Morgunblaðið - 07.06.1995, Page 1

Morgunblaðið - 07.06.1995, Page 1
BLAD PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ1995 SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG Viðtal 3 Eríkur Böðvarsson Markaðsmál 0 Útflutningur sjáv- arafurða 1994 er sá mesti þennan áratuginn Greinar 7 Skúli Guðbjarnarson LÚÐA Á KRÓKNUM Morgunblaðið/Alfons Finnason ÓTTAR Baldvinsson skakari á Ellý dregur lúðu úti af Rifi. „Notkun skiljunnar á eftír að kosta mannslíf“ ^mi^m^mmmmmmmm^mmmmm skipstjórnarmenn á Rækjusjómenn mótmæla reglugerð um seiðaskilju rSSrC“S: ingar reglugerðar, sem skyldar öll skip til að nota seiðaskilju við rækjuveiðarn- ar. Skipstjórnarmennirnir, telja notkun hennar bæði hættulega, einkum á vet- urna, og óþarfa á stórum veiðisvæðum, því þar séu engin fiskiseiði. Viðar Bene- diktsson, skipstjóri á Helgu RE 49, notaði skiljuna um nokkurn tíma síðastliðið haust. „Notkun skiljunnar á eftir að kosta mannslíf. Hún er stórhættuleg, bæði á bátum og togurum, jxzgar vindur er kominn upp í 7 til 8 vindstig eins og algengt er á veturna. I tilkynningu frá ráðuneytinu er sagt, að ákvörðum um notkun skiljunnar sé tekin að höfðu samráði við hagsmunaaðila, svo sem sam- tök sjómanna. Við könnumst ekki við þetta samráð. Það hefur ekkert verið hlust- að á okkur,“ segir Viðar Benediktsson. Reglugerð sjávarútvegsráðuneytis- ins um að seiðaskilju skuli nota við allar veiðar á úthafsrækju tók gildi hinn fyrsta þessa mánaðar, með nokkrum undantekningum þó. Engar undanþágur verða þó gefnar eftir næstu áramót. Skiljunnar ekki þörf á stórum svæðum „Það eru miklir annmarkar á þess- ari reglugerð og eins og menn hafi ekki vitað almennilega hvað þeir voru að gera, þegar gengið var frá henni. Lítið sem ekkert hefur verið til okkar sjómanna leitað eftir upplýsingum og enn minna farið að tillögum okkar. Eina samráðið við okkur var um að stækka ákveðið hólf, þar sem skiljan var skuldbundin vegna mikils af karfa- seiðum. Staðreyndin er sú, að skiljunn- ar er ekki þörf á stórum svæðum. Hún er óþörf úti í köntum og uppi í álum og við veiðar neðan við 200 faðma er hún ennfremur óþörf, því þar eru eng- in seiði,“ segir Viðar Benediktsson. „Það eru allir sjóðillir út af þessu og því mótmælt á fundi á Akureyri, en ekkert hlustað á okkur. Skiljan er afar fyrirferðarmikil og þung og á eftir að kosta mannslíf áður en yfir líkur, hvort sem er á togara, sem tek- ur skiljuna inn á dekkið eða bát, sem þarf að vera með hana við síðuna, þegar verið er að taka pokann. Á tog- urunum þurfa menn að fara aftur fyr- ir grindina til að slá á pokann, og gerist eitthvað í þeirri stöðu, er voðinn vís. Skiljan hættuleg í höröum veðrum Notkun skiljunnar er stórhættuleg í hörðum veðrum og það eru þær að- stæður, sem við búum við á veturna. Það er óhætt að dunda sér með hana á sumrin í tveggja eða þriggja vind- stiga blíðu. Svo má reyndar benda á að þetta er miklu fremur fiskiskila en seiðaskilja, því smæstu seiðin fara nið- ur í pokann með rækjunni en fiskurnn fer út. Þar missa menn af töluverðum meðafla, sem skiptir verulegu máli. Það virðist sem fiskifræðingarnir viti ekki nóg hvað þeir eru að leggja til og þó skiljan sé notuð í Noregi, þarf ekki