Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 35 EIRÍKUR GRÖNDAL + Eiríkur Gröndal fæddist í Reykjavík 1. maí 1969. Hann lést í Reykjavík 5. júní síðastliðinn og var jarðsettur frá Bústaðakirkju 9. maí. Á OKKAR unglingsárum þegar við fórum að venja komur okkar í Ásgarðinn, þar sem Begga vinkona okkar bjó, kynntumst við fyrst Eiríki og Elínu. Einnig heimsóttum við þau á heimili þeirra og vorum við þar ávallt velkomin. Þá var oft setið fram á nótt og spjallað um lífið og tilveruna og voru það góð- ar stundir sem við áttum saman. Elsku Kolla og Elín, Einar, Brynjar og ástvinir Eiríks. Við samhryggjumst ykkur á þessari sorgarstund. Megi algóður Guð gefa ykkur styrk á þessum erfíðu tímum. Með þessu erindi viljum við kveðja Eirík: Allt eins og blómstrið eina upp vex af sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snðggu augabragði á skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey þó heilsa’ og lífi mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Björn, Elísabet, Svanlaug, Áslaug og Jenna. ALBERTÞOR G UNNARSSON + Geirlaug var fædd í Laug- ardal í Vestmanna- eyjum 20. júní 1923. Hún lést á kvenna- deild Landspítalans 31. maí sl. Foreldr- ar hennar voru Jón Sigurðsson, sem lést 1980, og Karó- lína Sigurðardóttir, sem lést 1989. Systkini Geirlaugar eru Kristín, Mar- grét og Sigurður. Geirlaug giftist 26. desember 1945 Snorra Halldórssyni frá Mið- dalsgröf, sem Iést 1. mars 1954. Geirlaug og Snorri áttu sex börn. Þau eru: Karólína, fædd 1944, maki Magnús Hákonar- son og eiga þau fjögur börn, Krislján, fæddur 1946, dáinn 4. janúar 1995, hann átti þijú börn, Jón, fæddur 1947, maki Vilborg Rafnsdóttir, eignuðust þau fjögur böm og era þijú þeirra á lífi, Július fæddur 1949, maki Gróa Eiðsdóttir, ELSKU mamma. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég kom út á flugvöll á mæðradag- inn 14. mai að taka á móti þér, að aðeins sautján dögum síðar værir þú öll, þú varst aðeins komin til að gangast undir læknisrannsóknir. En þú hlýtur að hafa verið búin að fínna mikið til þó þú hafir aldrei kvartað. Ég er svo gjörsamlega tóm að ég get bara ekki sett ne,itt á blað. Ég er kannski líka bara svo eigingjörn að ég vilji hafa minning- una um þig fyrir mig eina. Ég kveð þig elsku mamma mín með hluta úr ljóðinu Kveðja eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. Svo ieggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjama hver, sem lýsir þina leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum ámm, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín - í söng og támm. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þinum krýpur öll mín saga. Og leggðu svo á höfin blá og breið. - Þó blási katt, og dagar verði að áram, þá veit ég, að þú villist rétta leið og verður mín - í bæn, í söng og táram. (Davíð Stef.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Karólína. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grand fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund á snöggu augabragði af verður skorið fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissu dauðans ieið sem aldur og ellin þunga allt rennur sama skeið. Innsigli engin fengu upp á lífsstundu bið en þann kost undir gengu allir að skilja við. (Hallgrimur Pétursson) Það er erfítt að hugsa sér að mamma sé farin frá okkur og við sjáum hana ekki meir. Fyrir aðeins fímm mánuðum kom hún suður til að fylgja elsta bróður okkar til graf- ar og voru það þung og erfið spor fyrir hana. Hún hefur eflaust verið helsjúk þá þó engan grunaði neitt því hún kvartaði aldrei yfír líðan sinni. Fyrir tveim mánuðum kom hún síðan til að vera viðstödd ferm- eiga þau tvö börn, Óðinn, fæddur 1951, maki Auður R. Ingvadóttir og eiga þau eitt barn og Berglind, fædd 1954, maki Árai J. Gunnlaugsson og eiga þau þijú börn. Geirlaug var síðar í sambúð með Jóni Ágústssyni, sem lést 1965. Eignuð- ust þau tvær dætur, Elísabetu Unu, fædda 1960, maki Ólafur Rúnar Sig- urðsson og eiga þau þijú böra, og Lenu Maríu, fædda 1961, en hún var gefin til ættleiðingar. Árið 1970 giftist Geirlaug eftir- lifandi manni síniim Pétri Har- aldssyni frá ísafirði. Þau bjuggu fyrst á Seltjarnarnesi en fluttu til ísafjarðar 1978 og bjuggu þar síðan, síðast á Sól- götu 2. Útför hennar fer fram frá Isafjarðarkirkju i dag og hefst athöfnin kl. 14.00. ingar þriggja barnabarna sinna og dvaldi þá lengi hjá okkur eða í rúm- ar þtjár vikur og ég er þakklát fyr- ir þann tíma. Hún var þá hress og kát og gladdist innilega yfír þessum áfanga ömmubarnanna. Hún var ekki búin að vera heima nema u.þ.b. þijár vikur þegar hún kennir sér meins og er send suður í rannsókn og aðeins sautján dögum síðar er hún dáin. Engan grunaði hversu alvarlega veik hún var og varð áfall- ið þungt. Okkur systkinunum auðn- aðist þó að vera hjá henni og kveðja hana hinstu kveðju á spítalanum. Vorið var hennar uppáhalds árs- tími og beið hún þess ávallt með óþreyju að geta byijað að vinna í litla garðinum sínum. Enda var hann svo fallegur að allir dáðust að honum og komu margir erlendir ferðamenn og tóku myndir af hon- um og litla fallega húsinu hennar og Péturs. Hún hafði yndi af öllum blómum og döfnuðu þau og blómstr- uðu af umhyggju hennar. Þó mamma vinni ekki í garðinum sín- um oftar þá veit ég að hún á sinn garð í Guðs ríki sem hún hlúir að og lætur blómstra. Elsku mamma, ég þakka þér fyr- ir allt og þú munt alltaf lifa í hjört- um okkar og þú lifir á meðan við minnumst þín. Berglind og fjölskylda. