Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 C 3 Dró úr solu d japönskum SALA á japönskum bílum var dræm í Evrópu á síðasta ári. í heild seldust 16,5% færri jap- anskir bílar í Evrópu í fyrra en 1993. Þó var ljósa punkta að finna í sumum löndum, eins og í Danmörku þar sem sölu- aukningin í fyrra varð 29% og 8-9% á Spáni og írlandi. 33 milljónir bíla med loftpúóa FRÁ því líknarbelgir voru fyrst kynntur til sögunnar 1987 hefur notkun hans jafnt og þétt aukist í Bandaríkjunum. Nú eru yfír 33 milljónir bíla í Bandaríkjunum með líknar- belg í stýri, þar af 15 milljónir einnig með líknarbelg fyrir farþega í framsæti. Niðurstöð- ur rannsókna benda til þess að líkur á dauðsföllum í árekstrum framan á bíla minnka um 23% ef bílar eru með líknarbelg. 42% undir óhrifum 40 ÞÚSUND manns létust í umferðinni í Bandaríkjunum í fyrra. Rannsóknir benda til þess að rekja megi 42% dauðs- fallanna til ölvunaraksturs. Aðeins hefur því ástandið skánað því árið 1993 var sam- svarandi tala 46%. Námskeið fyrir vél- hjóla- kennara KENNARAHÁSKÓLINN gekkst fyrir námskeiði fyrir vélhjóla- kennara með aðstoð Okukenn- arafélags Islands og var því slit- ið 20. maí sl. Þetta er í fyrsta sinn sem svo yfirgripsmikið námskeið er haldið í þessum fræðum hér á landi. Fenginn var til landsins danski leiðbeinand- inn Göran Dahl en námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt. Hver nemandi var í tvo daga í verklegum æfingum á flug- braut á Reykjavíkurflugvelli. Guðbrandur Bogason formaður Okukennarafélagsins sagði að flugbrautin hefði reynst heldur þröng til þessara nota en að- stöðuleysi væri mikið á þessu sviði. Kvaðst hann vonast til þess að námskeiðið yrði til þess að betur yrði tekið á vélhjólanámi hér á landi, en fram til þessa hefði þessum málum ekki verið sinnt nægilega. 24 ökukennarar voru skráðir á námskeiðið, þar af um helm- ingur sem hafði réttindi til þess að kenna á vélhjól, en hinn helm- ingurinn hafði ekki fengist áður við slíka kennslu. Guðbrandur sagði að síðustu árin hefði alls ekki verið boðið upp á námskeið fyrir vélþjóla- kennara og hér áður fyrr hefðu þeir þjálfað sig sjálfir. Þeir þurftu þó að gangast undir Morgunblaðið/Jón Svavarsson 24 ÖKUKENNARAR luku námskeiði í vélhjólakennslu. Hér er hópurinn samankominn ásamt leiðbeinendum. Morgunblaðið/Hreiðar Haraldsson GUÐBRANDUR Bogason, formaður Ökukennarafélags Islands, veitir vélhjólakennaranemum tilsögn á Reykjavík- urflugvelli. munnlegt próf sem Bifreiðaeftir- lit ríkisins hélt. Nú er gengin í gildi námskrá um vélhjólakennaranám þar sem gert er ráð fyrir skyldunámi í bóklegum fræðum og 9 tíma við- veru í verklegum æfingum, þar af 7% tíma á baki vélhjóls. Bók- legi þátturinn samanstendur af kraftfræði, t.a.m. miðflóttaafli, þyngdarpunkti o.sv.frv., búnaði ökumanns og fjallað er um sam- band vélhjóls og bíls. ■ Endurskipulag* hjú Þ. Jónssyni, Vélalandi Fimm starfs- menn með 40 úra starfsaldur VÉLAVERKSTÆÐIÐ Þ. Jónsson, Vélaland hf. hefur verið endur- skipulagt og varahlutaverslun stækkuð verulega. Fyrirtækið