Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 1
TOYOTA TACOMA PALLBILL MEÐ 6 STROKKA VEL - FIMM STARFSMENN MEÐ 40 ÁRA STARFSALDUR - OPEL COMBO - SMURBÆTIEFNIÁTAPPAÐ OG FLUTT ÚT Kringlunni 5 - sími 569-2500 fllttgmiMiibtfr SUNNUDAGUR 4. JUNI 1995 BLAÐ m 5 dyraj er kominn og kostar aðeins 2.389.000 kr. j <® TOYOTA ; Tákn um gceði SPARAR SANNANLEGA allt að 20% BENSIN Kynningarverð kr. 2.990 Sími: 565 1402 48% aukning í bílasölu í maí 48% AUKNING varð í bílasölu í maímánuði í samanburði við sama mánuð í fyrra en fyrstu fímm mán- uði ársins nemur söluaukningin 20%. Jónas Þór Steinarsson fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins segir að jafnvel þótt að aukning- in á árinu öllu verði 25-30% miðað við síðasta ár verður salan á árinu undir 7 þúsund bílum. Það nær ekki meðaltali síðustu 15 ára en að meðaltali hafa selst 8.390 bílar á ári frá 1980. Samtals seldust 2.733 fólksbílar fyrstu fimm mánuði ársins. Mark- aðshlutdeild Toyota var mest, 21,2%, þá kom Nissan með 15,3, Volkswagen 12%, Hyundai 9,1%, Subaru 6%, Opel 5,3%, Mitsubishi 4,8% og aðrir minna. ■ CHRYSLER Airflow árgerð 1934 er ein helsta perlan á sýningu Museum of Fine Arts í Montreal. Nýr Volvo 600 kynntur í Frankfurt EINN af helstu sýningargripun- um á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt í haust verður án efa Volvo 600. Bíllinn er hluti af sam- vinnuverkefni Volvo, Mitsubishi og hollenskra stjórnvalda sem sameinuðust um bílaframleiðslu undir merkinu NedCar. Þegar hefur bíll Mitsubishi, Carisma, verið kynntur á þessum síðum en hann var frumsýndur á bílasýn- ingunni í Amsterdam í febrúar. Nýi Volvo-inn er í millistærðar- flokki eins og Carisma og undir- vagn og fleiri grunnþættir bílsins eru þeim báðum sameiginlegir en hvor framleiðandi fyrir sig setur sitt persónulega mark á endan- lega útfærslu sinna bíla. Þannig verður útlit á framenda og aftur- enda annað á Volvo en Mitsubishi og Svíarnir bjóða upp á aðrar vélagerðir og innréttingu en Jap- anirnir. Hliðarlíknarbelglr Búist er við að Volvo 600 verði búinn hliðarlíknarbelgjum, SIPS- kerfi, auk líknarbelgs í stýri og fyrir framsætisfarþega. Þessu fagna Danir því með því að bíl- kaupendur þar í landi fá 90 þús- und ÍSK lækkun á innflutnings- gjöldum frá hinu opinbera með hveijum líknarbelgi sem fylgir bíl, þannig að með í kaupunum á Volvo 600 fylgja 360 þúsund ÍSK í frádrátt. Líklegt má telja að verði Volvo 600 fluttur inn til ís- lands verði reynt að fá bílinn án þessa öryggisbúnaðar því hérlend- is er búnaður af þessu tagi skatt- lagður að fullu. í fyrstu verður Volvo 600 boð- inn með tveimur gerðum fjögurra ventla véla, 115 og 140 hestafla. Seinna er svo von á langbaksút- færslu. Líklegt má telja að Volvo 600 verði aðeins sýndur sem frumgerð á sýningunni í Frank- furt því sala á bílnum á ekki að hefjast fyrr en á næsta ári. Með Volvo 600 kemur áhuga- verður bíll í millistærðarflokki, stærri en 400-línan en minni en 800-línan. Bíllinn verður að líkind- um öllu dýrari en 400-línan. ■ NÝTT í BÍLINN FIMMTA HVER ÁFYLUNG FRÍ Segulsvið tækisins gerir eldsneytið rokgjamara í brunahólfmu. ÁBYRGÐ SKILARÉTTUR EINFÖLD ÍSETNING VERKFÆRIÓÞÖRF Þetta veldur jafnari og fullkomnari bruna HÁGÆÐA MEIRI KRAFTUR - MINNI MENGUN KERAMIC-SEGULL í LÍKINGU við myndina að ofan mun Volvo 600 líta út. Bíllinn verður fram- hjóladrifinn með fjórum iiknarbelgjum. FRAM til þessa hefur bfll í hugum manna nánast eingöngu verið samgöngutæki en nú er farið að gæta áhuga sumra til þess að lyfta bflnum á æðri stall. Þeir hinir sömu telja suma bíla til listaverka sem eigi skilið sinn sess á listasöfnum. í síðustu viku var sett upp sýning í Muse- um of Fine Arts í Mon- treal þar sem helstu list> munimir eru Bugatti, Rolls Royee, Alfa Romeo, Cord og Porsche. Sum- ir segja að helsta meistaraverkið á sýningunni sé Chrysler Airflow árgerð 1934, sem skipuleggjendur sýningarinnar kalla myndsýn úr stáli og rennileika. Sögulegur skllningur á hlutverkl bíls Skínandi vagnamir, fagurlega mótaðir, ávalir eða hvassir, em engu síðri listaverk en höggmyndir frægra listamanna. Jafnvel lita- notkunin í sýningarbílunum, til að mynda appelsínugulur og svartur litur á Aubmn Boattail '29 og föl- grænn Cord ’36, ber einnig vott um ríka listræna hugsun. Innanrými bflanna bera einnig vott um list- ræna hönnun, sérstaklega í Tucker árgerð 1948 og Bentley árgerð 1949, þar sem þægindi ökumanns og farþega er tvinnað saman við hugmynda- ríkahönnun. „ A því er enginn vafi að bílahönnuðir hafa lagt hart að sér á sínu sviði ekki síður en hönnuðir ann- arra hluta og hafa oft skapað mikla fegurð. Ég vildi að almenningur fengi tækifæri til þess að öðlast skilning á hlutverki því sem bfllinn hefur gegnt og upplifa hann sem hreint form,“ segir Pi- erre Theberge, forsljóri Museum of Fine Arts í Montreal. Bílaáhugamenn og listunnendur fá tækifæri til að beija augum Benz Patent Motorwagen árgerð 1986, sem var fyrsti ijöldaframleiddi bfll- inn með sprengihreyfli, og Alfa Romeo Gran Sport árgerð 1930, sem varð fyrirmynd að hönnun margra sportbíla. En á sýningunni verður einnig Cadillac Eldorado árgerð 1957, yngsti bfllinn sem sýndur er. Þann bíl te|ja sýningar- haldarar einna helsta táknið fýrir ameríska drauminn og gnægtar- þjóðfélagið sem stóð að baki hon- um. Þeir tejja jafnframt að frá og með þeim bfl hafi nýir tímar runn- ið upp. Notkunargildið hafi verið sett á oddinn, og ekki síst öryggis- og umhverfissjónarmið. ■ Bíllinn sem lista- verk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.