Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Undanfarið hefur færst í vöxt að íslensk fyrirtæki líti til Asíu með viðskipti í huga. Fáum sögum fer enn af viðskiptum íslands og Víetnam en nú er unnið að breytingum þar á Væntíngar í Víetnam Stjómvöld í Víetnam hafa á síðustu árum tekið upp stefnu umbóta á ýmsum sviðum og meðal annars opnað landið fyrír erlendu fjár- magni. í kjölfaríð eiga erlend fyrírtæki greiða leið þangað inn og meðal þeirra sem vilja kynna sér þennan nýja markað em forsvars- menn íslenskra fyrirtækja. Hanna Katrín Fríðriksen kannaði hverjir em þar í fararbroddi. Morgunblaðið/Emelía HAUKUR Harðarson og Trieu Hoang eru upphafsmenn að stofnun íslensk/víetnamska fyrirtækis- ins HeH International. Þetta er ráðgjafafyrirtæki sem vinnur að því að aðstoða erlend fyrirtæki við að ná fótfestu í Víetnam. Margir Íslendingar hafa leitað til HeH í þeim tilgangi. Utflutningur íslendinga til Asíulanda hefur tvöfald- ast á tveimur árum og var á síðasta ári meiri en til Bandaríkjanna. Þá var útflutn- ingur íslendinga til Asíu tæp 16% af heildarútflutningi þjóðarinnar samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu íslands. Árið 1990 var þetta hlutfall 5% og aðeins 1,5% árið 1980. Fáum sögum fer hins vegar að viðskiptum Islendinga og Víet- nama, en nú er unnið af fullri al- vöru að breytingum þar á. Víetnam er tólfta stærsta ríki veraldar með íbúatölu upp á rúmlega 70 milljón- ir. Hagvöxtur í Víetnam hefur auk- ist undanfarin ár. Árið 1993 var hann 8,1% og 8,8% í fyrra. Þá spá hagfræðingar tímaritsins Economist því að hagvöxturinn verði 9,5% á þessu ári og 10,0% á því næsta. Það er því ekki útséð um að Víetnam verði enn eitt asískt efnahagsundf- ur. Til marks um vilja manna til þess að koma á viðskiptum á milli Islands og Víetnam má nefna að í dag, fimmtudaginn 8. júní, kemur forsætisráðherra Víetnam, Vo Van Kiet, [ opinbera heimsókn til Is- lands. í för með forsætisráðherran- um eru meðal annars ráðherra stjórnarráðs Víetnam, utanríkis- ráðherra og fjármálaráðherra sem munu væntanlega eiga fundi með kollegum sínum hér á landi um við- skipti landanna tveggja. I fylgdar- liði forsætisráðherrans, sem telur samtals um 70 manns, er sérstök 17 manna viðskiptasendinefnd og munu fulltrúar íslenskra fyrirtækja eiga fundi með henni um möguleg viðskipti á milli landanna tveggja. Markaðsskýrsla Á sama tíma og viðskiptasendi- nefndin frá Víetnam er stöd_d hér á landi er Þorgeir Pálsson hjá Útflutn- ingsráði íslands á ferð í Víetnam. Blaðamaður ræddi við Þorgeir skömmu áður en hann fór út 'og sagði hann þá að tilgangur ferðar- innar væri fyrst og fremst að fá innsýn í markaðsaðstæður þar í landi. Hjá Útflutningsráði íslands hafa á árinu verið kynntar markaðs- skýrslur um Taívan og Suður- Kóreu, sem ætlað er að gagnist aðilum sem hafa hug á að stofna til viðskiptasambanda á þessum stöðum. Unnið er að gerð markaðs- skýrslu um Kína og er tilgangurinn með ferð Þorgeirs til Víetnam, með- al annars að afla upplýsinga til sam- bærilegrar skýrslugerðar um landið. í skýrslunni verður reynt að gera grein fyrir þjóðfélaginu, menningu og viðskiptavenjum ásamt því að birta upplýsingar um fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Þorgeirs er áætl- að að skýrsla Útflutningsráðs um Víetnam verði kynnt þegar líða tek- ur á haustið. íslenskir á íslandi, Víetnamar í Víetnam Það eru hæg heimatökin fyrir forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja; fyrirtækja í sjávarútvegi, tölvu- fyrirtækja, byggingarverktaka og fleiri sem hafa hug á að leita fyrir sér með samvinnu við Víetnama. Þeir eiga nefniiega greiða leið að ráðgjafafyrirtækinu HeH Internati- onal sem er í eigu íslenskra og víet- namskra aðila. Stofnendur HeH