á sér langa sögu á tímum mikilla breytinga og tækniþróunar í fag- inu. Einn stofnendanna, Grétar Árnason, hefur starfað við fyrir- tækið í rúm 45 ár og starfar enn. Fjórir aðrir starfsmenn með meira en 40 ára starfsaldur eru þeir Eysteinn Sigurðsson, Ólafur Lár- usson, Einar Már Magnússon og Alfreð A. Frederiksen. Árið 1949 urðu þeir Þórir Jóns- son, Grétar Árnason og Jón Adolfsson, stofnendur vélaverk- stæðisins Þ. Jónssonar & Co., fyrstir til að endurbyggja bílvélar á skipulagðan hátt, m.a. með því að bjóða svokallaðar skiptivélar eftir bandarískri fyrirmynd. Sklpt um bílvél á 45 mínútum Greint var frá því í Morgunblað- inu árið 1950 í máli og myndum þegar Reimar Stefánsson leigubíl- stjóri kom til Þ. Jónssonar & Co., sem þá var til húsa í Brautar- holti, fékk setta endurbyggða vél í bíl sinn í stað þeirrar gömlu og var mættur aftur á leigubílastöð- ina 45 mínútum síðar. Þetta var nokkur tímamótaat- burður í þá daga og svona segir frá honum í frétt blaðsins: „í gær voru fréttamenn Morgunblaðsins viðstaddir atburð sem ekki mun hafa gerzt áður hér á landi og að líkindum hvergi í heiminum að því er okkur er tjáð. Skipt var um vél í Ford leigubíl og tóku skiptin aðeins 45 mínútur." Árið 1968 flutti fyrirtækið í Skeifuna 17 þar sem það hefur verið síðan. Lokið er miklum endurbótum og breytingum á hús- næðinu og varahlutaverslun. Með auknum og endurbættum véla- og tækjakosti er Þ. Jónsson, Vélaland orðið að tæknilegri þjónustumið- stöð þar sem -unnin eru öll sér- hæfð verkefni við bensín- og dísil- vélar í bílum auk endurbyggingar véla ásamt dísilstillingum. Auk stillingarverkstæðis rekur fyrir- tækið verslun með vélarhluti í all- ar gerðir véla. Á annað þúsund bílvélar Þar til á 9. áratugnum voru að meðaltali endurbyggðar á annað Morgunblaðið/Sverrir STARFSMENN og eigendur. F.v.: Harald P. Hermanns, Grétar Árnason, Alfreð Fredriksen, Ólafur Lárusson, Einar Már Magnússon, Eysteinn Sigurðsson og Sigurður Grétarsson. Morgunblaðið/Ól. K. M. Á VÉLAVERKSTÆÐI Þ. Jónssonar og & þegar skipt var um vél í Ford leigubíl Reimars Stefánssonar á 45 mínútum árið 1950. þúsund bílvélar á ári hjá fyrirtæk- inu. Nú endast bílvélar lengur en fyrir 20-30 árum. Jafnframt eru þær orðnar flóknari. Verkefnin hafa því verið að breytast, nú er meira um viðgerðir á einstökum hlutum, m.a. fyrir önnur verk- stæði. Árið 1988 keyptu þeir Grétar Árnason og Sigurður Grétarsson sonur hans hlut hinna tveggja stofnendanna í fyrirtækinu. Árið 1993 keypti svo Harald P. Her- manns hlut Grétars. í beinu fram- haldi sameinuðust Þ. Jónsson & Co. og sérhæft þjónustuverkstæði fyrir dísilvélar, sem Harald hafði rekið fram að þeim tíma. Nú nefn- ist fyrirtækið Þ. Jónsson, Vélaland hf. og því stjóma þeir Sigurður og Harald. ■ Dekk fyrir vélhjól í bílastæró MICHELIN hjólbarðafram- leiðandinn hefur sett sex nýjar gerðir af hjólbörðum fyrir vél- hjól á mark- að. Hjólbarð- amir eru bæði til götu- aksturs og torfæruakst- urs en stærsta dekkið er samt kapp- í>líctur*cH- ekkið Hi Sport TX 15 og TX 25. TX 25 er í