Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 7

Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 7. JLINÍ 1995 C 7 Skipstiórnarnám hérlendis of stutt „Kröfur um bætt fjarskipti auka einnig þörf fyrir kennslu, einnig í ensku,“ skrifar Skúli Guðbjarn- arson. „Það er því mjög brýnt að lengja námið í þessari grein.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson NÝÚTSKRIFAÐIR stýrimenn af 1., 2. og 3. stigi ásamt Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni, skólameistara Stýrimannaskólans í Reykjavík. Fjölmörg- námskeið haldin auk hefðbundna námsins STÝRIMANNASKÓLAN- UM í Reykjavík var slitið 2. júní síðastliðinn í 104. skipti frá stofnun skólans árið 1891. Skólinn var settur 1. september í fyrra og hófu þá 72 nemendur nám í skólanum. Verkfall kennara setti svip sinn á skólastarfið eins og í öllum skólum landsins, en nemendur skiluðu sér vel eftir verkfallið og hættu aðeins fjórir. Með því að kenna alla laugardaga og í pá- skafríi náðist að kenna 62 kennsludaga á vorönn, en áður voru áformað- ir 67 kennsludagar. Stýrimannaskólanum í Reykjavík slitið í 104. skiptið LENGJA þai'f stýrimannanámið því auknar kröfur hafa verið gerðar tii stýrimanna síðustu ár og verða enn gerðar næstu árin. Þetta skeður án þess að hægt sé að úrelda eða fella niður fög til sam- ræmis, sem hingað til hafa verið kennd °g Þykja nauðsyn- leg í stýrimanna- náminu. Við stýri- mannaskólana. eru kennd fög á I. og II. stigi sem jafngilda um þriggja ára námi hjá öðrum framhaldsskól- um. Kröfurnar uppfylltar Þetta er óæskilegt með tilliti til þess að nemendur okkar koma af sjó eftir 2ja ára starfsþjálfun og þurfa strax að fylgja mjög erfiðri námsskrá. Hingað til hafa flestir stýrimannanemar getað uppfyllt þær kröfur sem til þeirra eru gerðar með stakri prýði, en greinilegt er að álag- ið á þeim vegna samþjappaðrar námsskrár er of mikið. Með tilliti til þess að kröfur til skipstjórnarmanna munu halda áfram að aukast í ná- inni framtíð er nauðsynlegt að grip- ið verði fljótlega til aðgerða við að bæta úr núverandi ástandi. Það þarf að bæta námið og setja inn ný fög. Það sjáum við best á því að nemar eru að biðja um að fá að taka aukaáfanga, t.d. í tölvunámi, jafnframt því að þeir eru í 25 ein- inga námi á önn. Kröfur um bætt fjarskipti auka einnig þörf fyrir kennslu, einnig í ensku. Það er því mjög brýnt að lengja námið. Slík aðgerð mun tvímælalaust verða til bóta og gefa okkur betur menntaða skipstjórnarmenn. Auka öryggi Þannig má auka öryggi sjófar- enda og afköst dýrra atvinnutækja. Þess vegna er mjög þjóðhagsiega ERLEND fiskiskip lönduðu afla sín- um 33svar sinnum hér á landi í maímánuði og er það 8 löndunum fleira en í sama mánuði í fyrra. Alls lönduðu skipin tæplega 5.000 tonn- um í ár, en í maímánuði í fyrra lönd- uðu þau tæplega 4.810 tonnum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fiskistofu hafa borist frá lönd- SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæfells- bæjar er komið út. Blaðið er 44 síð- ur að stærð og fjölbreytt að efni. Viðtal er_ við Magðalenu Kristjáns- dóttur í Ólafsvík, en hún missti tvo syni sína í sjóslysum á fjórum árum. Þá er grein eftir Alexander Stefáns- son, fyri'verandi ráðherra, um 75 ára sögu hafnargerðar í Ólafsvík og við- tal við Guðmund Kristjánsson, út- gerðarstjóra frá Rifi- um útgerðar- sögu föður hans, Kristjáns Guð- mundssonar, sem hefur gert út í 40 ár. Þá er viðtal við Martein Karls- son, trillukarl úr Ólafsvík, og einnig skrifar Skúli Alexandersson, fyrr- verandi alþingismaður, um Keflavík- urvör undir Jökli. Grein er um Bjarna Sigurðsson í hagkvæmt að bæta skipsstjórnar- menntunina. Talað hefur verið um að ienging námsins muni draga úr aðsókn í skólana. Reynslan sýnir að endurbætur í námi eru vel til þess fallnar að auka virðingu starfsstétt- arinnar sem venjulega skilar sér í meiri aðsókn þegar til lengri tíma er litið. Lengi hefur verið fyrirhugað