Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 5

Morgunblaðið - 07.06.1995, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 C 5 Morgunblaðið/Sverrir Gestirnir frá Tævan ásamt gestgjöfum: Grímur Valdimarsson, forsfjóri Rannsóknastofnunar Fiskiðnaðarins, professor Ching-Shyong Wu, Yen-Ping Shih, rektor, Bonnie Sun Pan, deildarfor- seti, og Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands. Samvinna getur skilað báðum þjóðunum miklu Rætt við fulltrúa frá Sjávarútvegsháskóla Tævans TÆVAN- IR og ís- lendingar hafa undir- ritað vilja- yfirlýsingu um samvinnu á sviði sjávarútvegs. Aðilar að Joeirri sam- vinnu hér eru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskóli íslands og sjávarútvegsdeildin á Akureyri. Horfur eru á því að þjóðirnar skiptist á vísindamönnum á sviði rannsókna í sjávarútvegi og verulegir mögu- leikar eru á sölu sjávarafurða þangað. Tævanir flytja til dæmis inn tölu- vert af sjávarfangi úr kaldsævi, meðal annars grálúðu héðan frá íslandi. Fulltrúar frá Sjávarútvegs- háskóla Tævan voru hér á ferðinni í síðustu viku og sögðust þeir hafa margt hingað að sækja og ljóst væri að samvinna þjóðanna gæti skilað þeim báðum miklu á sviði viðskipta með sjávarafurðir og á vísindasviðinu. Skriður kominn á málin Verið ræddi við þau Bonnie Sun Pan, deildarforseta við skólann,, Yen-Pin Shih, rektor og Ghing-Shy- ong Wu, prófessor, er þau voru stödd hér. Bonnie Sun Pan hafði orð fyrir hópnum og byijaði að segja frá því hvernig samskipti þjóðanna hefðu komizt á: „Upphaf samskipta íslands og Tævans má rekja til þess að for- ystumenn úr landbúnaðarráðuneyt- inu og fiskimálstjóri Tævans fóru í heimsókn til íslands. Þeim fannst mikið koma til þt'óunar sjávarút- vegs á íslandi og fiskveiðistjórnun- ar. Þeir fengu þá mikinn áhuga á að byggja upp samband og sam- vinnu milli þjóðanna. Það komast svo ekki skriður á þessi mál fyrr en Grímur Valdi- marsson, forstjóri Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, kom í heim- sókn árið 1992. Undir lok heim- sóknar hans héldum við fund í land- búnaðarráðuneytinu ásamt fiski- málastjóra Tævans, dr. Lee, og við lögðum drög að minnisblaði um samvinnu milli þjóðanna á sviði sjávarútvegs. Sjö manna sendinefnd til Tævans Á síðasta ári komu 7 fulltrúar úr sjávarútvegi og viðskiptum á íslandi í.heimsókn til okkar og við héldum afar árangursríka ráðstefnu um sjávarútvegsmál. Hún vakti verulega athygli, enda þekkja Tæ- vanir lítið til íslenzks sjávarútvegs. Segja má að hún hafi verið annað stóra skrefið á leið okkar til sam- starfs í sjávarútvegi. Sendinefndin heimsótti einnig fiskvinnsluhús, rannsóknastofnanir og fleira til að kynna sér markaðinn fyrir sjávaraf- urðir í Tævan. Flytja inn ýmsar fisktegundir úr kaldsævi Landið er ekki aðeins fiskveiði- land, heldur flytjum við einnig mik- ið inn af sjávarafurðum. Það eru einkum kaldsjávartegundir, sem við flytjum inn og ýsa er þar umfangs- mesta einstaka tegundin. Af öðrum tegundum má nefna nefna þorsk, humar og rækju. íslendingar veiða og vinna mikið af þessum tegundum og gæði framleiðslunnar eru fram- úrskarandi. Því ættu að vera veru- legir möguleikar á viðskiptum með fisk milli þessara fjarlægu eyþjóða. Þá er samvinna á sviði rannsókna í framtíðinni mikilvægur þáttur. Við