Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ TOYOTA Tacoma Extracab er framleiddur í Bandaríkjunum og er hinn dæmigerði pallbíll eins og eru svo algengir þar í landi. Morgunblaðið/jt gjj TACOMA heitir eins konar af- brigði af Toyota Hilux sem Ibh framleiddur er í Bandaríkjunum og hefur Bílabúð Benna í Jgj Reykjavík ákveðið að flytja inn nokkra slíka bíla til að kynna landsmönnum og eru þeir bbí keyptir í Kanada. Fyrsti bíllinn er þegar kominn og er nú til Z sýnis hjá Benna en hann er með 3,4 lítra, sex strokka og Ui 190 hestafla bensínvél og mikl- OC um staðalbúnaði og kostar þessi gerð tæpar 2,6 milljónir króna. Tacoma er dæmigerður pall- bíll eða skúffubíll eins og þeir þekkj- ast í Bandaríkjunum, með svonefndu extracab húsi sem þýðir að þar er að finna tvo góða framstóla og síðan tvo bamastóla í rými þar fyrir aftan sem einnig nýtist sem geymsla. Við skoðum Tacoma V6 SR5 stuttlega í dag. Ekki þarf að fjölyrða um útlit Tacoma því hann er þessi dæmigerði pallbíll, með voldugu vélarhúsi og framenda sem er nánast eins og Hilux og keimlíkur T100 bílnum sem Toyota-umboðið P. Samúelsson hef- ur fengið til landsins og greint hefur verið frá hér á síðunum en minni samt. Um farþegarýmið er svo sem heldur ekki margt að segja, framstól- amir em ágætir og með hefðbundn- um stillingum og þar fyrir aftan em tvö bamasæti og er bfllinn skráður fyrir þijá farþega. Rýmið aftan við framsætin má einnig nýta sem gejmislu og víst er að enginn dvelur þar langdvölum þótt hann sé ekki hár í loftinu. Mælaborð lítur vel út og er með rúmlega öllum nauðsynlegum mæl- um, ýmis þægindi em í boði svo sem rafmagnsrúður, rafstilltir hliðar- Kraftmikill og mjúkur Tacoma frú Toyota FJAÐRABÚNAÐUR Tacoma er nokkuð frábrugð- MÆLABORÐIÐ er fremur kantað en þar er að inn Hilux en að framan er gormafjöðrun og blað- finna alla venjulega og nauðsynlega fjaðrir að aftan. mæla og vel það. speglar, sóllúga og samlæsingar og á sviði öryggis má nefna hemlalæsi- vöm. Tacoma er búinn hefðbundnu háu og lágu drifí og er einfalt með rafmagnsskiptingu að skipta úr aft- urdrifínu í aldrifíð en þá nýjung er ekki að fínna í hinum hefðbundna Hilux. Tacoma er helst frábmgðinn Hilux hvað varðar ofangreind þægindi og að fjaðrabúnaður er talsvert frá- bmgðinn. Gormar em að framan og blaðfjaðrir að aftan og er framfjöðr- unin mýkri en í Hilux og gildir það raunar um afturfjöðmnina líka. Bíll- inn er einnig heldur léttari en Hilux eða 1.600 kg. Llpur og mjúkur Þessi gerð af Tacoma er ágætlega lipur í akstri. í bæjarsnattinu er allt- af þægilegt að sitja hátt og víst er viðbragðið nægt og bíllinn röskur með afbrigðum svo ekki sé meira sagt. Það er furðu liðugt að koma bílnum í venjuleg stæði og jafnvel þröng enda ekki svo íkja stór og fljótt lærist hversu stór pallurinn er. Á þjóðvegi er sömu sögu að segja um kraftinn og vinnslan er þar yfirdrifín og á malarvegi er hann merkilega mjúkur þrátt fyrir blaðfjaðrir að aft- an. Vitanlega kastar hann afturend- anum