að breyta núverandi námsfyrirkomu- lagi og vonandi sjá þessar breyting- ar dagsins ljós fljótlega. Það er óæskilegt að gera stórfelldar breyt- ingar á námsskrá í einu stökki, þó er ekki séð hvernig hjá því verður komist í stýrimannanáminu, svo að- kallandi eru þær. Til þess að koma í veg fyrir að það þurfi að taka stór stökk í framþróun skipstjórnar- námsins, eins og nú er fyrirsjáan- legt, verða stýrimannaskólarnir í landinu að vinna .saman að því að þróa kennsluhætti og læra hver af öðrum. Reynsla annarra þjóða getur líka oft komið að góðum notum. Slík samvinna og skoðanaskipti miðla líka vel reynslu manna um kennslu- hætti og mannauðurinn nýtist betur. Það sem mest hefur verið rætt varð- andi endurbætur í skipstjórnar- náminu er lenging þess þannig að kjarnagreinar verði færðar á fyrsta ár. Þannig má samnýta kennslu með öðrum útvegsgreinum. Mikil samstaða Um þetta er mikil samstaða með- al þeirra sem hafa gefið stýrimanna- náminu gaum og ætti því að vera auðvelt í framkvæmd. Síðan má þróa námið áfram svo það geti betur sinnt síbreytilegum atvinnuvegi. Það er óraunhæft og óæskilegt að ætla að setja sér endanleg markmið varðandi þetta nám, því þá er hætt við stöðn- un. Heldur verðum við að vera sam- stíga þróun atvinnuvegarins. Höfundur er kennslustjóri verk- menntaskólans á Akureyri - sjáv- arútvegssviös á Dalvík unarhöfnum um óslægðan afla er- lendra skipa var í maí landað rúm- lega 3.606 tonnum af úthafskarfa, 1.104 tonnum af þorski, 150,5 tonn- um af rækju, 101,8 tonnum af ýsu, 9,5 tonnum af steinbít, rúmlega 1,4 tonnum af lúðu, 995 kílóum af grá- lúðu, 228 kílóum af ufsa og 21 kílói af hlýra. vélsmiðjunni Sindra í Ólafsvík, en hann smíðaði fyrstu netaskífu og netadreka, sem nothæfir voru hér við land. Það var forsenda þess að hægt væri að stunda þessar veiðar víða við landið. Guðrún Tryggvadóttir, sem fór sem kokkur á síld, aðeins 16 ára gömul með föður sínum, segir frá mörgu sem fyrir augu hennar bar og meðal annars þegar asdik-tækið var tekið í notkun, en það olli bylt- ingu við nótaveiðar. Einnig er að finna í blaðinu fleiri viðtöl og grein- ar. Blaðið er gefið út af sjómanna- dagsráði ÓJafsvíkur og er það prent- að í prentsmiðjunni Steinprent í Ól- afsvík. í upphafi skólaslitaræðu minntist Guðjón Ármann Eyjólfsson, skóla- meistari, sérstaklega látinna og drukknaðra sjómanna og allra ís- lenskra sjómanna sem fórust á styijaldarárunum 1939-1945. Gat hann þess að alls staðar í Vestur Evrópu hefði sjómanna sem sigldu í stríðinu verið sérstaklega minnst á friðardaginn 8. maí síðastliðinn, og t.d. hefði drottning Danmerkur, Margrét Þórhildur, talað sérstak- lega fyrir minningu þeirra við minn- isakkerið í Nýhöfn í Kaupmanna- höfn við fjölmenna og hátíðlega athöfn, og einnig hafi þessa verið veglega minnst í Osló. Hið eina raunverulega striðsminnismerki íslendinga „En hvað gerðum við íslendingar til þess að minnast þessara sjó- manna, lífs og liðinna, sem komu íslandi á blað þeirra þjóða sem færðu fórnir í síðari heimsstyijöld- inni til varnar lýðræði í heimin- um?,“ sagði Guðjón Ármann. „Þetta hús sem við erum nú í má fullyrða að sé í raun og veru hið eina stríðs- minnismerki íslendinga, reist af miklum samhug almennings og yf- irvalda, vígt með viðhöfn af forseta landsins og ríkisstjórn, Alþingi og biskupi landsins. Vel færi á því að sjómannasam- tökin og allir Islendingar tækju sig nú saman og hér yrði á góðum stað komið fyrir minningartöflu yfir alla þá sjómenn íslenska sem féllu og fórust í heimsstyijöldinni, en þannig minningarskyldir er víða erlendis; t.d. við Löngulínu í Kaupmannahöfn og víðar. Ég tel okkur hollt að minn- ast ætíð þeirra fórna, sem þjóðir heims færðu í þessari miklu styij- öld til varnar lýðveldi og fijálsri hugsun gegn ribböldum og einræð- , isseggjum.