Morgunblaðið - 07.06.1995, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjórar stúlkur
alvarlega slasaðar
ALVARLEGT umferðarslys varð á
veginum milli Garðs og Keflavíkur
á laugardagskvöld. Fimm ungar
stúlkur innan við tvítugt voru á
leið úr Garðinum til Keflavíkur.
Þegar skammt var að afleggjar-
anum til Sandgerðis er talið að bil-
un hafí orðið í stýrisbúnaði bifreið-
arinnar með þeim afleiðingum að
bifreiðin lenti utan vegar, enda-
stakkst og valt og er hún gjörónýt.
Stúlkumar voru allar fluttar á
sjúkrahúsið í Keflavík. Bflstjórinn,
sem einn hafði verið í öryggisbelti,
fékk að fara heim að skoðun lok-
inni, ein stúlknanna var lögð inn á
spítalann en þijár stúlknanna voru
fluttar til Reykjavíkur mikið slasað-
ar.
Stúlkan, sem lögð var inn á
sjúkrahúsið í Keflavík, hlaut áverka
á bijósthrygg. Tveir liðir féllu sam-
an en hún fékk að fara heim í gær
eftir að hafa fengið sérstakt belti
til að vera í.
Þær upplýsingar fengust á Borg-
arspítalanum í gær að tvær stúlkn-
anna hefðu fengið að fara heim í
gær. Önnur þeirra var eina nótt í
eftirliti og fékk síðan að fara heim.
Óttast var að hin hefði hálsbrotnað
en það reyndist ekki vera og fékk
hún að fara heim í gær. Meiðsli
þeirrar þriðju eru ekki fullkönnuð
en þó virðist hún hafa sloppið mun
betur en á horfðist.
Að sögn læknis fær hún væntan-
lega að fara heim af spítalanum
síðar í vikunni.
Mikið er um að bflar velti á vegin-
um út í Garð og hafa a.m.k. 4 bílar
oltið frá því í haust.
Stefnt að því að auka höfuðstól Málræktarsjóðs á næstu 5 árum
„ Morgunblaðið/Amór Ragnarsson
FRÁ SLYSSTAÐ sl. laugardagskvöld. Bifreiðin var skorin upp
eins og baunadós með tækjabúnaði slökkviliðsins til að ná síð-
asta farþeganum út úr bílnum.
Enn bílvelta á Garðvegi
Dr. Halldór
Halldórsson
heiðraður
í LOK síðastliðins árs voru um
20 milljónir króna í Málræktar-
sjóði, en stefnt er að því að auka
höfuðstól hans á næstu fimm
árum upp í 100 milljónir króna.
Þetta kom fram á aðalfundi
sjóðsins í gær. Þar var dr. Hall-
dóri Halldórssyni prófessor veitt
sérstök viðurkenning fyrir mál-
vöndun og málrækt, en henni
fylgja 250 þúsund krónur í pen-
ingum.
Ný skipulagsskrá Málræktar-
sjóðs var staðfest af dómsmála-
ráðuneytinu 19. maí sl., en á síð-
asta aðalfundi var samþykkt til-
laga um breytingar á henni. Var
hún einkum þess efnis að fram-
lag úr ríkissjóði að 100 milljón
króna markinu teldist stofnfé og
að höfuðstóll sjóðsins væri
stofnfé hans með síðari viðbót-
um, samkvæmt ákvörðun stjórn-
ar, verðbættur í lok hvers reikn-
ingsárs.
Málíbiðstöðu
Guðmundur Magnússon, for-
maður stjórnar sjóðsins, gekk
ásamt Kára Kaaber, fram-
kvæmdastjóra hans, á fund
stjórnar Lýðveldissjóðs í lok sein-
asta árs og kynntu þá skoðun að
Málræktarsjóður gæti tekið að
sér úthlutun málræktarfjár Lýð-
veldissjóðs, þar sem verkefni
sjóðanna sköruðust í veigamikl-
um atriðum. Þeir skýrðu jafn-
framt frá því að það yrði að telj-
ast vilji löggjafans að stofnfé
Málræktarsjóðs yrði 100 milljón-
ir króna hið minnsta og því færi
vel á að hlutur hans í fjárveitingu
Alþingis í Lýðveldissjóð yrði ekki
bundinn viðlOO milljón króna
rnarkið. „Öðrum kosti ættu
sjóðirnir tveir að hafa samstarf
DR. Guðmundur Magnússon, formaður stjórnar Málræktar-
sjóðs, afhenti dr. Halldóri Halldórssyni viðurkenningu fyrir starf
í þágu málvöndunar og málræktar á aðalfundi sjóðsins.
