Morgunblaðið - 08.06.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 17
Forsætisráðherra Víetnam í opinbera
heimsókn til Islands
Akafur umbóta-
maður í landi sínu
HEIMSÓKN Vo Van Kiet, forsætisráðherra Víetnam, til íslands
er lokaáfanginn á för hans um Norðurlönd. Hér er Kiet ásamt
Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, þegar hann
var á ferð þar í landi.
Finnland
NATO-
aðild ekki
á dagskrá
Helsinki. Morgunblaðid.
RÍKISSTJÓRN Paavos Lipponens,
forsætisráðherra Finnlands, hyggst
ekki sækja um aðild að Atlantshafs-
bandalaginu (NATO). Þetta kemur
skýrt fram í skýrslu um öryggismál
sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir
þingheim.
Lipponen telur að nú beri að auka
jafnvægi og stöðugleika í evrópskum
öryggismálum. í því skyni sé heppi-
legast að Finnar standi áfram utan
hernaðarbandalaga og annist eigin
landvarnir.
Á fréttamannafundi sem boðað
var til er skýrslan kom út á þriðju-
dag varaði Lipponen við áformum
um stækkun NATO til austurs.
Kvaðst hann þeirrar hyggju að hún
myndi verða til þess að skapa örygg-
isleysi í Rússlandi sem orðið gæti
til þess að gefa öfgasinnuðum þjóð-
ernisöflum aukinn styrk í rússnesk-
um stjórnmálum. Þróun í þá veru
yrði ekki í samræmi við hagsmuni
Finna.
í umræðu á þingi kom fram sú
afstaða margra að staðan í öryggis-
málum einkennist af óvissu nú um
stundir. Það er ekki einungis að
óviss þróun í Rússlandi sé mönnum
mikið umhugsunarefni. Finnar bíða
þess að sjá hvaða stefnu áformuð
stækkun NATO til austurs tekur og
vænta einnig niðurstöðu um framtíð-
arhlutverk Vestur-Evrópusam-
bandsins (VES), varnarbandalags
níu aðildarríkja Evrópusambandsins.
Þess er vænst að þessi tvö mál verði
afgreidd á haustmánuðum.
-----» » ♦
Stofna þing
Norður-
*
Italíu
Mantua. Reuter.
NORÐURSAMBANDIÐ stofnaði í
gær til „þings Norðursins" sem
ætlað er það hlutverk að knýja á
um breytingar á stjórnarskrá Italíu
og kosningalöggjöf.
Um 200 liðsmenn Norðursam-
bandsins sem sitja á ítalska þing-
inu, Evrópusambandsþinginu eða
héraðsþingum mættu til stofnfund-
arins, sem fram fór í 18. aldar villu
í útjaðri miðaldaborgarinnar
Mantua á sléttum Langbarðalands.
Umberto Bossi leiðtogi Norður-
sambandsins neitaði því í setningar-
ræðu, að stofnun samkundunnar
stangaðist á við stjórnarskrána eða
að hún fæli í sér tilraun til aðskiln-
aðar ítölsku landshlutanna.
Hann sagði að þingið myndi fjalla
lagafrumvörp og gera tillögur að
lagabreytingum til þjóðþingsins í
Róm. Ráðgert er að Norðurþingið
fundi mánðarlega, eina viku í senn.
„Héðan frá Matua verður þjóð-
inni gerð rækileg grein fyrir þeim
lagabreytingum sem þörf er á til
þess að brjóta upp fámennisvald
miðstýringaraflanna.
-----» ♦ ♦-----
Greiðslu-
kort úr tré
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKT fyrirtæki hefur þróað
náttúruvænt greiðslukort úr birki
og endurvinnanlegu lími. Búast má
við að nýja kortið verði talsvert
dýrara en hefðbundið plastkort
Framkvæmdastjóri sænska fyrir-
tækisins Eco Card Sweden AB,
Torsten Hakansta, sagði að birki-
kortið mætti nota á allan þann hátt
sem plastkortin eru nú notuð.
Framleiðsla kortanna hefst eftir ár.
FORSÆTISRÁÐHERRA Víetnam,
Vo Van Kiet, kemur í tveggja daga
opinbera heimsókn hingað til lands
í dag, og er það lokaáfangi farar
hans um Norðurlönd. í fylgdarliði
forsætisráðherrans eru kona hans,
þrír ráðherrar í stjórn hans og sér-
stök viðskiptasendinefnd, ásamt
fylgiliði. Heimsóknin er í boði Dav-
íðs Oddssonar, forsætisráðherra ís-
lands.
Frá því Kiet tók við embætti for-
sætisráðherra í Víetnam í ágúst
1991 hefur hann heimsótt Singap-
ore, Malasíu, Thailand, Indónesíu
og Brunei og leitast við að efla
traust milli þessara ríkja og stjórn-
valda í Hanoi, höfuðborg Víetnam.
Gagnrýndur
heimafyrir
Kiet hefur verið nokkuð gagn
rýndur af harðlínumönnum í Víet-
nam fyrir að vilja fara mikinn í
umbótum í landinu. Hann hefur
jafnvel leitast við að breyta fata-
vali embættismanna, sem hafa yfir-
leitt látið sér duga gúmmískó og
óformlegan klæðnað.
Kiet hefur fylgt fordæmi fyrrum
formanns Kommúnistaflokksins,
Nguyen Van Linh, sem sagði skilið
við miðstýringu á níunda áratugn-
um með því að fella niður mikið
af opinberum niðurgreiðslum og
afnema lögbindingu vöruverðs.
Bændum var heimilað að selja sjálf-
ir vörur sínar og einstaklingar og
fyrirtæki fengu að njóta hagnaðar
af framleiðslu sinni.
Af fátæku fólki
Kiet fæddist í suðurhluta Cuu
Long héraðs. Faðir hans var bóndi
og fjölskyldan fátæk. Hann gekk
til liðs við andspyrnuhreyfingu gegn
frönskum yfirráðum 1938 þegar
hann var sextán ára. Eftir mis-
heppnaða byltingartilraun 1940
flúði Kiet inn í frumskóginn og árið
1945 hafði hann skyldum að gegna
í Viet Minh-hreyfmgu þjóðernis-
sinnaðra kommúnista.
Hann var stjórnarerindreki
flokksins í Saigon þegar hófust
vopnuð átök við stjórn Ngo Dinh
Diem, sem naut stuðnings Banda-
ríkjastjórnar. Til ársins 1971 var
hann yfirmaður uppreisnarliðs
kommúnista í vesturhluta Suður-
Víetnam.
Fyrri eiginkona Kiets og börr
þeirra fórust í sprengjuárás Banda-
ríkjamanna þegar þau voru á leið
til leynilegs fundar við hann. Lík-
amsleifar þeirra hafa aldrei fund-
ist.
Ári eftir að kommúnistar höfðu
sigur í stríðinu við sunnanmenn
varð Kiet yfirmaður flokks þeirra
í Saigon, eða Ho Chi Minh borg.
Hann varð fullgildur meðlimur
framkvæmdastjórnar flokksins
1982 og tók þá einnig við embætti
aðstoðarforsætisráðherra og for-
manns áætlananefndar ríkisins.
Skógarplöntur
15-25 Stk. í bakka
Birki, lerki, sitkagreni,
blágreni, ölur og stafafura.
kr.
698
bakkinn
Hansa-
rós
kr. 349
Moltukassi
340 lítrar
Fyrirgarða-
og heimili
kr. 4*900
stk.
Surnar-
nellikka
kr. 99
blómoucil