Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ h VIÐSKIPTI Óánægja með afsláttarkjör Á forsvarsmönnum stöðvanna er- að heyra að nú sé fyrirtækjum í miklum viðskiptum veittur 10-20% afsláttur frá sameiginlegum taxta og þá er Reykjavíkurborg með fastan 20% afslátt hjá stóru stöðv- unum. Hörð samkeppni milli stöðva hefur einkum birst í mikilli baráttu um akstur fyrir ríkisstofnanir. Síð- ast þegar útboð fór fram hjá stofn- unum stjómarráðsins bauð Hreyfill best eða 35,5% afslátt frá umrædd- um taxta. Bæjarleiðir buðu hins vegar best til ríkisspítala eða 41,5% frá taxta. Mikil og almenn óánægja er hjá leigubifreiðastjórum á stóru stöðv- unum með þessi afsláttarlqör til stofnana og fínnst mörg- um sem þau séu óhóflega mikil. Mörgum bílstjórum fínnst að stöðvamar eigi að taka sig saman um að veita ekki afslátt. For- ráðamenn stóra stöðv- anna samsinna þvi að af- slátturinn sé orðinn full- mikill hjá hinu opinbera en telja óeðlilegt og rangt að taka sameiginlega ákvörðun um að fella hann niður. Hallkell Þorkelsson, fram- kvæmdastjóri Bæjarleiða, telur að skoða þurfí málið í víðara sam- hengi: „Stéttin nýtur vemdar og stjórnvöld takmarka aðgang að henni. Ef við neituðum að taka þátt í útboðum óttast ég að þessi vemd yrði afnumin. Af hveiju ættu stjóm- völd að vemda stétt sem vill ekki taka þátt í útboðum er heyra nú orðið undir almenna viðskiptahætti? Stéttinni gengur erfíðlega að skilja að samráð er bannað.“ Hallkell kveðst undrast ummæli stofnenda Taxi, um að afsláttur til stofnana sé of ríflegur ef þeir ætli síðan sjálfír að gefa almennum far- þegum 10% afslátt. „Sé tekið dæmi um bíl hjá okkur sem tekur inn 200 þúsund krónur brúttó á mánuði má reikna með að þurfí að veita á milli sex og sjö þúsund krónur í afslátt af þeirri upphæð. Ef 10% afsláttur verður gefínn á nýju stöðinni þarf bílstjóri með jafnmiklum akstri að sjá á eftir allt að 20 þúsund krónum með þessu dæmi.TSg tel því að þær þeirri sem enn er í gildi á íslandi. Uppsagnir, frí og reynslutímar era mjög áþekk því sem gerist á íslandi. Tekin era 35,5% af launum ein- staklinga í skatta og eigendur fyrir- tækja borga 15% fyrir vinnu hjá eig- in fyrirtæki. Eftirlaunaaldur kvenna hefst á 62. aldursári en á 65. aldurs- ári hjá körlum. íbúum aðildarríkja ESB era sköpuð jöfn réttindi á öllum sviðum og þurfa ekki sérstaklega að sækja um starfs- leyfí. Aðilar utan ESB þurfa að sækja um starfsleyfi ef fjöldi portúgalskra starfsmanna er minni en 90% af heild- arstarfsmannafjölda fyrirtækisins. Sérstakt leyfi þarf því ef fyrirtæki þarf á fleiri samlöndum sínum að halda og um leið að sýna fram á þær sérstöku aðstæður fyrirtækisins, s.s. hátækniþekkingu starfsmanna, sem gerir það að verkum að fyrirtækið þarf að fara yfír 10% markið. Skattamál Skattar í Portúgal skiptast í tvennt, þ.e. fyrirtækjaskatt og einstaklings- skatt. Fyrirtækin þurfa að borga skatta af öllum tekjum en meðalskatt- ur á fyrirtæki er um 36% á hagnað en útsvar 10%, tekjuskattur á ein- staklinga er 35,5%. Virðisaukaskattur skiptist í tvö þrep, 5% sem