“ Sigling til Færeyja Nemendur Stýrimannaskólans fóru á hefðbundin námskeið í Slysa- varnaskóla sjómanna og slysadeild, en þekktur togaraskipstjóri, Guð- mundur Jónsson, á Venusi kenndi nemendum í fiskveiðisamlíki (hermi) skólans og hélt fyrirlestra um veiðarfæri og veiðarfæragerð. Þá fóru nemendur 3. stigs í siglingu til Færeyja yfir páskana með Bakkafossi, og í ræðu sinni færði skólameistari Eimskipafélagi Is- lands þakkir skólans fyrir að liðka svo til með þennan nauðsynlega þátt í skólastarfinu, en félagið tek- ur aldrei einn eyri hvorki fyrir fæði nemenda eða kennara. Fjöimörg námskeið Auk hins hefðbundna dagskóla voru á skólaárinu haldin fjölmörg námskeið fyrir starfandi skipstjórn- armenn og almenning. Þannig voru haldin 17 átta daga námskeið í fjar- skiptum, öryggis- og neyðarfjar- skiptakerfinu GMDSS, og luku þeim 145, en frá Eimskipafélaginu hafa t.d. 40 skipstjórnarmenn lokið fimm námskeiðum. Ratsjárnám- skeiði, ARPA námskeiði, hafa 17 starfandi skipstjórnarmenn lokið, og 18 hafa lokið námskeiði í með- ferð á hættulegum varningi, IMDG. Þá hafa 48 manns lokið prófum í 30 rúmlesta réttindanámi. Á námskeiðum Stýrimannaskól- ans á síðastliðnu skólaári luku því auk nemenda* skólans 150 manns sérstökum námskeiðum. Þetta þýðir að í Stýrimannaskólanum hafa með föstum nemendum í dagskóla kom- ið yfir 200 manns til náms á skóla- árinu. Einn með ágætiseinkunn Skipstjórnarprófi 1. stigs luku 27 nemendur. 'Hæstu einkunn hlaut Bjarni Friðrik Bragason, Höfn Hornafirði, með aðaleinkunn 170 stig, 8,95 í meðaleinkunn. Annar varð Jón Gunnar Björgvinsson, Reykjavík, með 249 stig, 8,89 í meðaleinkunn og þriðji varð Þór Rúnar Öyahals með 225 stig, 8,65 í meðaleinkunn. Mismunur á aðal- einkunn er vegna þess að í fjölda almennra greina eru einkunnir úr öðrum skólum metnar. Níu nemend- ur fengu yfir 8 og af þeim sem stóðust prófið voru allir nema þrír með 1. einkunn eða hærra en 7,25. 2. stigs prófi luku 22. Hæstu einkunn hlaut Aðalsteinn Bjarna- son, F'lateyri, með 289 stig, 9,03 sem er ágætiseinkunn. Annar varð Jón Atli Gunnarsson, Vestmanna- eyjum, með 231 stig, 8,88 sem er 1. einkunn, og þriðji varð Bjarki Sæþór Aðalsteinsson, Grundarfirði, með 269 stig 8,41, sem er 1. ein- kunn. 6 nemer.dur luku 3. stigs prófi, og hlaut Þorsteinn Örn Andrésson, Reykjavík, hæstu einkunn, 228 stig eða 8,73. Annar varð Sigurður ÓI- afsson, Hörn Hornafirði, með 208 stig, eða 8,32, en allir 6 hlutu góða 1. einkunn. Að loknum upptökuprófum má búast við að fjöldi útskrifaðra stýri- manna með 1., 2. og 3. stig verði yfir 60 talsins. Ýmis verðlaun fyrir námsárangur Að venju voru nemendum afhent mörg og glæsileg verðlaun. Áletrað armbandsúr úr verðlaunasjóði Guð- mundar B. Kristjánssonar kennara fékk Þorsteinn Örn Andrésson, en hann fékk einnig bikar Eimskipafé- lags Islands. Óldubikarinn fékk Aðalsteinn Bjarnason, en hann fékk einnig glæsileg verðlaun frá LÍÚ, sjóúr og loftvog með kveðju frá Kristjáni Ragnarssyni formanni LIÚ. Sendiherra Dana á íslandi, Klaus Otto Koppel, afhenti persónu- lega verðlaun fyrir bestan árangur í dönsku og var gerður góður róm- ur að máli hans. Eidri árgangar gjafmildir Afmælisárgangar fjölmenntu við skólaslitin og færðu þeir skólanum kveðjur. Fyrir 50 ára útskriftar- nema, sem var síðasti árgangurinn sem útskrifaðist úr gamla Stýri- mannaskólanum við Stýrimanna- stíg, talaði Ólafur Björnsson, Kefla- vík, og fyrir 45 ára prófsveina tal- aði Björn Bjarnason, skipstjóri, og færðu þeir skólanum peningagjöf. Magni Sigurhansson talaði fyrir 30 ára farmenn og gáfu þeir skólanum forkunnarfagran skólafána ásamt 30 borðfánum. Fyrir 30 ára fiski- menn talaði Gylfi Hallgrímsson og færðu þeir skólanum peningagjöf. Skólameistari þakkaði góðar gjafir og hlýhug og sleit síðan skólanum í 104. skipti. Fiskiskip 100-200 tonna Óskum eftir að kaupa skip með eða án kvóta. Nánari upplýsingar veitir Báta- og kvótasalan í síma 551 4499. Erlend skip lönduðu 5.000 tonnum í maí Sj ómannadagsblað Snæfellsbæjar komið út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.