er í sjö- unda sæti með 56 stig eftir þijár umferðir. Upp og niður í borðtenn- isnum KEPPNIN í einliðaleik í borð- tennis hófst í gær. Ingólfur Ingólfsson lék tvo leiki, vann Lichtensteina 21:15 og 21:18 en tapaði 10:21 og 16:21 fyrir Kýpurbúa. Guðmuudur Stephensen lék þrjá leiki í gær, vann Kýpurbúa 21:10, 21:19 og Lichtensteina 21:9 og 21:9 en tapaði síðan fyrir heimamanni 15:21 og9:21. Eva Jósteinsdóttir vann báða sfna leiki I gær, fyrst stúlku frá Möltu 21:18 og 21:18 og síðan Kýpurstúlku 21:13 og 21:16. Liya Rós Jóhannesdótt- ir lék einnig tvo leiki í gær og tapaði þeim báðum, fyrst 14:21 og 5:21 fyrir stúlku frá Lúxemborg og svo fyrir stúlku frá San Marínó, 11:21, 21:18 og 12:21 í oddaleik. Tvenn bronsverð- laun í borðtennis Guðmundur P. Stephensen og Ingólfur Ingólfsson og Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jóhann- ^I esdóttir urðu i þriðja ValiirB. sæti í tvíliðaleik í Jónatansson borðtennis á Smá- skrifar frá þjóðaleikunum í Lúxemborg gær. Strákarnir unnu Möltu og Lichtenstein en töp- uðu fyrir Kýpur naumlega 18:21 og 17:21 en áttu aldrei möguleika gegn öflugum Lúxemborgurum, töpuðu 11:21 og 9:21. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í borðtenn- is á Smáþjóðaleikum, en borðtennis er mjög vinsæl íþróttagrein í Lúx- emborg. Peter Nilson, landsliðsþjálfari, sagðist hafa gert sér vonir um að Guðmundur og Ingólfur næðu að vinna Kýpur en fyrirfram var vitað að Lúxemborgarar eru með sterk- ara lið. „Ég er ekki alveg nógu ánægður með leikinn gegn Kýpur hjá strákunum en þeir voru með góða stöðu í fyrri lotunni og áttu að vinna hana. Lúxemborgarar eru miklu betri og annar þeirra sem var að spila er innan við 100 á heims- listanum. Okkar lið er ungt og þetta mót er góð reynsla fyrir það. Ég er hins vegar mjög ánægður með stelpurnar, þær stóðu sig framar vonum,“ sagði þjálfarinn. „Við erum nokkuð sáttir við þriðja sætið en hefðum auðvitað viljað vinna Kýpur og áttum mögu- leika á því,“ sagði Ingólfur Ingólfs- son og Guðmundur félagi hans tók í sama streng. „Við vorum að vinna okkur upp úr 3. deild í borðtennis á meðan Lúxemborg er á toppnum í 2. deild. Kýpveijar eru á mjög svipuðu stigi og við enda unnu þeir 3. deildina í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í einliða- leiknum," sögðu þeir félagar úr Víkingi. Ánægdar með þriðja sætið Þær Eva Jósteinsdóttir og Lilja Rós Jóhannesdóttir náðu í brons- verðlaun í tvíliðaleik kvenna í borð- tennis, en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í borðtennis á Smáþjóða- leikunum. „Við erum mjög ánægðar með þetta sæti, því fyrirfram vissum við ekki hvemig mótherjamir væm, og áttum þess vegna alveg eins von á að tapa öllum leikjunum," sögðu þær stöllur eftir keppnina. Þær unnu tvo leiki 2:0, fyrst Kýpur, 21:12 og 21:19, og svo Möltu 21:14 og 22:20 en töpuðu 1:2 fyrir San Marínó í millitíðinni, 21:16, 7:21 og 15:21 og 0:2 fyrir Lúxemborg í síðustu viður- eigninni, 10:21 og 11:21. „Við hefðum alveg viljað vinna San Marínó, við vorum komnar 14:12 yfir í oddaleiknum en þá kom slæmur kafli hjá okkur og þær náðu að sigra. Það er kínversk stelpa sem keppir fyrir San Marínó og það var erfitt að eiga við hana,“ sögðu þær stöllur. Þær sögðu nokk- uð ljóst að heimamenn væru sterk- astir, bæði