höfum því ekki aðeins áhuga á sainskiptum á sviði vísinda og rann- sókna, heldur einnig samskiptum á sviði viðskipta." Höfum margt til ykkar að sækja Mér virðist ljóst að við íslending- ar höfum margt af Tævönum að læra, en hafið til eitthvað af okkur að læra? „Jú, við höfum margt til ykkar að sækja. Þar má til dæmis nefna hátæknibúnað til fiskvinnslu, sjálf- virkni af ýmsu tagi eins og raf- eindavogirnar og flokkarana frá Marel. Við höfum séð margt af því tagi hér, sem hefur vakið aðdáun okkar og það er ljóst að þið búið yfir mikilli fagþekkingu á þessu sviði og smíði og hönnun þessa búnaðar til fiskvinnslu er mjög góð. Þá tel ég að fiskveiðistjórnun á íslandi sé mjög góð og árangursrík. Auðlindir okkar við Tævan fara minnkandi, sérstaklega á heima- miðum. Við þurfum að taka á þeim málum og aðferðir ykkar við fisk- veiðistjórn koma þar til greina. Lúðueldi áhugavert Þá skoðuðum við lúðueldi í heim- sókn okkar hér. Það var mjög ahyglisvert, því þó við Tævanir séum umsvifamiklir í fiskeldi, höf- um við ekki verið með kaldsjávar- fisk í því. Þarna gætu því skapazt möguleikar á samvinnu og við borið saman bækur okkar hvað varðar eldi á hlýsjávarfiski og fiski úr köld- um sjó. í framtíðinni gætum við svo kannski framleitt óvenjulegar eða einstakar fiskitegundir með blönd- un hlý- og kaldsjávarfiska. Það er því margt, sem kemur til greina í samskiptum okkar.“ Árlegur fiskafli um 1,5 milljónir tonna Hve mikill er ársaflinn í Tævan? „Heildarafli og fiskeldi skila okk- ur svipuðu magni og ykkur, um 1,5 milljónum tonna árlega. Þar af gef- ur fiskeldið af sér um fjórðung, eða tæplega 400.000 tonn. Við stundum veiðar bæði á heimamiðum og út- höfunum. Helztu tegundirnar í veið- unum eru túnfiskur og smokkfiskur af djúpsævinu. Rækjueldi var um- talsvert, um 50.000 tonn árlega, en vegna sjúkdóma hefur fram- leiðslan minnkað verulega og nú flytjum við jafnvel rækjuna inn. Aðrar eldistegundir eru til dæmis „tilapia", áll og ýmsar aðrar dýrar tegundir eins og humar (rockfish),“ segir Bonnie Sun Pan. Mikil áherzla á rannsóknir „Sjávarútvegsháskólinn í Keel- ung skiptist í þijár megindeildir og er mjög umsvifamikill og nær yfir nánast öll svið sjávarútvegs á há- skólastigi svo sem fiskifræði, mat- vælafræði, rekstrarfræði, skipa- smíðar og mannvirkjagerð. Við leggjum mikla áherzlu á rannsóknir af ýmsu tagi, einkum hagnýtar rannsóknir fyrir sjávarútveginn, en í skólanum eru flestir í námi sem tengist atvinnulífinu. Bein tenging skóla og atvinnulífs er mjög mikil- væg til þess að menntunin nýtist atvinnulífinu sem mest. Góð mennt- un er undirstaða árangurs og því leggjum við jafnmikla áherzlu á hana og raun ber vitni,“ segir Yen- Ping Shih, rektor sjávarútvegshá- skólans í Keelung. ísland og hafið OPNUÐ í hefur verið fjölbreytt og fróðleg sýning á munum og myndum frá sjósókn Islendinga fyrr og nú í sýningarsalnum í Hafnarhúsinu. Þór Magnússon þjóðminjavörður flutti ávarp við opnunina og Hannes Valdimarsson hafnarstjóri opnaði sýninguna. Ræddu þeir báðir þann möguleika að komið yrði upp fastri sýningu við höfnina um sögu útgerðar frá Reykjavík. Sj óminj asýning í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu Flestir munir á sýningunni „Ís- land og hafið“ voru áður í sjóminja- sal í