Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 1
19 m. íii -<) -ni -ai g -i Gylltu umbúðirnar komnar í fornminja tölu fA ¦JjJ NYR búningur Prince Polo ^g súkkulaðis kann að valda ^! aðdáendum þess heilabrotum. ; 5Í í stað gyllts bréfs með ': J stjörnum er súkkulaði- ^^ kexið komið í 5 gular og rauð- ,yf% ar plastumbúð- \ J ir. Skýringin er ™ sú að skipt var um vélar í verksmiðju súkkulaðis- ins í Póllandi og ákveðið að setja það í lokaða pakka. Þótt Islendingar séu helstu neytendur kexins auk Kúweita voru innflytjendur hér ekki spurðir álits fyrir breytinguna. Guðmundur Björnsson hjá Ás- birni Olafssyni hf. segir þó að þeim lítist ágætlega á nýju umbúðirnar. Heldur snemmt sé að segja um viðbrögð neytenda þar sem súkkulaðið í nýju umbúð- unum hafi farið í versl- anir í síðustu viku. Þar áður hafi verið vöntun á Prince Polo og því lík- KÓK og prins hefur lengi verið meðal þjóðarrétt- anna og þessari stelpufinnst súkkulaði að minnsta kosti gott. legast að gömlu gylltu stykkin séu víðast uppseld. Súkkulaðið vegur nú 40 jjf-tti grömm stykkið í stað 50 , •«? sfk gramma, en Guðmundur ' A'í\ segir verð á gramm \ óbreytt. Miðað sé við að % hvert stykki kosti nú um 50-55 krónur út úr búð, en áður hafi viðmiðunarverð verið 60-75 krónur. Litlu 20 gramma kexin eru ekki til ennþá í nýju umbúðun- um, en úr því verður væntan- lega bætt í sum- ar. ÁRLEGT kvennahlaup verður haldið sunnudaginn 18. júní nk. Stendur konum eldri en 67 ára til boða að fjölmenna og ganga saman tvo kílómetra eða lengra. Halldóra Guðmundsdóttir og Lára Arnórsdóttir hjá Félags-, og þjónustumiðstöð aldraðra á Vesturgötu halda utan um hóp- inn. Að sögn Halldóru eru konur þegar farnar að láta skrá sig hjá þeim og aldursforsetinn 87 ára, enn sem komið er. Troðfullur strætisvagn af syngjandi konum Einu sinni áður hefur konum eldri en 67 ára staðið til boða að fjölmenna í hlaupið. Það var fyrir þremur árum og þá var það troðfullur strætisvagn af syngjandi konum sem lagði af stað frá Vesturgötunni. Meiningin er að konurnar hittist í Félags- og þjónustumið- stöðinni á Vesturgötunni í há- deginu fyrir gðnguna og fari síðan saman þaðan. Fyrir KONURNAR ganga saman tvo kílómetra eða lengra. Konur sem eru eldri en 67 ára fjölmenna í kvennahlaupið Mikil lyfjanotkun á öldrunarheimilunum UM FJORÐUNGUR allra vist- manna á öldrunarheimilum tekur geðdeyfðarlyf og 61,8 prósent tekur inn svefnlyf og róandi lyf í Reykja- vík og nágrenni. Meðalfjöldi lyfja- tegunda á mann er 7 á höfuðborgar- svæðinu en 6,4 á Akureyri. í þess- ari tölu eru öll lyfjaform, t.d. víta- mín, augndropar og krem. Þetta kemur fram í nýrri rannsóknar- skýrslu sem ber heitið Daglegt líf á hjúkrunarheimilum og gerð var á vegum heilbrigðisráðuneytisins, öldrunarlækningardeildar Borgar- spítalans og elli- og hjúkrunarheim- ila á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Kirkjubæjarklaustri. Anna Birna Jensdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri á Borgarspít- alanum og einn höfunda skýrslunn- ar, segir að lyfjahlutfallið sé hátt ef miðað sé við niðurstöður danskra rannsókna þar sem meðalfjöldi lyfja á öldrunarstofnunum sé 4,4 lyf. Hins vegar sé vistunarmat hér strangara, og allt bendi til þess að hér sé veikari hópur á stofnunum. Það sem athygli vekur er að fleiri taka inn svefnlyf og róandi lyf á þjónusturými en á hjúkrunarrými þar sem veikari einstaklingar eru vistaðir. Anna Birna segir að sú niðurstaða sé forvitnileg og ástæða sé að rannsaka hana frekar. ¦ gönguna gera konurnar upphit- unaræfingar og í lok hennar teygjuæfingar. Allar konur eldri en 67 ára eru velkomnar í hópinn og þær fá bol og verð- launapening. FRÁ Tókýó - dýrustu borg heims. Tokýo og Osaka langdyrustu borgir heims TÓKÝO og Osaka eru langdýrustu borgir heims, jafnvel dýrari en Zurich og Genf samkvæmt síðasta samanburði, sem stofnun í Sviss hefur gert á framfærslukostnaði í ýmsum stórborgum. Samkvæmt rannsókninni er þrisvar og hálfu sinni dýrara að búa í Tókýó en í Mexikóborg, ódýrustu borginni sem könnunin náði til. Vegna veikrar stöðu dollars er ódýrara fyrir erlenda verkamann að búa í borgum N-Ameríku en áður. Vísitala framfærslukostnaðar mælist 100 stig í New York en í Tókýó hefur hún hækkað í 220 stig úr 207. Osaka er með 206 stig. Sjö borgir Evrópu eru meðal 10 dýrustu með Zurich og Genf í broddi fylkingar (143 og 141 stig). Moskva, dýrasta Evrópuborgin árið á undan féll í 6. sæti í Evrópu og 8. sæti í heiminum með 132 stig. Ástæðan er talin stöðugt gengi dollars í verslunum í Moskvu og sterk staða evrópskra gjaldmiðla gegn dollar. Dýrasta borg Afríku er Libreville í Gabon með 129 stig og næst Brazzaville með 125 stig. Odýrust er Lagos með 116 stig í stað 71. Teheran næstódýrust Aðeins tvær borgir í Miðaustur- löndum, Tel Aviv (115) og Amman (105) voru dýrari en New York. Tehran var næstódýrasta borg heims með 66 stig (85 ári áður). Mexíkó varð ódýrasta borg heimsins aðallega vegna gengisfell- ingar pesóans. Frægðin getur orðið skammæ vegna óðaverðbólgu síðan pesóinn féll. Borgir í Kanada, þar á meðal Calgary með 74 stig, voru meðal ódýrustu borga heims. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.