stærðinni 200/50ZR17, þ.e.a.s. jafn breitt og hjólbarði á bíl. Morgunblaðið/Sverrir TEXSON pallhýsið er með fjórum vökvatjökkum. Húsið er úr áli en klætt að innan með krossviði. Arftaki BMW 5-línunnar BMW 5-línan hefur verið óbreytt á markaði frá 1988 en verið er að undirbúa kynn- ingu á arftakanum. Þessa njósnamynd náði ljósmyndari Automative News þegar verið var að prófa bílinn í Bandaríkj- unum fyrir skemmstu. Að utan sækir bíllinn margt til þeirra BMW bíla sem nú eru á mark- aði en vélarhlífin og skottlokið er styttra en á núverandi 5- línu. Hins vegar hefur hjólhaf- ið verið lengt og innanrýmið aukið. Búist er við að ný 5 lína frá BMW verði kynnt á bíla- sýningunni í Frankfurt í haust. ■ NÝR BMW 5 prófaður í Bandarikjunum fyrir skemmstu. - m Texson pallhýsi á 5 manna pallbíla TEXSON Pallhýsi bjóða sérhönnuð sjö feta pallhýsi fyrir Toyota Do- uble Cab, Nissan, Isuzu og Mitsub- ishi L200 Double Cab. Húsin eru klædd áli að utan og eru sjö fet að lengd. Þau em með vökvatjökk- um á öllum fjórum hornum og flöt- urinn yfir stýrishúsinu hefur verið lengdur um 25 sm til þess að ná sem bestum aksturseiginleikum. Fyrir aftan pallinn eru sérsmíðaðir geymslukassar en einnig er hægt að fá pallhýsin án fremri kassa fyrir minni pallbíla með einu eða einu og hálfu húsi. Texson pallhýsi bjóða einnig upp á. Litli sendillinn Opel Combo BÍLHEIMAR hf. hafa hafið sölu á litlum sendi- bíl, Opel Combo. Bíllinn, sem er í megindrátt- um byggður á Opel Corsa, fæst þrennra dyra með tveimur vélargerðum, 1,2 Jítra og 1,4 lítra, 89 hestafla. Með minni vélinni kostar bíllinn með virðisaukaskatti 1.245.000 kr. og 1.349.000 kr. með stærri vélinni. Combo sameinar í einum bíl notagildi mikils flutningarýmis, og kosti fólksbíls. Okumanns- rýmið er eins og menn eiga að venjast í Corsa en það sem setur sterkastan svip á Combo er þaklínan og bylgjur i kassanum sem sagðar eru koma í veg fyrir titring inni í bílnum. Aðgengi er frá ökumannsrými að flutninga- rýminu. Combo er 4.230 mm langur og flutningsrým- ið 1.807 mm langt, 1.330 mm breitt og hæðin er 1.213 mm. Burðargeta bílsins er 475 kg. Helsti búnaður í bílnum er bílbeltastrekkjarar, tvöfaldir styrktarbitar í hurðum, hiti í aftur- rúðu, tímastillir á rúðuþurrku, vasar í hurðum, FLUTNINGSRÝMIÐ er 1.807 mm langt, 1.330 mm breitt og 1.213 mm hátt. sér geymsluhólf í kassa og fleira. Vökvastýri er staðalbúnaður með Combo 1,4 1. ■ Morgunblaðið/Árni Sæberg OPEL Combo fæst með 1,2 1 og 1,4 1 vélum. I -n loftpúða sem festir eru á hásingu og upp í grind. Að innan er pallhýs- ið klætt með krossviði og engin samskeyti eru á þaki. Gler eru lituð. Vökvatjakkarnir eru nýjung í Texson pallhýsunum sem hafa verið hér á markaði frá 1991. Þeir auð- velda mjög ásetningu, losun og geymslumöguleika hússins. í útileg- um er hægt að skilja húsið eftir ef skreppa á í stuttar ferðir. Eins er hægt að gista í húsinu án þess að þaó sitji á bílnum. Meðal búnaðar að innan má nefna ísskáp, gaseldavél, vask með handdælu og fleira. Texson TC700 pallhýsi kostar frá 605.000 