Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAIMDSMANNA fNmgptiiUbiMfr 1995 LAUGARDAGUR 10.JUNI BLAÐ D KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA m... ¦ ¦ m *m\ m ¦ ¦ ¦ Monrunblaðið/Júlíus Þeir skoruðu siðast gegn Ungverjum EYJÓLFUR Sverrlsson og Arnór Quojohnsen skoruðu síðast gegn Ungverjum, þegar íslendlngar lögöu þá afi velli í Laugardalnum, 2:0, 1993 í undankeppnl HM Þurfum að ná topp- leik til að sigra - sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, um leikinn gegn Ungverjalandi ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari íslands, segir aö leikurinn gegn Ungverjum annað kvöld verði að vinnast. „Við þurfum mjög góðan leik til að leggja þá. En ef við náum upp góðum leik þá held ég að við vinnum leikinn og það er vissulega markmiðið," sagði þjálfarinn. Hann segir að Ungverjar séu sterkari varnarlega en áður. „Þeir eru sterk- ari en fyrir tveimur árum,_ þá aðallega varnarlega. Þetta verður því erfiðara hjá okkur núna en fyrir tveimur árum þegar við unnum þá mjög verðskuldað 2:0. Þeim hefur gengið bærilega en hafa reyndar tapað tveimur leikjum niður í jafntefli eftir að hafa náð tveggja marka forskoti á heimavelli," sagði Asgeir. „Ég held að möguleikar okkar gegn Ungverjum séu ekkert meiri en gegn Sviss- lendingum og Tyrkjum. Þessi lið eru öll mjög áþekk að styrkleika. Ungverjar eiga enn möguleika á að komast áfram og geta náð sautján stigum og þeir koma hingað til að sigra." Um breytingar á leikskipulaginu frá því í^ leiknum gegn Svíum á dögunum sagði Ásgeir: „Það er alveg hugsanlegt að ég breyti einhverju, en í sjálfum sér skiptir leikskipulagið ekki megin máli. Staðreynd- in er sú að ef við spilum með þrjá menn frammi eru þeir með fjóra aftur og ef við spilum með tvo frammi verða þeir senni- lega með þrjá aftur. Aðalatriðið er að við spilum þá leikaðferð sem okkur hentar best og við náum toppleik. Ég get lofað því að leikmennirnir munu leggja sig alla fram og svo er hitt alltaf spurning hvernig menn hitta á leikinn boltalega séð. Leik- menn geta átt mjög misjafna daga en leik- menn geta alltaf hlaupið og unnið vinnuna sína og þeir munu gera það. Ef við náum góðum leik eigum við að geta unnið öll þessi Hð í riðlinum á heímavelli og auðvitað ætlum við okkur það fyrirfram," sagði hann. Tvíburarnir til Nurnberg í tvo daga TVfBURARNTR Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir urðuaðmætaá æfingar hjá fé- lagi sínu, Niirn- berg í Þýska- iandi, í siðustu viku, annars hefðu þeir fengið sekt. Þeir voni meðíslenska lanrisliðimi í S víþjóð og komu með liðinu til ís- lands um síðustu helgi og ætJuðu að d veHa hér fram að lan dsleiknu m við Ungverja. Þýska f élag- ið heimtaði að fá þá ut og þeir urðii að hlýða kailinu og héidu tíl Þyskaiands á mánudag og náðu tveimur æfingum áður en þeir komu aftur tíl íslands á fimmtudag tíl að undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn Ungverjum á sunnudag. Ásgeir óánægður með Laugar- dalsvöllinn LAUGAEDALS VÖLLUR hefur komið iila undan vetri eins og reynar undanfar- in ár. Ásgeir Elíasson, iandsliðsþjálfari, segir að ástand vall ar ins þurfi ekki að koma á óvart því haun hafi alla tíð verð slæmur. „ Voiiurinn hefur aldrei verið góður, en núna er hann aðeins verri eit venjulega," sagði Ásgeir. Hann segir að það verði að fara að gera eitthvað í þessu. „Ég man ekki eft- ir vclHnum i góðu ástandi og er ég þö búinn að vera lengi í þessu. Auðvitað getum við haft völlinn betri með þvi að leggja Mta undir hann. Það ætti ekki að vera svo mikiö mál með allt þetta heita vatn í Laugardalnum. Það er ekki svo langur vegur að leggja af rennslis vatn úr Laugardalslauginni og yfir á vðllinn. Auðvitað kostar þetta allt peninga en við höfum svo sem eytt í annað eins. Það er einfaldlega lélegt hjá okkur að eiga ekki betri þjóðarleikvang," sagði Iandsl- iðsþjálfarinn. Mészöly hefur styrktvörn Ungverjalands ÁSGEHÍ Elíasson, landsliðsþjálfari íslands, segir að Ungverjar leUd betri varnarleik en þegar íslendingar lögðu þá að velli i undankeppni HM — fyrst 1:2 í Bútapest og síðan 2:0 á Laugardals- vel iinum. Þegar að er gáð, er það skyljanlegt að varnarleUcur þeirra sé betrí, því að liðið leik- ur undir etjórn Kálmán Mészöly, sem var einn af bestu miðvörðum heims á árum áður. Hann var frægur fyrir mikla yfirburði sína í skalla- tækni, bjó yfir miklum dugnaði, þekkingu og var sterkur sem klettur — var mikill baráttumað- xiv, sem lék best undir álagi. Hans s5gulegastí leikur er án efa þegar Ungverjar unnu BrasUíumenn 3:1 í HM í Englandi 1966. í leiknum skoraði hann mark úr vftaspyrnu. Mészöly meiddist á 8x1 í leiknum, létþað ekki á sig fá— lék allan leikinn með hendi í f atla, sem frægt varð. Þessi gamalkunni leikmaður varð fjórum sinnum ungverskur meistari með Vasas og hann lék Evrópuleiki gegn Valsmðnnum 1967. Mész- Bly, sem er 54 ára, lék 61 landsleik fyrir Ung- verjaland áárunum 1961 tíl 1971. FRJALSIÞROTTIR: LANDSLIÐIÐ KEPPIR Á EVROPUMOTIITALLINIVI / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.