Morgunblaðið - 08.06.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.06.1995, Qupperneq 1
FfARFESTIWG Væntingar í Vietnam /4 LElCUBlLAR Tíu af stööinni /6 TORCIÐ Gróska í guðaveigum/9 Ecu-bréf I útboði á Ecu-tengdum spariskír- teinum til 5 ára sem lauk með opnun tilboða i gær náðist ekki tiltekin Iágmarksfjárhæð. í útboði á verðtryggðum spariskirteinum til 5 og 10 ára voru gild tilboð 186 milljónir, en heildarfjárhæð tek- inna tilboða 142 milljónir frá 14 aðilum. Meðalávöxtun bréfa til 5 ára var 5,77% og til 10 ára 5,83%. í hvorugu tilfella var um að ræða breytingu frá síðasta útboði. Vistvænt Eimskip festi nýlega kaup á 100 nýjum, umhverfisvænum frysti- gámum. Gámar þessir uppfylla nýjustu kröfur um notkun vist- vænna efna við einangrun og kælingu slíkra gáma. Verð frysti- gámanna er tæpar 150 milljónir króna. Tölvuleikir Sony hyggst selja PlayStation tölvuleiki sína á markað í Evrópu og Bandaríkjunum í september. Þeir hafa verið kallaðir mikilvæg- asta nýjung fyrirtækisins síðan Walkman kom til sögunnar, en eins og kunnugt er hefur Ólafur Jóhann Ólafsson meðal annars umsjón með tölvuleikjafram- leiðslu hjá Sony. SÖLUGENGIDOLLARS Fjöldi %% 1. Tovota 578 21,2 -0,2 2 Nissan 417 15,3 +20,2 3. Volkswagen 313 11,5 +48,3 4. Hvundai 250 9,6 +4,6 5. Subaru 165 6,0 +1169,2 6. Opel 145 5,3 +383,3 7. Mitsubishi 131 4,8 -24,3 8. Renault 100 3,7 +51,5 9. Volvo 96 3,5 +20,0 10. Lada 76 2,8 +15,2 Aðrar teg. 460 16,8 +24,0 Samtals 2.731 100,0 +22,5 Bifreiðainnflutningur í janúar til maí 2731 1994 og 1995 2.230 L_ 1995 |- FÓLKSBÍLAR, nýir VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 250 1 229 1995 1994 NÝSKRÁNINGUM fólksbíla hefur fjölgað um 22,5% það sem af er árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins var skráður 2.731 nýr bíll á móti 2.230 á sama tíma í fyrra. Hvað varðar markaðshlutdeild einstakra einstakra fólksbílategunda er Toyota söluhæsti bíllinn með um 21 % markaðshlutdeild sem er svipað og í fyrra. Mesta athygli vekur þó mikil aukning í söiu á Subaru og Opel bifreiðum en sala á Subaru bifreiðum hefur nær þrettánfaldast á milli ára og sala á Opel nær fimmfaldast. Einnig má sjá að evrópskar bílategundir hafa styrkt stöðu sína nokkuð á milli ára. Upplýsingar um mánaðarlegar nýskráningar bifreiða frá árinu 1991 eru á súluritinu hér fyrir neðan og þar má sjá að innflutningur hefur aukist umtalsvert í maímánuði. * Utlit fyrir að samstarfi Eimskips og Samskipa í Ameríkusiglingum sé lokið Eimskip krefst 40% hækkunar fiutningsgjalda FLEST bendir til þess að sam- starfi Eimskips og Samskipa um flutninga til Bandaríkjanna muni ljúka í lok þessa mánaðar þegar samningur félaganna rennur út. Þau hafa átt í viðræðum undanfar- ið um möguleika á að framlengja samstarfssamning um að Eimskip annist flutninga á þessari leið fyr- ir Samskip. Þar hefur Eimskip far- ið fram á 40% hækkun flutnings- gjalda og ekki boðið fram flutninga á því magni sem Samskip telur sig þurfa á að halda. „Við gengum til samningavið- ræðna við Eimskipafélagið fyrir rúmum tveimur árum síðan af þeirri einföldu ástæðu að við teljum það mjög skynsamlegt að islensk fyrirtæki starfi saman þar sem gagnkvæmir hagsmunir eru fyrir hendi,“ sagði Ólafur Ólafsson, for- stjóri Samskipa í samtali við Morg- unblaðið. „Þó þau þurfi einnig að keppa þá er oft skynsamlegt fyrir þau að starfa saman, sérstaklega þegar þau starfa í alþjóðlegu um- hverfi og alþjóðlegri samkeppni. Þess vegna vildum við ná sam- komulagi við Eimskip á þessari siglingaleið. Það hefur í grundvall- aratriðum gengið eftir. Núna við endurnýjun þessa sam- komulags hefur Eimskip óskað eftir 40% hækkun á flutningsgjöld- um í verðbólgulausu þjóðfélagi. Á sama tíma hefur dollar ekki fallið nema um 9%. Jafnframt hefur fé- lagið ekki treyst sér til að tryggja okkur það magn sem við þurfum til að geta tryggt okkar viðskipta- vinum nauðsynlega þjónustu. Við lítum á þetta sem höfnun á frek- ara samstarfi. Þess vegna höfum við núna ákveðið að fara aðrar leiðir til að tryggja okkur enn sem áður bestu þjónustuna á góðu verði. Við munum tilkynna form- lega um það fyrir mánaðamót með hvaða hætti það verður. Það verð- ur m.a. í samstarfi við erlent skipa- félag.“ Ólafur benti á í þessu sambandi að erlend skipafélög hefðu mikið samstarf sín á milli. „Það er aðeins eitt alþjóðlegt skipafélag með sjálf- stæðar siglingar yfir Atlantshafið þ.e.a.s. stórfyrirtækið Evergreen. Þessi fyrirtæki forðast það að vera með alltof mikið framboð og illa nýtt tæki. Það hefur tekist ágæt- lega undanfarin tvö ár hjá okkur.“ Samskip hefur flutt eitthvað á annan tug þúsunda tonna af vörum með Eimskip í útflutningi á ári undanfarin tvö ár til Bandaríkj- anna, einkum sjávarafurðir og þó nokkurn innflutning. Forráðamenn Eimskips vildu í gær ekkert tjá sig um þetta mál og sögðu aðeins að viðræður stæðu yfir við Samskip. ISLENSKI LÍFEYRISSJÓÐURINN fyrirhyggja til framtíðar íslenski lífeyrissjóðurinn hf, séreignasjóður í umsjá Landsbréfa, hefur sýnt bestu ávöxtun séreignasjóða sl. fjögur ár, Allir sem vilja skapa sér og sínum meira öryggi í framtíðinni eiga erindi í sjóðinn. Ráðgjafar Landsbréfa hf. og umboðsmenn í Landsbanka Islands um allt land veita allar frekari upplýsingar 9 LANDSBREF HF. SUÐURLANDSBRAUT 108 REYKJAVIK, S 5 8 8 9 2 0 0 BREFASIMl 588 8598

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.