Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 B 5 EVROPUKEPPNIN I KNATTSPYRNU EVROPUKEPPNIN I KNATTSPYRNU Ævintýralegar upphafsmínúturá Rásunda-leikvangingum íStokkhólmi Þögnin var eins og á sumarkvöldi í Asbyrgi Morgunblaðið/Golli Eyjólfur Sverrisson i baráttu við Jonas Thern í gærkvöldi. Arnar Gunnlaugsson, sem gerði mark íslands, er númer 9. Armenia Bielefeld vill Eyjólf Sverrisson „ÞAÐ er rétt að þyska liðið Bielefeld hefur haft samband við mig og spurt hvort ég væri tilbúinn að koma til félagsins. Ég sagði forráðamönnum félags- ins að ég myndi athuga málið og hef ekkert heyrt frá þeim síðan,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, leikmaður með tyrkneska liðinu Besiktas. Bielefeld, sem komst upp í 2. deild í Þýskalandi nú í vor, er að safna að sér sterkum leik- mönnum en fyrir keppnistímabilið sem nú er að ljúka keypti liðið þá Fritz Walter, fyrrum félaga Eyjólfs hjá Stuttgart, Thomas von Heesen, fyrrum fyrirliða Hamburger SV og Armin Eck, einnig frá HSV. Talið er líklegt að félagið næli í Uli Stein, markvörð frá Hamburger fyrir næsta vetur. EF hægt hefði verið að Ijósmynda þögnina sem varð á Rá- sunda-leikvanginum í Stokkhólmi, eftir aðeins fjórar mínútur af leik Svíþjóðar og íslands f gærkvöldi, hefði sú mynd verið valin fréttamynd ársins í heiminum — það var eins og vera á tjaldstæði í Ásbyrgi, þegar knötturinn sveif um loftið eins og hunangsfluga og hafnaði í „flugnanetinu." Ég á ekki nema eitt orð yfir þögnina — stórkostlegt. Menn stóðu agndofa, horfðu á hvern annan og trúðu ekki sínum eigin augum. Að vera íslend- ingur á meðal 25.000 Svía á þessari stundu, mun ég aldrei gleyma — sælutilfinningin leið um líkamann, ég var svo sannar- lega eins og alltaf áður, stoltur að vera íslendingur. Sigmúndur Ó. Steinarsson skrifar frá Stokkhólmi Þetta var aðeins byijunin á sælunni, því að leikmenn ís- lenska liðsins sýndu enn einu sinni framá að ísland er ekki lítið, það er stórt og stækk- aði ef eitthvað var. Ég ætla ekki að að lýsa stundinni á R&sunda-vellinum mínútu fyrir mínútu, því þá væri ég farinn að skrifa ævisögu. Sund- in hér var stórkostleg fyrir ís- lenska knattspyrnu, þar sem ellefu vaskir „víkingar" frá Sögueyjunni mættu til leiks til að hamra á „sænska stálinu" og það var gert þegar stálið var heitt. Leikmenn Islands bárðu enga virðingu fyrir Svíum, sem unnu bronsverðlaun í heimsmeistarakeppninni í Banda- ríkjunum fyrir ári síðan. Stóru stjörnurnar í sænska liðinu voru sem stjörnuljós á vellinum. Leik- gleði, árræðni, yfirvegun og þor íslensku leikmannanna komu Svíum í opna skjöldu — á vellinum áttust jafningjar við. Islendingar voru með Svía í heljargreipum og kvöldu þá, eins og veiðimaður sem rennur fyrir stórlax í Elliðaánum. Á öngulinn var „stóri fiskurinn“ kominn — það var aðeins eftir að sýna þolinmæði við að þreyta hann, áður en dregið var á landi. Örvænting Svía var mikil í leiks- lok, þegar þeir reyndu að losa sig við tak íslendinga — þeir gerðu allt sem þeir gátu til að losa sig af önglinum, en náðu því ekki. Það er vart á neinn hallað í ís- lenska liðinu, þegar sagt er að bésti markvörður íslands í sög- unni, Birkir Kristinsson, hafi verið maður leiksins. Það má segja að ekki hafi reynt mikið á hann allan leikinn, en þegar á reyndi varði- hann þrisvar sinnum stórkostlega. Hver einasti leikmaður íslenska liðsins getur verið stoltur og eng- inn getur sagt: „Ekki benda á mig!