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) móti okkur. Það er svo margt sem hægt er að segja og minnast á, en minningin um þig og allar góðu stundimar sem við áttum saman, mun varðveitast í hjörtum okkar. Elsku mamma og amma, við mun- um sakna þín sárt. Við kveðjum þig með þessum fátæklegu orðum elsku mamma. Elísabet, Rúnar og börn. Drottinn er minn hirðir, mig mun _ ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns sins. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. 23 Davíðssálmur. Það er erfítt að sitja og hugsa um það sem var. Það sem ekki verð- ur aftur, nema í minningunni. Nú er amma okkar farin og kemur ekki aftur til okkar nema í minning- unni. Það er eins og svo oft, svo mik- ið, sem átti eftir að gera, eftir að segja. Við vitum að nú líður ömmu vel, nú er hún hjá guði. Við vitum að þar er hugsað vel um hana og þar þarf hún ekki að kvíða því sem að höndum ber. Við sáum hana svo hressa á spítalanum, stuttu áður en hún dó, öll nema Margrét, sem búsett er í Bandaríkjunum. En hún var þó hjá ömmu í huganum, eftir að hún vissi að amma var orðin veik. Dauðinn er miskunnarlaus, hann heggur þar sem síst skyldi og nú hefur hann tekið ömmu frá okkur, svo skjótt að ekkert okkar hefur enn náð að skilja hvers vegna. Við fengum ekki einu sinni tækifæri á að kveðja ömmu áður en hann tók hana frá okkur. Við viljum með þessum fátæk- legu orðum kveðja þig elsku amma. Við áttum með þér yndislegar stundir sem við geymum í hjörtum okkar. Við vitum að þú lítur til með okkur í framtíðinni. Takk fyrir allt. Snorri, Margrét, Torfi og Pétur Geir. + Albert Þór Gunnarsson var fæddur 7. desember 1974. Hann lést í Borgarspítalanum 3. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 8. maí. ER VIÐ kveðjum góðan vin okkar, Albert Þór Gunnarsson, viljum við þakka fyrir þær samverustundir sem við áttum með honum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guðí, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Guðný frænka. Gunnar, Rósa, Hafsteinn, Kristjana og Lúð- vík, megi guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar og minningum. Að- standendum og vinum vottum við samúð okkar. Kolbrún, Sigurður og Sigurmar. Ekki grunaði mig að þegar ég fór suður á þriðjudegi að heim- sækja mömmu að hún myndi skilja við degi síðar. Hún var hress og kát þegar ég og ömmubörnin fórum til hennar á spítalann í heimsókn og kvöddum hana með þeim orðum, „við sjáumst á morgun“. Já, það er skrýtið til þess að hugsa þegar við förum í litla ömmuhús að amma sé ekki lengur þar, til að taka á Mig langar að kveðja þig mamma með nokkrum línum, nú þegar þú hefur fallið fyrir þessum vágesti, sem enginn er óhultur fyrir. Hann gerði atlögu að þér fyrir tæpum sex árum en sú atlaga dugði ekki og þú stóðst uppi sem sigurvegari, en það er eins og vágesturinn hafí leg- ið í felum, bætt við liðsafla sinn og þegar ofurefli var náð var blásið til orrustu á ný sem felldi þig á aðeins þremur vikum. Það er sárt að horfa á eftir þér mamma eftir þessa bar- áttu en hún stóð stutt sem betur fer og þú ert laus og án verkja, það er þakkarvert. Ég ætla ekki að hafa langa lesningu hér, það væri ekki í anda þínum en þakka þér heldur allt sem þú gerðir til að halda saman barnahópnum þínum, sem þú stóðst ein uppi með þegar þú varðst ekkja rétt þrítug að aldri, það var og verður alltaf talið stór- virki, því sá róður var erfiðari en margan grunar og oft blés á móti og gaf duglega á, en þú lést ekki bugast. Takk fyrir mamma min. Hvíldu í friði. Þinn sonur Jón. Ilandrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, véirituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfcct eru einnig auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega Knulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Við þökkum alla þá einlægu samúð, hlýhug og vináttu, sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför eigin- manns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GEIRS VILBOGASONAR fyrrverandi bryta. Sigurbjörg Sigfinnsdóttir, Grétar Geirsson, Lára Kristjánsdóttir, Vilborg Geirsdóttir, Gylfi Adolfsson, Sigrún Geirsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Kristfn Geirsdóttir, Ómar Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. HELGA AXELSDÓTTIR, Grettisgötu 66, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. júní kl. 13.30. Jóhannes Sigurðsson, Rakel Sigurðardóttir, Sigurður Björnsson, Elís Heiðar Ragnarsson, Helga S. Gísladóttir, Pétur Hallgrimsson, Inga Björgvinsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Stefanfa Inga Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR R. HJARTARDÓTTUR. Börn, tengdabörn, barnabörn og systur hinnar látnu. GEIRLA UG JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.