International eru tveir vinir og fyrr- um skólafélagar frá Chicago, ís- lendingurinn Haukur Harðarson og Víetnaminn Trieu Hoang. „Helsta markmið starfseminnar eru að hjálpa erlendum fyrirtækjum að koma sér fyrir í Víetnam," sagði Haukur í samtali við Morgunblaðið, „en í bili leggjum við aðaláherslu á aðstoð við íslensk fyrirtæki. Það er heilmikil vinna því það hafa þró- ast sérstakir viðskiptahættir þar í landi og menn verða að þekkja mjög vel til. Það skiptir öllu í þessu sambandi að við erum í raun Víet- namar í Víetnam og íslendingar á íslandi. HeH getur þannig brúað bilið á milli Víetnam og Vestur-Evr- ópu.“ HeH var stofnað í núverandi mynd fyrir einu ári, en tvö ár eru síðan Haukur og Hoang stofnuðu saman fyrirtæki. Aðspurður hvað mætti helst nefna sem dæmi um vel heppnaða samvinnu íslenskra og víetnamskra aðila sagði Haukur að málin væru flest stutt á veg komin þar sem menn væru rétt að byija að þreifa fyrir sér. „Það sem er kannski mest spennandi er samstarf við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna við 'að koma íslenskum sjávarútveg á framfæri í Víetnam. Þar eigum við að nýta okkur að við stöndum öðrum framar,“ sagði hann. Víetnam á Internetið Haukur sagði ennfremur að HeH hefði frumkvæði að stofnun fyrir- tækis í hugbúnaðargerð, Nordic Technology Solution, NTS. HeH er lítill hluthafí þar, en hluthafahópur- inn er annars þverskurður af ís- lenskum hugbúnaðarhúsum. Þar má nefna Skýrr, Tölvumyndir, Tölvumiðlun, Tæknival og Hugbún- að. Sveinn Baldursson hjá Tölvu- myndun vildi sem minnst tala um starfsemina í Víetnam þegar Morg- unblaðið leitaði til hans. Sagðist vilja láta verkin tala. Hann sagði þó að NTS væri að vinna að upplýsinga- tæknivæðingu í stjómsýslu í Víet- nam og hefði meðal annars sett upp Internet gátt fyrir Ho Chi Minh svæðið sem áður var Saigon og nágrenni. „Þetta er bara eitt af þeim verkum sem fjölmörg íslensk fyrirtæki ættu að vera að vinna að út um allan heim og ætti í raun ekki að vera í frásögur færandi," sagði Sveinn. „Sumt gengur upp, annað ekki.“ Persónuleg tengsl Haukur sagði að þeim fyrirtækj- um færi sífellt fjölgandi sem leituðu til HeH til þess að koma á sambönd- um í Víetnam. „Við reynum að sinna þeim sem leita til okkar enda teljum við okkur geta orðið til mikillar hjálpar vegna þeirrar sérstöðu okkar að vera íslenskt/víetnamskt fyrir- tæki. Lagaumhverfið er mjög fram- stætt í Víetnam og viðskiptin byggj- ast helst á persónulegum tengslum. Þau höfum við í gegnum Trieu sem á mjög greiðan aðgang að stjóm- kerfinu í Víetnam og það er í raun hornsteinninn að starfseminni," sagði Haukur. Aðspurður hvort það væri ekki kostnaðarsamt að ryðja íslenskum fyrirtækjum brautargengi í Víetnam kvað Haukur svo vera. Það væri ekki fyrr en nýlega að HeH hefði ráðið fólk til starfa fyrir utan Trieu •sem lengi hefði verið eini starfs- krafturinn í Víetnam. Nú væru þeir fjórir auk hans og Hauks. Ennfrem- ur sagði Haukur að HeH væri ekki að sækja í opinbert fjármagn, held- ur hefðu hluthafar bjargað því sem bjárga þurfti. Nú væri fyrirtækið farið að fá vinnu út á fyrri vinnu sem Haukur sagði að væri stór áfangi. Hluthafar HeH Intemational auk Hauks og Trieu Hoang eru íslensk- ir aðalverktakar, sem eiga þriðj- ungshlut, og verkfræðistofan Ferli hf. ásamt smærri víetnömskum hluthöfum. Ólafur Thors er starfs- mannastjóri íslenskra aðalverktaka. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að ýmislegt væri í gerjun hjá HeH, en málin væru öll á viðkvæmu stigi og því rétt að fara rólega í sakimar. „Þetta gengur þó vel,“ sagði hann og ennfremur að þó opinber fjármagnsstuðningur hefði ekki verið neinn hefði fyrirtækið fengið ágætis þverpólitískan stuðn- ing hér á landi. Islenskir aðalverktakar hafa um nokkurt skeið skoðað verktakaiðnað í Asíu með útflutning í huga. Ólafur sagði að í Víetnam væri verið að tala við ýmsa aðila um samvinnu, árangur sæist, en ekkert væri enn fast í hendi. „Það tekur lengri tíma en mann gat órað fyrir að koma samstarfi á laggimar. Umhverfíð er slíkt að eitt handtak og traust milli aðila vegur þyngra en bílhlass af undirskrifuðum samningum. Þar kemur HeH okkur til góða enda má segja að öll þessi starfsemi byggi á þeim samböndum sem Trieu hefur á Ho Chi Minh svæðinu,“ sagði Ólaf- ur. Morgunblaðið skýrði frá því í nóvember á síðasta ári að HeH hefði tryggt sér fomýtingarrétt á lóð mið- svæðis í Saigon og kannað mögu- leika þess að byggja hótel á lóðinni með þátttöku Islenskra aðalverk- taka. Þar væri um að ræða risa- stórt verkefni, en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er það nú í biðstöðu fram á haust vegna laga- breytinga í Víetnam sem varða sam- starf innlendra og erlendra aðila í sameignarfyrirtækjum. Það besta frá íslandi Þó áherslan sé í bili lögð á að koma fótunum undir starfsemi ís- lenskra aðila í Víetnam hefur HeH unnið fyrir erlend fyrirtæki í sömu erindagjörðum. „Munurinn á Is- lenskum fyrirtækjum og erlendum sem við vinnum fyrir er að það þarf að bytja á að sannfæra íslendingana um ágæti Víetnam á meðan þeir erlendu era búnir að gera það upp við sig að þeir ætla til Víetnam hvort sem það verður í gegnum okkur eða aðra,“ segir Haukur. Haukur og Ölafur leggja báðir áherslu á mikilvægi þess að íslensku framheijarnir í viðskiptum við Víet- nama standi sig vel. „ímynd HeH er sú að við seljum það besta frá íslandi," segir Haukur og það er nauðsynlegt að það standi að Víet- namar kynnist því besta sem við getum boðið upp á. Aðeins þannig ná viðskipti milli landanna tveggja að þróast.“ Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er meðal fyrirtækja sem hafa verið að skoða möguleikana á að koma upp viðskiptasamböndum í Víetnam. Ekki tókst að ná sambandi við Frið- rik Pálsson, forstjóra SH, þar sem hann var staddur erlendis sem og Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis SH, Icecon. Þessi tvö fyrirtæki hafa unnið saman að athugunum á verkefnaútflutningi til Víetnam, en Icecon sérhæfir sig í ráðgafaþjónustu á sviði sjávarút- vegs og hefur unnið að verkefnum erlendis. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins felast athuganir SH og Icecon í Víetnam annars vegar að því að Víetnamar geti nýtt sér þá þekkingu og tækni sem er til staðar á íslandi varðandi sjávarútveg og hins vegar að SH geti fengið fisk frá Víetnam inn í sölunet sitt. Hár herkostnaður HeH International hefur lagt aðal áherslu á starfsemi í Suður-Víet- nam, nálægt Ho Chi Minh. íslenskir aðilar hafa líka verið á ferðinni ná- lægt höfuðborginni Hanoi í Norður- Víetnam. Þar er um að ræða Verk- fræðistofu Stefáns Ólafssonar, VSÓ, og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, VST. Þessar tvær stof- ur stóðu saman að því að senda fólk til Víetnam á síðasta ári þar sem átti að kanna grundvöll fyrir samvinnu, helst í sjávarútvegi. „Það komust á tengsl við ákveðna aðila í Norður-Víetnam og þar voru skil- greind ákveðin verkefni á sviði físk- veiða og fiskvinnslu,“ sagði Kristinn Guðjónsson hjá VSÓ í samtali við Morgunblaðið. „Eftir ferðina gerð- um við okkur betur grein fyrir þeim tækifærum sem bjóðast þarna niður frá og þá aðallega a sviði fiskveiða og fiskvinnslu sem íslendingar hafa helst að selja í dag.“ Kristinn sagði menn hafa farið sér hægt enda margt sem þyrfti að huga að. „Her- kostnaðurinn er mikill við svona verkefnaöflun og málin hafa verið í vinnslu eftir þessa ferð. Annað er í sjálfu sér ekki um þetta að segja í bili.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.