dálítið til á holóttum malarvegi en þegar ekið er í aldrifínu ber minna á þvi. Verðið á Tacoma eins og honum hefur verið lýst hér er kr. 2.590.000. Hægt er einnig að fá hann með minni búnaði og er verðið þá kr. 2.390.000 og með minni vél, fjögurra strokka, 2,7 lítra og 150 hestafla, er það tæpar 2,3 miHjónir króna. ■ Jóhannes Tómasson Lipur Sprinter og 6% ódýrari en fyrirrennarinn NÝJA sendibflalínan frá Mercedes Benz, Sprinter, var kynnt nýlega hjá umboðinu, Ræsi en hér er um algjörlega nýja bfla að ræða sem leysa af hólmi fyrri kynslóð sem hefur verið á markaði í 18 ár. Sprinter er fáanlegur sem hefð- bundinn sendibfll, vinnuflokkabfll og/eða með palli og í boði eru tvær gerðir dísilvéla og ein bensínvél og tvær lengdir. Sprinter er lipur bíll og röskur í stuttri viðkynningu og það sem seljanda finnst ekki minnst um vert; hann kostar um 6% minna en fyrri gerðimar. Þá hefur hann nýlega verið kjörinn sendibfll ársins af blöðum í 13 Evrópulöndum. Tekið var í Sprinter 312 D sem er með fimm strokka dísilvél með rafeindastýrðri innsprautun, for- þjöppu og millikæli og er þessi vél 122 hestöfl. Þá var bfllinn búinn fimm gíra handskiptingu. Grunn- búnaður í Sprinter er aflstýri, diska- hemlar að framan og aftan, há- þelqa, rennihurð á hægri hlið, tví- skiptar afturhurðir með 270?opnun, rafstýrðir og hitaðir hliðarspeglar, klætt gólf og hliðar í flutningsrými, loftnet og hátalarar. Verðið með þessum grunnbúnaði er rúmar 2,6 milljónir en þessi bíll var auk þess með ýmsan aukabúnað; 100% drifl- æsingu (handvirkri), fjaðrandi öku- mannsstól og með rafhitun, renni- hurð á vinstri hlið, klæddum toppi, gólfdúk í flutningsrými, halogen þokuljósum, útihitamæli og fleiru og þannig búinn er verðið 2.855.000 og í báðum tilvikum bætist virðis- aukaskattur við. Sprinter vegur 3,5 tonn, er með 3,55 m eða 4,025 m hjólhafi og farmrýmið er 4,215x1,736x1,855m og en með lægra þakinu er hæðin að innanmáli 1,63 m. Tímarit sem fjalia um atvinnubfla í 13 Evrópulöndum völdu Sprinter í síðasta mánuði sendibfl ársins. Hlaut hann 78 stig af 91 mögulegu og náði svo langt aðallega vegna vandaðs og mikils tæknibúnaðar, hagkvæmni í rekstri og hagstæðs verðs. Fyrstu þrír Sprinter bílarnir sem komu til landsins eru þegar seldir GÓLFIÐ og hliðar í flutnings- rýminu er klætt. og bflar sem koma á næstu vikum eru mijíið til upppantaðir. Eiginleg fjöldaframleiðsla hefst ekki fyrr en Morgunblaðið/Ámi Sæberg SPRINTER, nýi sendibíllinn frá Mercedes Benz, er allmikið breyttur frá fyrri kynslóð sem nálgast tvítugs- aldurinn. Hann var nýverið kjörinn sendibíll ársins af 13 tímaritum í Evrópu. AÐSTAÐA ökumanns í Sprinter er mjiig þægileg í alla staði og er öll meðhöndlun bíls- ins næsta lík því að um fólksbíl væri að ræða. í júní og er umboðið þegar byrjað að taka við pöntunum í bfla sem koma hingað til lands í júlí og ág- úst. Gert er ráð fyrir að 30 til 40 Sprinter bflar sejjist hér í ár. jt U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.