Morgunblaðið - 07.06.1995, Page 6

Morgunblaðið - 07.06.1995, Page 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fískverð hefma Karfi Kr./k< April Maí Júni 17.vl 18.vhsCvl20.vl 21.vl 22,vrU Alls fóru 133,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 31,1 tonn á 88,31 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 23,4 tonn á 82,58 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 79,1 tonn á 93,82 kr./kg. Af karfa voru seld 11,7 tonn. í Hafnarfirði á 69,79 kr. (1,71), á Faxagarði á 53,15 kr./kg (3,21) en á 70,30 kr. (6,81) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 26,2 tonn. I Hafnarfirði á 51,25 kr. (3,81), á Faxagarði á 63,59 kr. (2,11) og á 47,59 kr. hvert kíló á Suðumesjum (20,31). Af ýsu voru seld 95,2 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 68,32 kr./kg. Apríl Mai Júní .. l£íl30 Ffskverð ytra Þorskur Karfi Ufsi Apnl 17. vika 18. vika Eitt skip, Kristbjörg VE 70, seldi afla í Bretlandi í síðustu viku samtals 48,7 tonn. Þarafvoru 15,7 tonn af þorski á 94,28 kr./kg, og 17,6tonnafýsuá 102,69 kr./kg. Úr gámum voru seld 498,5 tonn. Þar af voru 34,7 tonn af þorski á 98,31 kr./kg og 231,3 tonn af ýsu á 96,39 kr./kg. Meðalverð á þorski var 97,05 kr./kg. Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Dala Rafn VE 508 seldi 134,8 tonn á 115,55 kr./kg. Þar af voru 92,8 tonn af karfa á 134,60 kr./kg og 38,6 tonn af ufsa á 63,62 kr./kg. Útflutningur sjávarafurða 1994 er sá mesti þennan áratuginn ÞRÁTT fyrir mikinn Verðmæti útflutningsins sfi?\!TSflaútá iókst um 15% milli árU flutningur sjávaraf- “ urða meiri en venð hefur á þessum áratug enda loðnuveiði sæmileg og úthafskarfaveiði mik- il. Verðmæti afurðanna var einnig hærra bæði í krónum talið og sé mið- að við Bandaríkjadollar eða SDR og er það í samræmi við verðmeiri sam- setningu afurða. Heildarmagn útflutningsins var 640.111 tonn árið 1994 en var 635.368 lestir árið 1993. Magnaukningin er því einungis 0,7% milli ára. Heildarmagn útfluttra sjávarafurða var 569.979 tonn árið 1992. Verðmæti afurðanna nam 87,5 milljörðum árið 1994 og samsvarar það 15% aukningu milli ára. Verð- mætið nam 76,1 milljarði króna árið 1993 en var 71,3 milljarðar króna árið 1992. Útflutningurinn jókst að magni um 20,8% milli áranna 1991 og 1992 en virðið dróst þó saman um 5,4%. Árið 1991 var útflutningur- inn 471.646 lestir og var þá að magni til sá minnsti síðan 1983. Verðmæti hans náði þó sögulegu hámarki. Hlutdeild sjávarafurða í heildar- útflutningi landsmanna hefur verið nokkuð stöðug á undanfömum árum þó hún lækki lítilsháttar með ári hveiju. Hún var 75,5% árið 1994 en 78,7% árið 1993. Árið 1992 var hlut- deildin 79,6% en 80,0% árið á undan. Magn Útflutningur sjávarafurða var í hámarki hvað magn varðar árin 1985-1990. Þessi ár veiddist mikil loðna og þá var útflutningur ísfísks einnig í hámarki. Meðalútflutningur á ári þessi ár var um 680 þúsund tonn en hámarki náði útflutningurinn árið 1986. Það ár nam hann tæpum 719 þúsund lestum. Ástæða þessa mikla útflutnings umrætt ár er óvenju mikill loðnuafli sem fram kom I mikilli sölu á lýsi og mjöli, ásamt fleiri löndunum loðnuskipa erlendis. Þá var botnfískaflinn í góðu meðal- lagi ásamt því að sala sjávarafurða var meiri en framleiðsla ársins og gekk því nokkuð á birgðir. Þrátt fyr- ir ágætan loðnuafla ársins 1992 olli minni útflutningur ísfisks því að heildarútflutningur