Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Menningín lifi! MENNINGU er of lítill gaumur gefínn í samfélagi okkar. Venjubundin þjóðfé- lagsumræða um menningarmál byggist um of á því almenna viðhorfí, að flárfram- lög til menningarmála séu eins konar eyðslu- semi; eitthvað sem engu skilar til baka. Og einnig er hitt áber- andi, þegar stjórn- málamenn og aðrir ábyrgðarmenn al- mannafjár láta fé af hendi rakna til menn- ingarmála, þá er með stundum eins og þeir séu að friða samviskuna - svona ámóta og þeg- ar fólk er stundum að kaupa sér frið í sálinni með því að kaupa happ- drættismiða af líknarfélögum. Það er líka eftirtektarvert, að mæli- kvarðinn á framlög til menningar- mála er gjaman af allt öðrum toga, en til margra annarra málaflokka. Milljónin til menningar er miklu hærri upphæð í hugum fólks en milljónin til heilbrigðismála eða fjárfestinga í vegamálum svo dæmi séu tekin. Mikil aðsókn Hvers vegna þetta er með þess- um hætti, veit ég ekki, en býður þó í grun, að þekkingarleysi hljóti að ráða þar miklu um. Menningin í Guðmundur Arni Stefánsson. okkar landi er í raun svo miklu samofnari og tengdari daglegu lífí fólks, en margur held-- ur og skynjar í fljótu bragði. Staðreyndin er sú t.a.m., að aðsókn fólks að ýmsum listvið- burðum, s.s. málverka- sýningum, tónleikum er sennilega jafnmikil ef ekki meiri, en t.d. að íþróttaviðburðum. Ennfremur eru virkir þátttakendur listsköp- unar svo miklu fleiri en sýnist í fljótu bragði. Tónlistarskól- amir stútfullir um allt land, kórastarf í skólum og kirkjum og víðar með miklum blóma. Leikfé- lög út um allar trissur. Fólk er að mála hér og þar. Og þannig mætti áfram telja. Bókvitið verður ekki í askana látið var eitt sinn sagt og er vísast sitthvað til í því. En á hinn bóginn lifír maðurinn ekki á brauði einu saman. Og ég hygg einnig að öflugt og frjósamt menningarlíf einnar þjóðar sé í raun sókn fram á við til gjaldeyrissköpunar og nýrrar tíð- ar í ferðamálum. Viðburðir á sviði menningar draga sannarlega að og skapa jafnframt okkar erlendu gestum nýja og bjartari sýn á okk- ar samfélag og auka líkur á end- urnýjuðum kynnum síðar meir. Með öðmm orðum, þá skilar menningin Hafnfírska voríð í menningnnni, segir Guðmundur Ami Stefánsson, var einnig sem vítamínsprauta á listalíf annars staðar. einnig peningum í kassann, vilji menn skoða það viðmið sérstaklega. Það mun lifa Ég las í dagblaði um daginn, að íslensk kona, hefði verið kölluð til starfa í Noregi til að setja þar upp listahátíð. Samkvæmt fréttinni hafði hún tvö hundmð milljónir handa á milli til að gera þessa há- tíð sem veglegasta. Mér flaug í hug, að hér á íslandi ætlaði allt um koll að keyra í fjölmiðlum, vegna þess að yfírgripsmikil og fjölþætt listahátíð í Hafnarfirði sem stóð yfír allan júnímánuð árið 1993 kost- aði milli 30 og 40 milljónir. Að- standendur þeirrar stórglæsilegu hátíðar fengu lítið annað en skömm í hattinn og raunar ómældar sví- virðingar fyrir framtak sitt. Blönd- uðust þeir með óréttmætum hætti í makalausar pólitískar deilur sem fjölmiðlar sumir hverjir reyndu að magna. Af forsvarsmönnum Lista- hátíðar, Sverri Ólafssyni og fleimm, verður það hins vegar aldrei tekið, ISLENSKT MAL Urasjónarmaður Gísli Jónsson 800 þáttur SNORRI Sturluson var fynd- inn, og forfaðir