um úthlutun til íslenskrar mál-
ræktar. Ekkert er vitað um und-
irtektir stjómar Lýðveldissjóðs
við þessum tilmælum en þetta
ætti að skýrast 17. júní nk.,“
sagði Guðmundur. „í þessari bið-
stöðu gerir stjóra Málræktar-
sjóðs því ekki tillögu um að tekj-
ur ársins 1994 verði lagðar við
höfuðstól og verða þær því lausar
til ráðstöfunar ef þurfa þykir.“
Formaður gerði að umtals-
efni húsakynni sjóðsins en hann
hefur haft aðsetur á skrifstofu
íslenskrar málstöðvar. Húsa-
kynni málstöðvarinnar séu nú
þegar orðin of lítil fyrir starf-
semi málnefndar og stjórn Mál-
ræktarsjóðs hafi ekki getað hald-
ið fundi sína þar. Stjórnar-
formaður hafi því átt viðræður
við formann málnefndar og for-
stöðumann málstöðvar um þessi
mál og gengið með þeim á fund
háskólarektors 24. febrúar sl. til
að leita eftir rýmra húsnæði fyr-
ir allar þijár stofnanirnar. Málið
sé nú í athugun hjá rektor.
Guðmundur lagði fram tillögu
um að stjórnarmenn fengju 50
þúsund króna þóknun hver fyrir
störf sín á liðnu ári og var sú
tillaga samþykkt.
Stjóra Málræktarsjóðs sam-
þykkti einróma á fundi sinum 23.
maí sl. að veita dr. Halldóri Hall-
dórssyndi viðurkenningu fyrir
málvöndun og málrækt. Guð-
mundur rakti starfsferil hans og
höfundarverk, en Halldór hefur
um langt skeið staðið afar fram-
arlega í flokki málræktarmanna,
bæði í gegnum starf sitt og rann-
sóknir á tökuorðum í íslensku,
en einnig með nýorðasmíð.
Halldór hvatti menn til að
rækta málgarðinn í þakkará-
varpi sínu og minnti á mikilvægi
málvísinda og málræktar. Þetta
tvennt verði að haldast í hendur.
)
Útgerðarmenn segjast bíða eftir samningum til sjómannadags
Sérsamningar til skoöunar
ÓSKAR Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Skagstrendings hf. á Skaga-
strönd, segist telja að mikill þrýst-
ingur komi á gerð sérsamninga í
lok vikunnar takist samninga-
mönnum sjómanna og útgerðar-
manna ekki að ná samningum.
Drög að kjarasamningi liggja fyrir
milli Skagstrendings og sjómanna
hjá fyrirtækinu og segir ðskar að
þau verði tekin til umræðu á ný á
föstudag ef verkfallið leysist ekki.
Áhugi á gerð sérsamninga var
talsvert mikill í upphafí síðustu
viku, en þá voru alvarlegar samn-
ingaviðræður í Karphúsinu og því
varð ekkert úr sérsamningum .
Þegar ljóst varð að viðræðumar
myndu ekki skila árangri var orðið
það stutt í sjómannadag að áhugi
HRÁEFNISSTAÐA fiskvinnslu-
húsa er mjög mismunandi f verk-
falli sjómanna. Stærri sjávarútvegs-
fyrirtæki hafa mörg hver neyðst til
að loka, en smærri fyrirtæki hafa
víða náð að halda uppi vinnu með
afla frá smábátum og afla erlendra
skipa.
Næg vinna er enn hjá fískvinnslu
Jökuls hf. á.Raufarhöfn þrátt fyrir
verkfall sjómanna. Ragnar Erlings-
son verkstjóri sagði að brjálað hefði
verið að gera undanfarna tvo mán-
uði og unnið hefði verið allar helg-
ar. Hann sagði að eftir að verkfall-
ið skall á væri ástandið að færast
á gerð slíkra samninga minnkaði.
Óskar sagði að áhugi á gerð sér-
samninga myndi vaxa aftur ef
samningamönnum tækist ekki að
ná samningum í þessari viku.
Fyrirmyndar leitað til
ÚÁ -samninga
Óskar sagði að í þeim samnings-
drögum sem fyrir lægju milli Skag-
strendings og trúnaðarmanna sjó-
manna væri deila um verðmyndun
á afla leyst á þann hátt að samið
væri um grunnverð. Ákveðið hlut-
fall aflans væri tengt verði á físk-
mörkuðum. Hann sagði að fyrir-
myndin að þessum samningi væri
samningur Útgerðarfélags Akur-
eyringa við sjómenn á ísfiskstogur-
um fyrirtækisins.
í eðlilegt horf. Starfsfólk hefði t.d.
fengið frí um síðustu helgi.