sjávarafurða var töluvert minni en meðalútflutningur- in á seinni hluta níunda áratugarins. Árið 1993 nam útflutningurinn rúm- um 635 þúsund tonnum og munar þar mestu um ágætan loðnuafla á árinu, enda vega lýsi og mjöl þungt í magni útflutnings. Árið 1994 var útflutningurinn 640 þúsund tonn. Loðnuveiði var heldur minni en árið áður en á móti vegur aukinn sfldar- afli. Þá var úthafskarfaveiði með ein- dæmum góð og rækjuveiði mikil. Verðmætl Útflutningsverðmætið hefur verið meira en einn milljarður dollara allt frá árinu 1987. Arið 1993 lækkar það í fyrsta skipti milli ára síðan 1989 en það var 1.123 milljónir árið 1993. Lækkunin milli áranna 1993 og 1992, sé miðað við dollara, er 10,4%. Árið 1994 hækkar það aftur í 1.254 milljarða eða um 11,6%. Verðþróun Ljóst er að verðmæti útflutnings afurðanna ræðst af samspili verðs og aflamagns. Þannig getur vinnsla og markaðssetning ráðið miklu um verðmæti útflutnings ekki síður en aflamagn og verð einstakra afurða. Afli er nú nýttur betur en fyrr og nýjar verðmeiri vörur hafa verið þró- aðar. Hér eru þó einungis skoðað verð helstu útflutningsafurða. Kunnar eru þær verðsveiflur sem átt hafa sér stað á botnfískafurðum á síðustu árum og sjást þær vel á myndunum. Mikil verðhækkun sjó- frystra afurða fyrstu árin skýrist að líkindum af vaxandi þekkingu á markaðssetningu þessara afurða. Árið 1993 varð áframhaldandi verð- lækun bæði á frystum og söltuðum afurðum. Verð á ísfiski hefur þróast á svipaðan hátt og verð á söltuðum og frystum afurðum og skreiðarverð fer lækkandi. Útflutningsverðmæti rækju er hátt hlutfall af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða. Rækjan er að stærstum hluta gufusoðin og skelflett og er að jafnaði vísað til þessa hluta sem „pill- aðrar“ rækju. Hluti aflans er heil- frystur og er það yfirleitt stærri og verðmætari rækja. Nokkuð fer einnig til niðursuðu. Mismunandi verðþróun skelrækju og skelflettrar skýrist að nokkru leyti af misgengi gjaldmiðla en helsta markaðssvæði skelrækju er Japan og meirihluti skelflettrar rækju fer til Bretlands. Verð rækjunnar hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu 2 árin. Verð á mjöli og lýsi sveiflast mik- ið eftir framoði á heimsmarkaði. Árið 1994 var verð á lýsi lægra en árið áður en mjölverð hækkaði. Útflutningsverð síldar hélt áfram að lækka og var mjög lélelgt á árinu 1994, bæði á frystri og saltaðri sfld. Verð á rækju og humri var einnig undir meðaltali, þó hörpudiskur hafí hækkað í verði milli ára. VirAI og hiutfallsleg skipting eftir verkunargreinum Virði útflutnings sjávarafurða hef- ur aukist í samræmi við aukningu að magni til. Miðað við SDR náði útflutningsverðmæti sjávarafurða hámarki árið 1991 þegar það nam um 930 milljónum. Árið 1992 var það 887 milljónir SDR en lækkar enn í 805 milljónir árið 1993 eða sem nemur 10,2% samdrætti milli ára. Árið 1994 eykst verðmætið aftur á móti og verður 876 milljónir SDR. Verðmætaaukningin milli ára er þannig 8,8%. Sé hlutfallsleg skipting í afurða- flokka skoðuð kemur í ljós að nokkur breyting hefur orðið milli ára í sam- ræmi við samsetningu aflans svo og þróun undangenginna ára hvað varð- ar vinnslu hans. Þannig var útflutn- ingsverðmæti frystra afurða 557 milljónir SDR árið 1994 samanborið við 494 milljónir SDR árið 1993. Þetta svarar til 12,8% aukningar milli ára, en hlutdeild þessa afurða- flokks af heildarverðmætinu hækkar úr 61,4% í 