hans, Egill Skalla-Grímsson, var bráð- þroska. Yngvar, faðir Bem móð- ur Egils, bjó á Álftanesi. Hann bauð heim Skalla-Grími og Bem og skylduliði þeirra. Egill, sem var þriggja ára, skyldi sitja heima. Röksemdir Skalla-Gríms vom svohljóðandi: „Ekki skaltu fara, því að þú kannt ekki fyrir þér að vera í fjölmenni, þar er drykkjur eru miklar, er þú þykk- ir ekki góður viðskiptis, að þú sért ódrukkinn." Ekki lét Egill sér segjast og fór eigi að síður. Síð um kveldið kom hann á Álftanes, er menn sátu yfír drykkju. Fagnaði Yng- var dóttursyni sínum vel og setti Egil hjá sér. „Það var þar haft ölteiti, að menn kváðu vísur og kvað Egill eina eftir ströngum reglum dróttkvæðs háttar, og spyr hann meðal annars drýg- indalega hvar menn viti betra skáld þréveturt. Yngvari líkaði vísan stórvel og hélt henni mjög á loft. Gaf hann stráksa að brag- arlaunum kuðunga þijá og and- aregg. Um þau bragarlaun orti Egill: Síþögla gaf söglum sárgagls þria Agli, herðimeiðr við hróðri hagr brimrótar gagra, og bekkþiðurs blakka borðvallar gaf fjórða kennimeiðr sás kunni körbeð Egil gleðja. Sigurður Nordal endursegir vísuna svo: „Hinn hagi vopna- smiður [Yngvar] gaf hinum orð- hvata Agli þijá kuðunga að bragarlaunum, og farmaðurinn [Yngvar] er kunni að gleðja Egil, gaf enn hinn ijórða hlut, andaregg. Hjá Yngvari afa Notalegt tifið í klukkunni sveskjulykt af skroi gamli maðurinn sefur á hausdívan mánaðardagur á vegg gleraugun liggja Qarsýn á borðinu tennur safna kröftum í glasi Egill Iitli unir sér á gólfínu með andaregg og kuðunga þijá (Þórarinn Eldjám, f. 1949.) ★ Egill Skalla-Grímsson stóð löngum í stórræðum og gerði sér dælt við aðra höfðingja. „Hvar vita menn slíku bellt við konung- mann?“ spurði Gunnhildur drottning, er hann tefldi um líf sitt við Eirík konung blóðöx vestur í Jórvík, og hafði áður mjög misgjört við þau hjón, jafn- vel drepið son þeirra. Árinbjöm hersir Þórisson var þá Agli stór- um ráðhollur og lagði líf sitt við líf Egils. Hann réð Agli að yrkja lofkvæði um Eirík konung Har- aldsson og reyna svo að leysa höfuð sitt. Nú er frá því að segja, að Egill ætlar sér að yrkja lofdráp- una um konung að nóttu, en þá flýgur að svala og klakar við glugginn. Þegar Arinbjörn for- vitnast um kveðskapinn, hefur svalan svo fipað skáldið, að ekki var ort. ★ Sem laungum fyrr er oss frændum vamað höfuðlausnar; svölur klaka við glugg og spyiji vinir vorir hvað kvæði líði svömm vér frændur jafnan að ekki er ort. (Úr ljóðinu Jórvík eftir Þorstein frá Hamri, f. 1938.) Skemmst er samt af því að segja, að Egill þá höfuð sitt af konungi, enda hafði Arinbjöm hrakið svöluna burt (Gunnhildi drottningu), svo að Egill hafði samið hið mætasta kvæði, Höf- uðlausn, og flutt konungi. Þar í er þetta: Vestr fórk of ver en ek Viðris ber munstrandar man svá’s mitt of far; drók eik á flot við ísa brot, hlóðk mærðar hlut míns knarrar skut. Annars er kvæðið að mestu skmm og skjal, en hljómar ágæta vel, enda sagði Eiríkur konungur: „Besta er kvæðið flutt,“ og undir það tekur Þor- steinn [Jónsson] frá Hamri. ★ Enn er frá því að segja, að Halldór Guðjónsson frá Laxnesi, f. 1902, setti saman bókina Vefarinn mikli frá Kasmír. Var hann þá staddur á Sikiley, og segir gerla af því í Skálda- tíma. Mjög skiptar skoðanir voru um ágæti Vefarans, þegar