það sama að eiga við hér. Við verðum auðvitað að gæta þess, að drepa ekki of mikið af seiðum við veiðarnar, en leiðin til þess er að mínu mati að loka þeim hólfum, þar sem seiðin eru fyrir veiðum án skilju, en krefjast ekki notkunar hennar á öðrum miðum,“ segir Viðar Benediktsson. ■ Sjá Deilt um... bls €4 Fréttir Markaðir Verkfall stendur enn • VERKFALL sjómanna dregur verulega úr sjósókn við landið eins og við er að búast. Þó voru um 400 bátar og skip að veiðum í gær, en uppistaða þess voru smá- bátar. Þá voru skip frá Vestfjörðum á sjó. Fyrir vikið vantar fisk til vinnslu í landi og er fiskvinnsla víð- ast hvar orðin lítil sem eng- in og fiskverkafólk án at- vinnu meðan ekki er róið. Með 1.500 tonn úr einum túr • FRYSTITOGARINN Heinaste landaði nú um mánaðamótin 1.450 tonnum af hausuðum karfa og tæp- um 300 tonnum af mjöli og lýsi í Kanada. Togarinn er skráður í Eistlandi en er í eigu Sjólaskipa í Hafnar- firði og er þetta mesti afli, sem skip í eigu íslendinga hefur landað. Ekki fengust upplýsingar um verðmæti aflans, en áætla má að það sé eitthvað yfir 100 milljón- ir króna./2 Samvinna við Tævani • TÆVANIR og íslending- ar hafa undirritað viljayfir- lýsingu um samvinnu á sviði sjávarútvegs. Aðilar að þeirri samvinnu hér eru Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, Háskóli Islands og sjávarútvegsdeildin á Akur- eyri. Horfur eru á því að þjóðirnar skiptist á vísinda- mönnum á sviði rannsókna í sjávarútvegi og verulegir möguleikar eru á sölu sjáv- arafurða þangað./5 Afkoman byggð á harðfiskinum • FJÓRAR fjölskyldur í Onundarfirði byggja lífsaf- komu sína að stórum hluta eða eingöngu á harðfisk- verkun. Hjónin í Neðri- Breiðadal, Halldór Mikka- elsson og Guðrún Hanna Óskarsdóttir, hafa verkað harðfisk í átta ár. Þau hafa nú dregið mikið saman I hefðbundna búskapnum og lagt höfuðáhersluna á aukabúgreinina, harðfisk- verkunina./8 Þorskurinn er verðmætur • ÞORSKURINN er enn sú tegund, sem skilar mestum verðmætum upp úr sjó, eða fjórðungi heildarinnar, sem var í fyrra 49,1 millj- arður króna. Athygli vekur að heildarverðmæti aflans árið 1993 var 49,5 milljarð- ar króna, þrátt fyrir að heildarafli þá hafi verið 1,7 milljónir tonna, 200.000 tonnum meiri en í fyrra. Næst þorskinum í vægi kemur karfinn og síðan skelfiskurinn, einkum rækjan. 1993 var þorsk- urinn 33% heildarinnar og var það mesta breytingin milli ára. Skipting heildarafla eftir tegundum 10% 4% a w/oAnnað 6% Krabbi og skel 55% 50% Loðna 2% 7% 4% 3% — - 2% Grálúða 9% Karfi 4% UJsi 4% Ysa 12% Þorskur " Í—WliWW 15% | 1993 1994 Loðnan er uppistaða aflans Aflaverðmætinu skipt á tegundir 10% Annað Krabbi 16/0 ogskel 6% Loðna 8% Grálúða 20% Karfi 5% Ufsi 10% Ýsa 25% Þorskur 1993 1994 Heimild: Útvegur, Fiskifélag fslands • LOÐNA var uppistaða fiskafla okkar bæði 1994 og 1993. Fyrra árið var heildarinn 1.7 milljónir tonna en 1,5 1994. Þorskafi fellur úr 15% í 12% af heild- inni, en hlutur skelfisks eykst úr 4% í 6%. Hlutur karfa og ýsu eykst einnig. Þó loðnan hafi verið 50% aflans í fyrra skilaði hún aðeins 6% verðmætanna. Skelfiskafli í fyrra var 6% heildarinnar en 16% afla- verðmætanna./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.