“ — það er ekki annað hægt en að benda á liðsheildina; liðs- heild leikmanna sem var ákveðinn að gera sitt besta og leika knatt- spyrnu eins og hún getur gerst best. Það er aðeins einn þjálfari á íslandi, sem getur stjórnað fylk- ingu eins og lék hér i Stokk- hólmi. Það er Ásgeir Elíasson, maðurinn sem blés í herlúðra fyr- ir nokkrum árum. Já, það var árið sem kraftaknattspyrnan var kvödd á eftirminnilegan hátt á Laugardalsvellinum, þegar Spán- verjar voru lagðir að velli 2:1. Ásgeir er maðurinn sem hefur fengið íslenska knattspyrnumenn til að leika knattspyrnu, sem hann lék og vill leika — knattspyrnu í hágæðaflokki. Ásgeir er með húf- una, en ég vil taka ofan fyrir hon- um með tveimur orðum: Áfram ísland! Svíþjóð - Island Rásunda leikvangurinn í Stokkhólmi, Evrópukeppni landsliða í knattspymu, fimmtu- daginn 1. júní 1995. Aðstæður: Eins og best verður kosið, sól og 25 stiga hiti. Mark íslands: Amar Gunnlaugsson (4.). Mark Svíþjóðar: Thomas Brolin (17. - vítaspyma). Gult spjald: Guðni Bergsson (17. - fyrir að sparka knettinum af leikvelli), Þorvald- ur Örlygsson (34. - brot), Hlyrtur Stefánsson (75. - brot). Dómari: Atanas Ouzounov, Búlgariu, mjög góður. Línuverðir: Ivan Lekov og Alexey Iliev, vel í takt við leikinn. Frábært dómarapar. Áhorfendur: 25.315. Svíþjóð: Ravelli - Sundgren, Mattsson, P. Andersson - T. Brolin, S. Schwarz, J. Them, Kámark, Limpar (H. Larsson 50.) - Dahlin, K. Andersson. ísland: Birkir Kristinsson - Guðni Bergsson, Ólafur Adolfsson, Kristján Jónsson - Þorvaldur Öriygsson, Hlynur Birgisson, Sigurður Jónsson, Arnór Guðjohnsen (Ólaf- ur Þórðarson 88.), Rúnar Kristinsson - Eyjólfur Sverrisson, Amar Gunnlaugsson (Bjarki Gunnlaugsson 77.). „Þetta er geysi- legur sigur fyrir okkur“ Eg er uppi í skýjunum — að ná jöfnu við bronslið Svía frá heimsmeistarakeppninni í Banda- ríkjunum, er geysilegur sigur fyrir okkur. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að heppnin var með okkur — Svíar fengu fleiri tækifæri til að gera út um leikinn, áttu skot sem hafnaði á þverslá. Hver verður ekki búinn að gleyma því skoti þegar næsti dagur er runninn upp, það eru úrslitin sem standa um ókomna tíð,“ sagði Birgir Kristinsson, markvörður, ein af hetjum íslands hér í Stokk- hólmi. „Það má ekki gleyma því að Svíar skoruðu úr vítaspyrnu, sem þeir fengu á silfurfati — ég varði skotið, sló knöttinn þannig að hann hafnaði á brjóstkassa Rún- ars. Að dæma vítaspyrnu á þetta, var út úr myndinni," sagði Birkir, sem var mjög ánægður með leik- inn. „Það var ánægulegt að leika í markinu fyrir aftan tíu leikmenn, sem allir ætluðu að gera sitt besta.“ 0B 4t íslendingar fengu aukaspymu fjórum metrum frá vítateig ■ I Svía, þegar brotið var á Arnari Gunnlaugssyni á fjórðu mín. Svíar stilltu upp varnarvegg rétt innan vítateigs — fyrir framan Rúnar Kristinsson og Amar Gunnlaugsson. Arnar tók aukaspyrnuna með vinstri fæti og sendi knöttinn með snúningi yfir vamarvegg Svía, Thomas Ravelli, markvörður, kastaði sér og siæmdi hendi í knöttinn, en náði ekki að veija skot Ámars, sem var út við stöng, knötturinn hafnaði efst i markhorninu. 