63,6% og gætir hér vafa- laust enn aukinna áhrifa sjófrysting- ar. Árið 1992 var verðmæti þessara afurða 527 milljónir. Verðmæti útflutnings saltaðra af- urða eykst um 16,5%, úr 115 milljón- um SDR í 134 milíjónir. Hlutdeild saltaðra afurða af heildarverðmætinu fer úr 14,3% í 15,3% og er það ekki í samræmi við áratuga þróun breyttra vinnsluaðferða og samdrátt þors- kveiða. Líkleg ástæða er að meira var saltað af ufsa árið 1994 en venju- lega. Útflutningsverðmæti saltfísks var 134 milljónir árið 1994 samanbor- ið við 115 milljónir árið áður. ísaðar afurðir aukast hvorki né minnka að verðmæti miðað við SDR. Þó dregst hlutdeild í heildarútflutn- ingsverðmæti saman úr 10% í 9,2% vegna aukinna heildarverðmæta. 24,3% samdráttur varð í útflutn- ingsverðmæti skreiðar milli'ára. Hlut- deild þessa afurðaflokks er undir 1%. Árið 1994 varð 4,9% samdráttur í útflutningsverðmæti lýsis og mjöls og er það í hlutfalli við samdrátt í út- fluttu magni. Árið 1994 var verð- mæti útflutnings 75,8 milljónir SDR samanborið 79,7 milljónir SFR árið 1993 og 71,2 milljónir árið 1992. Breytingar varðandi lagmeti eru óverulegar. Skiptlng útflutnlngs eftlr markaðssvæðum og einstökum löndum Á síðasta ári var hlutfallslegt verð- mæti til Evrópubandalagsríkja lang- mest líkt og verið hefur frá því á seinni hluta níunda áratugarins. Þannig var hlutfall þessara ríkja 64,1% árið 1994 en 62,7% árið 1993. Bandaríkin eru næsta markaðssvæði í röðinni hvað varðar útflutnings- verðmæti en hlutdeild hennar óx úr 12,9% árið 1992 í 18,0% árið 1993. Árið 1994 var hlutdeildin svipuð eða 18,1%. Þriðja hæsta útflutningsverð- mætið fæst frá Asíulöndum en hlut- deild þeirra er 16,4% og hefur hlut- deildin einnig vaxið þar. Hún var 13,1% árið 1993._________________ • Byggt á Útvegi 1994 Útflutningur sjávarafurða 1981-1994, magn og verðmæti 1.400 1.200 1 nnn Heimild: Utvegur, Hagstofa Islands Magn í þúsundum tonna Verðmæti f milljónum SDR— Verðmæti í miiijónum dollara 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 S|ófrysting Sjófrysting 1982-1994 160 í40þDBotnfiskur Rækja____ Annað 120 100 80 60 40 20 )ús. tonn - tpO nfl 1982 1985 1988 1991 1994 Meira fryst um borð, minna í gárna SJÓFRYSTING hefur stöðugt aukist frá því hún hófst í upp- hafi síðasta áratugar. í fyrra nam sjófrysting um 155.000 tonnum og er þá ekki tekið til- lit til veiða á fjarlægum miðum, Smugunni og Fæmska hattinum. Árið 1991 119.500 tonnísjó- vinnslu. Hlutfall sjófrystingar í botnfiskvinnslunni hefur aukizt úr 18% 1991 í 26,1% í fyrra. Nánast allur úthafskarfinn hef- ur verið sjófrystur, 65% grál- úðuaflans og um 25% rækjunn- ar. Umtalsverður hluti rækjuaf- lans er frystur úti á sjó. Útflutningur í gámum rþus. tonn, botnfiskafli H ji i ! | 1982 1985 1988 1991 1994 MIKILL samdráttur hefur orðið á útflutningi óunnins botnfisks í gámum síðustu ári. Síðasti ára- tugur einkenndist af gífurlegir aukningu þessa útflutnings og náði hann hámarki í 92.000 tonnum árið 1990. Síðan hefur dregið hratt úr gámasölunni og á síðasta ári nam útflutningur af þessu tagi aðeins um 40.600 tonnum. Skýringin á samdrætt- inum er bæði tilkom vegna inn- lendra fiskmarkaða og minnk- andi aflakvóta. Af einstökum fiskitegundum er karfinn lang- viðamestur í gámaútflutningum, eð aum fjórðungur. Af öðrum tegundum ná nefna gálúðu og kola. # Heimild: Útvegur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.