Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hugmynda- og endumýtingarlist Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. AHUGAMENN um samtímalist, á leið um Kaupmannahöfn, ættu ekki að láta Málmey og Rooseum framhjá sér fara. Rooseum er safn og sýningarmiðstöð, til húsa í gam- alli gasstöð, skammt frá aðkomu flugbátanna í miðborg Málmeyjar. Nú í byijun júní var opnuð þar sýn- ing, sem er ein af mörgum samtíma- listasýningum, er opnaðar eru víða um Evrópu sem uppbót á Feneyj- atvíæringinn. Sex listamenn sýna þar verk, sem öll má túlka sem ein- hvers konar athugasemdir eða neð- anmálsgreinar við neysluþjóðfélag nútímans. Rooseum heitir eftir stofnandan'- um Frederik Roos er lést í fyrra, langt fyrir aldur fram. Roos var fésýslumaður, sem hafði efnast vel. Hann var listaverkasafnari af llfi og sál og hafði safnað að sér merki- legu safni. Hann lagði sig einkum eftir samtímalist og kom Rooseum upp, bæði til að sýna eigin verk og halda sýningar. Ýmsir íslenskir listamenn komu oftar en einu sinni við sögu hans, meðal annars bræð- umir Sigurður og Kristján Guð- mundssynir, Hreinn Friðfinnsson og Georg Guðni. Rooseum starfar áfram, þó Roos sé fallinn frá. For- stöðumaður Rooseum er Lars Nittve, sem reyndar er á förum yfir sundið, þar sem hann mun taka við forstöðu Louisiana nú í sumar. Eftirmaður hans er Bo Nilsson frá Moderna Museet í Stokkhólmi. Aperto Undanfarin ár hefur tíðkast að halda sérstaka sýningu á Feneyj- artvíæringnum undir heitinu „Aperto", sem er ítalska og þýðir „opinn“. Þar voru sýnd verk ungra listamanna, sem þóttu athyglisverð og oft hefur þessi hluti tvíæringsins einmitt þótt sá bitastæðasti. í ár, á aldarafmæli tvíæringsins, verður engin „Aperto“-sýning. Því tóku ýmis söfn og sýningarsalir í Evrópu sig til og buðu ungum listamönnum að sýna undir samheitinu „Aperto“. Sýningin í Rooseum heitir „Nútopi“. Samkvæmt Nittve skírskotar heitið til heims, sem liggur mitt á milli, sem er hvorki heimur listar né veru- leika, hvorki draumur né höfnun hans. Listamennirnir, sem sýna eru Clay Ketter, Bandaríkjamaður er býr á Skáni, landar hans Jeffrey Wisniewski, Andrea Zittel og Dan Peterman, Yutake Sone frá Japan og Rirkit Tiravanija frá Tælandi. Allir fást á einhvem hátt við að nota efni, sem fellur annars staðar til, eða að setja saman hluti, sem í fljótu bragði gætu virst nytjahlut- ir. Ketter vinnur sem húsamálari auk þess að vera listamaður og verk hans eru unnin úr stöðluðum iðnaðareiningum. Eitt verkið er eins og eldhúsinnrétting, unnin úr IKEA-einingum, en án vasks eða eldavélar, sumir skápamir em með gleri eins og útstillingargluggar, kannski framtíðarverk til minning- ar um þá tíma, meðan eldhús vom enn notuð á heimilum. Wisniewski er myndhöggvari, sem raðar hlutum sáman eins og klassískum högg- myndum. Verk hans á sýningunni er raðað saman úr hlutum, sem fólk notar í tómstundum, tjaldi, hjóli, seglbretti, veiðibyssu og fleiru slíku. Kannski skoplegt í fyrstu, en stærð- in gerir það svolítið yfirþyrmandi. Nítján manna hjól Zittel býr í vinnustofu sinni í New York og er upptekin af að hanna húsgögn, sem sameina allar þarfir, einhvers konar allsherjarhúsgögn, sem geta bæði verið listaverk og nytjahlutir. Hugarheimur Peter- mans snýst I kringum endurnýtingu og framlag hans eru endurnýttir plastpallar með ónýttum hjólbarða- ræmum. Sone býr til nítján manna hjól, sem um leið er nokkurs konar þraut og ætluð til að stuðla að sam- skiptum hjólreiðamannanna. Tira- vanija byggir verk sín á staðnum. Við hliðina á Rooseum er bama- heimili og Tiravanija fékk meðal annars bömin þaðan til að innrétta litla trékofa, sem hann byggði eftir fyrirmynd í Málmey. Þessi fjölbreyttu verk njóta