Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BENZLAÐ UM BORÐIVESTMANNAEY Morgunblaaðið/Svavar ELVA ÁgTÚsta Magnúsdóttir er ein nokkurra stúlkna, sem að jafnaði eru í áhöfn frystitogarans Vestmannaeyjar. Stúlkurnar ganga auðvitað í öll verk og hér er Elva Ágústa að benzla uppi á dekki og hefur greinilega gaman af. Heinaste landaði 1.450 tonnum af karfa í Kanada FRYSTITOGARINN Heinaste landaði nú um mánaðamótin 1.450 tonn- um af hausuðum karfa og tæpum 300 tonnum af mjöli og lýsi í Kanada. Togarinn er skráður í Eistlandi en er í eigu Sjólaskipa í Hafnarfirði og er þetta mesti afli, sem skip í eigu íslend- inga hefur landað. Ekki fengust upplýsingar um verðmæti aflans, en áætla má að það sé eitthvað yfir 100 milljónir króna. Verðmæti aflans yfir 100 milljónir króna Sjómanna- dagsblaðið er komið út SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1995 er komið út og er það 57. árgang- ur blaðsins, sem hóf göngu sína um leið og fyrsti sjómannadagur- inn var haldinn hátíðlegur árið 1938. Að þessu sinni er blaðið 130 síður að stærð og vandað til efnis og frágangs á allan hátt. Minnzt er væntanlegs 80 ára afmælis Sjó- mannafélags Reykjavíkur, en fé- lagið var stofnað þann 23. október árið 1915 og hét þá Hásetafélag Reykjavíkur. Rætt er við yngri sem eldri forystumenn og eldri sjómenn úr röðum félagsmanna rekja ýmsar minningar sína. Hálf öld frá því Dettifossi og Goðafossi var sökkt Þá er þess minnzt í blaðinu að hálf öid er liðin frá því að Detti- fossi og Goðafossi var sökkt í lok síðustú heimsstyijaldar. Greina þeir Geir J. Geirsson, 4. vélstjóri á Dettifossi og Aðalsteinn Guðnason, 2. loftskeytamaður á Goðafossi frá minningum sínum um þessa at- burði og er vafi á að þeir hafi áður verið raktir á jafn ítarlegan og glöggan hátt. Fleiri skipskaða er minnzt, því 40 ár eru nú liðin frá því brezki togarinn Kingston Pearl sigldi vélbátinn Súgfirðing niður á Súgandafirði 1955. Segir Guðmundur Pálsson, vélstjóri, frá minningum sínum um slysið, en hann var einn þriggja manna sem af komust. Eltingarleikurinn við Van Dyck Efni blaðsins er fjölbreytt, sem fyrr segir: Garðar Pálsson, skip- herra, segir frá eltingarleiknum við belgíska togarann Van Dyck árið 1955, en þrjár flugvélar og varð- skip eltu togarann er flúið hafði til hafs í langan tíma og er þarna um eina af meiri eldraunum Land- helgisgæzlunnar að ræða. Fjær í tíma er frásögn af kempunni Há- karla-Jörundi, en þótt flestir hafi heyrt þann mann nefndan, mun færri kunnugt um hveiju hann á frægð sína að þakka. Enn má geta um heimsókn til Sandgerðis þar sem áhöfn björgun- arbátsins Hannesar Þ. hafstein er tekin tali, en tveggja ára reynsla er nú fengin af skipinu og útköll orðin um 70 talsins. Viðtal við Gísia Jónasson Sjómannablaðið er trútt því markmiði sínu að varðveita frá gleymsku merka menn og atburði og auk þess sem að ofan er talið má geta um viðtal við Gísla Jónas- son, sem var með víðkunnustu togaraskipstjórum hér fyrr á árum og hefur frá mörgu að segja. Svip- að gildi hafa merk bréf frá stofn- anda og forvígismanni Sjómanna- dagsins, Henrý A. Hálfdánarsyni, sem hann ritaði ungur maður í sigl- ingum frá fjarlægum stöðum, svo sem Yokohama í Japan og Mið- Ameríku á árunum 1923 til 1925. Margt fleira er að finna í blað- inu, en ritstjórar þess eru Atli Magnússon og Garðar Þorsteins- son, sem jafnframt er ábyrgðar- maður þess. I ' I * 3 < = 1 J STÚRÁSI6 Plötu- smíði