Jökull hefur keypt úthafskarfa
af færeyskum skipum, en Ragnar
sagði að síðustu vikur hefði enginn
tfmi unnist til að vinna hann vegna
þess hvað mikill bolfískur bærist á
Óskar sagði að ekkert skorti á
vilja Skagstrendings til að ná
samningum heim í héraði. Hann
sagði að sér sýndist af viðræðum
við sjómenn, sem vinna hjá fyrir-
tækinu, að áhugi þeirra á að semja
beint væri mikill. Þeir hefðu hins
vegar ekki viljað, fram að þessu,
taka fram fyrir hendur forystu sjó-
mannasamtakanna.
„Verkfallið kemur mjög þungt
við okkur. Við erum í miðri grál-
úðuvertíð og hver dagur er okkur
dýr. Besti tíminn til að ná grálúð-
unni er maí og júní. Eftir þann
tíma er erfítt að ná henni. Það er
ekki um að ræða að það sé hægt
að geyma grálúðukvótann. Mestar
líkur eru á að við brennum inni
land frá smábátum. Svipaða sögu
er að segja frá Þórshöfn. Þar hefur
vinnslunni verið haldið gangandi
með afla frá smábátum og færeysk-
um togurum. Hólmar Ástvaldsson,
verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Þórs-
hafnar hf., sagði að engin ákvörðun
með hann ef við komumst ekki á
sjó fljótlega,“ sagði Óskar.
Samþykkt LÍÚ þarf fyrir
sérsamningum
Jónas Haraldsson, lögfræðingur
LÍÚ, sagði að útgerðarmenn innan
LÍÚ gætu ekki samið beint við ein-
stakar útgerðir án samráðs við
stjóm LIU. Sérstök samþykkt
hefði verið gerð um þetta innan
LÍÚ fyrir nokkrum árum.
í samþykktinni segir orðrétt:
„Útvegsmannafélagi eða einstök-
um útvegsmönnum skal óheimilt
að gera kjarasamning við samtök
sjómanna eða einstakar skipshafn-
ir án samráðs við og með sam-
þykki stjómar sambandsins.“
hefði verið tekin um að hætta
vinnslu. * Enn væri til hráefni til
vinnslu og meðan það væri til yrði
vinnslu haldið áfram.
Góð veiði hefur verið á línu hjá
smábátum, en minna hefur verið
að gera hjá krókabátum. Þorgeir
Hjaltason, trillusjómaður frá Rauf-
arhöfn, sagði að veiðar smábáta
gengju allvel þessa stundina. Hins
vegar væri kuldinn alveg að fara
með menn úti fyrir Norðurlandi.
Yfir 400 trillur vom á sjó í gær.
Stærstur hluti þeirra var við veiðar
úti fyrir Snæfellsnesi og Vestfjörð-
um.
Utgerðarmenn í
Þorlákshöfn
Ætla á sjó
í verkfalli
ÚTGERÐARMENN í Þorlákshöfn
og á Stokkseyri samþykktu á fundi
í fyrradag að láta úr höfn í vikunni
ef ekkert þokast í samningsátt í
kjaradeilu sjómanna og LÍÚ.
Einar Sigurðsson útgerðarmaður
í Þorlákshöfn segir að útgerðar-
menn hafí ekki þolinmæði til að
bíða lengur ekki síst þar sem ekk-
ert bendi til að að samningar séu
að takast.
„Þetta verkfall er búið að standa
það lengi að við emm alveg að
missa þolinmæðina. Við emm ekki
að gera þetta okkur til skemmtun-
ar. Það er ekkert gaman að standa
í stíði, en við getum ekki beðið
endalaust," sagði Einar.
Einar sagði að af samtölum sfn-
um við sjómenn væri ljóst að sjó-
menn væm tilbúnir til að sigla.
Hann sagðist að vísu ekki eiga von
á að öll skipin færu úr höfn, en
meirihluti sjómanna væri jafn óþol-
inmóður og útgerðarmenn.
„Það er verið að deila um eitt-
hvert kvótabrask, en við emm ekk-
ert í því hér. Kjarasamningar breyta
því engu um kjör sjómanna hér um
slóðir. Raunar nær deilan aðeins til
lítils hluta flotans. Það á því ekki
að þurfa að koma neinum á óvart
þó að við séu pirraðir.“
Einar vildi ekki tjá sig um hve-
nær útgerðmenn myndu fara af
stað, en hann sagði að á fundinum
hefði komið fram skýr vilji útgerð-
armanna um að láta úr höfn fyrir
sjómannadag.
Hráefni á þrotum hjá fiskvinnsluhúsum vegna verkfalls sjómanna
Smábátar halda
uppi atvinnu