Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Rúnar Þór Brunamálastofnun og Brunamálaskólinn Sljórnirnar biðjast lausnar ALLIR stjómarmenn Bmnamála- stofnunar og allir varamenn þeirra báðust lausnar á stjómarfundi í stofnuninni í gær. Fyrir fundinum lá erindi frá öllum aðal- og varamönn- um skólanefndar Bmnamálaskólans og báðust þeir einnig lausnar. Að sögn Huldu Jakobsdóttur, fyrmm stjórnarformanns, er ástæða lausn- arbeiðna stjómarmanna samstarfs- erfiðleikar við bmnamálastjóra. Hulda sagði að með þessu væri afskiptum stjórnarmanna af Brana- málastofnun lokið. „Við treystum okkur ekki til að taka þátt í þessu lengur, enda vomm við búin að segja það í okkar athugasemdum við drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar að ástandið á stofnuninni væri greini- lega miklu verra en við höfðum búist við.“ Hulda taldi þessar lyktir málsins vera alvarlegan dóm yfir siðferðinu í opinberam rekstri á Islandi. „Dóm- urinn er sá að það eigi að reka opin- berar stofnanir svona, þetta sé eðli- legt.“ ♦ ♦ ♦--- Einkaþota kyrrsett EINKAÞOTA af gerðinni Cessna Citation hefur staðið á Reykjavíkur- flugvelli í nokkrar vi'kur, kyrrsett að beiðni eigenda. Ástþór Magnússon, stofnandi átaksins Friðar 2000, sem hefur það á stefnuskrá sinni að aðstoða fóm- arlömb Tsjemóbýl-slyssins, kom til landsins á þotunni í byijun mars sl. en hann leigði hana af erlendu fyrir- tæki. Ágreiningur reis milli Ástþórs og eigendanna um Ieiguna og fór fyrirtækið fram á að þotan yrði kyrr- sett hér á landi. Loftferðaeftiríitið varð við beiðninni og hefur vélin stað- ið á Reykjavíkurflugvelli síðan, lengst af í flugskýli Flugskóla Helga Jónssonar. Unnið hefur verið að því að leysa ágreininginn og samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins var um það bil að nást samkomulag í gær og við því búist að þotunni yrði flogið utan í kjölfarið. Þ AÐ var mikið um dýrðir og mik- ið sungið í íþróttahöllinni á Akur- eyri í gærkvöld þegar Útgerðarfé- Iag Akureyringa hélt um 1.200 manns veislu í tilefni af hálfrar aldar afmæli sínu. Öllu starfsfólki ÚA til sjós og lands ásamt mökum var boðið til veislunnar auk fjölda gesta, m.a. var sjávarútvegsráð- herra Þorsteinn Pálsson viðstadd- ur þessi timamót í sögu félagsins SLÁTURFÉLAG Suðurlands (SS) hefur gert Rangárvallahreppi og Djúpárhreppi tilboð um að kaupa hlutafjáreign þeirra í Höfn/Þrfhym- ingi hf. (HÞ) á tvöföldu nafnverði. SS býðst til að greiða kaupverðið að fullu tveimur mánuðum eftir að salan er samþykkt af stjóm Hafnar/Þrí- hymings hf. Hreppamir eiga samtals 30,78% hlutafjár í félaginu að nafn- verði um 12 milljónir króna. Heildar- nafnvirði hlutafjár í HÞ er nú 40 milljónir. Að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS, er félagið tilbúið að kaupa vemlegan hluta í HÞ umfram hlut Rangárvallahrepps og Djúpár- hrepps á sömu kjörum og hreppunum tveimur bjóðast. Áskilið er að for- kaupsréttur í hlutafjáraukningu HÞ fylgi með í kaupunum. I fréttabréfí SS frá 8. júní síðast- Afmælis- veisla á Akureyri og flutti hann ávarp. Gunnar Ragnars forsljóri félagsins sagði meðal annars að vissulega væri liðnum kemur fram að tilgangurinn með þessum kaupum sé að koma á hagræðingu 5 afurðaviðskiptum á Suðurlandi. Steinþór Skúlason sagði að stefnt yrði að meirihlutaeign f HÞ, ef þess þyrfti með. „Ef næst samvinna við einhveija