er matar- skatturinn, en almenna þrepið er 17%. Fasteignaskattur er mismunandi eftir því hvort um er að ræða þéttbýli en þá er hann 1,1-1,3% eða dreifbýli en þá er hann 0,8%. Að framantöldu má sjá að rekstr- aramhverfi í Portúgal er afar hag- stætt fyrir aðila sem vilja hefja rekst- ur þar í landi einkum vegna lágs launakostnaðar og þess viðhorfs sem Portúgalir hafa gagnvart erlendum fjárfestum. Auðvelt er að nálgast upplýsingar varðandi þessi mál og mættu Islendingar temja sér viðhorf Portúgala til erlendra fjárfesta. ástæður sem era gefnar upp fyrir stofnun nýrrar stöðvar standist ekki. Þeir sem standa að henni ætla ef til vill lítið að stunda akstur í miðri viku. Láklega munu þeir leggja meira upp úr hótelvinnu og harkaravinnu á götunni um helgar. Pikka upp álagspunktana frekar en að veita stöðuga þjónustu eins og stóra stöðvamar," segir Hallkell. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, tekur mjög í sama streng. Hann segir að nú sé meðalafsláttur bílstjóra á stóra stöðvunum á bilinu 35-90 þúsund krónur á ársgrandvelli. Menn væru fljótir að sjá á eftir mun hærri upp- hæðum en það með 10% stað- greiðsluafslætti. Hann spáir því að stöðin verði ekki langlíf nema þá að bílstjóramir þar verði reiðubúnir að sætta sig við lægri tekjur og farþegar hennar vemi þjónustu en tíðkast í greininni. „Ég hef ekki trú á að hægt sé að veita sómasamlega þjónustu um allt höfuðborgarsvæðið með aðeins tíu bíla. Viðskiptavinim- ir era kröfuharðari en svo. Þeir vilja ekki þurfa að bíða lengi eftir bílnum og því þarf alvöru leigubílastöð ætíð að hafa bíla til taks í öllum hverfum borgarinnar,“ segir Guðmundur. Stöðvum fækkað í tvær? Flestir leigubílstjórar sem Morg- unblaðið ræddi við voru sammála um að réttara væri að sameina stöðvar frekar en fjölga þeim. „Nú er vandamálið það að þijár leigubíla- stöðvar era að bítast um tvo stóra útboðssamninga. Óraunhæft er að tala um sameiningu í eina stöð en ég vildi helst sjá tvær stórar stöðv- ar. Það væri best fyrir bílstjórana, stöðvamar og neytendur en kannski ekki fyrir ríkið ef þær skiptu ríkis- samningunum á milli sín. Hins vegar gæti samkeppnin um fyrirtæki og einstaklinga aukist og það er já- kvætt,“ segir Sigfús í Frama. Styrmir hjá Taxi segir að stofn- endur stöðvarinnar séu í raun fylgj- andi fækkun stöðva í tvær. Tilgang- urinn með stofnun Taxi hafí öðram þræði verið sá að þrýsta á um sam- stöðu meðal leigubílstjóra til að hætta þeirri vitleysu sem undirboðin væra. Styrmir segist helst vilja sjá að þeim linnti sem fyrst og síðan væri best að sameina Bæjarleiðir, BSR og Taxi í eina stóra stöð. Þá yrðu tvær litlar stöðvar eftir og bíl- stjórar þeirra gætu síðan gengið til liðs við aðra af stóra stöðvunum. Vonir um betri tíð Forráðamenn leigubílastöðvanna telja að leigubílar á höfuðborgar- svæðinu séu hæfílega margir eins og er og óþarfí sé að fjölga þeim. Frekar væri hægt að fækka leyf- um með betri skipulagn- ingu og nýtingu á bílum. Leigubílstjórar hafa meira að gera á vetuma en sumrin en síaukin ferðamannaþjónusta á