í karla og kvennagrein- unum. Seinni hluta dags í gær hófst síðan keppnin í einliðaleik en þar er stúlkunum Skipt í tvo riðla og sagðist Eva ekki gera sér vonir um að ná lengra en í þriðja sætið í riðl- inum því þar væru sterkar stúlkur. „Ég er í léttari riðli en Eva og vona að ég nái lengra, en maður þekkir þessar stelpur ekkert þannig að maður veit ekki að hveiju maður gegnur,“ sagði Lilja Rós. Ljósmynd/Luxpress GUÐMUNDUR Stephensen slær kúluna í Lúxemborg í gær. Hann varð í þriðja sæti í tvíllða- leik ásamt Ingólfi félaga sínum Ingólfssyni, og kváðust þeir nokkuð ánægðlr með þann árangur. Svali Björgvinsson þjálfari kvennaliðsins í körfubolta Ætlum okkur gullið ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik sigraði Möltu með 20 stiga mun, 74:54, á Smáþjóðaleikunum í gær og tryggði sér þar með rétt til að leika til úrslita við Lúxemborg í dag. Fyrri hálfleikur var slakur hjá íslenska liðinu og hafði Malta yfir í hálfleik, 37:39. í síðari hálfleik sýndu ísiensku stúlkurnar yfirburði sina. Fyrri hálfleikur var slakur hjá íslenska liðinu og það lék langt undir getu í sókninni. Stúlkurnar reyndu of mikið skot fyrir utan í stað þess að nýta sér stærðar- muninn. Möltu- stúlkur náðu að gera fimm þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og það vóg þungt. Islenska liðið er mun hávaxnara, hæsti leik- Valur B. Jónatansson skrifar frá Lúxemborg maður Möltu er jafn hár og lægsti leikmaðu íslenska liðsins, 1,73 m. í síðari hálfleik var allt annað að sjá til íslensku stúlknanna. Þær léku grimma vörn og komu vel út á móti bakvörðum Möltu og sóknar- leikurinn var góður enda boltinn látinn ganga vel fyrir utan og inn í teig. Tölurnar í síðari hálfleik segja allt um yfirburði íslenska liðsins, sem gerði 37 stig gegn aðeins 15. Anna María Sveinsdóttir, sem skoraði 13 stig og tók 12 fráköst, ásamt Olgu Fæerseth voru bestar í liði íslands. Einnig lék Linda vet, sérstaklega í vörninni og Anna Dís Sveinbjörnsdóttir komst vel frá sínu. Mikil breidd er í liðinu og getur Svali þjálfari leyft sér að skipta grimmt inn á án þess að veikja liðið og það er styrkleika- merki. Island mætir Lúxemborg í dag í úrslitaleik mótsins og þá reyn- ir á íslenska liðið, sem hefur aldrei unnið Lúxemborg. „Við vorum ekki að spila vel í fyrri hálfleik, en sýndum góðan leik í seinni," sagði Svali Björgvinsson, þjálfari íslenska liðsins. „Okkar stelpur eru óvanar að spila gegn svæðisvörn eins og Malta lék enda hafa þær ekki fengið marga æf- ingaleiki. Sóknarleikur Möltu var óagaður og þær áttu það til að skjóta úr ótrúlegústu færum. Þær hittu vel í fyrri hálfleik en við lokuð- um á þær í síðari hálfleik og þá var þreytan farinn að segja til sín hjá þeim. Við erum með vel þjálfað lið og líklega höfum við aldrei átt meiri möguleika á að vinna Lúxem- borg, sem við mætum í úrslitaleik mótsins á morgun [í dag]. Við get- um vel unnið og ætlum okkur gull- ið í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikum," sagði þjálfarinn. íslendingar sanka að sér verðlaunum ÍSLENSKA íþróttafólkið sankar að sér verðlaunum á Smáþjóða- leikunum. Eftir að keppni er lokið í 40 greinum hafa íslensku keppendurnir hlotið 19 gullverð- laun, 8 silfur og 12 brons, alls 39 verðlaunapeninga en næst kemur lið Kýpur með 8 gull, 12 silfur og 11 brons, eða 31 verð- launapening. Heimamenn eru næstir með 18 verðlaun, And- orra hefur 8, Liechtenstein 5, Mónakó 11, en hefur aðeins 2 gull og 9 brons, en Malta er með 8 verðlaunapeninga og San Marínó 5. URSLIT Malta - Island 54:74 Gangur leiksins 0:2, 2:8, 5:11, 8:16,13:18, 16:18, 18:18, 21:27, 28:27, 28:31, 32:31, 33:34, 35:37, 39:37. 