hluthafa um þessa hagræðingu sem við teljum Íífsnauðsynlega þurfum við þess ekki,“ sagði Steinþór. Á undanfömum áram hefur SS rætt af og til við fulltrúa Hafnar/Þrí- hymings hf. um möguleika á hag- ræðingu í afurðaviðskiptum á Suður- landi, án þess að neinn árangur hafí orðið af þeim viðræðum, að því er segir í fréttabréfinu. Sex sláturhús, en fjögur nægja Sláturfélagið og Höfn/Þríhyming- ur reka nú samtals sex sláturhús á Suðurlandi en talið er að fjögur allt annað en gaman að halda slíka hátíð í skugga sjómannaverkfalls en það hlyti að vera ávísun á að deilan væri að leysast að Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ hefði séð sér fært að koma norður. „Það er góð afmælisgjöf," sagði Gunn- ar, sem á myndinni tekur lagið ásamt Árna Kolbeinssyni ráðu- neytissljóra, Jakobi Björnssyni bæjarsljóra og fleiri gestum. nægi. Auk þess em rekin tvö aðskil- in flutningakerfí fyrir sláturgripi og tvöfalt sölu- og dreifingarkerfi af- urða. Steinþór segir að af þessu megi sjá að vemlegir möguleikar séu til hagræðingar. í fréttabréfinu kemur fram að ávinningur bænda af hagræðingu sem þessari sé margvíslegur. Tvö fyrirtæki sem starfi sem eitt muni hafa meiri burði til að markaðssetja afurðir og að hagkvæmari rekstur skili sér í meiri arðsemi til eigenda. Rætt í stjórn HÞ á fimmtudag Bjami V. Magnússon, stjómarfor- maður Hafnar/Þríhymings hf., vildi ekki tjá sig um tilboð SS til hluthafa í HÞ, en sagði að málið yrði rætt á stjómarfundi HÞ næstkomandi fímmtudag. Farmenn í FFSÍ boða verkfall VSÍ telur boðunína ólöglega FARMANNA- og fískimannasam- band íslands boðaði í gær verk- fall á farskipum, sem taka á gildi á miðnætti 18. júní. VSÍ óskaði í gær eftir því að verkfallsboðuninni yrði frestað, en samninganefnd FFSÍ hafnaði því. VSÍ lýsti því yfir í gærkvöldi að það liti svo á að ólöglega hafí verið staðið að verkfallsboðuninni. Boðaður hefur verið samningafundur í deilunni nk. mánudag. Farmenn í FFSÍ gerðu samning við vinnuveitendur fyrir um sex vikum en farmenn felldu hann í atkvæðagreiðslu fyrir tveimur vik- um. Benedikt Valsson, hagfræð- ingur FFSÍ, sagði að þá strax hefði verið óskað eftir viðræðum við vinnuveitendur um gerð nýs samnings. Vinnuveitendur hefðu ekki gefíð sér tíma til að taka upp viðræður ennþá. Verkfallsboðun væri eðlilegt framhald af ákvörðun farmanna að fella samninginn. Ólögmætt framsal á rétti Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði tíma- setningu þessarar vinnustöðvunar afar undarlega þar sem mönnum hefði enn ekki gefíst tími til að ræða saman. Hún hefði strax slæm áhrif á viðskipti skipaflutn- ingafyrirtækjanna. Viðbrögð kæmu frá viðskiptavinum þeirra strax og verkfallsboðun kæmi fram. í tilkynningu sem lögfræðingar VSÍ sendu frá sér í gærkvöld seg- ir að samkvæmt vinnulöggjöfínni geti stéttarfélag aðeins veitt samninganefnd og félagsstjórn umboð til verkfallsboðunar að undangenginni skriflegri at- kvæðagreiðslu. Framsal trúnað- arráðs stéttarfélags á rétti sínum til verkfallsboðunar, eins og átt hafí sér stað í þessu tilfelli, sé ólögmætt. Tilboð Sláturfélagsins í hlutafé Hafnar/Þríhyrnings hf. Vilja greiða tvöfalt nafnverð Kalblettir í flestum túnum í Mýrdal Allt að 80% túna á einum bæ skemmd Jónas Erlendsson. UNNIÐ í flögum á Litlu-Heiði í Mýrdal. Fagradal. Morgunblaðið. KAL er að finna í túnum á flestum