Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUÐAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 00 ¥i <* )• Teningar ÞESSIR teningar eru svipaðir en þó ekki allir eins. Einn ten- inganna hefur enn ekki verið settur saman. Spurningin sem þið fáið að glíma við er hver (eða hveijir) fullgerðu tening- anna er eins og sá ófullgerði. Lausnina er að finna annars staðar í blaðinu. Ævintýrið í Oskjuhlíð EITT sinn var einn af blaða- mönnum Morgunblaðs- ins sem var áhugaljósmyndari með fjölskylduna í göngutúr. Þau gengu eftir stígunum í skógræktinni i Öskjuhlíð, rétt hjá flugvellinum. Hann bauð konu iL sinni og krökkum upp ™ á ís á veitingastað í nágrenninu - það var mjög gott veður - konan afþakkaði en sagði að hún vildi frekar svaladrykk. Ekkert mál, ég redda því, sagði blaðamaðurinn og fór að afgreiðsluborðinu til þess að panta svaladrykkinn fyrir konuna, og jú, fyrst hún ætl- aði að fá sér, ætlaði hann að gera það líka. Síðan líður og bíður, en ekki bólar á vini okkar blaða- manninum. Konan og börnin fóru að svipast um eftir karli og fóru út á svalir á veitinga- staðnum - útsýnið var stór- fenglegt og þau gleymdu sér við að horfa í sjónauka sem tyllt var á handriðið. Sjá mátti yfir alla Reykja- vík, lengst á haf út og alla leið út á Garðskaga og meira að segja Snæfellsjökull sveif yfir sjóndeildarhringnum. Og það var næstum hægt að lesa á mælana í flugstjórnarklefa Fokker flugvélarinnar sem hóf sig til flugs og stefndi í austurátt yfir Hengilinn. Ó, hvað þetta var yndislegt. Nei sko! Þarna var eins og skógurinn væri ekki lengur skógurinn í Öskjuhlíð heldur skógur í útlöndum, skógur í ævintýrum, skógur með þremur björnum, þremur al- vöru skógarbjörnum, sem voru að læðast að manni, stórmyndarlegum manni fannst konunni, sem sneri í þá baki og var að bjástra við að skipta um filmu í mynda- vélinni sinni. Þetta var pabbi! Þetta var hann elsku pabbi!! Og, æ, nei!!! Birnirnir þrír voru komnir svo nærri honum að hann hafði ekki minnsta möguleika á að sleppa frá þeim, meira að segja ekki þó að hann setti heimsmet í hundrað metra spretthlaupi þarna á staðnum. Nei, hann átti ekki nokkra von um að sleppa lifandi frá þeim. Þeir lyftu hrömmunum til lofts - nú átti greinilega að láta náðarhöggið ríða af og síðan hæfist veisla hjá þremur skógarbjörnum í skógrækt- inni í Öskjuhlíð. Þetta hlaut að vera mar- tröð, þetta mátti ekki vera satt. Nei, ónei. Bíðið nú, við, hvað gerðist eiginlega, birnirnir þrír og maðurinn stóðu þarna augliti til auglitis og brostu hver til annars og vinur okkar smellti af í gríð og erg, hann skipti að minnsta kosti einu sinni um filmu í myndavélinni sinni, og sfðan gekk hann í hægðum sínum í átt að veitingastaðn- um þar sem hann sá fjöl- skyldu sína meira og minna í yfirliði á svölunum og veit- ingafólkið og aðra gesti sem ekki voru í taugaáfalli stumr- andi yfir henni. Þá fór hann að skellihlæja - og konan hans skildi ekkert í því af hveiju hann var hlæj- andi um miðja nótt uppi í rúmi, svo hún hristi hann til svo hann vaknaði. Er ekki allt í lagi, elskan mín? Þetta hafði þá verið draum- ur eftir allt saman! 7 ára stúlka í Garðabæ, Sigrún Helga Kristjánsdóttir, sendi okkur skemmtilegu myndina af böngsunum bros- andi. Kunnum við henni bestu þakkir fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.