Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÝiktaT ✓/ ftve&A UPr* /r> i. / Mhf~80s* Z HfoMUM* tti/JtuÁí*Í ÞEGAR þetta er skrifað á tölvu undir súð við galopinn þakgluggann í yndislegu veðri að kvöldi 29. maí í Reykjavík og gróðraskúrim- ar hafa glatt gróðurinn í dag, ætti að vera fáránlegt að skrifa texta við vetrarmynd- ir. í það minnsta ætti að vera út í hött að tala um snjóinn í nútíð. En Vestfirðingar og Norðlendingar eru ekki enn lausir við snjóinn! Elstu menn muna vart annað eins veður- far. Ég skrifa þetta, því hjá mér liggur bréf frá ömmu á Hvammstanga, sem hún sendi til Myndasagnanna í endaðan mars síðastliðinn. Ætli sé ekki barasta best að amma hafí orðið: Hér hefur allt verið á kafi í snjó og krakkamir því glað- ir að leika sér úti. Gunnar og Viktor em frændur og báðir 6 ára. Allir bílarnir á myndinni eru að bijótast áfram í snjónum. Húsið hans Gunnars er á kafi í snjó og varð að moka ca 2 metra af snjó ofan af því. Húsið er stórskemmt og trúlega flestir bitar brotnir (bitar = sperrur í þakinu sem halda því uppi ). En í dag er sól og vonandi fer þá að sjást út um glugga- na. Bless, bless. Strákurinn hennar ömmu á Hvammstanga heitir Gunn- ar Valsson, Hvammstanga- braut 39, 530 Hvammstanga. Hann er höfundur myndar- innar sem sýnir Hvamms- tanga eins og hann var í vet- ur - á kafi í snjó. Vonandi prentast myndin þín það vel, Gunnar minn, að útskýringarnar á henni séu læsilegar. Myndin segir mikla sögu og má lengi virða hana fyrir sér og þá er hægt að skilja hvers lags veður geta komið hér á íslandi. En mikið er óskandi að það fari að hlýna hjá þér og öðr- um sem enn eiga eftir að fá sumarið, já, meira að segja vorið. Þrír kettir og fiskur FISKURINN liggur á jörðinni tilbúinn til átu fyrir kettina þrjá sem eiga mislanga leið að fara til að geta satt hungur sitt. Hver kattanna á stystan veg að fara? Svar er að finna á öðrum stað í Myndasögunum. Skipti- markað- urinn EINHVERN vantar eitt- hvað, annar þarf að losna við eitthvað annað. Aug- lýsið það í Skiptimarkaðn- um. Kostar ekki neitt. Þarf ekki að vera stórt, dýrt, flott eða merkilegt. Kýlið á það. Það getur borgað sig. Lausnir HUNDURINN er 46 cm. Teningur númer 3 er eins og sá ófullgerði. Köttur merktur B á stystan veg að fara til fisksins - nammi namm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.