Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningar leikskólakennara Nám metið til þriggja ára starfsaldurs í KJARASAMNINGI, sem Félag íslenskra leikskólakennara hefur gert við Reykjavíkurborg og ríkið, er m.a. kveðið á um að byijunar- laun skv. launatöflu hækki úr 65.900 kr. á mánuði í um 80.000 kr. á samningstímanum eða um tæp 22%, en samningúrinn gildir til ársloka 1996. Að sögn Gunnars Eydal, skrif- stofustjóra Reykjavíkurborgar, er hér ekki að öllu leyti um beinar launahækkanir að ræða vegna þess að í samningnum hefur sérstakur ábati, sem samið var um á árinu 1993 fyrir leikskólakennara og leikskólastjóra í leikskólum, þar sem bömum hefur fjölgað, verið felldur inn í launatöfluna. Félag leikskólakennara hefur nú einnig lokið gerð sambærilegs kjarasamnings við launanefnd sveitarfélaga, að sögn Bjargar Bjamadóttur, varaformanns fé- lagsins. Að sögn Bjargar er í samningnum tekið mun meira tillit til náms allra leikskólakennara en verið hefur en samningurinn kveður m.a. á um að starfsnám og nám leikskólakennara skuli metið til þriggja ára starfsald- urs eftir 1. mars á næsta ári. Björg segir að með samningun- um séu ríkið, Reykjavíkurborg og launanefnd sveitarfélaga að koma til móts við kröfur leikskólakennara og viðurkenna mikilvægi leikskóla- stigsins í íslenska skólakerfinu og nauðsyn þess að þar starfí fólk með fagmenntun á sviði leikskóla- uppeldis. Sérstakur tímabundinn launaauki Einnig var gert samkomulag i tengslum við undirritun kjara- samningsins vegna sérstaks átaks Reykjavíkurborgar í dagvistarmál- um, þár sem segir m.a. að leitað verði leiða til að fá sem flesta leik- skólakennara, sem nú gegna hlutastarfi, til þess að ráða sig í fullt starf, svo sem með sérstökum tímabundnum launaauka. Að sögn Gunnars Eydal er ekki búið að útfæra þennan launaauka en það verður gert fljótlega. í bókun sem fylgir samningnum segir m.a. að samningsaðilar muni endurskoða ákvæði samningsins á samningstímanum með það fyrir augum að auka innbyrðis sam- ræmi og einfalda röðunarreglur og skal við það miðað að 75 hluti starfsmanna hækki um launaflokk eða aðrar samsvarandi breytingar verði gerðar, sem taki gildi 1. mars 1996. Unglingakór Selfosskirkju lagði land undir fót Sungu fyrir biskup íslands STÚLKURNAR í unglingakór Selfosskirkju heimsóttu Olaf Skúlason biskup sl. fimmtudags- kvöld og tóku fyrir hann lagið. Þær fluttu m.a. frumsamið lag sem tileinkað er Ólafi og eigin- konu hans, Ebbu Sigurðardótt- ur. Stúlkurnar eru nýkomnar úr söngferð til Skotlands. Ferðalag- ið tók eina viku og þær heim- sóttu m.a. Edinborg og Glasgow. Kórinn söng víða og fékk hvar- vetna góðar viðtökur. í kórnum eru um 30 stúlkur og kórstjóri er Glúmur Gylfason, organisti Selfosskirkju. Morgunblaðið/Sverrir BISKUPSHJÓNIN Ólafur Skúlason og Ebba Sigurðardóttir hlýða á Unglingakór Selfosskirkju. Bak við þau stendur Glúm- ur Gylfason kórstjóri. Endurgerð gamalla heimildarmynda Sagnfræði 20. aldar á filmu STOFNUN Lýðveldis á íslandi er heiti myndar sem nú hefur verið endurgerð á vegum Kvik- myndasafns íslands. Eins og nafnið gefur til kynna var hún tekin á þeim merku tímamótum í sögu okkar íslendinga er lýðveldi var sett á fót á Þingvöllum. Margir lögðu hönd á plóginn svo að myndin mætti verða að veruleika en að öðrum ólöstuðum áttu Alexander Jóhannesson, þáverandi for- maður þjóðhátíðamefndar, og Guðlaugur Rósinkrans, sem einnig átti sæti í nefnd- inni, mestan þátt í því að myndin var gerð. Þeir komu síðar mikið við sögu kvik- myndagerðar og bíósýninga hér á landi. Það tók 10 ár að fullgera myndina og frumsýningar voru tvær. Samt voru menn ekki á eitt sáttir urh útkomuna bæði hvað varðaði tæknilega og efnislega þætti. Myndin þótti erfíð á að horfa, m.a. vegna þess hve ræðukaflar frá Þingvöllum voru langir. Nú hefur þessi merka heimildarkvikmynd verið endur- gerð. Ekki einasta var hún færð yfír á nýjar filmur heldur var hún endurklippt og í hana bætt nýju efni. Sá sem hefur haft umsjón með endurgerð myndarinnar og kynnti hana á opinberum vett- vangi er Böðvar Bjarki Péturs- son, safnvörður á Kvikmynda- safni íslands. — Hvað kom til að þessi mynd varð fyrir valinu? „Það er m.a. hlutverk kvik- myndasafna að endurgera gaml- ar kvikmyndir. Ein skýring á því að þessi mynd varð fyrir valinu er sú að nokkuð greiðlega gekk að fá fjárveitingu til verksins vegna lýðveldisafmælisins. For- sætisnefnd Alþingis skoðaði myndina og augljóst var að hún þurfti endurgerðar við.