kr. SNYRTILEGUR frágangur er að innan og svefnpláss fyrir 3-4. Morgunblaðið/Þorkell STEFÁN Bjarnason fjármálastjóri Stillingar hf. og Óskar K. Ólafsson vélstjóri við átöppunarvél sem sá síðarnefndi smíðaði. NP VARAHLUTIR ? fyrir japanska bíla Tímareimar - Viftureimar - Kúplingar - Bremsuhlutir - Þurrkur Hljóllegusett - Bensíndælur - Vatnsdælur - Pakkningasett Kertaþræðir - Olíurofar - Hitarofar - Framlugtir - Öxulliðir Öxulhosur - Demparar - Aukahlutir - Sendum út á land SMIÐJUVEGUR 24 C 200 Kópavogi SÍMI 587 0240— FAX 587 0250 Smurbætief ni flutt út til Norðurlanda STILLING hf., sem hefur dreifinga- rétt á Militec-1 á Norðurlöndunum, hyggst tappa smurbætiefninu á neytendaumbúðir hér á landi og flytja síðan út til Norðurlanda. Að sögn Stefáns Bjarnasonar fjármála- stjóra fyrirtækisins standa vonir til þess að þó nokkur störf skapist við þessa starfsemi. Tappað verður á hálfs lítra um- búðir og miðar verða prentaðir og hannaðir á íslandi. Sigurplast hf. hannar og framleiðir umbúðirnar. Töppunarvélin er hönnuð Óskari K. Ólafssyni vélstjóra. Militec-1 smurbætiefnið hefur rutt sér til rúms hér á landi sem víðar undanfarin tvö ár og er nú, að sögn Stefáns, langmest selda smurbætiefnið á íslandi. Það er not- að af fjölmörgum aðilum, allt frá skotveiðimönnum til útgerðar- manna. Sýning í Bella Center Stefán segir að Militec-1 myndi húð á yfirborði málma sem er aðeins ein sameind að þykkt og veiti þannig betri smurningu en áður hafi þekkst. Efnið hafi hlotið mikla viðurkenningu um allan heim og einn stærsti bif- reiðaframleiðandi í heimi, General Motors, hafi gert alþjóðlegan sölu- samning við Militec Corp. í febrúar síðastliðnum og munu verksmiðjurn- ar nota efnið við sína bílaframleiðslu. Stilling hefur dreifingarétt á Mi- litec-1 á Norðurlöndum auk íslands og segir Stefán að mikil vinna hafi verið lögð í að kynna efnið á Norður- löndunum. Sú vinna sé nú loks að skila árangri. Nýverið gekk Stilling frá samningum um dreifingu í Nor- egi, Danmörku og Færeyjum. Þá er í athugun samstarf við mjög öflugan aðila í Eistlandi, að sögn Stefáns. Dreifing er reyndar þegar hafin á efninu í Danmörku og segir Stefán að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og danski herinn m.a. tekið það til prófunar. Danska hollustuverndin framkvæmdi ítarlega rannsókn á Militec-1 áður en innflutningur þang- að var heimilaður. í október verður Stilling með sérstakan bás á alþjóð- legri vörusýningu í Bella Center í Kaupmannahöfn og kynnir efnið. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Explorer Eddie Bauer 4x4, árgerð ’91, Chevrolet Lumina Euro, árgerð '90, Jeep Cherokee Limited 4x4, árgerð '89 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensás- vegi 9, þriðjudaginn 6. júní kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í G.M.C. tankbifreið m. 5.000 gal. áltank, árgerð ’77, Studebakertrukk M35AI 6x6, árgerð ’68, United Tractor dráttartögg 4.000 Ibs., árgerð ’86 og Polaris Indy Sport GT. 440 vélsleða, árgerð '92. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.