HÉÐINN = 3MIÐJA • GARÐABÆ • SlMI 565 2921 • FAX 565 2927 Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta Heinaste fór til veiða á Reykja- neshrygg þann 8. apríl síðastliðinn og stóð veiðiferðin í um 7 vikur. Hann landaði í Nova Scotia í Kanada, alls 1.450 tonnum af haus- skornum og slógdregnum úthafs- karfa, 250 tonnum af fiskimjöli og 40 tonnum af lýsi. Þetta svarar til rúmlega 3.000 tonna upp úr sjó. Hluti aflans seldur í Kanada Guðmundur Þórðarson, útgerð- arstjóri hjá Sjólaskipum, segir, að veiðar og vinnsla í þessum túr hafi gengið mjög vel og sé skipið nú á leið á miðin aftur. Hann seg- ir að ákveðið hafi verið að landa aflanum í Kanada vegna þess að töluvert af karfanum hafi verið selt þangað til frekari vinnslu og mjöl og lýsi hafi einnig verið selt þangað. Auk þess hafi mikið af karfanum verið selt til Japans og verið umskipað í Nova Scotia. - Þar sem Heinaste var að veiðum langt suður á Reykjaneshiygg tap- ast mjög lítill tími þó siglt sé til Kanada. Einnig var að því tölu- verður ávinningur að fara með fiskinn þangað, sem hann var keyptur. Verkfallið nær ekkí til Heinaste Heinaste er skráður í Eistlandi og því tekur verkfall íslenzkra sjó- manna ekki til hans. Flestir í áhöfn hans eru Eistar, en átta íslending- ar eru einnig um borð. Heinaste er langstærsta fiskiskip í eigu fs- lendinga, um 7.700 tonn að stærð. Fiskiskipstjóri er Páll Eyjólfsson og Þorvarður Jónsson er stýrimað- ur. Vélstjóri er Þorbergur Þórhails- son, en auk þeirra eru fjórir ís- lenzkir fiskvinnsiumenn og einn íslenzkur túlkur um borð. Alls eru 86 í áhöfn skipsins' Mikil vinna í karfanum í Færeyjum • VEIÐAR Færeyinga á út- hafskarfa á Reykjaneshrygg liafa gengið upp og ofan eins og veiðar annarra skipa á þessum miðum. Þau hafa þó náð góðum túrum til mikils ávimiings fyrír fiskverka- fólk, sem lítið hefur haft að gera að undanförnu, meðal annars vegna þorskveiði- banns. Togarinn Oyríiafjall kom til Tvöroyrar á Suðurey á dögunum með um 220 tonn af ferskum karfa og til að hægt væri að vinna karfann, varð að kalla út um 50 manns úr öðrum bæjum á eynni. Alls voru um 180 manns í vinnu hjá frystihúsinu á Tvöroyri meðan unnið var úr farmi Oyrnafjalls og unnið var á tveimur vöktum, frá 8 að morgni til miðnættis. Sjómanna- dagsblað Vestmannaeyja komið út • SJÓMANNADAGSBLAÐ Vestmannaeyja er komið út, fjölbreytt og efnismikið að vanda. Blaðið er 160 síður alls og er ritstjóri þess Þór Sveinbjörnsson. Fjöldi greina er í blaðinu, sem er allmikið myndskreytt, bæði af svart- hvítum myndum og litmynd- um. Meðal greina má nefna hugleiðingu eftir séra Jónu Hrönn BoIIadóttur, greinum rannsóknasetur Háskóla ís- lands í Vestmanneyjum eftir Þorstein Inga Sigfússon, pró- fessor, grein eftir Ólaf Sig- urðsson, grein um Náttúru- gripasafn Vestmannaeyja eftir Grím Gíslason, grein eftir Guðjón Ármann Eyjólfs- son, fyrrum skólastjóra Stý- rimannaskólans í Vest- mannaeyjum, sögu Eyjabáta eftir Tryggva Sigurðsson og grein eftir Árna frá Eiðum. Þá má nefna grein um loðn- una, kyndugan fisk, eftir Hafstein Guðfinnsson og Gísla Gíslason. Mikið framboð og lágt verð NOKKUR verðlækkun hefur orðið á fiski á markaðinum í Hull að undanförnu en að sögn eins fiskkaupmannsins þar stafar hún ekki af inn- flutningi frysts fisks eins og margir breskir sjó- menn virðist telja, heldur af verulegum innflutn- ingi á næstum tollalausum, ferskum fiski. Er um að ræða fisk frá