sín vel í gömlu gasstöðinni og gefa skemmtilega hugmynd um listhrær- ingar þessi árin. LISTIR ROLF Johansen, ræðismaður Mexíkó á íslandi, Hanna C. Jónsdótt- ir, fulltrúi Mexíkó og Einar Sigurðsson, landsbókavörður. Mexíkósk bókagjöf FYRIR skömmu afhenti Rolf Jo- hansen, ræðismaður Mexíkó á ís- landi, Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni bókagjöf frá mexíkóskum stjórnvöldum. Til gjaf- arinnar er stofnað í tilefni af opnun Þjóðarbókhlöðu. Bækurnar flalla um bókmenntir, listir, sögu og menningu Mexíkó og eru valdar í samráði við safnið pg kennara í spænsku við Háskóla íslands. Einnig fylgdu gjöfinni mynd- bandsspólur með heimildaþáttum undir samheitinu „The Burried Mirror“.Þeir fjalla um samruna tveggja heima fyrir 500 árum og hvernig sá samruni mótaði sögu og menningu Mexikó og tilveru þeirrar þjóðar sem landið byggir. Þættirnir eru á ensku og leið- sögumaður áhorfenda í gegnum aldimar er hinn kunni mexíkóski rithöfundur, Carlos Fuentes. Þá fylgdu einnig fyrirheit um mexí- kóska tónlist á geisladiskum og áskrift að tímaritinu Vuelta, sem ljallar um bókmenntir og listir og er ritstýrt af skáldinu og Nóbels- verðlaunahafanum, Octavio Paz. Safnið metur mikils þessa ágætu gjöf, sem stuðlar að því að auka með landsmönnum þekkingu á Mexíkó og mexíkóskri menningu. Nýjar bækur Hvítur himinn Ara Gísla HVÍTUR himinn úr glugga er Ijórða ljóðabók Ara Gísla Bragasonar. I henni leitast höfundurinn við að tala opinskátt við lesandann. í bókinni eru einnig kímilegar myndir úr daglegu lífí. I kynningu útgef- anda segir: „Reynsluheimur skáldsins leiðir oft til snjallra og vel spunninna mynda Ari Gísli Bragason úr reykvískum raunveruleika og hnyttni höfundar beinist oft á óvænt- ar brautir.“ Útgefandi er Bókavarðan. Bókin er prentuð í Prent- smiðju Óiafs Karls- sonar. Kápa er unnin í Ingólfs- prenti og bókband hjá Flatey. Dreif- ing Islensk bóka- dreifing. Bókin kostar 1.890 kr. Ertu eld- gleypir eða fakír? AÐ VENJU verður einn af dagskrárliðum hátíðarhald- anna 17. júní götuleikhússýn- ing I miðbæ Reykjavíkur. Sérstaklega er leitað að leikurum, línudönsurum, sjón- hverfingamönnum, en einnig að öðru áhugafólki um leiklist eða leikmuna- og búningagerð. Þá vill götuleikhúsið fara þess á leit vð fólk að það leggi því til leikbúninga sem það gæti átt I kjöllurum, bílskúrum og á hanabjálkum. Allt er hægt að nýta: Gömul föt og leikbún- inga, furðuföt, einkennisbún- inga, útskriftarbúninga og annan fatnað sem fólk telur að gæti komið fátæku götu- leikhúsi til góða. Þeir semvilja leggja götu- leikhúsinu lið eða vilja taka þátt I sýningunni en komast ekki á kynningarfundinn geta haft samband við Hitt Húsið við Ingólfstorg. Ljósmyndasýning Morgunblaðsins HM á íslandi I anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni 1 hefur verið komið upp yfirlitssýningu á Ijósmynd um sem Ijósmyndarar blaðsins tóku á heimsmeistaramótinu í handbolta sem stóð yfir 7.- 21 maf. A sýningunni - sem ber yfirskriftina HM á íslandi eru 20 séri/aldar myndir sem sýna meðal annars áhorfendur, leikmenn og afhendingu verðlauna. Morgunblaðið hefur ávallt lagt ríka áherslu á myndbirtingar í blaðinu og hefur Myndasafn Morgunblaðsins að geyma fjöldann allan af Ijósmyndum sem birst hafa f blaðinu. Myndir sem teknar hafa verið af Ijósmyndurum blaðsins eru seldar til einstaklinga og fyrirtækja og hefur þessi jijónusta farið vaxandi með hverju árinu enda mikið af myndum sem birtast f Morgunblaðinu hvern útgáfudag. Sýningin stendur til föstudagsins 16. júní og er opin á opnunartíma blaðsins, kl. 8.00 - 18.00 alla virka daga og laugardaga kl. 8.00 - 12.00. Itofgiiiililftfeifr Myndasafn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.