Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG Skenkir bjðr á bseði borð víkingaskips ÞEIR eru væntanlega ekki margir barirnir í Belgíu, þar sem hægt er að tala íslenzku við eigandann og fá sér staup af íslenzku brennivíni. Einn slíkan er þó að finna í bænum „Maríukirkju" í útjaðri Ostende. Þar ræður ríkjum Óðinn Einarsson á víkingabamum Hagar, sem er belgíska nafnið á Hrolli, sem við könnumst við hér heima úr teikni- myndasögunum. Barinn opnaði Óðinn í byijun apríl, og hefur verið nóg að gera síðan. „Ég smíðaði barinn að mestu sjálfur ásamt íslenzkum félaga mínum, en afgreiðsluborðið er eins og víkingaskip og er ölið afgreitt á bæði borð,“ segir Óðinn í sam- tali við Morgunblaðið. En hvað veldur því að íslending- ur sezt að í Belgíu og setur þar upp bar? Fluttl utan fyrlr þremur áratugum Óðinn flutti frá íslandi 5 ára gamall og bjó þá í 10 ár í Þýzka- landi. Þaðan lá leiðin til Lúxem- borgar í annan áratug og þann þriðja hefur hann svo verið í Ost- ende eða útjörðum hennar. Hann hefur því nánast alið allan sinn ald- ur á erlendri grundu og kann því vel. „Ostende er sjávarborg og mikil ferðamannaborg. Þar er ennfremur flugvöllur, sem mikið af vöruflutn- ingum fer um og umferðin því mik- il. Mikið af gestunum hjá mér eru hér í tengslum við flugvöllinn og eru því af mörgum þjóðernum. Möguleikamir eru miklir, en þetta var nú líka gert til að fá vinnu fyr- ir konuna mína, Francis eða Freyju, eins og nafn hennar útleggst á ís- lenzku. Ég er að auki í íhlaupavinnu sem flugvirki á flugvellinum og hef því nóg að gera. íslenzka brennivínið vinsælt Þó við séum aðeins búin að hafa opið frá því í apríl hefur þetta geng- ið vel og barinn er vinsæll meðal fólksins í hverfinu og þeirra, sem hér eru í tengslum við flugið. Ég er, auk ýmissa bjórtegunda, með hinn írska Guinnes-bjór á krana, sem er fremur sjaldgæft hér í Ost- ende og hann er mjög vinsæll. Þá fellur íslenzka brennivínið vel að smekk Belga, sem annars nota sjeneverinn mikið sem snafs. Það er líka mikið af íslendingum í ná- grenninu, einar 10 fjölskyldur og þeir koma gjarnan hingað til að hittast," segir Óðinn. Óðinn hefur gert mikið í því að gefa staðnum yfirbragð víkinga eins og nafnið og barborðið bendir til. Brennivínið skenkir hann í litlum horaum og stefnir að því að verða Morgunblaðið/HG ÓÐINN Einarsson við stjórnborðssíðuna á barborðinu sínu. sér út um stærri horn til að bera bjórinn fram í. Þá er hann að útbúa árar sem verða eins konar hillur fyrir glösin og auk þess er hann að viða að sér ýmsum gömlum hlut- um og eftirlíkingum frá víkinga- tímanum, sem geta sett skemmti- legan svip á staðinn. „Draumur okkar er að setja upp veitingastað samhliða barnum og þar hugsum við okkur að bera fram íslenzkt lambakjöt og írskt nauta- kjöt sem aðalréttina á matseðlinum, en íslenzkur bjór verður ekki á boð- stólum. Tii þess er hann of dýr,“ segir Óðinn. 365 bjórtegundlr Belgía er mikið bjórland og eru að minnsta kosti framleiddar þar 365 tegundir af bjór af ótrúlegri fjölbreytni. Sá siður hefur einnig myndazt að fyrir hveija bjórtegund þarf sérstakt glas og er ekki brugð- ið út af því, enda glasið hluti af „ritualinu". Það þarf því mikið af glösum ætli barimir að bjóða upp á allar tegundirnar, en svo gerir reyndar enginn. Bjórtegundirnar eru svæðisbundnar og því eru bar- irnir yfirieitt „bara“ með fáeina tugi tegunda. Bjórinn í Belgíu er ódýr á íslenzkan mælikvarða, kost- ar frá 50 krónum glasið upp í 200 eftir stærð, áfengismagni og því hve staðirnir líta stórt á sig. Styrkleikinn er einnig misjafn, en algengustu tegundirnar em um 5%, en sumar á bilinu 8 til 12% og er þá um svokallaðan eftirgeijunar- bjór að ræða. það er bjór sem geij- ast áfram eftir að honum hefur verið tappað á flöskumar. Hann er því bragðmikill