Noregi, Færeyjum, íslandi og Eystrasaltsríkjunum en ofan á það hafa síðan bæst góðar gæftir og sæmilegur afli hjá bresku skipunum. Stórverslanirnar gera breskri fiskvinnslu fremur erfitt fyrir Alan Johnson, fiskkaupmaður í Huil, segir, að verðlækkunin stafi af því, að of mikill fiskur sé á markaðinum miðað við eftirspurn og vinnslu- getu. Þetta aukna framboð sé í ferskum fiski enda hafi innflutningur frosins fisks minnkað frá í fyrra þegar hann var þó lítill. Þann sam- drátt megi líka rekja til ferska fisksins enda kaupi vinnslurnar ekki frosinn fisk með öllum þeim kostnaði, sem honum fylgi, þegar nóg sé af ferskum. Lítill fiskur frá Rússlandí Johnson segir, aðTítið sé um fisk frá Rússum, sem selji hann mest til Kanada, 60-70.000 tonn á ári, og til Portúgals þar sem vinnslurnar þar geta borgað allt að 26.000 ísl. kr. meira fyrir tonnið en þær bresku. Auk þess hefur afli rúss- nesku skipanna ekki verið góður upp á síðkastið og sum fengu ekki að veiða þorsk og ýsu í febr- úar og mars. Segir Johnson, að það megi kall- ast lán í óláni fyrir breska sjómenn, að litlar veiðar séu við Kanada og Grænland. Væri allt með felldu þar mætti búast við enn meira fram- boði en þó er. „Nú berst mikið af ferskum þorski úr Eystra- salti á frekar lágu verði, rúmar 75 kr. kg, og nú þegar Svíar eru komnir í Evrópusambandið er þorskurinn frá þeim tollalaus. Þorskveiðin við Færeyjar hefur aukist og ýsan einnig og frá íslgndi kemur líka mikil ýsa. íslenska ýsan er líka ódýr eða um 62 kr. kg fyrir góða ýsu nú um miðjan maí hjá einum kaupanda. Breskir sjómenn hafa áhyggjur af þessu vegna þess, að aðalýsuveiðin er rétt að byija á íslandi en það,_ sem þeim finnst kannski undarlegast, er, að íslendingar skuli vera að senda hingað ferskan fisk á sama tíma og þeir eru að kaupa fisk af Rússum," sagði Johnson. Önnur verðlágmörk Johnson bendir einnig á, að ferskur fiskur sé ekki háður sömu verðlágmörkum og frysti fiskurinn, þau séu lægri og auk þess mismun- andi eftir gæðum. Sé markaðsverðið lágt sé unnt að meta hann niður í gæðum án þess að fara niður fyrir lágmarkið. í frysta fiskinum er aftur á móti aðeins eitt verðlágmark án tillits til gæða. Johnson segir, að þrátt fyrir lágt fiskverð sé lítill arður af vinnslunni og séu ástæðurnar aðal- lega tvær, í fyrsta lagi lítil eftirspurn og í öðru lagi tök stórverslananna á markaðinum, sem verði stöðugt sterkari. Verslanakeðjurnar þrýsti verðinu niður gagnvart framleiðendum með þeim afleiðingum, að þeir rétt skrimti í besta falli enda hafi tvær vinnslur í Hull orðið gjaldþrota á þessu ári. Þetta skili sér síðan til sjómanna í lágu fiskverði. Komast ekki að í verslununum Annað, sem héfur haft mjög slæm áhrif fyrir vinnsluna í Bretlandi og breska sjómenn, er sí- vaxandi úrval af unnum sjávarafurðum í stór- verslununum, aðallega frá Færeyjum, íslandi og Danmörku. „Það vantar ekki, að hráefnisverðið er lágt hér en samt getur vinnslan ekki komið þessum vörum inn í verslanirnar vegna þeirra langtímasamninga, sem þær hafa gert við fram- leiðendur annars staðar. Af þeim sökum hafa breskir neytendur lítið hagnast á lága verðinu á markaðinum," segir Johnson. Alan Johnson segir, að það sé næstum árleg- ur viðburður, að offramboð sé af fiski á breska markaðinum og hann telur, að vandamálið gagn- vart, sjómönnum verði ekki leyst nema með nýiu og niðurgreiddu verðmyndunarkerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.