1B Thomas Brolin skoraði fyrir SvJa úr vítaspyrnu á 17. mín., ■ I sem var dæmd á Rúnar Kristinsson, sem varð fyrir skoti Brolins, eftir að Birkir Kristinsson hafði varið skalla Kennets Anderson- ar — sló knöttinn, sem hafnaði á bijóstkassa Rúnars. Dómarinn sofn- aði þarna illilega á verðinum þvf hann hefði ekki átt að dæma vfta- spymu. 31. maí 1995: 21 árslandsleikur: Svíþjóð-Ísland 1:0 I STAÐAN Tyrkland.........5 3 11 12:6 10 Sviss............5 3 1 1 10:7 10 Svíþjóð..........6 2 1 3 7:8 7 Ungveijaland....4 12 1 5:6 5 ísland...........4 0 13 1:8 1 ■Næsti leikur: ísland - Ungyeijaland á Laugardalsvelli 11. júní. Islendingar eiga alls eftir fjóra leiki, þeir mæta Svisslendingum á heimavelli 16. ág- úst, Tyrkjum heima 11. október og Ungverjum á útivelli 11. nóvember. íslendingai gegnSví 1. júní 1995, EM: Svíþjóð-Ísland 1:1 0:1 Arnar Gunnlaugsson Órebro Amór Guðjohnsen Hlynur Stefánsson Hlynur Birgisson 17. júlf 1980: ____ Svíþjóö-Ísland 1:1 R Hoiipstod Guðmundur Þorbjörnsson r * Pétur Pétursson heíur skorað íslendinga gegn sænsku liði. Skoraði 3 mörk er Feyenoord vann Malmö FF4:0 íUEFA-keppninni 1979 Evrópukeppni bikarhafa 1990: Djurgárden - Fram 1:1 Pétur Ormslev, vítasp. Fram vann 3:0 í Reykjavík ogkomstáfram 24. ágúst 1954: Svíþjöð-Ísland 3:2 2:1 Þórður Þórðarson 2:2 RíkharðurJónsson lokkhólmur O Imar Áið/mö ó' Teltur Þóröarson varð sænskur meistarí með Öster 1978, 1980 og 1981 Evrópukeppni bikarhafa 1987: Kalrnar FF - ÍA 0:0 iótapaöi 0:1 áAkranesi UEFA-keppnin 1989: Kalmar FF - Keflavík 2:1 fíagnar Margeirsson kettavik vann I Keflavik, 1:0, og komst álram Morgunblaðið/Golli á í fyrsta heila leiknum ÓLAFUR Adolfsson, miðvörðurinn stóri og sterki úr Íslandsmeistaraíiði Skagamanna, var í fyrsta skipti í byrj- unarliði landsliðsins í gærkvöldi, en stóð engu að síður vel fyrir sínu og bar enga virðingu fyrir hinum frægu framherjum sænska bronsliðsins frá HM. Hér á hann í höggi við Martin Dahiin, og ekki er annað að sjá en Skagamaðurinn hafi betur. Ætlar sér greinilega ekki að láta Dahlin komast leiðar sinnar. Ólafur hefur lengi verið talinn einn sterkasti miðvörður lands- ins, og hann sýndi það og sannaði í gærkvöldi aö hann á fullt erindi í landsliðið. Getum leikið betur sagði Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari eftir jafnteflið í gær Eg er ánægður með úrslitin, en ekki leik okkar. Við getum leikið miklu betur en við gerðum hér. Mér fannst vanta meira sjálfs- traust hjá leikmönnum — þeir hop- uðu oft fljótt og of aftarlega. Svíar voru meira með knöttinn og þá sérstaklega í seinni liálfleik. Það hafði sín áhrif á leik okkar, hvað við skoruðum fljótt í Ieiknum — ég hefði viljað fá markið seinna. yitaspyrnudómurinn var út i hött. Ég er ánægður með eitt stig, en hafði trú á því fyrir leikinn að við færum héðan með þijú stig. Ef strákarnir fá pínulítið meira sjálfs- traust, getum við verið nær þeim landsliðum sem leika bestu knatt- spyrnuna," sagði Ásgeir, sem hrós- aði Birki Kristinssyni. „Hann hafði ekki mikið að gera, en