kjallara Þjóðminjasafnsins, en hann hefur nú verið tekinn undir aðra starfsemi. Meðal stórra sýn- ingargripa sem nýtur sín vel í hinum rúmgóða sýningarsal í Hafnarhús- inu er sexæringur, smíðaður í Eng- ey 1912. Þá lét Reykjavíkurhöfn stækka ljósmynd eftir Magnús Ól- afsson af fisksölutorgi við höfnina árið 1919 og er myndir 21 fm að stærð. Hún myndar viðeigandi bak- svið fyrir muni og minjar frá fyrri tíð. Saga siglinga og sjósóknar Á sýningunni eru meðal annars þessi efnisatriði: Landafundir í vestri, skreiðarsala á miðöldum, á opnum bátum í þúsund ár, sjó- mannslíf, verbúðir og skinnklæði, hákarlaveiðar og veiðarfæri, skútu- öld, lífið er saltfiskur, vélar í bát- ana, hvalveiðar, síldin kemur, bar- áttan um fiskimiðin, landhelgis- gæsla, togarabylting, kaupskipaút- gerð, Reykjavíkurhöfn o.fl. Meðal hundruð sýningargripa er síðasti sexæringurinn sem smíðaður var í Engey 1912, veiðarfæri, verk- færi og áhöld, sjóklæði úr skinni, líkön af bátum, skútum og skipum, síldarháfur, lýsistrektar, togvíra- klippur úr þorskastríði, fallbyssa frá síðustu öld, loftskeytaklefi af togar- anum Geir RE 241 frá 1923 með öllum búnaði, risastórar ljósmyndir og greinargóðir skýringartextar. Halakotsbáturinn Einnig „Halakotsbáturinn“, tveggja manna far af Vatnsleysu- strönd, lítil sérsýning um lífríki hafsins fyrir yngstu kynslóðina, ljósmyndir úr bókinni „Ströndin í náttúru íslands" eftir Guðmund Pál Ólafsson. Sjávarútvegsráðuneytið, Hafrannsóknastofnunin, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins og Stýrimannaskólinn kynna starfsemi sína o.fl. Björn G. Björnsson og Jón All- ansson safnvörður hönnuðu sýning- una, sem er sett upp af Sjóminja- safni íslands. Sýningin verður opin kl. 13-17 alla daga til áramóta. Aðgangseyrir er kr. 100 fyrir full- orðna. FJÖLDI muna og módela er á sýningunni ísland og hafið. Beinhákarl er ágætis matur BEINHAKARL er góður til átu, bragðast vel og hann má verka með ýms- um hætti. Norconserv, rannsóknastofa norska niðursuðuiðnaðarins, komst að þessari niðurstöðu í skýrslu árið 1977 en það er nú fyrst, að hafnar eru tilraunaveiðar á beinhákarli til neyslu í Noregi. Tilraunir með veiðar í reknet við Noreg í fyrrnefndri skýrslu segir, að salta megi beinhákarlskjötið niður- sneitt í tunnur og saltað eða útvatn- að sé það síðan ágætishráefni fyrir niðursuðu eða frystingu. Þannig sé það líka næstum alveg -laust við efni, sem mynda ammoníak. 4.000 tonna ársafli? Rolv Ragárd, einn starfsmanna Norconserv, segir, að gerðir hafi verið ýmsir ágætir réttir úr beinhá- karlskjöti, til dæmis stroganoff, snitsel og fleiri, sem vakið hafi mikla athygli. í áætlunum um veiðar á beinhá- karli er gert ráð fyrir, að ársaflinn geti verið um 4.000 tonn til jafnað- ar og komið hefur í ljós, að betur gengur að veiða hann í reknet én með skutli. Beinhákarl hefur raunar verið veiddur nokkuð við Noreg vegna ugganna og þá ávallt skutl- aður en nú eru sem sagt hafnar tilraunir með að veiða hann í rek- net og með það fyrir augum að nýta hann betur en hingað til hefur verið gert. VOGIRsemVIT erí..! Sölu- og þjónustuumboð: ..................• SÍÐUMÚLA13,108 REYKJAVÍK (91) 882122 ... Slórar og sináar vogir i úrvali. PÓLS Rafeindarvörurhf., ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.