hann birtist 1927. Er frægast tvennt: „Loksins, loksins," sem Kristján Albertsson reit í hrifn- ingu. Loksins var sem sagt kom- inn fram ritsnillingur á íslándi eftir langa bið, eða svona frá því Egils saga var skrifuð. Guð- mundi Finnbogasyni var hins yegar um og ó, enda víða ógæti- lega mælt í Vefaranum og sundurleitur stíllinn. Ritdómur próf. Guðmundar var aðeins tvö orð: „Vélstrokkað tilberasmér," og er út af fyrir sig ærið snjallt. vÞetta hafa menn kunnað. ★ Markaðsbúskapur Egill fór vestur um ver með vélstrokkað tilberasmér og fékk fyrir það þegar í stað hausinn á sjálfum sér. (Helgi Hálfdanarson, f. 1911.) hvað svo sem litlir karlar hér og þar reyna að kroppa í þá, að þeir ásamt kröftugum listamönnum öðr- um, færðu nýtt líf í hafnfírskt menningarstarf. Hafnarfjörður hef- ur ævinlega státað af góðum lista- mönnum; mönnum á borð við Eirík Smith og Svein Bjömsson svo fáein- ir séu nefndir. En listalífið var óneit- anlega úr læðingi leyst þar í bæ á síðustu árum fyrir tilverknað fram- sýnna áhugamanna um menningu og listir og í því stórátaki var þess gætt að virkja saman framtak og hæfíleika eldri sem yngri lista- manna. Listahátíðimar vom snar þáttur í því. Hafnfírska vorið í menningunni var einnig sem víta- mínssprauta á listalíf annars staðar á landinu. Menningin lifír af skammsýna pólitíkusa í Hafnarfírði eða annars staðar, þar sem reynt er að troða á listamönnum og at- hafnamönnum á þeim vettvangi Framheijar í menningarsókninni munu njóta afraksturs verka sinna, þótt síðar verði. Oldutúnsskólakór í sveiflu Samfélag manna, þar sem öflug menning og kraftmikil listsköpun á sér stað, er einfaldlega betra samfé- lag, jákvæðara og fijórra, en ella. Þetta skynjaði ég svo sterkt í huga mér, er ég átti þess kost fyrir örfá- um dögum, að sitja tónleika í Víði- staðakirkju í Hafnarfírði. Þar vora á ferðinni 30 ára afmælistónleikar Öldutúnsskólakórsins þar í bæ. Það var troðfullt hús og undirtektir tón- leikagesta vora slíkar að ljóst var að allir skemmtu sér hið besta. Og listamennirnir sjálfir á aldrinum sex til sjö ára og upp úr lögðu sig fram af lífí og sál og hrifu viðstadda með. Þetta var stórkostleg stund. Öldutúnsskólakórinn hefur um þriggja áratuga skeið verið fremst- ur meðal jafningja og borið hróður íslenskra barna- og unglingakóra víða um heim. Á þessum tónleikum taldist mér til að í allt hefðu um 140 núverandi og fyrrverandi kórfé- lagar hafið upp raust sína og sung- ið af hjartans list. Þar á meðal vora konur, sem sungu í kórnum, þegar hann hóf starfsemi árið 1965, þá bamungar. Það undirstrikaði ræki- lega hversu tryggðarböndin era sterk. Lengi býr að fyrstu gerð. Egill í þrjátíu ár Allan þennan tíma hefur sami stjórnandinn haldið um kórstarfið af festu og öryggi og ómældum áhuga. Það er Egill Friðleifsson. Það var að vonum að tónleikagestir og söngfuglarnir stæðu allir á fætur að lyktum tónleikanna og klöppuðu fyrir honum vel og lengi. Það vita þeir sem til þekkja, að stjórnun á fjölmennum bamakór er tímafrek og reynir oft á þolrifín. Með öguðum vinnubrögðum, þar sem hann gerir kröfu til nemenda sinna og ekki síður sjálfs sín, tekst honum að sameina raddimar og sálirnar í eina heild. Það er gífurleg vinna sem liggur að baki slíku og stundum gengur á ýmsu. Ekki síst