bæjum í Mýrdal, að mati ráðunauta sem skoðað hafa landið. Á sumum bæjum em 70-80% túnanna kalin. Ráðunautamir Einar Þorsteinsson og Óttar Geirsson ,fóm nú í júní til þeirra bænda í Mýrdal sem þess ósk- uðu til að skoða ástand túna. Óttar telur að kal sé í flestum túnum en mismikið milli bæja. Ekki sé um dauðakal að ræða en túnin verði allt að tvö ár að jafna sig, en þar sem túnin em verst sé ekkert annað að gera en að endurvinna þau. Það mun ráðast af tíðarfari nú í sumar hver uppskeran verður, hann segir þetta ekki koma til með að bæta afkomu bænda þar sem endur- ræktun túna sé dýr og að auki þurfi að bera meiri áburð á tún til að fá einhveija uppskeru af þeim. Túnin á Stóru- og Litlu-Heiði eru einna verst farin og telur Óttar að 70-80% tún- anna séu kalin. Hermann Árnason, bóndi á Stóm- Heiði, ætlar að endurvinna 15 hekt- ara af túnum núna í vor. Hann seg- ir þetta koma mjög illa við sig þar sem hann sé nær eingöngu með sauðfé, endurræktunin kostar mikið og er það mikill skellur hjá sauðfjár- bændum þar sem afkoman hefur ekki verið góð fyrir. Óttar Geirsson telur að ekki komi til neyðarástands vegna kals þar sem flestir bændur hafa orðið stærri tún en bústofninn segir til um vegna skerðingar síðustu ára á greiðslu- marki, einnig eigi bændur æði miklar fymingar frá síðasta vetri. Umræður um breytingar á innflutningi áfengis Tillaga uin stofn- un Forvamasjóðs MEIRIHLUTI efnahags- og við- skiptanefndar -Alþingis leggur til að stofnaður verði Forvamasjóður til að stuðla að áfengisvömum og til hans renni 1% af vínandagjaldi samkvæmt fmmvarpi til laga um gjald af áfengi. Áætla má að tekjur sjóðsins geti orðið 40-50 milljónir króna á ári og að framlög til þessa málefnis tvöfaldist frá því sem nú er að því er fram kom i umræðum á Alþingi í gær. Framvörp til laga um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf og um gjald af áfengi vom til ann: arrar umræðu á Alþingi í gær. í breytingartillögum meirihluta efna- hags- og viðskiptanefndar er meðal annars lagt til að Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins starfí í tveimur deildum, þar sem önnur hafi með höndum innflutning og heildsölu og hin smásölu áfengis, auk þess sem lagt er til að fjármálaráðherra setji stofnuninni stjóm og setji í reglugerð nánari ákvæði um skipan hennar. Þingmenn Alþýðubandalagsins gagnrýndu að gerð væri með litlum fyrirvara tillaga um að setja ÁTVR stjóm og breyta þar með fýrir- komulagi sem hefði gilt í 70 ár. I áliti annars minnihluta efna- hags- og viðskiptanefndar sem Al- þýðubandalagið og Kvennalistinn standa að er lagt til að fmmvörpun- um verði vísað til rikisstjómarinnar eða þau felld að öðmm kosti. Eng- in ástæða sé til að gera þær breyt- ingar á tilhögun innflutnings og dreifingu áfengra drykkja í landinu sem efni frumvarpanna feli í sér og rétt sé að fela ríkisstjóminni að undirbúa málsvöm íslands ef til málsmeðferðar af hálfu EES- domstólsins komi. I áliti fyrsta minnihluta, sem Þjoðvaki stendur að, er einnig lagt fíl að fmmvöipin verði felld. Agúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, sagði að það að meirihlutinn hefði akveðið að veita meira fé til for- varna, en komið hefði fram við umræðu í nefndinni, gerði það hins vegar að verkum að hann myndi S!tja hjá við afgreiðslu málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.