Morgunblaðið - 07.06.1995, Qupperneq 50
50 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
Ljóska
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sínibréf 569 1329
Skýrar línur í þjón-
ustu við sumarbú-
staðaeigendur
Frá Guðvarði Jónssyni:
LAUGARDAGINN 20. maí fylgdi
með Tímanum sumbarbústaðahand-
bók. I þessu aukablaði var grein um
erfiðleika sumarbústaðaeigenda að
ná samningum við sveitarstjórnir um
þjónustu við sumarbústaðaeigendur.
Ég veit að bændur eru oft harð-
skeyttir, enda stundum þurft á því
að halda, þegar fast hefur að þeim
sótt, bæði óblíð veðrátta og rauða
rósin. Þeir hafa líka oft deilt hart
innbyrðis, jafnvel svo að til handalög-
mála hefur komið og af þeim sem
lægri hlut beið verið bitið nefið.
I þessari grein eru allir sumarbú-
staðaeigendur settir undir einn hatt,
þó er töluverður munur á því hvort
um er að ræða lóðaeigendur eða lóða-
leigjendur. Fyrir þá sem taka lóð á
leigu sér landeigandi um að leggja
vatn og veg að húsgrunni, einnig um
viðhald á hvoru tveggja. Lóðaeigend-
ur verða aftur á móti að sjá sjálfir
um lagningu vega, öflun vatns og
viðhald á öllu sem við kemur sam-
eignarsvæðinu. Mér sýnist því að
lóðaeigendur eigi meira undir högg
að sækja til þess að fá þjónustu frá
sveitarfélögunum en lóðaleigjendur,
einkum vegna þess að sveitarstjómir
munu telja sig vera að veita atvinnu-
starfsemi ábúanda lögbýlis í sveitini
þjónustu, þegar þeir veita lóðaleigj-
endum þjónustu. Af þessum sökum
tel ég að það þurfi að setja skýrar
línur þarna á milli þegar verið er að
semja við sveitarstjómir um þjónustu
við sumarbústaðaeigendur.
I þessari grein er einnig minnst á
það að heyrst hafi þær raddir að
setja eigi reglur, án samráðs við
sveitarfélög, sem geri sumarbústaða-
hverfi sjálfstæð og óháð sveit-
arstjórnum. Þessi hugmynd fínnst
mér alveg fráleit. Það verður aldrei
hægt að gera sumarbústaðabyggðir
að einhvers konar innvortis sveitar-
félagi í því sveitarfélagi sem sumar-
bústaðabyggðin er í. Það mundi bara
skapa fleiri vandamál. Ef sumarbú-
staðurinn á að vera eigandanum far-
sælt friðland verða menn að búa í
sátt og samlyndi við sitt nánasta
samfélag. En mér fyndist að menn
myndu hafa gott af að losna undan
viðjum kröfusamfélags þéttbýlis-
kjamanna og sjá sem mest um eigin
þarfír sjálfír. Eg held að það myndi
fækka vandamálum út á við, auka á
friðsældina, efla sjálfstæði, liðka fyr-
ir samningum og gæti kannski lækk-
að fasteignrskattinn. Ég er ekki með
þessu að segja að sveitarfélögin eigi
ekki að hafa neina ábyrgð eða skyld-
ur gagnvart sumarbústaðaeigendum,
að sjálfsögðu hafa sveitarfélögin
skyldum að gegna í þessu tilviki. Það
er nú einu sinni svo að sveitarfélögin
hafa kallað yfír sig þessa plágu í von
um styrkari stöðu sveitarsjóðsins.
Menn verða alltaf að burðast með
sínar ásköpuðu syndir, hvort sem
þeim líkar það betur eða verr.
Ég held að sveitarfélögin sem eru
með skipulagðar sumarbústaða-
byggðir séu orðin töluvert háð tekj-
um af þessari byggð og í framtíðnni
verði sveitarfélög að byggja meira á
hliðargreinum með hefðbundnum
búgreinum, t.d. sumarbústaðabyggð
og ferðaiðnaði.
Einnig held ég að skyldusam-
skiptareglur settar af ráðunheyti
yrðu báðum aðilum verri kostur en
samningur gerður af samskiptaaðil-
um. Þó svo að báðir væru hafðir með
í ráðum.
Það mun vera töluvert um samn-
inga á milli sveitarfélaga og sumar-
bústaðaeigenda, sem varla geta talist
fugl né fískur, og þegar þarf að nota
þá við lausn deilumála milli aðila
hindra formgallar að hægt sé að ná
fram réttlátum lausnum. Það er því
ljóst að Landssamband sumarbú-
staðaeigenda mun vart verða verk-
efnalaust á næstunni, ætli það sér
að hreinsa til í þessum frumskógi.
Gott er fyrir samningamenn að hafa
það í huga að þolinmæði er dyggð,
ég held líka að þróunin og tíminn
vinni með sumarbústaðeigendum í
þessu máli.
GUÐVARÐURJÓNSSON,
Hamrabergi 5, Reykjavík.
Smáfólk
Ef Jesús hefði átt hund, hvaða
tegund heldurðu að það hefði
verið?
Ég veit ekki,
kannski fjárhund-
ur...
En ég er viss um
að hundurinn
hefði átt gott líf.
Nema hann hefði orðið
þreyttur á að ganga í
öllum þessum sandi.
Félag eldri borgara
heimsækir Bessastaði
Frá Félagi eldri borgara:
NÝLEGA fóru hátt í 200 félagar úr
Félagi eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni í heimsókn í Bessastaða-
krikju. Þar tók forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, á móti hópn-
um, en hún hefur ávallt sýnt starf-
semi félagsins mikin áhuga og vel-
vild.
Gengið var í Bessastaðakirkju og
var hún þéttsetin. Þar sagði forsetinn
mönnum frá sögu Bessastaða og
atvikum úr henni. Þá lýsti hún gerð
kirkjunnar og góðum gripum henn-
ar. Sérstaka athygli vöktu hinar
fögru glermyndir í gluggum kirkj-
unnar, sem tengjast sögu kristni og
landsins.
Einnig skýrði Anna Ólafsdóttir
Björnsson sögu Álftaneshrepps
(Bessastaðahrepps) og lifnaðarhátt-
um þar fyrr á öldum og nú.
Formaður FEB, Páll Gíslason,
þakkaði ræðumönnum fyrir ánægju-
lega stund og góðar móttökur, en
síðan var ekið um Álftanes og fengu
félagar góða hugmynd um lífshætti
undir leiðsögn Ónnu.
Þó að leiðin sé ekki löng milli
áfangastaða var fjörlega tekið til við
söng á báðum leiðum.
Var það einróma álit félagsmanna
að vel hefði tekist til og færum við
þakkir fyrir hlýlegar móttökur og
ánægjulegar.
F.h. Félags eldri borgara,
PÁLL GÍSLASON.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.