undanförnum árum hefur aukið viðskiptin á sumrin. Menn leita nýrra leiða til að nýta bílana betur og í fyrra hófu til dæmis Hreyfílsmenn að markaðs- setja bílferðir á helstu ferðamanna- staðina hérlendis hjá erlendum ferðaskrifstofum. Sæmundur Kr. Sigurlaugsson segir tilraunina hafa gengið vel og að haldið verði áfram á þessari braut. Vaxtarbroddur í ferðaþjónustu Allir sem blaðið ræddi við era sammála um að vaxtarbroddurinn í atvinnugreininni liggi í ferða- mannaþjónustu. Því skipti miklu máli að tryggja frið á vinnumarkaði og stuðla þannig að áframhaldandi fjölgun ferðamanna til íslands. Þá segist Guðmundur á BSR horfa til þess að fjölskyldur séu í æ ríkari mæli að gefast upp á því að reka tvo bíla. Það láti einn bíl nægja en notist auk þess við leigubíl. Hann á von á að þetta aukist enda sé það mun hagkvæmara í ljósi þess að fjölskyldubíllinn sé orðinn stærsti útgjaldaliður heimilisins. Dagbok Vorfundur hjá FIS ■ ÚTFLUTNINGSRÁÐ Fé- lags íslenskra stórkaup- manna boðar til fundar í dag, fimmtudaginn 8. júní kl. 12.00 í Skálanum Hótel Sögu. Gest- ur fundarins verður Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, og fjallar um sjávar- útvegsstefnuna og fiskveiði- stjórnun. NOREK-fundur ■NOREK-fundur verður haldinn á vegum alþjóðaskrif- stofu Háskóla íslands dagana 15.-18. júní nk. en viðskipta- og hagfræðideild Háskóla ís- lands er aðili að NOREK. Fund- urinn er lokaður og fjallar um samstarf norrænna viðskipta- háskóla, nemenda- og kennara- skipti og rannsóknarstörf. Að- alstyrktaraðili fundarins er NORDPLUS sem er áætlun Norðurlandaráðs um kennslu- samstarf norrænna háskóla. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 40, allflestir erlendis frá. Fund- urinn var skipulagður af al- þjóðaskrifstofu Háskóla fs- lands í samvinnu við Ferða- skrifstofu íslands. Lyfjaiðnaður WStjórnarnefndarfundur í PIC (Pharmeceutical Inspection Convention) verð- ur haldinn þann 13. júní nk. hér á landi. og hefur hvert þeirra einn fulltrúa í stjórnar- nefndinni. Aðildarríki PIC, 18 að tölu, skiptast á að halda námskeið um ýmsa þætti lyfja- framleiðslu og lyfjaeftirlits. Námskeiðið nú er haldið að Hótel Ork í Hveragerði. Meginefni námskeiðsins er eft- irlit með framleiðslu sæfðra lyfja og koma fyrirlesarar víða að. Þátttakendur verða tæplega 70 frá 27 löndum. Lyfjaeftirlit ríkisins sá um skipulagningu í samvinnu við Ferðaskrif- stofu íslands. Krnim Ókeypis félags- og lögfræbileg ráögjöf fyrir konur. Opið þriðjudagskvöld kl. 20-22 og fimmtudaga kl. 14-16. Sími 552-1500. Leigubílum hefur fækkað á síðustu áratugum og þeim fjölgar ekki þrátt fyrir stofnun nýrrar stöðvar FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 B 7 m Laií'r'jc- líábflfiis Geislaprentari fyrir bæði I Ethemet-tengi. Hámark 16 síðuf á mínC Gífuriega öflugur prenti [iil rifll [rw[|-r-|^[rTri^yí-|-[^p-ri-p|jpi’|pr 0 u □ b fJpj (I ' D U:-j __ íhí YJM rJZlHlf hr. stxr'. m. /j Apple-umboðið SKIPHOLTI 21 • SÍMI: 511 5111 Heimasíðan: HTTP://WWW.APPLE.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.