og ekki alveg laus við gerbragð, en áhrifamikill að sama skapi. Af slikum tegundum er Duvel líklega þekktastur. ■ Hjörtur Gíslason Hundsa bandarískir ferðamenn Bírma? í BANDARÍSKA ferðablaðinu Conde Nast Traveler er haft eftir Nicholas Greenwood sem er þekkt- ur ferðabókahöfundur að menn ættu að láta vera að fara til Búrma vegna þess að þar viðgangist stór- felld bamaþrælkun og önnur mannréttindabrot verði æ alvar- legri. Komur ferðamanna séu til þess eins fallnar að styrkja efna- hag landsins og þar með stjórnina í sessi. Sjálfur hefur Greenwood farið margsinnis til Búrma á síðustu áram en segist nú ekki muni láta slíkt hvarfla að sér meðan það ástand ríkir sem er. Búrmísk stjómvöld hafa gert heilmikið átak til að laða ævintýra- gjama ferðamenn til landsins síð- Morgunblaðið/JK ERU þau notuð í þrælavinnu? ustu ár. í fyrra var breytt reglum um dvöl í landinu en áður máttu útlendingar í mesta lagi stoppa í sjö daga. Nú méga þeir vera allt upp í 21 dag og hefur fjölgun ferðamanna orðið umtalsverð. Samkvæmt frétt blaðsins við- gengst ekki aðeins barnaþrælkun heldur era einnig hópar manna látnir starfa launalaust við bygg- ingu hótela, vegalagningu og fleira sem gerir ferðamönnum auðveld- ara að komast um landið. Talsmað- ur sendiráðs Búrma í Washington harðneitaði að fólk væri í nauðung- arvinnu án launa en sagði að hóp- ar „sjálfboðaliða“ ynnu af hugsjón fyrir stjórnina. ■ Hvað er heitt hér og þar um heim ? Meðalhiti i jum Borg /g/ °C Acapulco 131 32 Aden rMk 37 Addis Abeba 23 Anchorage 17 Auckland 15 Aþena 30 Bagdad 41 Bangkok 33 Beirút 29 Bilbao 23 Bogota 19 Boston 24 Blantyre 24 Caracas 27 Casablanca 24 Dar Es Salam 29 Dhaka 32 Feneyjar 25 Genf 23 Harare 21 Havana 31 Istanbul 26 Jakarta 31 Kalkútta 34 Kúveitborg 37 Libreville 29 Lima 19 Maputo 25 Montreal 23 Osaka 27 Panamaborg 30 Rio de Janeiro 25 Riyad 42 Sao Paulo 22 Seoul 27 Seychelles 28 Shanghai 28 Taipei 31 Tel Aviv 29 Yfirtitssýning Weilers í Vín - EKKI er úr vegi að vekja athygli íslenskra ferðamanna í Austurríki í sumar á því að í „Österreichische Galerie" í Vínarborg stendur yfir yfirlitssýning á verkum Max Weil- ers. Sýningin er haldin til að heiðra listamanninn í tilefni 85 ára af- mælis hans á árinu. Á sýningunni eru 100 verk Weilers frá ýmsum tíma. Sýningin stendur til júlíloka. BANDARÍKIN '94:8.300.000 '90: 7.530.000 ______ ‘ MEXÍKÓ '94:190.000 .. 9Ó..155.000 vHNHZÚELA»« >»> '94:110.000 ^-w'90:108.000 Qnnur löndS-Am.. BRASlUA 90:195.000 '94:390.000 '90:284.000 ARGENTÍNA '94:240.000 '90:128.000 Hverjir fara til Evrópu? NÝJASJÁLAND '94:80.000 ^ '90:88.000 EVRÓPSKA ferðamálaráðið hefur nýlega sent frá sér ársskýrslu sína þar sem kemur meðal annars fram að árið 1994 heimsóttu alls 13,262 milljónir ferðamanna Evrópulönd innan ráðsins. Flestir komu frá Bandarikjunum eða 8,3 milljónir manna. Þessar 13 milljónir erlendra gesta í Evrópu eyddu samtals 20,8 milljörðum ECU. Á kortinu sést hversu margir komu frá aðskiljan- legum löndum og heimshlutum. í skýrslunni er ekki sagt nákvæmlega til um á hvaða lönd þessir gestir skiptast en tekið fram að mestur straumur hafi verið til Bretlands og Frakklands. Katalónía vinsælust á Spáni KÖNNUN ferðamálayfirvalda í Madrid sýnir að Katalónía er það landsvæði á Spáni sem flestir er- lendir gestir heimsóttu árið 1994. Af þeim 43 milljónum sem dvöldu nætursakir á Spáni á sl. ári voru tæplega 22% sem gistu a.m.k. eina nótt í Katalóníu. Einnig kemur fram að alls 61 milljón útlendinga kom til Spánar í fyrra en af þeim voru 30% sem stoppuðu ekki yfir nótt. Baleraeyjurnar, sem Majorka telst, til var næst vinsælasti staður útlendinga með 15% gesta, síðan komu Valencia og Kanaríeyjar með 13% og Andalúsía með 12%. ■ -X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.