þegar metnaður er með í för til að gera afraksturinn sem glæsilegastan. Og sannleikurinn er sá, að á öllum tím- um hefur þessi metnaður verið til staðar hjá Agli Friðleifssyni með þeim stórgóða árangri sem Öldu- túnsskólakór getur státað af í þijá- tíu ár. Og allt erfíðið og öll vinnan á undirbúningstíma tilheyrir fortíð- inni þegar kemur að stóra stund- inni, sjálfu tónleikahaldinu. Þá er gleðin yfír góðri uppskeru fölskva- laus eins og raun bar vitni á um- ræddum afmælistónleikum á dög- unum. Egill Friðleifsson á heiður skilinn fyrir framlag sitt til menningarmála í Hafnarfírði, til íslenskrar listsköp- unar. Honum verður seint þakkað með fullnægjandi hætti. Hann og hans starfsemi á að styrkja enn frekar af hálfu bæjaryfirvalda i Hafnarfirði. Glæstur framgangur Öldutúnsskólakórsins hefur verið hvati að nýrri sókn og nýjum sigram í hafnfírsku tónlistarlífí, s.s. innan tónlistarskólans undir stjóm Gunn- ars Gunnarssonar og Helga Braga- sonar og á vettvangi kórastarfs í kirkjum og skólum, svo dæmi séu nefnd. Og þeir era margir fleiri í íslensku menningarlífi sem leggja mikið á sig í þessum efnum, að stórum hluta án þess að fá annað í sinn hlut en ánægjuna eina sam- an. Þeim öllum ber að þakka. Stjórnmálamenn hugsi sinn gang Við stjórnmálamenn eigum hins vegar að temja okkur síðan heil- brigðari og jákvæðari afsíöðu til íslenskrar menningar með verkum okkar og gjörðum. Oddvitar og hugsjónamenn íslenskrar menning- ar eiga ekki að þurfa að knékijúpa Jfjárveitingarvaldi til að fá stuðning við sín verk. Sá stuðningur á að koma frá íslenskum stjórnmála- mönnum vegna þess að menning er góð og gagnleg og auðgar líf okkar og umhverfi. Það þarf hug- arfarsbreytingu. Við stjórnmálamenn eigum að hugsa okkar gang í þessum efnum. Til er ég. Höfundur er alþingismnður. Tímanum dreift á kvöldin BREYTINGAR hafa verið gerðar á útgáfu- og dreifíngu dagblaðsins Tímans og mun það eftirleiðis verða prentað milli klukkan 19 og 20 á kvöldin og dreift til áskrifr enda á höfuðborgarsvæðinu um 23.30. Til áskrifenda á Akureyri á Tíminn að vera kominn í morg- unsárið næsta dag. Um þijár vikur era síðan blaðið hóf tilraunir með breyttan útgáfu- tíma og verður endanleg ákvörðun um fyrirkomulag dreifingar tekin eftir um mánaðartíma. Horft til Norðuriands Hrólfur Ölvisson, framkvæmda- stjóri Tímans, segir einn helsta tilganginn með þessum breyting- um að þjóna m.a. lesendum á Norðurlandi betur en áður hefur verið og eigendur blaðsins telji nýbreytni í því fólgna fyrir lesend- ur að fá það í hendur undir hátta- tímann á kvöldin á höfuðborgar- svæðinu. Þar sé um ónýttan mark- að að ræða. Ekki felist spamaður í þessum breytingum heldur við- bótarkostnaður, en menn geri sér vonir um annan ávinning þegar til lengri tíma er litið. Hrólfur kveðst viðurkenna að horft sé mjög til þess lesendahóps norðan heiða sem kaupir dagblað- ið Dag á Akureyri reglulega. Ótímabært sé að ræða um hugs- anlegar áherslu- eða útlitsbreyt- ingar hjá Tímanum í kjölfarið, en slíkt verði skoðað með hægð. Að- spurður um breytingar á starfs- mannahaldi, segir Hrólfur, að sem sakir standa verði það óbreytt en ekki sé hægt að útiloka breytingar á ritstjórn eða í dreifingu blaðsins. Blab allra landsmanna! -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.