Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 B i VIÐSKIPTI Bandarísk vísi- tala lækkar þijá mánuði íröð Nýtt samdráttarskeið á næsta leiti? Washington. Keuter. HELZTA vísitala bandarískra stjórn- valda til að spá fyrir um efnahags- þróun lækkaði þriðja mánuðinn í röð í apríl að sögn viðskiptaráðuneytisins í Washington og það hefur ekki gerzt síðan samdrátturinn 1990-91 hófst. Vísitala helztu vísbendinga um þróun efnahagsmála (Index of Leading Indicators), sem er sex til níu mán- aða hagspá, lækkaði um 0,6% miðað við 0,5% í marz og 0,3% í febrúar. Vísitaian sýndi enga breytingu í janúar áður en lækkunin hófst og lækkunin í apríl hefur ekki verið eins mikil í einum mánuði síðan vísitalan lækkaði um 0,8% í marz 1993. Lækkun hefur ekki mælzt í jafn- langan tíma í einu síðan vísitalan lækkaði í sex mánuði frá júní til nóvember 1990 við upphaf samdrátt- arins, sem stóð frá júlí 1990 til marz 1991. Yfirvofandi samdráttur? Nokkrir telja þriggja mánaða lækkunina nú bendingu um yfirvof- andi samdrátt, þótt vísitalan sé ekki óbrigðul. Styttri meðalvinnuvika og auknar kröfur um atvinnuleysisbætur áttu mestan þátt í lækkuninni. Auk þess fækkaði biðpöntunum og nýjum pöntunum til framleiðenda. Hrávöruverð lækkaði og einu já- kvæðu bendingarnar voru hærra kauphallarverð, aukin bjartsýni neyt- enda og fjölgun umsókna um bygg- ingarieyfi. Sala bíla minni vestra í maí Detroit. Reut- SALA á fólksbílum og léttum flutn- ingabifreiðum í Bandaríkjunum minnkaði fimmta mánuðinn í röð í maí að sögn framleiðenda og það eykur líkur á því að enn verði dreg- ið úr framleiðslu í sumar. Salan minnkaði um 3% miðað við sama mánuð í fyrra, en útkoman var heldur skárri en í apríl að sögn sérfræðinga. Sá mánuður var hins vegar afleitur. Sérfræðingar telja að endanleg tala fyrir maí verði um 14.6 milljón- ir bíla, sem er svipuð útkoma og fyrir ári. Mat þeirra byggist á tölum frá Ford Motor Co. og fleiri bifreiða- framleiðendum. í apríl seldust 13.9 milljónir bíla. Sala General Motors minnkaði um 5.4% miðað við sama tíma í fyrra í 458.454 fólksbíla og vörubíla. Sala á vörubílum GM minnkaði — sem er sjaldgæft — um 5,2%. Sala á sport- og fjölnota bílum GM hélt áfram að aukast í maí. Sala Chrysler Corp. minnkaði um 3% í maí í 209.487 fólksbíla og vöru- bíla. Sala Chryslers innanlands minnkaði um 7,4%, en nokkurra mánaða samdrætti í vörubílasölu inn- anlands lauk og salan jókst um 1%. Aukning hjá Japönum * Japanskir bílaframleiðendur stóðu sig betur en GM og Chrysler í maí. Toyota kveðst hafa aukið sölu sína um 9,1% og Nissan um 5,9%. Sala Honda í Bandaríkjunum minnkaði um 1,0%. Ford hefur ákveðið að hætta fram- leiðslu í eina viku í verksmiðjum sín- um í Kansas City og Cuautitlan í Mexíkó til þess að grynnka á birgðum af Contour og Mystique, sem hafa verið á markaðnum í eitt ár. • HÖNNUN • GÆDI • NOTAGILDI • Fjarskipti Danir bjóða hæst í síma Tékka Prag. Reuter. HÆSTU tilboð í tékknesku símaeinokunina SPT Telecom a.s. eru frá Tele Danmark A/S og Stet International á Ítalíu að sögn blaðsins Mlada Fronta Dnes. Danir og ítalir bjóða um 1,5 milljárða dollara í 27% hlut í SPTfSem þarf mikla fjármuni til að endumýja úrelt íjar- skiptakerfi. Næsthæstu tilboð eru frá Ameritech og Deutsche Tele- kom og France Telecom og Bell Atlantic International - um 1.25 milljarðar dollara. Laksta tilboðið er frá Swiss Telecom og PTT Nederland, tæplega einn milljarður doll- ara. Hambros banki lækkar arð vegna minni hagnaðar London. Reuter. HAMBROS Plc, hinn virti brezki banki, hefur skýrt frá því að hagnaður fyrir skatta hafí dregizt saman um 58%, minnkað um helming greiðslu arðs af hlutabréfum og telur að ekkert lát verði á erfiðleik- um sem við sé að etja. Hagnaður fyrir skatta á tólf mánuðum til 31. marz minnk- aði í 37,1 milljón punda úr 87,8 milljónum punda. Verð hlutabréfa í Hambros lækkaði um 21 pens í 190 pens. Sér- fræðingar segja lækkunina stafa af því að ákveðið var að lækka arðgreiðslu í 7,5 pens á hlutabréf úr 15 pensum. Flestir höfðu spáð óbreyttum greiðslum. Færri án vinnu í Þýzkalandi Ntirnberg. Reuter. ATVINNULAUSUM Þjóðveij- um fækkaði um 143.000 í 3.46 milljónir í maí. Dregið hefur því úr atvinnu- leysi fimm mánuði í röð og það hefur ekki verið minna síðan í september 1993 samkvæmt opinberum tölum. Atvinnuleysið minnkaði í 9% úr 9,4 í apríl. ,;«T A.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiöja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 5573100 A&iio, SKRIFSTOFUHÚSGÖGN :ÆBrjr:EÆW ÆM ÆMÆMÆ BÆMÆBá Þú nærð forskoti þegar tæknin \dnnur með þér CS - PR0 tæknin í Ijósritunarvélum er framtíðarlausn fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi. Mikil framleiðni Sjálfvirk frumritamötun á mesta, mögulega Ijósritunarhraða Flokkunar- og heftibúnaður s sem vinnur hratt og örugglega MINOLTA CS-PRO Ijósritunarvélar Skreli á undan inn i Iramlíðina KJARAN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SÍÐUMÚL114. 108 REYKJAVÍK, SlMI 5813022 Blab allra landsmanna! fNttrgttttMafrife -kjarni málsins! “Nú versla ég aut á einum staö í gegnum Seit og Sent, því þar er þægileg og hröð þjónusta og mikið vöruúrval. Þar get ég tekið það magn sem ég þarf hverju sinni ó hagkvæmu verði og get þannig selt ódýrt til minna viðskiptavina. Flutningskostnaður hefur stórlækkað og er orðinn hverfandi. Auk þess er mikill vinnusparnaður að versla aðeins við einn innkaupaaðila. Ég tel smærri verslanir úti ó landi vera ó uppleið. Með því að versla við Selt og Sent er hægt að hafa mun meira vöruúrval ón þess að vera með nokkurn lager og geta samt boðið vörur ó sanngjörnu verði". Selt Cripiö WfflMMM m 1 J32 BIRGÐAVERSLUN HPthBBi Sent creitt SÍMI: 68 89 70 FAX: 68 95 57 SÍMI:68 95 35 FAX: 68 95 57 Hannes Friðriksson rekur verslunarstaðinn Vegamót ó Bíldudal og hefur nýtt sér sendingaþjónustuno Selt og Sent hjó Gripið og Greitt. Hann hefur þetta að segja:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.