þegar á reyndi varði hann snilldarlega." „Vantaði meiri yfirvegun" „Ég var búinn að segja, að ég ætlaði að fagna hér í Stokkhólmi og það geri ég svo sannarlega. Við vorum að sjálfssögðu heppnir, það vantaði meiri yfirvegun í leik okkar. Svíar pressuðu grimmt und- ir lokin, þannig að við féllum of aftarlega," sagði Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins, þar sem hann var með stóran ísklump á bakinu, til að kæla sig niður vegna verkja. „Þetta var sigur liðsheildarinnar.“ „Getum gert betur“ „Við sýndum góða leikkafla, en við getum gert betur og ætlum okkur það. Að ná jafntefli gegn Svíum hér í Stokkhólmi er frábær árangur — það hefðu fáir trúað því fyrir leikinn að við myndum ná að velgja Svíum heldur betur undir uggum. Einu get ég lofað, að framundan eru þrír sigurleikir heima — fyrst gegn Ungverjum og síðan gegn Tyrkjum og Sviss- lendingum. Við erum ekki hættir - skemmtunin er rétt að byija,“ sagði Arnór. Arnór heiðraður fyrir leikinn „Ég var stoltur að taka á móti blómvendinum," sagði Arnór Guðjohnsen, leikmaður Örebro, sem var kallaður fram á völlinn fyrir leik Svíþjóðar og íslands til að taka við viður- kenningu frá sænska blaðinu Expressen, sem valdi hann knattspymumann Sviþjóðar 1994. Þá má geta þess að fyrir Ieikinn var tilkynnt í hátalara- kerfi vallarins, hverjir væru heiðursgestir. í þeim hópi var Sigurður Baldursson, fram- kvæmdíistjóri ísienskra Get- rauna, sem sat á meðal Ing- vars Carlssons, forsætisráð- herra Svía, og Leimard Jo- hannssonar, formanns knatt- spyrnusambands Evrópu. Geir græddi 1.800 sænskar GEIR Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri Knattspyrnusambands íslands, spáði rétt um úrslitin og fékk pottinn, græddi 1.800 sænskar krónur, eða tæplega 16.000 krónur. Geir átti síðan gullsetningu, þegar laudsliðs- hópurinn var á leið að hótel- inu, sem búið er á. Þegar lang- ferðabifreiðin rann í hlað rétt fyrir klukkan tíu, sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, að cf menn yrðu fjótir inn á her- bergi myndu þeir sjá niarkið sem Arnar Gunnlaugsson skoraði, þvi leikurinn byrjaði kl. tíu í sænska sjónvarpinu. Þá gall í Geir: „þið þurfið ekki að hafa hraðann á — markið verður sýnt klukkan ellefu í islenska sjónvarpinu.“ Þess má geta að enginn Svíi hefði getað unnið pottinn. Fyrir leikinn kom stuðningsmanna- hópur sænska landsliðsins saman á veitingastað á Rá- sunda og menn þar voru bjart- sýnir er þeir skáluðu. Tölurnar fjögur tii fimm núll fyrir Sví- þjóð voru vinsælar hjá ræðu- mönnum, sem létu sig síðan hverfa fljótt eftir leikinn. Hlynur og Þorvaldur í bann HLYNUR Stefánsson og Þor- valdur Öriygsson leika ekki með íslenska landsliðinu gegn Ungveijum á Laugardalsvell- inum 11. júní. Þeir verða báðir í leikbanni, þar sem þeir hafa fengið að sjá tvö gul spjöld í Evrópukeppninni. Arnar og Haraldur hvíldu TVEIR leikmenn íslenska landsliðshópsins voru ekki á leikskýrslu í gær — þeir Har- aldur Ingólfsson og Arnar Grétarsson. Varamenn voru: Friðrik Friðriksson, mark- vörður, Sigursteinn Gíslason, Ólafur Þórðarson, sem kom inná, Izudin Daði Dervic og Bjarki Gunnlaugsson, sem kom iuná.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.