“ — Er von til þess að almenn- ingur fái að bera dýrðina augum bráðlega, til dæmis í sjónvarpi? „Mat okkar kvikmyndamanna er að kvikmynda beri njóta á breiðtjaldi. Hins vegar er ekki ólíklegt að hún verði sýnd í sjón- varpi í náinni framtíð." — Hvað felur endurgerð kvik- myndar í sér? „í sumum tilfellum er aðeins um yfirsetningu á nýrri filmur að ræða. í öðrum tilfellum geta komið upp erfiðari vandamál, oft siðferðilegs eðlis. Við endurgerð lýðveldismyndarinnar komu flest þau siðferðilegu vandamál upp sem hugsast getur. Utan þess að snyrta myndina var hún endurklippt og efni bætt inn. Á því sviði áttu menn ekki alltaf auðvelt um vik því myndin er tekin í lit og eðlilega var ekki mikið um litfilmur frá þessum tíma. Klippingar voru auknar og við það varð myndin þéttari og auðveldari á að horfa. Þó var reynt eftir bestu getu að halda sig við þá framsetningu og mark- mið sem höfundar myndarinnar höfðu í huga á sínum tíma.“ — En hver er daglegur starfi safnvarðar á Kvikmyndasafni íslands? „Hlutverk safnsins er að safna, skrásetja, varðveita og endurgera kvikmyndir. Einnig er það á okkar könnu að þjónusta kvikmyndagerðarmenn, fræði- menn og aðra sem þurfa að fá aðgang að gömlu efni. Því miður vantar mikið upp á að þessi mál Morgunblaðið/Sverrir Böðvar Bjarki Pétursson ►Böðvar Bjarki Pétursson fæddist í Reykjavík árið 1962. 17 ára að aldri lauk hann bú- fræðinámi frá Bændaskólan- um á Hólum. Þaðan lá leið hans í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lauk námi i raf- virkjun. Hann lét ekki þar við sitja heldur lauk hann stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti árið 1987. Nú stundar hann nám í sagn- fræði við Háskóla íslands jafn- framt því að vera í fullu starfi sem safnvörður á Kvikmynda- safni íslands. Hann er kvæntur og á tvö börn. séu í góðu lagi hér á landi. Ein ástæðan er skortur starfsfólks á safninu en það hefur aðeins heimild fyrir einu óg hálfu stöðu- gildi. Þar stöndum við hinum Norðurlöndunum langt að baki, til dæmis hefur finnska kvik- myndasafnið yfir 40 starfsmönn- um að ráða. Samt sem áður tel ég að íslenska kvikmyndasafnið hafi komið miklu í verk miðað við aðstæður. Þó erum við á sí- felldum hlaupum milli starfa og höfum ekki tök á að sinna til dæmis endurgerð mynda nærri nógu vel og kostur væri.“ — Hvaða breytingar á vildirðu helst sjá í tengslum við Kvik- myndasafnið? „Það sem fyrst og fremst þjak- ar safnið eins og sakir standa fyrir utan fólksfæð, er skortur á geymsluplássi fyrir kvikmyndir. Vegna þessa töpum við miklu magni af kvikmyndum á hveiju ári. Einnig þyrfti að koma á skila- skyldu fyrir íslenska kvikmynda- gerðarmenn og binda hana í lög. Það yrði ómetanlegt fyrir safnið. Nú eru allar geymslur troðfullar en pláss er forsenda þess að hægt sé að taka við meira efni. Varðveisla gamalla kvikmynda er hins vegar þeim annmörkum háð að gæta þarf hámákvæms raka- og hitastigs." -Hvað er þá til úrbóta? „Eg hef nú reyndar komið auga á draumahúsnæði fyrir Kvikmyndasafn íslands í fram- tíðinni en það er í Hafnarfirði. Gamla bæjarútgerðin þar myndi henta okkur vel, ekki síst ef möguleiki væri á að tengja Bæj- arbíó við starfsemina. Þetta yrði allsherjar lausn á varðveislu kvikmynda á íslandi. Hægt yrði að auka þjónustu við kvikmynda- gerðarmenn og almenning auk þess sem möguleiki yrði á því að varðveita efni sjónvarps og kvikmyndahúsa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.