39:39, 42:42, 42:49, 45:53 48:69, 54:71 54:74. Stig Islands: Olga A. Færseth 14, Anna María Sveinsdóttir 13, Linda Stefánsdóttir 11, Anna Dís Sveinbjömsdóttir 10, Helga Þorvaldsdóttir 8, Björg Hafsteinsdóttir 8, Elísa Vilbergsdóttir 5, Hanna Kjartansdótt- ir 4, Guðbjörg Norðfjörð 2. Villur: 25 Fráköst: 46 - 15 í sókn og 31 í vöm. Stig Möltu: M. Zammit 21, C. Benmesbah 12, M, Attard 10, J. Mifsud 6, J. Orland 3, R. Mattocks 1, D. Vassallo 1. Villur: 18. Fráköst: 30 - 7 í sókn og 23 í vörn. Áhorfendur: Um 200. Sund 100 m flugsund kvenna: 1. Eydís Konráðsdóttir.........1.05,54 ■Besti tími hennar frá upphafi. 2. Maria Papadopoulou, Kýpur....1.06,81 3. Elín Sigurðardóttir.........1.06,94 100 m flugsund karla: 1. Nicolas Job, Mónakó............57,42 2. Magnús Már Ólafsson.........57,61 5. Ómar Árnason..................1.00,43 ■Persónulegt met. 100 m baksund karla: 1. Logi Jes Kristjánsson.......59,29 ■Persónulegt met. 2. Luc Deckler, Lúxemborg.......1.00,74 100 m baksund kvenna: 1. Eydís Konráðsdóttir..........1.07,58 2. Marina Zarma, Kýpur..........1.07,95 7. Lára Hrund Bjargardóttir......1.13,55 400 m skriðsund kvenna: 1. Marina Zarma, Kýpur..........4.34,63 ■Mótsmet. 2. Nikoletta Michaelidou, Kýpur.4.36,06 3. Hildur Einarsdóttir..........4.36,46 ■Persónulegt met. 400 m skriðsund karla: 1. Arnar Freyr Ólafsson.........4.01,64 ■íslandsmet og mótsmet. 2. Tom Stoltz, Lúxemborg........4.06,15 5. Sigurgeir Hreggviðsson........4.15,64 100 m bringusund karla: 1. Magnús Konráðsson............1.06,36 ■Persónulegt met. 2. Xavier R. Cazcarro, Andorra..1.06,44 3. Christophe Verdino, Mónakó...1.06,74 5. Óskar Guðbrandsson............1.07,64 ■Persónulegt met. 100 m bringusund kvenna: 1. Micky Grulms, Lúxemborg......1.17,36 2. Birna Björnsdóttir...........1.17,63 3. Berglind Daðadóttir..........1.18,02 4x200 metra skriðsund kvenna: 1. ísland......................8.54,06 ■íslandsmet og mótsmet. (Hildur Einarsdóttir, Eydís Konráðsdóttir, Lára Hrund Bjargardóttir, Sigurlln Garð- - arsdóttir) 2. Kýpur........................9.02,63 3. Mónakó..................... 9.08,78 4x200 m skriðsund karla: ísland..........................7.52,58 ■íslandsmet og mótsmet. (Magnús Már Olafsson, Araar Freyr Ólafs- son, Sigurgeir Hreggviðsson, Richard Krist- insson). 2. Lúxemborg....................7.57,39 3. Kýpur........................8.17,90 Körfuknattleikur Karlar: A-riðill: San Marínó - Andorra...............71:63 B-riðll: Malta - Lúxemborg................ 73:83 Konur: Kýpur - Lúxemborg..................44:93 Blak Karlar: A-riðill: Kýpur - Lúxemborg....................3:0 B-riðill: Lichtenstein - Andorra...............0:3 San Marinó - Mónakó..................0:3 ■íslenska liðið mætir Mónakó í dag í leik um 5. sætið. Konur: Kýpur - San Marínó.................3:1 San Marínó - Andorra...............71:63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.